Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLADIÐ
Sunnudagur 18. des. 1966
BLÓD6AÐID HÓFST NÓTTINA
SEM SÚKARNO „DÓ“
Fregnir af blóðugri uppreisn kommúnista I
4 Indónesíu berast nú fyrst umheiminum
SAGNÞRUNGIN atburðarás er loks á enda í Indónesíu.
Hún hófst að næturlagi 30. september fyrir rúmuim 12 mán-
uðum er Súkarno forseti var færður af tróni sínurru í kjöl-
farið komu blóðug fjöldamorð þar sem fleiri voru drepn-
ir á fimm mánuðum en á þeim fimm árum, sem stríðið
í Viietnaim hefur staðið yfir. Saga þessara hryllilegu at-
burða er umheiminum ókunn sökum þess, að öll frétta-
þjónusta í landinu var bönnuð meðan á þeim stóð. Um
þessar mundir bætist einn kapituli við þessa sögu með
íéttarhöldunum yfir fyrrverandi hershöfðingja flughers-
ins, sem ákærður er fyrir landráð. Ef til vill er þetta
lokaþátturinn — landráðaákæran og réttarhöldin yfir Súk-
arnó sjálfum fyrir hlutdeild í morðum sex hershöfðingja
í samsærinu 30. september.
Samsærið
Að kvöldi 30. septemiber fyrir
ári ávarpaði Sukarno forseti,
Sambandsþing indónesískra
teeknifræðinga í Jakarta. Þjóð-
minnismerkið gnæfði yfir sam-
komunni, eifst á því er 26 feta
togi úr Skíra gulli: táknræn hlið
•tæða, því á þessari samkomu
dokknaði á kyndli einræðisherr
mas.
Forsetinn var að venju klædd
nr einkennisbúningi yfirhers-
faöfðingja. Hann var með svart
feöfuðfat og dökk gleraugu til að
vernda augu sín gegn hinum
ster.ku sviðsljósum.
Hann náði ekki síraum venju-
legu ræðumannsáhrifum. En
áheyrendur hans hlustuðu með
athygli og samúð. Vikum saman
höfðu þeir vitað að forsetinn
var mjög sjúkur maður. Síðan
á byltingarárunum hafði hann
verið veikur í nýrunum. >au
voru með hans eigin orðum
,,eins og grjótnámur.“
Sukarno hafði talað í klukku-
stund og tíu mínútur þegar rödd
in brást honum. Hann hætti og
yfirgaf sviðið. Hann virtist
haltra. Lífverðir hans heyrðust
kalla á lækna. Dr. Wu yfirmað-
ur þeirra, sendur af Mao Tse-
Tung frá Pekirag, hraðaði sér til
hans. Forsetinn sem vart gat
staðið á fótunum var borinn inn
í lítið herbergi á hliðarsviðinu
og læknar hans þyrptust að.
Áheyrendur ráku upp rama-
kvein og margir reyndu að ryðj-
ast up á sviðið til að ganga úr
skugga um hversu veikur for-
setinn værL Nokkrir í þröng-
inni bnustu í grát. Ein kona kom
á stað gífurlegri ringulreið með
því að hrópa: „Forsetinn er dá-
inn.“ Orð hennar fengu vængi
og lífverðir forsetans urðu hvað
eftir annað að biðja um ró. í»að
heppnaðist ekki of vel. Fréttirn-
ar um líðan forsetans bárust um
borgina eins og eldur í sinu og
þar með orðrómurinn um að
hann væri látinn. Um allá borg-
ina mátti sjá fólk á þönum til
vina sinna að segja þeim tóðind-
in.
En þetta reyndist samt sem áð
ur rangt. Eftir klukkustundar-
læknisaðgerðir sneri forsetinn
til sviðsins á ný og hélt ræðu
sinni áfram yfir furðulostnura
áheyrendum, sem nú önduðu létt
ar. Sukarno hefur oftlega sagt,
að það færði sér meiri bata að
tala við fólkið en allir læknarn-
ir umhverfis hann. Þetta hefði
átt að binda enda á atburðinn —
atvik í lífi aldraðs byltingar-
manns — en staðreyndin var sú
að dauði forsetans, sem beðið
var með óþreyju af mörgum
valdafíkraum hatursmönnum
hans, var merki urn að nú skyldi
hefjast rás geigvænlegra at-
burða.
Einn af þeim valdamönnum,
sem viðstaddur voru samkom-
una hljóp ekki upp á sviðið né
spurðist fyrir um hvað gerst
hefði. Það var D. N. Aidit for-
ingi P.K.I., kommúnistaflokks-
ins. Hann forðaði sér til dyr-
anna og sást aldrei opinberlega
eftir það. Hann átti þýðingarmik
inn þátt í atburðunum þetta
kvöld. En maðurinn, sem kom
þeim af stað, Untung, liðsfor-
ingi, yfirmaður Tchakrabirawa
herdeildarinnar, — lífvarðar for
setans, — var ekki viðstaddur,
þegar Sukarno fékk „aðsvifið“.
Þegar fréttirnar bárust honum,
var Untung staddur í aðalstöðv-
um sínum í nánd við höllina.
Hann trúði því að forsetinn væri
dáinn eða deyjandi og þrýsti á
hnappinn, sem hleypti af stað
hinu alræmda blóðbaði 30. sept-
ember.
Flokkar úr Tchakrábirawa-
herdeildinni voru sendir af stað
í jeppum og herbílum til að
ræna átta hershöfðiragjum og
færa þá til flugvallarins í Halim.
um 15 mílur frá hjarta Jakarta.
'Þar átti að hafa þá í haldi unz
frekari skipanir væru gefnar um
hvað gera ætti við þá. Þessar
aðgerðir áttu að annast 60
manna fótgönguliðssveitir úr
Tchakrabirawa-herdeildinni og
Æskulýðsfylking kommúnista,
sem þjálfuð hafði verið í and-
stöðunni gegn Malaysíu.
Sérhver flokkur fékk til sinna
umráða herbifreiðir, jeppa og
byssur. Sérhver þeirra átti að
framkvæma sinn lið í verknað-
inum á mismunandi tímum —
eftir nákvæma rannsókn á per-
sónulegum venjum hershöfðingj
anna. Achmad Yani hershöfðingi
var efstur á listanum, Abdul
Haris Nasution hershöfðingi,
varnarmálaráðherra, var næst-
ur; Suharto hershöfðingja átti
að taka höndum kl. 2 um nótt-
ina og hina átti að taka á tóman
um milli kl. 3 og 5 um nóttina.
Þessa nótt voru 6 hershöfð-
ingjar teknir á heimilum sínum:
Yani og Pandjaitan, S. Pahr-
man, Suprapto, Harjono og Sut-
ojo.Yani og Harjono voru dánir
áður en þeim var kastað á her-
bílana. Pandjaitan var alvarlega
særður, en líklega á lífi, þegar
hann kom til Halim, en þangað
var farið með þá alla. Hinir
þurftu að þola mikið áður en
þeir dóu.
Skömmu eftir miðnætti vakn-
aði fjölskylda Yani hershöfð-
ingja við skothríð fyrir utan
dyrnar. Nokkrir hermenn úr
Tohakrahirawa höfðu skotið upp
lásinn á dyrunum og gengu inn
í setustofuna. Yani gekk á mótl
þeim í náttfötunum. Frú Yani og
nokkur börn hennar (hún á átta
börn) heyrðu Yani spyrja her-
mennina fremur reiðilega hvað
þeim væri á höndum. Þeir svör-
uðu að Sukarno forseti hefði
sent þá til þess að færa hann
til hallarinnar. Yani, sem ber-
sýnilega trúði þeim ekki, spurði
hvernig þeir hefðu komizt fram
hjá vörðunum við hliðið. Enginn
svaraði. Yani neitaði að fara með
þeim til hallarinnar en kvaðst
mundu fara þangað sjálfur. Þeir
reyndu að taka hann fastan og
etfir stutta viðureign var hann
skotinn í viðurvist konu sinnar
ar ag barna. Lík hans var vafið
í teppi af gólfinu og það borið
út í herbíl, sem beið fyrir utan.
S. Pahrman hershöfðingi, sem
gekk Yani næstur að tign var
ekki eins heppinn og yfirmaður
hans. Hann var ekki dáinn, þeg-
ar hann var fluttur á brott.
Hann hafði að venju farið að
sofa á miðnætti. Kl. 4 heyrði
hann hávaða fyrir utan og fór á
fætur í þeirri trú, að hér væri
um þjófa að ræða. Þegar hann
kom út sá hann tuttugu vopnaða
menn iklædda einkennisbúning-
um Tchakrabirawa-herdeildar-
innar.
„Eruð þið frá Tchakra?“
spurði herhöfðinginn.
„Já, Pak (faðir). Porsetinn skip
aði okkur að sækja yður.“
„Ástand ið er alvarlegt?“
spurði hershöfðinginn.
„Já, Pak, mjög alvarlegt”, var
svarið.
Fimmtán mínútum síðar kom
eiginkona Harjono hershöfð-
ingja grátandi til heimilis Yani
og spurði eftir Pahrman, sökum
þess að eiginmaður hennar
hafði verið fluttur á brott.
Þéir komu til heimilis Pand-
jaitan skömmu fyrir sólarupp-
rás. Frændi hershöfðingjans, Al-
að líkamar hershöfðingjanna
voru limlestir á hryllilegan háttó
Ein kvennanna, sem tóku þáft
í því, sem gerðist um nóttina,
frú Djamilah, 15 ára gömul eig-
inkona kommúnista, hefur gefið
eftirfarandi lýsingu á því, sein
bar fyrir augu hennar um nótt-
ina: Litlum hnífum 02 rakvéla-
blöðum var dreift. Ég fékk bara
rakvélablað. í fjarska sáum við
holdugan mann í náttfötum.
Hendur hans voru bundnar með
rauðu bandi og það var líka
bundið fyrir augu hans með
rauðri dulu. Fótgönguliðsforing-
inn sagði okkur, að berja þenn-
an mann og síðan skera við-
kvæmustu hluta líkama hans.
Hin fyrstu, sem hófu að berja
hann og skera voru S. og frú
Satro, foringjar Tandjung Pirok-
deildar fylkingar okkar. Á eftir
fylgdu aðrir félagar...... Loks
tók ég þátt í að pynta hann. All-
ar hinar 100 konur, sem voru
viðstaddar, gerðu hið sama og
voru vitni....... fórnarlambið
var síðan skotið þrisvar sinnum
ag féll um en hann var ekki enn
dáinn. Maður í grænum einkenn
isbúningi sá um aðgerðirnar og
rak rýting í líkama hans þang-
að til hann dó.
Fyrsti hluti þessara aðgerða
var áhrifaríkur en ófullkominn.
Morðflokkarnir misstu úr greip-
úh sér tvö fórnarlömb — mis-
tök, sem reyndust örlagarik.
Súkarnó, forseti
bert Neiboého, sem var „per-
sónulegur lífvörður" hans, var
slagin felmtri er hann sá þá og
reyndi að stanza þá. Hann var
skotinn. Pandjaitan hershöfð-
ingi sást rétta upp hendurnar
íklæddur einkénnisbúningi sín-
um. Hann var skotinn fyrir fram
an hús sitt og lík hans borið út
í herbíl.
Á Halim-flugvelliniÁn var
uppi fótur og fit kl. 3 er líkið
af Yani hershöfðingja var fært
þangað. Hinum ungu mönnum
og konum í æskulýðsfylkingu
kommúnista, sem farið höfðu
um landið í margar vikur með
ofbeldi og skrílslátum, hafði ver
ið sagt af foringjum sínum:
„Farið til Halim, ef ykikur langar
í æsingar“.
„Blóðveizlan"
Frá þessari nótt hafa Indónesar
sagt hverjum sem hafa vilja sög
ur um það, að kommúnistarnir
hafi verið þjálfaðir mánuðum
saman fyxir „blóðveizluna", sem
átti sér stað þessa nótt. Til eru
nákvæmar lýsingar af dularfull-
um heitstrengingum og blóðhá-
tíðum, sem ungir kommúnistar
af veikara kyninu áttu að hafa
haldið áður en þessir abburðir
áttu sér stað. Hvort þessar sög-
ur eru sannar eða upplognar
skiptir ekki máli. Það sem máli
skiptir er það, að milljónir
manna og þess utan herinn trúði
þeim. Það er ein af meginástæð-
unum fyrir því kommúnistahatri
sem greip um sig í landinu, sem
smám saman leiddi til bannsins
á hreyfingu þeirra og falls Su-
karno.
Það leikur engin vafi á því,
Þeim mlstókst að ná tveimur
mikilvægustu mönnunum, sem
átti að slátra: herhöfðingjunum
Nasution og Suharto.
Þegar morðflokkurinn kom tft
heimilis Nasutions tveimuf
klukkustundum fyrir sólarupp-
rás, vöknuðu grunsemdir hjá hin
um vopnuðu lífvörðum við hlið-
in og þeir neituðu að láta flokk-
inn fara inn í húsið. Þá upphófsl
skothríð á báða bóga og tveir
lífvarðanna voru drepnir. Síðan
fór flokkurinn inn í hiúsið með
þá fyrirætlun í huga, að skipa
Nasution að koma með þeim sam
kvæmt fyrirmælum forsetans,
lifandi eða látinn. Einn lífvarða
Nasution, Tendean liðsforingi,
vaknaði við skobhríðina og gerði
hershöfðingjanum og fjölskyldu
hans viðvart. Frú Nasution seg-
ir minnisverða sögu frá því, sem
á eftir fór.
Tendean liðsforingi, sem var
svipaður að hæð og útliti og
Nasution, klæddist einkennis-
jakka yfirmans síns og setti upp
höfuðfat hans og fór síðan út á
svalirnar til að heilsa gestura-
um „til að Nasution fengi tíma
til að komast undan.“ Foringi
flokksins kallaði í dimmunni;
„Nasution hershöfðingi?“ Tend-
ean svaraði stuttlega: „Já. Hvað
er ykkur á höndum?“ Þá var
Öann gripinn og fluttur með valdi
út í herbílinn, sem beið til að
fara með hann til Halim. Þegar
komið var langleiðina til Halim
vöknuðu grunsemdir hjá einum
úr flokknum og hann lýsti með
vasaljósi á fangann. Liðsfioring-
inn. var drepinn á staðnum og
hópurinn sneri aftur til húsa
Framhald á bls. 18.