Morgunblaðið - 15.01.1967, Síða 2

Morgunblaðið - 15.01.1967, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1567. Nýr framkvœsndastjóri ráðinn við Kísiliðjuna — Gert er ráð fyrir að verksmibjan taki til starfa i haust Nýr framkvæmdastjóri ráðinn 1 í SÍÐTJSTU viku var haldinn stjómarfundur Kísiliðjunnar h/f. Var þar m. a. ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, og og mun hann taka við af Pétri Péturssyni núverandi fram- kvæmdastjóri, er rekstur hefst. Hinn nýi rfamkvæmdarstjóri er Vélsteinn Guðmundsson, fram- kvæmdarstjóri Hjalteyri. Hann er fæddur 14. ágúst 1914 að Hesti í Önundarfirði. Uaug prófi í efnaverkfræði frá Khöfn 1940 og hefur unnið við síldarverk- smiðju Kveldúlfs h/f á Hjalt- eyri frá 1941, verksmiðjustjóri frá 1947. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ríki og sveit, m. a. unnið mikið að tilraunum í sambandi við síld veiðar og síldarflutninga. Morgunblaðið haíði tal af Pétri Péturssyni og spurði hann tíðinda um framkvæmdir Kísil- iðjunnar h/f. Pétur sagði, að nú ynnu sjö manns við Mývatn og gengi verkið nokkuð vel eftir atvikum. Væri u. þ. b. helmingi fram- kvæmda lokið, að því er snerti innlenda vinnu, öll tæki pönt- uð, væru þau að byrja að berast. Yrði stefnt að því að þau komi Í vetur og verða þau þá flutt frá Húsavík til Mývatns, eftir því sem tíð leyfir, þannig að hægt verði að byrja framkvæmd ir í apríl og af fullum krafti í tnaí. Öll steypuvinna er búin, lokið er við að reisa skrifstofuhús- næði, efnarannsóknarstofu og 34 metra stálturn, en í hon- um mun þó nokkur hluti vinnsl- unnar eiga sér stað. Þá er einnig lokið byggingu tveggja húsa fyr- ir starfsmenn svo og er lokið við gerð geysistórrar efnisþróar. Búið er að ganga frá dælukerfi, dælupramma, dælustöð, flot- leiðslu og 3,5 km. langri leiðslu. Á stjórnarfundinum nú í vik- unni mættu framkvæmdastjóri Johns Mannville og sölustjóri þess í Englandi, og var á fund- inum gert grein fyrir loknum framkvæmdum og gerðar áætl- anir um frekari framkvæmdir. %Var ákveðið að byggja tíu starfsmannahús, og verða þau boðin út á næstunni og verður miðað við gæði og verð. Munu bæði innlendum og erlendum aðilum gefast kostur á að bjóða í verkið. Þá voru einnig gerðar áætlan- ir um undirbúning að rekstri og upphafi hans og er gert ráð fyrir því, ef ekki verða afgreiðslu tafir á tækjum, og verksmiðjan getið tekið til starfa 1. október í haust. Verður fyrst um sinn unnið allan sólarhringinn, sex daga vikunnar, en síðar verður Framleiðslan mun fara eftir því, hve vel gengur að koma efn inu á markað í Evrópu, en gert er ráð fyrir einhverjum erfið- leikum fyrst í stað, meðan kaup- endur eru að sannfærast um að gæði íslenzku vörunnar sé sam- bærilegt við aðrar. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið, bæði hér í Evrópu og Ameriku, benda til þess að [ gæðin séu eins og bezt gerist I annars staðar. Gert er ráð fyrir | að verksmiðjan geti framleitt 30 þús. tonn á ári. Á stjórnarfundinum var og tekin ákvörðun um byggingu. vöruskemmu á Húsavík, og mun . hún kosta 4,5 — 5 milljónir króna. Hefur höfnin á Húsavík! verið lagfærð til að auðvelda út j skipun og mun skemman standa á hafnarbakkanum. Ríkis j stjórniri mun sjá um lagningu vegar frá Reykjahlíð til Húsa? víkur og hefur verið boðið út, I Einnig mun ríkisstjórnin sjá um byggingu gufuveitu, en verk- smiðjan þarf um 20 tonn af gufu á klukkutíma í fullri framleiðslu. í sumar verður aðallega unnið að uppsetningu tækja og ýmissi rafmagnsvinnu, þannig að það verða fyrst og fremst iðnaðar- menn sem þörf er í sumar. Aliar hugsanlegar varúðarráð- stanfir hafa verið gerðar í sam bandi við olíunotkun. Verk- smiðjan verður staðsett þannig, að hún sést lítið sem ekkert Vésteinn Guðmundsson frá vatninu, og verksmiðjustjóm in gerir allt sem í hennar valdi stendur til að samræma bygg- ingar umhverfi. Hefur Náttúru- verndarráð fylgzt með fram- kvæmdum, og ekki gert neinar athugasemdir, enda hafa ábend ingar ráðsins allar verið teknar til greina. Samvinna við íbúa Mývatnssveitar hefur verið framúrskarandi góð, og virðist fyllsti skilningur rikja af hálfu eigenda Reykjahlíðar og sveita- stjórnar Skútustaðahrepps. Á vegum sveitastjórnarinnar er nú í undirbúningi by.ggða- kjarni og hefur verið skipulagt þorp, og Kísiliðjan h/f fyrir hönd sveitastjórnar gert áætlun um vatns- og skólplagnir. Mikill áhugi er hjá íbúum Reykjahlíð- ar að koma upp hitaveitu. Samkvæmt áætlun mun verk- smiðjan kosta 150 milljónir kr. fyrir utan undirbúningskostnað, þ. e. rannsóknir, tilraunir og fleira, sem kostuðu um 18 millj- ónir kr., og verður það endur- greitt með hlutabréfum. Hlutafé er 78 milljónir króna, þar af á ríkissjóður 51, sveitafélög 1—2% en Johns Manville afganginn. önnur fjáröflun er 850 þús. dollara lán hjá Export Import bankanum í Washington vegna tækjakaupa, 800 þús. dollara lán frá Johns Manville og smærri lán frá HolLandi, Kanada og Eng landi. Hingað til hafa allar kostnað- aráætlanir staðist fullkomlega og gangur verksins farið eftir áætlun, og er gert ráð fyrir góðri rekstrarafkomu. Lög um verk- smiðjuna gera ráð fyrir að skatt- ar hennar og sölufélagsins séu í einu lagi 45% af tekjum áður en arður hefur verið dreginn frá. í stjórn Kísiliðjunnar h/f eru Magnús Jónsson ráðherra for- maður, Karl Kristjánsson alþm., Pétur Pétursson forstjóri auk tveggja fulltrúa Johns Manville Of þykkir 2 kr. peninyar í umferb Ráðuineytinu hafa borizt kvart anir um, að í umferð sóu 2 kr. peningar af annarri þykkt en reglur mæla fyrir uim, og að eigi sé unnt að nota þessa pen- inga í bifreiðastöðumæla. Þegar eftir að kvartanir þess- ar bárust var sendiráði íslands í London beðið að ræða málið við Royal Mint í London, sem annast myntsláttu fyrir íslend- inga, og upplýsti, myntsláttan, að vegna mistaka myndu nokkr- ir 2 kr. peningar í síðustu send- ingu hafa orðið of þykkir. Vart gæti þó hér verið um að ræða meira en 150—300 peninga, en samtals var ein milljón 2 kr. peninga í umræddri sendingu. Að fengnum upplýsingum og skýringum myntsláttunnar á Mjólkursom- sölunni úihluluð lóð í Árbæjurhv. MJÖLKURSAMSÖLUNNI hefur verið úthlutað lóð fyrir fram- tíðarstarfsemi í Árbæjarhverfinu nýja. Stefán Björnsson, forstjóri sagði Morgunblaðinu að nú þegar væri orðið þröngt um starfsemi samsölunnar þar sem hún er til húsa, við Laugaveg 162. Ekki væru neinar stórfram- kvæmdir fyrirhugaðar ennþá, heldur yrði starfsemin flutt inn- eftir smátt og smátt. Hinsvegar hefði þótt rétt að tryggja góða lóð í tíma. þessum mistökum hefur ríkis- féhirði verið falið að reyna að sjá til þess að fleiri gallaðir peningar fari ekki í umferð. Ráðuneyttð biður þá, sem var- ir verða við hina gölluðu 2 kr. peninga að fá þeim skipt hjá ríkisféhirði fyrir ógallaða mynt. (Frá fjármálaráðuneytinu) Greiðiært við Djúp UM nýársdag skipti um veður- far og snjó tók að leysa mikið í byggð. Er nú orðið nokkuð greiðfært á vegum með sjónum, en svellalög eru mikil, og fanð viðsjáiverð. Þrátt fyrir oft vond veður heldur Djúpbáturinn uppi sínum áætlunarferðum tvisvar í viku. Nokkrir örðugleikar voru á ferðum skólafólksins í Reykja nesi úr jólafríi, en allt komst það með góðu móti með ýmis- legri aðstoð. Er nú kominn hagl fyrir sauðfé, allsstaðar sem áð- ur var enginn. — PP. Hann þarfnast hjálpar ÞAÐ er drengur hér í bæ fjögurra ára gamall, hlýlyndur, fljótur í hugsun og hnyttinn í tilsvörum, hrókur alls fagnaðar í smádrengjaihóp. En eitt bagar hann getur ekki hlaupið í leikj um nema stutt, því þá mæðist hann og verður að fara inn og jafnvel blánar. Hann hefur al- varlegan hjartagaUa, þessi fjör- mikli og glaði drengur, sem hemlar og vængstýfir alla hans athafnaþrá. Móðurinni var sagt frá þessu, þegar hún fór heim með hann frá fæðingarstofnuninni, en þá var ekki búizt við að gripa þyrfti til aðgerða fyrr en hann færi að stálpast. En nú hefur hjartasérfræðingurinn úrskurð- að að sjúkdómur hans sé kom- inn á það stig, að það þurfi að senda hann til skurðaðgerðar helzt nú í vor, það megi ekki dragast lengi úr þesu. Skurðstofan sú og sjúkrahúsið er vestur í Chicago þar sem fleiri íslenzk börn hafa gengið undir sams konar aðgerð. Foreldrarnir eru ung hjón, sem einnig eiga annan dreng fullfrískan. Þau berjast sinni lífs baráttu með dug og dáð og kom ast sæmilega af, en auðvitað er hann þeim algjörlega ofviða sá mikli kostnaður, sem slíkri för og slíkri læknishjálp er sam fara vestur í Ameríku. Það hefur þurft að leita hjálp ar almennings fyrir fleiri böm í þessu skyni og undirtektir ávallt orðið íslenzkri hjálpsemi tii mikils sóma. Auðvitað er leitt, að þurfa að knýja þannig á hjá almenningi við slík til- felli, og þyrfti sannarlega að vera sjóður fyrir hendi að grípa til í slíkum tilvikum. En meðan svo er ekki er þetta eina úr- ræðið ef góðir menn og konur vilja hjálpa litlum dreng eða lítilli stúlku til að fá heilsu og njóta þess lífs, er bærist í brjóst um þeirra. Og nú er heitið á all- an almenning að bregðast vel við til hjálpar þessum unga sveini og foreldrum hans í áhyggjum þeirra. Hefur Morg- unblaðið góðfúslega heitið að taka á móti gjöfum. Munum, að margt smátt gjörir eitt stórt og að það er andleg lyfting og sálu- bót að geta orðið öðrum að liðL Garðar Svavarsson. Kvíknoði í hyndistöð ELDUR kom upp í kyndistöð- inni, sem notuð er til að hita upp hverfið við Digranesveg í Kópavogi, í fyrrakvöld kl. 21,3». Eldur var ekki mikill, en hins vegar töluverðar skemmdir af reyk. Slökkviliðið í Reykjavík réð niðurlögum eldsins á skömm um tíma. Orsök hans mun hafa verið sú að múrsteinn í eld- holinu losnaði og hálf stíflaði brennarann. Lagfæring fór strax fram á stöðinni þannig að íbú- arnir við Digranesveg fá allan þann yl sem þeir vilja. Santa Monica, Kaliforniu, 14. jan. — NTB. • Tilkynnt var í gærkveldi, að stjórnir flugvélaverksmiðjanna Douglas Aircraft og McDonnell Companies, hefðu hafið samn- ingaviðræður með það fyrir aug- um að sameina fyrirtækin í eitt. Sennilegt er að nýja fyrirtækið verði kallað McDoxmelI Douglaa Corp. 400 þátftakendur í ís- landsmótinu í körfuholfa t KVÖLD kl. 20:15 hefst íslands mót körfuknattlekismanna í íþróttahöllinni í Laugardal. Er þetta 16. íslandsmótið í þessari grein. Verða leikdagar eða leik- kvöld mótsins alls 27 í öllum aldursflokkum og lýkur mótinu með leik ÍR og KR í 1. deild 23. apríl. Alls taka 33 lið þátt í mótinu og þátttakendur eru um 400 tals ins. Er þetta fjölmennasta körfu knattleiksmót sem haldið hefur verið. Athygli vekur hve mörg utan- bæjarlið eru með í mótinu, en lið koma frá Akureyri, Borgar- nesi, Stykkishólmi, ísaifirði, Keflavík og Árnessýslu. ^Keppt verður á þremur stöðum, íþrótta höllinni, Hálogalandi og á Akur eyri. Hin mikla þátttaka sýnir hve hratt körfuknattleiknum. aukast vinsældir. Að lokinni setningarræðu í dag leika IKF og lið Skarp- héðins um það hvort félagið skuili taka sæti í l.deild, en á síðasta ársþingi KKÍ var á- kveðið að fjölga í 1. deild um eitt lið. Síðan leika ÍR og Ármann 1 1. deild. Næsta leikkvöld er svo 18. jan. að Hálogalangi og leika þá 1. og 2. fl. karla Handknattleikur í dag og á morgun í DAG kl. 2 verður íslandsmót- inu í handknattleik fram haldið í Laugardalshöllinni. Fara fyrst fram tveir leikir í 2. deild. Mæt- ast lið Akureyringa og Þróttar fyrst en síðan KR og ÍR. Þá fara og fram leikir Víkings og Vals og FH og Fram í 1. deild kvenna og loks leikur í 2 fl. karla milli FH og Akraness. Á mánudagskvöldið kl. 20:15 eru næstu 1. deildar leikir. Mæt- ast fyrst Valur og Haukar en síðan FH og Fram. Hvort tveggja eru þetta hörkuleikir ekki sfet á milli FH og Fram, en sá leikur getur ráðið miklu um endanleg úrslit í mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.