Morgunblaðið - 13.12.1966, Síða 25

Morgunblaðið - 13.12.1966, Síða 25
Þriðjudagur 13. Ses 1966 M0RCUH81ADID ERNEST HAMILTON (London) 1 Anderson St. Limited London S. W. 3. England. BYGGINGAREFNI Atfræður í gær Oddur Bjarnason hreppstj. og póstafgrjn. Oddur Bjarnason, fyrrverandi hreppstjóri og póstafgreiðslu- maður, á Búðareyri við Reyðar- fjörð, nú til heimilis að Dun- haga 11 hér í borg, varð átt- ræður" í gær, 12. desember. 1 tilefni þessa merkisafmælis Odds heimsótti ég hann á dögunum, rabbaði við hann og festi á seg- ulband. f>rátt fyrir háan aldur er mað orinn hinn ernasti, minnið gott, og fróður er hann um marga hluti. Oddur Bjarnason er fæddur á Kollaleiru í Reyðarfjarðarhreppi 12. des. 1886. Faðir hans var Bjarni, bóndi og söðlasmiður, Oddsson, Bjarnasonar Konráðs- «onar, sem allir bjuggu á Kolla- leiru, en móðir hans var Sig- ríður Pétursdóttir af fsfjarð- arætt. Pétur, afi Odds var son- ur Kjartans kaupmanns ísfjörð á Eskifirði. Oddur var yngstur 7 systkina og eini bróðirinn. Misserisgam- all flytzt hann með foreldrum eínum að Bakkagerði í sömu sveit og litlu síðar út á Eski- fjörð. Þar dvelur hann til 11 ára aldurs, en flytzt þá aftur inn á Búðareyri. Bjó fjölskyldan fyrst í húsi því, sem nú er Hótel K.H.B., en fluttist þremur árum seinna að Ásbyrgi. í>ar bjó Oddur einnig sín fyrstu búskaparár, en 1930 keypti hann Sunnuhvol og bjó þar, þangað til hann flutti til Reykjavíkur 1946. Á Eskifirði var Oddur einn vetur í barnaskóla hjá séra Guð mundi Ásbjarnarsyni, fríkirkju- presti, en á Reyðarfirði var hann þrjá vetur í skóla hjá þeim Sig- urði Vigfússyni og Sveini Jóns- eyni. Var þá kennt í svonefndu Hinrikshúsi, en það stóð þar, sem nú stendur kirkjan. Var það síðar rifið og flutt suður á Hrúteyri. A unglings- og æskuárum Odds var ekki um auðugan garð að gresja í atvinnulegu tilliti. Árum saman reri Oddur á ára-/ bátum frá Breiðuvik með frænda sínum, Oddi Þorgrímssyni. Sá kapituli í lífsstarfi Odds verð- ur ekki skráður hér, þótt girni- legur sé til fróðleiks. Þrátt fyrir augljósa erfiðleika réðst Oddur í það stórvirki þeirra tíma að afla sér fram- haldsmenntunar. Haustið 1907 eettist hann í Flensborgarskól- ann og lauk þaðan prófi vorið 1909. Arið 1915 réðist Oddur sem bókhaldari til Rolfs kaupmanns Johansen á Reyðarfirði og vann hjá honum til ársins 1931. Minn- íst hann Rolfs og konu hans með þakklæti og virðingu. . Árið 1927 var hann skipaður hrepp- •tjóri og póstafgreiðslumaður var hann frá 1934-1946. í»á flutti hann áisamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og hefur starfað •íðan á Póstmálaskrifstofunni. Árið 1922 kvæntist Oddur Guðrúnu Jónsdóttur frá Sóma- staðagerði, glæsilegri myndar- konu. Eignuðust þau tvær dæt- ur, Sigríði og Pálínu. Guðrún, kona Odds, lézt 8. des. 1960. Hér er aðeins stiklað á stóru 1 æfi Odds Bjarnasonar, enda um stutta afmæliskveðju að ræða. Maðurinn sjálfur verður öll- um minnistæður, er hann þekkja sakir ágætra mannkosta hans. Þar fara saman góðar gáfur, sterkur persónuleiki, og grand- var er maðurinn og heiðarleg- ur með afbrigðum. Snyrtimenni er Oddur í fram- göngu allri svo af ber, listaskrif- ari og íþróttamaður góður fyrr á árum. Vel man ég þá félaga Rolf Johansen og Odd, leika listir sínar á skautum á ísi- lögðum firðinum. Fyrr á árum tók Oddur þátt I starfsemi Málfundufélags Reyð arfjarðar, söngvinn var hann, lék á hljóðfæri og var listadans- ari. Allt var þetta óþvingað og eðlilegt í fari Odds, enda maður- inn látlaus og hófsamur til orðs og æðis. Oddur er ákveðinn í skoðun- um og setur þær fram tæpi- tungulaust, en enginn er hann úrtölu- eða afturhaldsmaður, öðru nær, mættu þar margir yngri menn af læra. 1 hópi kunn ingja er hann gamansamur og hnyttinn, kann vel að segja frá og líka að hlusta. Oddur Bjarnason hefur lifað einhverja stórkostlegustu um- brota- og breytingartíma, sem yfir hafa gengið. Hann getur af eigin reynd borið saman líf fólks um og fyrir aldamót og eins og það er í dag. En menn á borð við Odd týna ekki sjálf- um sér, þótt góðar breytingar verði á ytri kjörum þeirra. Odd- ur er í dag sami heiðarlegi drengskaparmaðurinn og hann hefur alltaf verið. Og samifærð- ur er ég viss um það, að góðan vitnisburð mun hann fá, þegar kemur að lokaprófi í skóia lífs- ins. Þessum síunga heiðursmanni sendi ég mínar innilegustu af- mælis- og framtíðarkveðjur. Guðmundur Magnusson. — Athugasemd Framhald af bls. 12 Fiskur verkaður £ skreið tekur óhjákvæmilega efnabreytingum, sem eru háð ýmsum lögmálum, sem ekki er hægt að rekja hér. En staðreynd er það, að fyrsta flokks línu- og trollfiskur getur verkast þannig, að úr verði þriðja flokks skreið. Ég býst við, að skreið hafi svipað næringar- gildi hvort sem hún flokkast á Afríku eða ítalíu, þar er oft að- eins um útlitsmun að ræða. Ég álít, að vandamál útgerðar togaranna og bátanna verði að leysa á annan hátt en þann að rífast innbyrðis um þá fáu bletti, sem fiskur finnst á hér á grunnmiðum. Það þarf að hefja skipulega leit að nýjum fiskimiðum, og hagnýta land- grunnið á hagkvæmasta hátt frá þjóðhagislegu sjónanmiði. Fleyt- an er of smá, sá grái er utar. Við eigum að leysa vandamál togaranna í þeim anda. Kristján Gunnarsson, skipstjóri, Miðbraut 6, SeltjarnarnesL SPYRJIÐ n LÆKNINN HVAÐ } FLUOR GERIR * FYRIR TENNURNAR SPYRJIÐ EFTIR AMMIDENT O NÆST ÞEGAR ÞÉR . KAUPIÐ TANN- KREM. /3 stærri túba V2 lægra verð AMMIDENT FÆST í APOTEKUM 0G BÚÐUNUM UM ALLT LAND. Kemikalia hf Einangrunargler BOUSSÖIS INSULATING GLASS Er hexmsþekkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutími. Leitið tllbvða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER: Z-4-5-6 mm. Einkauniboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2 44 55. HANDKLÆÐAHRINGIR — HANDKLÆÐASLÁR — SÁPUSKÁLAR — TANNBURSTAHENGI — GLASAHÖLD — W C PAPPÍRSHENGI — ÖSKUBAKKAR. J. Þorláksson & Norðmann hi Skúlagötu 30 — Bankastræti 11. Barnaskórnir Komdu og skoðaðu baðherbergið mitt! ÉG FÉKK ALLT í SAMA STÍL. Amerískar HALL MACK vörur frá J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN. Hím-Pes/eM: SKÓSALAN LAUGAVEGI 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.