Morgunblaðið - 15.01.1967, Side 32
MYJUNC!
hoiessö
RUMFAT AEFNI
StíNWJDAGUR )5. JANÚAR 1*67
li©ae£SSl
ÞARFNAST
EKKI STRAUINGAR
Undirbúningi að hægri
handarakstri miðar vel
DÓMSMÁLARÁÐHERRA mun
á næstunni skipa tvær nefndir
í að annast undirbúning og skipu
lagningu hægri handar umferðar
á fslandi. Mun önnur þessara
nefnda leiðbeina um slysavarnir
í þessu sambandi við breyting-
nna, en hinni er ætlað að skipu-
leggja tæknileg og verkfræðileg
málefni breytingarinnar.
Valgarð Briem, formaður
framkvæmdanefndar Hægri-
handaraksturs tjáði Mbl. að
nefndin væri nú að kanna,
hversu mörgum bifreiðum þarf
að breyta á landinu þannig að
dyr og ljós samræmist hægri
handarakisturinum. Þé er einnig
verið að athuga, hversu margir
fólksflutningabílar fá undanþágu
frá breytingunum, sem gera þarf
á hurðum. Er sennilegt, sagði
Valgarð, að fjallabílar sleppi
óbreyttir, svo og þeir bílar, sem
eru orðnir það gamlir og úr sér
gengnir, að notkunartími þeirra
eftir breytinguna verður ekki
langur. Valgarð sagði ennfrem-
ur, að íslendingar ættu mun hæg
ara um vik með breytingu en
ella, vegna þess, að Svíar taka
upp bægri handar akstur 3. sept.
á þessu ári, og getum við því
haft til hliðsjónar þeirra reynslu
og viðhorf í sambandi við þetta
umfangsmikla fyrirtæki. Einnig
vinnur nefndin nú að því að
rannsaka hvaða dagur muni
heppilegastur til breytingarinn-
ar, en samkvæmt ákvörðun al-
þingis skal breytingin eiga sér
stað einhvern tímann á tíma-
bilinu apríl til júní árið 1968.
620 hafa
verið
bólusettir
BÓLUSETNING gegn mislingum
er nú í fullum gangi á nýjan
leik. Margrét Jóhannesdóttir, for
stöðukona á Slysavarðstofunni
sagði Morgunblaðinu í gær að
þá þegar hefðu um 620 manns
fengið ónæmisaðgerð og fleiri
hefðu pantað. Hún gat þess að
áríðandi væri fyrir fólk að láta
bólusetja sig sem fyrst, því að
aðgerðin væri gagnslaus ef við-
komandi væri þegar sýktur.
Eldur í niður-
suðuverksmiðju
fKVIKNUN varð í Niðursuðu-
verksmiðju K. Jónsson og Co. h.f.
á Oddeyrartanga um kl. 4,45 í
gærmorgun. Næturvörður frysti-
húss KEA, Hallur Benediktsson,
kom auga á eldinn og hringdi
samstundis í slökkviliðið.
Þegar það kom á vettvang log-
aði í þakskeggi verksmiðjuihúss-
ins. Greiðlega gekk að slökkva
eldinn og skemmdir urðu hverf-
andi litlar. Eldsupptök eru ókunn
en rannsókn málsins stendur yfir.
Sunnan við lóð verksmiðjunn-
ar er birgðastöð olíusöludeildar
KEA (Esso) með nokkrum stór-
um olíu- og benzíngeymum. Ekki
telur slökkviliðsstjóri að geym-
unum hefði staðið nein hætta
af eldsvoða í verksmiðjunni, jafn
vel þótt þar hefði orðið mikið
bál, enda stóð hægur vindur af
»uðri.
Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra og Weymouth, aðmiráli ganga ásamt konurn sínum í sal-
inn til þess að vera viðstödd athöfnina.
Yfirmannaskipti á Kefla
víkurflugvelli í gærdag
YFIRMANNASKIPTI varnar-
liðsins á Keflavikurflugvelli
fóru fram í gærmorgun með
virðulegri athöfn í einu stóru
flugskýlanna á vellinum. Við-
staddir voru allmargir gestir,
m.a. Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, sendiherra flestra
Norðurlandanna og sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi. Athöfn
in hófst með þvi að þjóðsöngv-
ar íslands og Bandaríkjanna
Stone aðmíráll, hinn nýi yfirmaður varnarliðsins, og Weakley,
aðmíráli, yfirmaður kafbátavarn aflota NATO á N-Atiantshafi,
er þeir gengu í salinn.
Rauða skikkjan
frumsýnd á morgun
Margrét krónprinsessa við frumsÝninguna
Kaupmannahöfn, 18. janúar.
Einkaskeyti til Mbl.
DANSKA kvikmyndin um sög-
una af Hagbarði og Signý, sem
feer nafnið „Den rþðe kappe'*
verður sýnd í fyrsta sinn með
hátíðafrumsýningu í Kinopalæt
kvikmyndahúsi ASA kvikmynda
félagsins, mánudaginn 16. janú-
ar. Mikill hluti af töku kvik-
myndarinnar fór fram á íslandi.
Margrét krónprinsessa verður
viðstödd hátáðarfrumsýninguna.
— Rytgárd.
Gullíoss íékk
ó sig hnúl
GULLFOSS varð fyrir nokkrum
skemmdum í Reykjaneeröst síð-
astliðinn fimmtudag þegar hann
fékk á sig hnút. Versta veður
var í röstinni, um tíu vindstig
og mikill sjór. Hnúturinn skali
yfir bakborðshlið, svipti burtu
stiga, braut nokkrar rúður og
beygði þykka járnplötu. Engan
sakaði við þetta og farþegamir
sem flestir voru úldarsjómenn i
hvildarferð, urðu ekki uppneem-
voru leiknir af stórri blásara-
hijómsveit, hermenn stóðu heið-
ursvörð meðan athöfnin fór
fram.
Weymouth aðmiráll, sem nú
kvaddi eftir tveggja ára dvöl
hérlendis, en hann tók við hinn
16. janúar 1966, flutti stutt
ávarp. Sagði hann m.a., að hann
væri mjög ánægður með dvöl
sína á íslandi, hann og kona
hans hefðu eignast hér fjölda
góðra vina. f>að hlyti því að
vera erfitt fyrir þau hjón að
skilja við þessa vini, og hinn
samstillta hóp, sem hann hefði
verið yfirmaður á Keflavíkur-
flugvelli. í>á kvaðst hann og
sakna hins íslenzka fjallalands-
langs, sem hann hefði hriiizt
mjög af. Þakkaði han íslenzkum
stjórnarvöldum ágæta samvinnu
þennan tíma sem hann hefði
dvalið hér, og óskaði eftirmanni
Sínum allra heilla í hinu nýja
starfi.
Frank B. Stone aðmiráll, og
hinn nýi yfirmaður varnarliðs-
ins, flutti þessu næst stutt ávarp.
Hann lýsti ánægju sinni yfir að
vera kominn til íslands, og
kvaðst hlakka mjög til starfsins,
sem hann vonaðist til að gengi
eins vel undir stjórn sinni, og
hjá forvera sínum.
Weakley aðmíráll, yfirmaður
kafbátavarna NATO á N-Atlants
hafi, var viðstaddur athöfnina
og flutti stutt ávarp. Hann sagði
m.a., að þar sem erlendur her
væri í herlausu landi hlytu
ætíð að skapast einhver vanda-
mál. ísland væri þjóð, sem héidi
fast við sjálfstæði sitt, og þetta
skildu yfirmenn Atlantshafs-
bandalagsins, og virbu. Hann
þakkaði Weymoutih aðmiráli,
fyrir störf hans hér á landi.
Hann hefði stuðlað að auknum
o.g betri skilningi milli íslencU
Framh. á bls. 31.
Ljósovélur
og skiðalyfta
brunnu
SKÚRINN sem hýstl ljósavélar
Skíðaskálans í Hveradölum, og
rafmagnsmótoranna sem notaðir
eru við skíðalyftuna, brann til
kaldra kola í gærmorgun. Beiðnl
um aðstoð barst til slökkviliðsina
í Reykjavík klukkan 10.40 f.lu
og voru þegar sendir tveir bílar
á vettvang. En þegar þeir komu
á leiðarenda var lítið annað a3
gera en slökkva í glæðunum.
Skíðaskálinn varð algerlega raf-
magnslaus við brunann og var
frestað firmakeppni sem átti a3
fara þar fram í gær.
Efni til nofkunar
í hálku og snjó
í ÞESSARI viku er væntanlegt
á markaðinn nýtt efni, sem nefn
ist Barðatak. Nok-kur ár eru síð-
an það kom fyrst á markaðinn
í Ameríku, og hefur það náð
töluverðri útlbreiðski þar. Efni
þetta er notað til að sprauta á
hjóíbarða bifreiða í hálku og
snjó, og á þá í flestum tiifellum
að vera hægt að komast leiðar
sinnar.
Hugmyndin að baki efnisins
er sú, að bifreið spólar vegna
klaka í mynztrum barðanna og
spyrna þeir þá ekki í sem skyldi.
Efnið þíðir íe og snjó úr mynztr
unum og einnig þíðir það barð-
ann. Tekur það nokkrar mínút-
ur. Eykst þá að miklum mun
möguleikinn á þvi að komaet leið
ar sinnar án þess að spóla. Er-
lendie er auglýst, að efnið eigi
að duga aHt að 70 km, en ekki
er hægf að segja neitt tfi tm
það, hvort virknin er eine bér á
landL Þá er einnig augljöst, a8
Barðatakið mun alls ekki koma
í staðinn fyrir snjóbarða eð»
keðjur, heldur á það aðeins aS
vera tii aðetoðar, eí llla gengur.
Aðnlfnndnr Týs
í Kópnvogi
TÝiR, félag ungra Sjálfstæðls-
manna í Kópavogi heidur aðal-
fund n.k. mánudag, 16. jan.
Fundarefnk 1, Venjuleg aðal-
fundarstörf. 2. lagabreyting ar,
Að loknum aðalf undarstörfum
verður sýnd kvikmyndin: „Ofar
skýjum og neðar", látmynd með
íslenzkwm texta.
áitjórn Tý« hvetur allt Sjálf-
stæðiefóik 1 Kópavogi til að fjöl-
menna á tmduut.
'jW'IKfllil'ili1