Morgunblaðið - 18.12.1966, Síða 16

Morgunblaðið - 18.12.1966, Síða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Ötgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Bitstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið. HRAÐFRYSTI- IÐNAÐURINN i' umrœðum í Bfri deild Al- þingis um verðstöðvunar- frumvarp rikisstjómarmnar gerði Bjarm Benediktsson íorsætisráðherra meðal ann- ars að umtalsefni vandamái hraðfrystihúsanna og sagði: JEn staðreynd er engu að síður, þrátt fyrir alla þá ðrðugleika, sem verðbólgan skapar, að það er aðsteðjandi verðlækkun á framleiðsluvör um hraðfrystihúsanna, sem skapair þá örðugleika, sem þessu frumvarpi er ætlað að mæta. Fram hjá þeirri stað- peynd komast menn ekki með nokkru móti, .... Auðvitað skapar verðhækkun innan- lands sinn vanda, en ég þori að fuiiyrða, að þrátt fyrir þær verðhækkanir mundu hraðfrystihúsin enn standa sig skaplega og geta bjargað sér, ef ekki kæmi þessi verð- lækkun utan frá, sem þau nú Óttast og hafa gert aimenn- tegi grein fyrir. Annað höf- uðvandamálið er efnivöru- skorfcurinn, .... og þáð verð- ur að Ifta alveg raunsætt á það mM, hvaða ástæður það eru, sem skapa örðugleika um öflun hráefnis, eða efni- vöru. Er hægt að bæfca ór þvi með verðhækkunum einum á fiskinum? Eða eru það aðrar orsakir, sumpart óviðráðan- legar og sumpart viðráðan- legar". Forsætisráðherra ræddi síð an sérstaklega um efnivöru- skortinn og sagði: „Við þekkt um þennan efnivöruskort, ef svo má segja, varðandi síld- veiðar f áratug eða áratugi. í>að datt engum í hug að hægt væri að bæta úr þeim vandræðum með því að hækka verðið á sfldinni til apámaima og útgerðarmanna. Menn gerðu sér þar grein fyr kc, að þarna var um annars konar fyrirbæri að ræða held BH' en hægt var að ráða við með einum saman verðákvörðumim. —. Verð- ákvarðanir hafa vissulega sína þýðingu, en þarna eru fieiri og önnur veigameiri atriði, sem einnig koma til athugunar og verður að skoða ta hlítar, áður en þetta mál er til lykta leitt.“ Og síðan sagði forsætisráð- herra: „Þegar hagur hrað- frystihúsanna er skoðaður í heild á þessu ári, er hann betri í heiki heldur en ráð- gert var, þegar fiskverð var ákveðið um síðustu áramót. Og það sýnir að það, sem nú er að, er annars eðlis heldur en sú efnahagsstefna, sem við að öðru leyti getum deilt um og okkur kemur ekki saman um. Það er engin nýjung. En við skulum heldur ekki láta hana valda því, sem hún veld ur ekki, ekki fela í henni öM okkar vandamál, sem leysa þarf fram úr í okkar þjóð- félagi,“ VERZLUNIN ¥ ræðu sinni í Efri deild Al- þingis ræddi Bjarni Bene- diktsson einnig fullyrðingar stjórnarandstæðinga um ó- hóflegan gróða verzlunarinn- ar og sagðk „Við verðum einnig að athuga, þegar við tölum um hugsanlegan gróða verZlunarinnar, hvaða upplýs ingar við höfum um hag verzl unarfyrirtækja í landinu. Er sú verzlun, sem opimberar skýrslur nokkurn veginn ná til um, eða almenningur hef- ur frjálsan aðgang að að kynna sér, að minnsta kosti að verulegu leyti, rekin með þeim ágóða, sem ætla mætti eftir tali þessa háttv. þing- manns og þá á ég einkanlega við kaupfélögin og Samband ís-L samvinnufélaga? En þá er sagt: Aðstreymi fólks í verzlunina sýnir að þar hefur verið aukin gróða að fá. En einnig um þetta vantar fullnægjandi upplýs- ingar vegna þess að það er ekkert sérstákt íslenzkt fyr- irbæri, heldur allsherjarfyr- irbæri að þeim fer stöðugt fjölgandi í öllum þjóðfélög- um, sem fara úr, ef svo má segja, frumatvinnuvegum í ýmsar þjónustugreinar“. „Eins er það, að þó að f jár- magnsauknimg og fjárfesting hafi verið mikil í verzlun, vit um við það ofurvel hér, að minnsta kostti Reykvíkingar, að hér hafðí verið legið á framkvæmdum verzlunarinn ar. í»að beinlmis vantaði fyr- ir hana starfshýsi hér í Reykjavík. Þess vegna var það mjög eðlilegt, ég vil segja með öllu óhjákvæmilegt, að þegar frjálsræðið var gefið í þeim efnum, yrði þar um töluverðan vöxt í byrjun að ræða. Slíkt hlýtur ætíð að verða eftir að höft höfðu ver- ið á höfð og frjálsræði er skyndilega veitt. Enda voru til skýrslur um það, sem sýndu að of Mtið var af slíku starfshýsi miðað við starf- rækslu í bænum og ef við fór um um landið og bárum sam- an framkvæmdir þar, og það sem gert hafði verið í Reykja- vík, var ekki um það að vill- ast að þarna hafði Reykjavík með réttu eða röngu orðið út- undan“. Sunnudagur Í8. des. W68 Bretar senda 700 milljón jólakort I ár ÞVf var ekki svo vel tekið í London á sínum tima þegar Sir Henry Cole sendi vinum sínum fyrstu jólakortin. Óvinir hans ásökuðu hann um að ýta undir drykkjuskap með kortum sínum. Sir Henry varð á hvers manns vörum sem allt að því óþokki fyrir að senda jólakort, sem hann ætlaði aðeins að flytja vel- meintar jólaóskir. Þeita stendur skráð í Viktoría og Albert-safninu í London og einnig í Times. Samkvæmt þessum heimildum sendi Sir Henry fyrstu jólakortin árið 1843. Það var fyrir mistök, að Sir Henry sendi kortin. Hann var vanur að skrifa öllum vinum sínum, og þeir voru margir, bréf fyrir jólin, En fáeinum dögum fyrir jól fyrir 123 ár- um mundi hann sér til skelf- ingar, að hann hafði gleymt að skrifa vinum sínum eins og hann var vanur. Hann bað því kunningja sinn, sem var drátthagur, að teikna eins fljótt og honum væri unnt, kort með jólaboðskapnum á. Kortið sýndi hóp manna að skála fyrir vinum fjarlægum á jólahátíðinni. 1 bakgrunni var sýnd úthlutun gjafa til hinna fátæku. Á kortinu stóðí Gleðileg jól, og farsælt korrv- andi áir. Síðan hafa jólakort komizt í tízku, þrátt fyrir hneykslið, sem þau fyrstu ollu. í Bret- landi er gert ráð fyrir, að 700 milljón jólakort verði send í ár, eða 2ö milljónum fleiri en í fyrra. Til þess að anna öllum þessum kortum, verð- ur Pósturinn í Bretlandi að bæta við sig 170 þúsund manns í aukavinnu. Þeir sem kunnugir eru þessum málum, segja að Bretar muni eyða 25 milljón pundum fyrir jóla- kort í haust. Meginhluti þessa fjár fer til líknarstofnana. Þá tíðkast það í Bretlandi, að hjón setji auglýsingu í blöð in og tilkynni, að þau murú ekki senda vinum sínum jóla- kort um þessi jól — heldur muni þau verja fénu til líknar stofnana. Þó er þessi siðui að hverfa úr sögunni nú, eftir að rithöfundurinn og húmorist- inn Frank Muir og kona hans settu eftirfarandi auglýsingu í Th« Times: ,4 stað þess að gefa fé tfl líknarstofnana í ár, hafa Mr. og Mrs Frank Muir ákveðið að senda vinum sínum jóla- kort“. Aðspurður hvers vegna hann hafi gert þetta, sagði Muir: „Mér fannst bara tími til kominn að fólk hætti að óska sjálfu sér til hamingju á jól- unum“. María mey með barnið — nýtízku brezkt jólakort. FJÁRFRAMLÖG Nýtt leynivopn TIL SKÖLABYGGINGA k fjárlögum ársins 1967 eru fjárframlög til skólabygginga áætluð um 162 millj. Jón Árnason form. f járveitinganefndar Alþing- is, gerði framlög ríkisins til skólabygginga að umtalsefni við þriðju umræðu fjárlaga og kom þá með fróðlegan samanburð á framlögum til skólabygginga nú og í tíð vinstri stjómarinar. Um þetta sagði Jón Ámason: „Vissulega er það rétt að það væri æskilegt að hægt væri að taka meiri og stærri áfanga í byggingu skóla hér -á landi heldur en þessar fjár veitingar leyfa. En hitt vil ég benda á ef við berum sam- an þær niðurstöður, sem liggja fyrir frá tímabili vinstri stjómarinnar og þær fjárveitingar, sem nú er var- ið til þessara framkvæmda, er ólíku saman að jafna. 1958 eru fjárveitingar til Jóhannesarobrg, S-Afríku, 17. des. — AP. PIETER BOTHA, varnanmála- ráðherra Suður-Afríku, flutti ný lega ræðu þar sem hann lýsti því yfir að her landsins yrði bráð lega búinn nýju, öflugu og sér- stæðu vopnL Hefur yfirlýsingin vakið mikla athygli, en engar nánari útskýrinigar fengizt á því um hvers konar vopn sé að ræða. Skýrði ráðherrann aðeins frá því að nánari frétta væri að veenta á næsta ári. allra skólabygginga í land- inu samtals að upphæð 19.300.000 kr. 1 þessu fjár- lagafrumvarpi, sem hér ligg- ur til afgreiðslu, er þessi upp hæð hins vegar um 162 millj. kr. Ef við svo gerum okkur grein fyrir þeirri breytingu sem átt hefur sér stað á bygg ingarkostnaðinum á þessu tímabili, samkv. þeim upp- lýsingum sem liggja fyrir frá Hagstofunni hefur bygging- arvísitalan 1958 verið 134 stig en er í dag 298 stig. Það er því augljóst mál þótt við tökum þessa hækk- un sem átt hefur sér stað á byggingarkostnaðinum og Fréttamenn hafa lagt hart að Botha að gefa frekari upplýsing ar um þetta nýja leynivopn, og spurðu hann meðal annars hvor* hér vaeri um nýja eldflaugagerð eða kjarnonkusprengju að ræða, En ráðherraan sagði að vopniS væri frábrugðið öllum þeim vopn um, sem til væru. Seinna skýrði hann einnig frá því að suður- afrískir vísindamenn hefðu unn- ið að smíði vopnsins í samvinnu við erlenda sérfræðinga, sem hann neitaði að nefna. tökum líka með í reifcningiu þá fólksfjölgun sem eðli- leg er á þessu tímabili þyrfti ekki nema rúmlega 42 millj, kr. til þess að jafnast á við fyrra tímabilið. , Hér er því staðið þannig að þessum málum, að upp- hæðin er um það bil fjórum sinnum meiri, Það er annað sem talar líka nokkuð skýru máli í þessum efnum og skýrir þróunina í skólamálum landsins. 1958 eru samt. 90 farskólahverfi starfandi víðs- vegar um landið. I dag er þessi tala komin niður í 23 farskólahverfL“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.