Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Sunrtidagur 18. des. 1966
Lydia
Eftir
E. V. Cunningham
Þrekvaxtinn, hálsdigur maður
um hálf sextugt kom nú út um
dyrnar. Hann var í svörtum föt
um, þunnum yfinfrakka, með
svartan hatt og augun í honum
voru grá og kuldaleg. Ég veik
til hliðar og Hamer veifaði á
bíl fyrir hann. JÞegar hann var
kominn af stað, horfði Homer
lengi á eftir honum, hugsi, en
samtímis lét hann þess getið, aS
milljónafjórðungur dala væri dá
laglegur skildingur að hengja ut
an um hálsinn á einhverri kvens
unnL — En hann hefur sjálf-
sagt efni á því, sagði Homer.
— Hver?
— Hann Sarbine. Þetta var
hann Sarbine.
Ég hugsaði mig um andartak,
en útskýrði þvínæst fyrir Hom-
er, að félagið mitt endurgreiddi
aldrei það, sem ég gæfi mönn-
um, heldur kæmi það úr mín-
um eigin vasa. Um leið tók ég
upp tvo tíu dala seðla. — Hvað
fæ ég fyrir þessa?
— Sál og líkama, sagði Hom-
esr brosandi og stakk þeim í vas-
anru
— Og svo er þetta algjörlega
okkar í milli.
— Þér eruð búinn að borga
það.
— Gott. En hvað er þá um
þau að segja?
— Sarbinehjónin?
— Já, einmitt. Sarbinehjónin.
í fyrsta lagi, hvað eru þau búin
að vera hérna lengi?
— Þrjú ár........ eða næstum
fjögur. Ég verð að hugsa mig bet
ur um það.
— Hvað er mamgt í heimili?
—• Það stóð allt í blöðunum.
— Ég vil heldur fá það frá
fyrstu og áreiðanlegri hendL
— I»ér eruð búinn að borga
það. Það er hann og konan,
vinnustúlka og eldabuska.
— Mark Sarbine og Helen
Sarbine. Og hvað hét hún stúlk-
an aftur?
— Lydia Andersen.
— Rétt. Hún hét Lydia Ander
sen. En eldabuskan?
— Hilda....... eitthvað. Hún
er komin til ára sinna og vafa-
samt, hvort hún á sér nokkurt
ættarnafn. En þessi Lydia er dá-
lítið önnur tegund.
— Hvít eða svört?
— Hvít, og talar með Suður-
ríkjahreim, sem hægt væri að
skera með hnífi. Hún er af ein-
hverju rusli frá Texas.
— Sleppum allri þjóðfélags-
stöðu, Homer. Hún er frá Tex-
as. Hvað ætli hún sé gömul?
— Eitthvað yfir tvítugt. Og
ef hún hefur náð í menið, kalia
ég það vel gert. En ég held bara,
' HÓFADYNUR, 100 hestamyndir eftir Halldór Pétursson
listmálara, við ljóð og sögur marga heiztu ritsnillinga
þjóðarinnar, er ekki aðeins bók fyrir hestamenn, heldur
og alla sem unna fögrum bókmenntum.
að hún sé svo heimsk. Of heimsk
til að framkvæma annað eins og
þetta.
— Og svo kionan, Homer?
spurði ég, eftir að hann hafði
opnað dyrnar tvisvar enn.
— Fín. Sallafín. Eitthvað jrfir
þrítugt.
— Ljóshærð og með einn hvít-
an mink og einn svartan. Dem-
antsarmbönd og vel meðalhá
vexti?
— Nú, þér þekkið hana?
— Nei, ég veit bara hvernig
fínar konur líta út, sagði ég. —
Sjáðu nú til, Homer, ég skal
bölva mér uppá, að hún er vin-
gjarnleg við þig, en ég hef hins-
vegar keypt nokkuð af sálinni i
þér, svo að við skulum hafa
þetta allt okkar í milli. Hvað seg
irðu um það?
— Ég er þegar búinn að segja,
að þér hafið keypt hana.
— Giott. Nú er Sarbine farinn
út, en hvenær kemur hann heim
aftur?
— J>að gæti verið einhvern
tírna eftir fjögur, því að sjálfur
fer ég klukkan fjögur.
7
— Og sú ljóshærða?
Homer hristi höfuðið, og sagði
að hann kynni ekki við svona
tal. Hann sagði, að þetta væri
fínt hús og þar væru engar dræs
ur samankomnar.
— Afsakaðu, Homer. Ég átti
við frú Sarbine.
— Hún fer út einhvern tíma
milli tólf og eitt, og stundum
er hún komin aftur áður en ég
fer af vaktinni en stundum ekki.
En sjáið þér nú til, hr. Krim.
Ég verð að lifa á þessari at-
vinnu minni, enda þótt ég vildi
gera allt fyrir yður. En það er
ekki eins og ég sé eini maður-
inn hérna á staðnum, þar eru
til dæmis lyftustrákarnir og svo
er hin vaktin hérna, svo að ef
þér vilduð setja í þetta tíu dali
til, þá gæti ég dreift þeim þann-
ig, að þeir kæmu að sem mestu
gagni.
— Hvað segirðu? æpti ég stór
móðgaður.
— Gott og vel, en þér skuluð
ekki fara að springa í loft upp.
Þetta var bara uppástunga.
Ég gaf honum fimm dali í við
bót og hann lét í ljós það álit
sitt að ég væri mjög örlátur, og
ég fór ekkert að þræta við hann
og segja að ég væri bara vit-
laus en alls ekki örlátur Það
nægði, að ég vissi það sjálfur.
Ég yfirgaf hann svo þarna, hang
’ andi fastan við hundinn og gekk
yfir að lögreglustöðinni, sem
var örskammt í burtu. Ég var
nú enginn framandi gestur þar,
því að óhætt var að segja að
fjórði hver gimsteinaiþjófnaður,
sem nokkuð kvað að á Man-
hattan, væri framinn á svæðinu,
sem hafði þessa lögreglustöð,
þetta litla hjarta New York-
borgar, sem borgarbúar kalia
„gyllta ferhyrninginn“, eða svæð
ið austur af Central Park að
96. götu að norðan og 57. að
sunnan og þetta svæði nær nið-
ur að ánni að austan. Hér er
samankominn meiri auður en á
nokfcru jafnstóru svæði í heimin
um, og eins og hver annar slyng
ur námumaður, leitar bj.ifurinn
að gullinu þar sem mest er af
því að hafa.
Adrian Kelly, liðþjálfi. sat við
borð í stöðinni og horfði á mig,
og það án allrar hollustu eða
gestrisni, og spurði mig. hvað
tefði mig. — Eða er þér kannski
sama um það? sagði hann.
— Nei, en ég treysti á þessa
ágætismenn eins og þig og þína
lífca, sagði ég.
— Það var vel mælt af þér
að vera, Harvey. Það er alltaf
ánægjulegt fyrir einn lögga að
vita sig vera í uppáhaldi. Síðan
tók hann síma, spurði um Rots-
öhild fulltrúa og sagði honum
síðan, að ég væri hér kominn.
— Farðu upp sagði hann, —
fulltrúinn er alveg æstur í að
hitta þig.
Rotschild var lítill, magaveik-
ur og alvarlegur maður, hátt á
fimmtugs aldri. Hann var það
stytzta, sem lögreglumaður má
vera, lögum samkvæmt, andlitið
var sviplaust og innantómt, og
talsmátinn stranglega brúklínsk-
ur. Það eina mannlega, sem ég
tók eftir hjá honum, var fjöl-
skyldumyndirnar, sem hann
hafði á skrifborðinu sínu — lag-
leg, brosandi kona og þrír glað-
legir krakkar. Hann hafði þau
auðsjáanlega til sýnis, til þess að-
gefa til kynna, að hann tilheyrði
mannkyninu, enda þótt mér
væri ekki vel ljóst, hversvegna
hann væri að sækjast eftir slíku.
Þegar ég kom inn, vildi hann
fá að vita, hversvegna ég hefði
ekki barið að dyrum, og hvort
ég væri uppalinn í hesthúsi, eða
ryddist inn hvar sem vera vildi,
eins og einhver götubulla.
— Afsakið, fulltrúi. Ég vissi,
að þér áttuð von á mér og þess-
vegna barði ég ekki að dyrum.
— Þér munið þá eftir því
næst.
—Já, sjálfsagt, herra fulltrúi.
— Og reynið þér ekki að
koma aftur með þessa fyndni yð
ar með herra fulltrúa, því að þá
farið þér öfugur út. Og það fyrir
fullt og allt. Ef þér eigið erindi
við mig, verðið þér að bera
sæmilega virðingu fyrir réttvís-
innL
— Sjálfsagt, sagði ég. — Ég
er alveg að springa af éintómri
virðingu.
— Og lokið þér svo á eftir
yður.
Ég lokaði dyrunum.
— Setjist þér svo niður og lát
ið fara vel um yður.
Ég starði á hann lengi, en
settist síðan niður og lét fara
vel um mig. En hann horfði
bara á kremgulu veggina í stof-
unni, og var sýnilega að reyna
að muna, hver ég væri og hvað
væri erindi mitt. Þegar hann svo
mundi það, spurði hann, hvers
vegna ég hefði ekki beðið ein>a
vikuna til, áður en ég hefði
ákveðið að labba hingað og
heilsa upp á lögregluna.
— Jú, þér vitið......
— Fjandann ætli ég viti, Har-
vey. Ætlið þið að borga trygg-
inguna út?
— Ég býst við því. Til þess er
um við.
Hann horfði á mig, skuggaleg
ur á svip og beið átekta.
— En vitanlega vildum við
gjarna ná í hálsmenið aftur.
— Þó það væri nú. Til þess
eruð þið að brjóta í ykkur hrygg
inn. Þessvegna eruð þér hingað
kominn, tveim klukkutímum eft
ir að þjófnaðurinn er framinn.
— Ég vil nú ógjarna grípa
fram fyrir hendurnar á lögregi-
unni, sagði ég hóglega og kurt-
eislega. — Lögreglan kann sitt
fag. Hún er útfarin í öllu svona
löguðu og hefur öll tæki við
höndina.
— O, verið þér ekki að þvi
arna. Þið þessir snuðrarar þyk-
izt áreiðanlega vita miklu meira
en lögreglan. Lögreglan er
heimsk. Ekkert annað en samari
safn af vitleysingjum. En ef við
finnum glingrið, fáum við ekki
túskilding fyrir ómak okkar.
Hvað mikið eigið þér að fá7
— Þér vitið mætavel, að fyrir
tækið greiðir aldrei fundarlaun.
— Slúður. Þetta andstyggðar
fyrirtæki yðar borgar samstuiid
is hvaða glæpamanni sem er og
verndar hann síðan, og það vit-
ið þér ósköp vel. Reynið ekki ;.ð
segja mér neina vitleysu. Það er
bara eitt, sem ég vil vita: Vitið
þér, hvar þetta bölvað skran er
niðurkomið?
Ég hristi höfuðið.
— Eruð þér að semja um það?
Eigið þér í samningum við ein-
KARNABÆR
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS.
FORELDRAR!
Vantar yður jólagjöf handa unglingunum
á heimilinu? Komið og skoðið okkar fjöl-
breytta úrval af gjafavöru fyrir ungt fólk.
Andrés Björnsson og Kristján Eldjárn hafa valið efni
bókarinnar, sem er allt frá fornsögum og fram á okkar
daga. Má þar finna sögur og Ijóð eftir Grím Thomsen,
Jón Thoroddsen, Pál Ólafsson, Stefán frá Hvítadal, Davíð
Stefánsson, Indriða G. Þorsteinsson o. fL
HÓFADYNUR sýnir í myndum og máli ýmis atriði úr
sögu hestsins okkar, þessa hreinræktaða og kynborna
íslendings sem hér nam land með forfeðrum vorum og
barðist með þeim harðri baráttu fyrir tilverunni í þús-
und ár.
Þetta er bók sem ekki má vanta á nokkurt íslenzkt heimili,
ekki aðeins vegna efhisins og þeirra 100 mynda, sem hana
prýða, heldur og fyrir fagurt útlit og vandaðan frágang.
Bókaútgáfan LITBRÁ.
EINA SERVERZLUNIN FYRIR
UNGT FÓLK Á LANDINU.
Dömudeild
NÝKOMIÐ:
SKYRTUR
STAKIR JAKKAR
STAKAR BUXUR
SPARIFÖT
O. M. FL.
TÝSGÖTU 1
Herradeild
NÝKOMIÐ:
KJÓLAR
NÝ SNIÐ í
SÍÐBUXUM
JAKKAR
BLÚSSUR O. M. FL.
— SÍMI 1233 0.0