Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967. 3 íslendinpr frægur prófessor í stærðfræöi í Ameriku NÝLEGA birtist í blaði, sem Vanderbilt háskólinn í Nash- ville, Tennessee, gefur út og fjallar imi málefni háskólans og starfsemi hans, grein um íslenzk an prófessor í stærðfræði, Bjarna Jónsson, sem sagt er að sé braut ryðjandi í stærðfræði. Prófessor-JBjarni Jónsson flutt ist þangað um mánaðamótin sept. okt. á síðastliðnu hausti frá Minnesota háskólanum sem hann hefur starfað við undanfarin ár. Áður var hann prófessor við Brown háskólann í Providence, fluttist þangað eftir að hann hafði lokið stærðfræðiprófi við Berkeley háskólann og doktors- prófi jafnframt því sem hann var þar aðstoðarprófessor. Bjarni er fæddur og uppalinn á Islandi, sonur Jóns Pétursson- ar bónda og hreppstjóra á Geita bergi í Borgarfjarðarsýslu og konu hans Steinunnar Bjarna- [ dóttur, Bjarnasonar hreppstjóra j á GeitabergL Bjarni fór rúmlega tvítugur vestur um haf til stærðfræði- náms og hefur ekkert dvalið heima síðan nema eitt ár sem hann kenndi við háskólann hér I í stað prófessors Leifs Asgeirs- ' sonar frænda síns, er hdnn var boðinn vestur til Bandaríkjanna til árvistar. j Fer greinin í háskólablaðinu j hér á eftir: Bjarni Jónsson, brautryðjandi á sviði lattisku kenningarinnar og hinnar alhæfðu flatarmáls- fræði, er hinn nýi frægi prófess- 1 or okkar í stærðfræði. Honum er lýst þannig af fyrrverandi I starfsbróður að hann sé annar ' eða þriðja færasti maður ver- aldarinnar í sinni sérgrein. Bjarni Jónsson er fæddur á íslandi og tók doktorspróf við , Háskólann í Berkeley í Kali- forníu, þar sem hann var að- stoðarprófessor um skeið. Hann hefur einnig kennt við háskólann á íslandi. Prófessor Bjarni Jónsson kom að Vanderbilt háskólanum frá | háskólanum í Minnesota, en þar var hann prófessor í stærð- i fræði. Á meðal vísindafélaga sem hann er í er Ameríska stærð- fræðingafélagið og íslenzka vís- ! indafélagið. Prófessor Bjarni 1 Jónsson hefur gefið út rit bæði á íslandi og í Bandaiíkjunum. | Hann segir að alhæfð flatarmáls ! fræði sé uppgötvun sem á vissan hátt sé á mótum flatarmálsfræði og rökfræði, tilraun í þá átt að leita þeirra grundvalaratriða sem hugsanlega kunni að skýra eða geta vakið skilning á hvern- ig sameina megi allar greinir flatamálsfræðinnar. Lattiska kenningin er ný grein flatarmálsfræði, sem varð til á I fjórða tug aldarinnar. Fullkom- I in skilgreining þessarar nýju kenningar hefur ekki tekizt enn þá, en Bjarni Jónsson hefur nú , tekizt á hendur þróttmiklar rann Prófessor Bjarni Jónsson. sóknir til að kryfja þessi mál til mergjar. Ráðning Bjarna Jónssonar að Vanderbilt háskólanum hefur orðið honum ánægjuefni og í því sambandi hefur hann látið svo um mælt: Ég dáist að há- skólanum og því sem þar hef- ur farið fram hin síðustu árin. Ég hefi lesið um Vanderbilt háskólann í blöðum og tíma- ritum. Allir euu bjartsýnir á framtíð hans og það sem ég hefi orðið vitni að síVan ég kom hing að staðfestir réttmæti þess. Einkasölugjald af sjónvarps- og hljóövarpstækjum afnumið anförnu, sem að sjálfsögðu hef- ur etið upp nokkurn hluta inn- heimtunnar. í öðru lagi hefur hluta af tekjum Viðtækjaverzl- unarinnar verið varið til greiðslu á byggingarskuldum Þjóðleik- ins, sem nú eru að fullu greidd- ar, og því ekki nauðsynlegt að gera framvegis ráðstafanir til tekjuöflunar þeirra vegna. — Verðtollur hækkaður sem því svarar í samræmi við frv. um afnám einkasöluheimildar ríkisins á viðtækjum, hefur ríkisstjórn- in nú lagt fram frv. um hækkun verðtolls af sjón- varpstækjum og hljóðvarps- tækjum úr 80% í 100% um leið og fellt er niður einka- sölugjald Viðtækjaverzlunar innar af þessum tækjum en það nam 30% af FOB-verði hljóðvarpsviðtækja og 15% af fobverði sjónvarpstækja. Mun sú upphæð, sem þannig fæst í hækkun verðtolls, svara nokkurn veginn til þess, sem einkasölugjaldið nam. Verðtolli af sjónvarpsvið- tækjum hefur verið varið ó- skiptum til þess að standa straum af stofnkostnaði sjón varpsins og munu þau fram- lög aukast nokkuð með þess- ari breytingu á kostnað þess hluta. sem innheimzt hefur af hljóðvarpstækjum. í grein- argerð frv. segir m.a.: f raun og veru hefur einka- sölugjald Viðtækjaverzlunarinn- ar aðeins verið verðtollur, enda hefur einkasölugjaldinu af sjón- varpsviðtækjunum verið varið óskertu á sama hátt og verðtolli sjónivarpsviðtækja, þ.e. til greiðslu á stofnkostnaði sjón- varps. Einkasölugjaldinu af hljóð varpsviðtækjum, að frádregnu tapi Viðtækjaverzlunarinnar, hefur eins og kunnugt er verið ráðstafað á 3. gr. fjárlaga, ann- ars vegar til greiðslu á skuld- um Þjóðleikhússins, en hins veg ar til Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Viðtækjaverzlun rikisins hefur rétt til einkasölu á nær öllum vörum, er falla undir tollskrár- nr. 851510 og 851520, auk þó nokkurra vörutegunda, er falla undi önnur tollskrárnúmer. >egar á það er litið, að tekjum þeim, sem viðtækjaeinkasölunni er ætlað að afla í ár, hefur nú þegar verið ráðstafað, svo og að sízt má rýra tekjustofna sjón- varps og Sinfóníuhljómsveitar- innar, þykir eðlilegt að hækka tolla af sjónvarpsviðtækjum og útvarpsviðtækjum úr 80% í 100% verðtoll. Eftir atvikum hefur ekki verið talin ástæða til að hækka verðtoll á vörum, er falla undir önnur tollskrár- númer, þótt Viðtækjaverzlunin hafi haft rétt á einkasölu á slíkum vörum. Með hliðsjón af verðmæti inn- fltuttra sjónvarpsviðtækja á níu fyrstu mánuðum s.L árs, mundi 100% verðtollur af sjónvarps- viðtækjum hafa gefið um 1.5 millj. kr. meira fé á þvi tímabili til greiðslu á stofnkostnaði sjón- varps heldur en einkasölugjald- ið ætti að gera. Innheimt fé rikissjóðs af hljóðvarpsviðtækj- um hefði hins vegar orðið 1.2 millj. kr. minna. Gera má því ráð fyrir, að hækkun á verðtolli á sjónvarpsviðtækjum og hljóð- varpsviðtækjum úr 80% í 100% svari nokkurn veginn til þeirrar innheimtu, er aflögð verður með Viðtækjaverzluninni. Með frumvarpi þessu er raun- verulega verið að auka framlög til greiðslu á stofnkostnaði sjón- varps á kostnað þess hluta, er innheimtur hefur verið af hljóð- varpsviðtæk j um. Þótt gjöld af innfluttum hljóð varpsviðtækjum verði framveg- is nokkru minni en að undan- förnu, mun það ekki valda rikis- sjóði erfiðleikum. í fyrsta lagi hefur Viðtækjaverzlunin verið rekin með allmiklu tapi að und- í 2. gr. eru ákvæði um að verja megi hluta af fé því, er innheimtist vegna hækkunar á tolli á hljóðvarpsviðtækjum, til Sinfóníuhljómsveitar íslands. Fjárveiting til Sinfóníuhljóm- sveitarinnar er sem kunnugt er á 14. gr. fjárlaga, en auk henn- ar hafa 2/5 hlutar af hagnaði Viðtækjaverzlunarinmar runnið til hljómsveitarinnar. Á 3. gr. fjárlaga 1967 er þessi hluti áætl- aður 856 þús. kr. Er hér farið fram á heimild til að greiða svip aða upphæð til hljómsveitarinn- ar. Handhaíar for- setavalds MBL. barst í gær tilkynning frá forsætisráðuneytinu, þar sem segir: „Forseti íslands, herra Ásgeh Ásgeirsson, fór í dag til útlanda. í fjarveru hans fara forsætis- ráðherra, forseti sameinaðs Al- þingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta íslands samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar.‘* FERÐASKRIFSTOFA RlKISIMS Frankfurt Kaupstefnan 29. febrúar - 2. Marz 1967 Vorkuapstefnan í Frankfurt veitir yður hina beztu yfirsýn yfir nýjungar í neyzluvöruframleiðslu heimsins. Yfir 2500 fyrirtaeki sýna nýjar vörur. Allar nánari upplýsingar, aðgöngukort og fyrir- greiðslu veitir yður einkaumboðs hafi á íslandi: FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Lœkjargötu 3, sími 11540 AÐALVÖRUTEGUNDIR: Vefnaður, fatnað --------- ur, karla, kvenna, barna - teppi, dreglar, (jull- og silfurvörur, gimsteinar, úr og áklæði, gluggatjöld, borðdúkar, iéreft, hand klukkur, gjafavörur alls konar, reykjarpíp- klæði, kjólaefni, sokkar, nærföt hálsklút- urj sígarettuveski, kveikjarar. ar og bindi, sportfatnaður. ,■ .r. • á,, Skrautmunir úr postulíni, gleri, keramik, Snyrtivörur kvenna og karla, alls konar kopar, tágum, tré og leðri, húsgögn, ljosa- kemískar neyzluvörur, útstiiiingar- og aug búnaður, jólaskraut. lýsingavörur fyrir verzlanir. LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SfMI 11540 STAK8TEII\1AH Sérstæðux frétta- flutningui Fréttastofa rikisútvarpsins hef ur svo sem kunnugt er einkar sér stætt mat á fréttum. En eink- ar glöggt dæmi um það er að finna í fréttaútsendingu þess um fullveldisfagnað háskólastú- denta 1. des. sl., en þann dag var í kvöldfréttum lesin eftirfar andi frétt: „Fullveldisfagnaður stúdenta verður að Hótel Sögu í kvöld og flytur dr. Jakob Benediktsson aðalræðuna þar.“ Þetta er frásögn ríkisútvarpsins af aðalhátíð stúdenta 1. desem- ber. En þennan sama dag brá svo við, að aðstandendur eins framboðslista við kjör til stjórn- ar Stúdentafélags háskólans sL haust, þess lista, sem hlaut meirihluta í stjórn Stúdenta- félagsins, töldu ástæðu til að beina athygli frá fullveldisfagn- aði stúdenta þennan dag með sér stöku fullveldishófi. Og er eink- ar fróðlegt að athuga fréttaflutn ing ríkisútvarpsins af þessari samkomu og bera saman við fréttasendingu frá aðalhófi stú- denta 1. desember, en fréttasend ing um fullveldishóf B-listans var þessi í hádeginu hinn 2. desember: „Auk þess fagnaðar stúdenta á fullveldisdaginn, sem áður hefur verið getn var full- veldishóf B-listans síðdegis i gær í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar fluttu ávörp Jón Oddsson og Ólafur R. Grímsson, Hjörtur Pálsson og Böðvar Guðmunds- son lásu ljóð, Heimir Pálsson og Kristinn Jóhannesson sungu glúnta við undirleik Jóns Hlöð- vers Ásgeirssonar og fluttur var einþáttundurinn Ég er afi minn eftir Magnús Jónsson, leikstjóri var Brynja Benediktsdóttir, kynnir var Þorleifur Hauksson“. Af þessum tveimur dæmum er ljóst, að fréttastofa ríkisútvarps- ins hefur talið fullveldishóf pólitísks aðila i Háskólanum frétnæmari atburð en aðalhóf há skólastúdenta á fullveldisdaginn. efnum. Slíka pólitíska misnotk- fréttastofunnar vill almenningur ekki eiga við að búa. Raunsæi Timinn segir i forustugrein f gær að bölsýni hafi gætt í ræðu forsætisráðherra Bjarna Bene- diktssonar á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. haust, en þar ræddi hann á breiðum grund velli eðli þeirra vandamála, sem við er að etja i íslenzku þjóð- félagi í dag. Þessum árásum Tím ans verður bezt svarað með til- vitnun i ræðu forsætisráðherra á flokksráðsfundunum en þar sagði hann m.a.: „Auðvitað verð ur reynt að snúa út úr því sem ég segi um þetta og sagt að þetta sé f jandskapur gegn bænd- um, þetta sé fjandskapur gegn iðnaði, þetta sé fjandskapur gcgn smábátum. Slíku fer víðsfjarrL Þetta er ábending um nauðsyn þess að gera sér grein fyrir eðli vandamálanna... Vandinn verð ur ekki leystur, nema menn geri sér grein fyrir þeim þjóðfélags- legu örðugleikum, sem við eig- um við að etja, sumpart sama eðlis og aðrir, vegna þess að það er allsstaðar sami vandinn að stéttirnar bera mismunandi úr býtum. Bændur framleiða minna heldur en hinar stórkostlegu ; hraðvirku vélar, sem iðnaðurinn notar en vilja fá sambærileg kjör við fólkið sem við þær vinnur. Þetta er vandi, sem menn eiga allsstaðar við að etja, en hann er af ýmsum ástæðum meiri hjá okkur heldur en hjá öðrum. Hinn mikli húsnæðisskortur er alla að sliga. Það er ekki sérís- lenzkt fyrirbæri. Það er vanda- mál, sem þarf að leysa jafnt hér og annars, en okkar sérstaki vandi verður ekki leystur nema okkur sé ljóst í hverju hann er fólginn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.