Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1967. Spilakvöld Sjálfstæöis' félaganna í Hafnarf. verður í kvöld, fimmtudag kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Góð kvöldverðlaun. Nefndin. Nýkomið T áninga-peysur tíglóttar með samlitum sokkum. Nýjasta Parísartízka. TELPUKÁPUR á 7—13 ára, fallegt úrval. Hagstætt verð. — Skozk ull. CRIMPLENEKJÓLAR á 7—12 ára. GERVISKINNKÁPUR á 2—6 ára. KOTRA SF Framnesvegi 3 — Sími 17021. Tilkynning frá unghjónaklúbbi SuÖurnesja Fyrsti dansleikur ársins verður í Stapa (litla sal) laugardaginn 18. febrúar kl. 9 e.h. — Nokkur kort laus. — Upplýsing- ar í síma 1961. Eldri félagar vinsamlegast sækið kort ykkar sem fyrst. Stjórnin. Baöherbergisskápar Fallegir vandaðir og nýtízkulegir. LUDVIG STORR Ný sending. Laugavegi 15. Sími 1-33-33. Einbýlishús Mjög vandað einbýlishús til sölu á bezta stað í Austurborginni. — Húsið er á 2 hæðum 152 ferm. hvor hæð. Á efri hæð eru stofur með parketgólfum og loft viðarþiljuð. Húsbóndaherbergi, 2 svefnher- bergi, 2 snyrtiherbergi, rúmgott eldhús, þvotta- herbergi o. fL Á neðri hæð eru 2 svefnherbergi og geymslur, einnig 2ja herbergja íbúð með tilheyrandi. Rúmgóð bif- reiðageymsla. Lóð og garður fullfrágengið. Húsið er sérstaklega skemmtilega staðsett, fagurt útsýni móti suðri yfir Skerjafjörð og Kópavog. Semja ber við undirritaða. Lögmenn Eyjólfur Konráð Jónsson Jón Magnússon Hjörtur Torfason Tryggvagata 8 Símar: 11164 og 22801. — RÆTT VIÐ ÞRJÁ ... Framhald af bls. 10 um við nokkur hundruð nöfn þar á skrá“. „Ég er bjartsýnn á framtíð tæknideildarinnar", segir Ragn- ar að lokum. „Hún hefur þegar sannað það að hún gegnir mikil- vægu hlutverki í rannsó'kn lög- reglumála, og fer þáttur hennar vaxandi, samfara betri vinnu- skilyrðum og bættum tækja- kosti. I>að verður að gæta þess að efla deildina frekar með öfl- un rannsóknartækja og gefa starfsmönnum hennar stöðugt kost á að auka menntun sina og starfshæfni, m.a. með reglu- bundnum námsferðum til út- landa, sem ég tel mikilvægar". Unglinga afbrot. Samfara vaxandi borg og hækkandi íbúatölu fjölgar af- brotum unglinga og barna I Reykjaví'k. Rannsóknarlögreglan leggur mikla áherzlu á að reyna að uppræta þessi barna- og ungl- ingaafbrot og hefur einum lög- reglumanni verið falið að hafa umsjón með þessum málaflokki, og helgar hann sig honum, eins og kostur er. Þessi maður er Kristján Sigurðsson, sem hefur langa reynslu 1 þessum efnum, en við umsjón þessa málaflokks tók hann nú í haust. PIIS - JAKKAR SKÍ3ABUXUR MATIRWITY BUXUR KJÖRGARÐUR Að sögn Kristjáns eru það 1 mörgum tilfellum §cmu ungling- arnir, sem lögreglan verður að hafa afskipti af, og segir hann, að það sé áberandi, að þau séu úr ákveðnum hverfum. Þar sé þá oft um að ræða marga ungl- inga, sem fari saman í hópum, og séu alls kyns skemmdarverk algengustu afbrotin. Komi þessir ungingar aðallega úr þeim hverf- um, þar sem húsakostur sá far- inn að dragast aftur úr. „Ég vil halda því fram, að ástæðurnar fyrir þessu séu sjald- an sálrænar, eins og margir telja, heldur rni'klu frekar félagslegar og uppeldislegar, enda er það mín skoðun, að við þurfum tví- mælalaust að athuga betur okk- ar gang í sambandi við félags- lega aðstöðu unglinga okkar í dag. Skólarnir gera að vísu nokk uð í þessa átt, en ég held, að þeir ættu að geta gert meira. Vil ég halda því fram, að lögreglan ætti að gera meira en nú er gert til þess að kynna lögreglumál og þau atriði, sem löggæzlu varða, svo og Ihugsanlega að koma upp einhverri löggæzlu meðal ungl- inganna. Mér hefur lengi verið það mikið álhugamál að stofna beinlínis unglingalögreglu í erf- iðustu hverfunum, og held ég að það ætti að vera tiltölulega auð- velt, aðeins ef maður getur gefið sér tíma til þess, því að bæði börn og unglingar eru ákaflega til- leiðanleg til að hjálpa og að- stoða, þegar þess er þörf. Þann- ig væri hægt að þroska börnin upp í það, að halda lögin sem bezt“. ,Ég verð að j'áta það“, heldur Kristján áfram, „að ég hef meiri álhuga á hinu al'hliða skipulagi en einsta'klingnum og þar held ég, að félagslega lausn sé sú eina rétta leið. Sannast sagna finnst mér sumt það, sem við gerum hér í þessum málum allt- of árangurslítið og hægfara. £g RELLA PLAST Þýzkt undraefni sem hreinsar öll plastefni á svipstundu. Kaupið eitt glas og sannfær- izt. Fæst í flestum verzlunum. Heildsölubirgðir: Davið 8. Jónsson & Co. hí Þróttarar Áður auglýstur aðalfundur Knattspyrnufélagsins ÞRÓTTAR verður haldinn í Hótel Sögu (Bláa salnum) sunnudaginn 19. febr. 1967 kl. 13,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar hvattir til að mæta. STJÓRNIN. er kannski að tala við sama barn ið eða unglinginn aftur og aftur, án þess nokkuð sé aðhafst, að lokum enda með því, og að hann verður hreinlega ónæmur fyrir áminningum mínum. En enginn ung sál er svo harðsvíruð, að ekki sé hægt að vinna hana aftur á sitt band, og við, sem störfum að þessum málum höfum hvað eftir annað rekið okkur á það að afbrotahneigð á unglingsárum og afbrotahneigð í eðli mannsins fer alls ekki saman. Það þarf t.d. alls ekki að vera, að dreng- ur, sem brýtur af sér og er kannski viðriðinn afbrot ár eftir ár, að hann verði afbrotamaður, þegar hann verður fullorðinn. Þá kemur kannski fram á sjón- arsviðið afbrotamaður, m aldrei hefur orðið vart við á ungl ingsárum. Nei, það er trú mín, að hægt sé að vinna aftur upp barnunga afbrotamenn tneð því m.a. að leggja áherzlu á hin» félagslegu hlið, og er það raunar skylda þjóðfélagsins, þegar heim ilin bregðast". „Hvað gerið þið við unglinga, sem þið þurfið oft að hafa af- skipti af vegna afbrota?" „Við höfum ekki framkvæmda vald til þess að ráðstafa ungl- ingunum, það er í höndum Barnaverndunarnefndar. Við erum fyrst og fremst til þess að upplýsa og reyna að áminna, svo að afbrotið verði ekki endur- tekið. Barnaverndunarnefnd fær skýrslu frá okkur um börn und- ir 16 ára aldri, og hefur hún til umráða uppeldis- og vistheimdi í Breiðuvík, þar sem hún getur ráðstafað drengjum, sem oftsinn- is hafa brotið af sér. Á hinn bóginn tel ég það mjög vara- sama ráðstöfun að safna öllum þessum vandræðaunglingum, eins og þeir eru kallaðir, á einn og sama stað, og ákaflega erfitt að gera þarna nokkra uppeldis- lega ráðstöfun, enda geta þarna myndast óæskileg kynni. Það væri því ákaflega mikils virði, ef hægt væri að fá góðar fjöls’kyld- ur til þess að taka við þessum drengjum, a.m.k. upp að ákveðn- um aldri. En hver vill vandræða dreng inn á heimili sitt?“ „Hvaða trú hefur þú á sál- fræðingum í samtoandi við af- brot barna og unglinga?“ „Ég hef góða trú á öllum vís- indum. Það eru barnasálfræð- ingar hjá Barnaverndunarnefnd, auk þess sem við höfum sál- gæzlu hér í borginni, og tel é£ það ákaflega mikils virði. A hinn bóginn finnist mér þær að- gerðir stundum of seinvirkar. Ég vil taka sem dæmi ungan pilt, sem við höfum átt í nokkrum erfiðleikum með í samtoandi við þjófnaði. Það var snemma í vet- ur ljóst, að einhverjar ráðstafan- ir þurfti að gera og var ákveðið að senda hann í rannsókn til Geðverndardeildar barna. Þar ’hefur hann verið í rannsókn síð- an, en haldið áfram að stela á meðan. Það hefur að vísu komið fram að þessi afbortahneigð hans geti verið afleiðings gamals höf- uðhöggs, en heilalínurit er óeðli- legt. Af þessu má sjá, að mjög þýðingarmikið getur verið, að rannsókn komi til í þessum mál- um til að fá vitneskju um favað helzt sé til úrtoóta. Kerfið er þó of hægfara. í kringum þennan dreng er félagahópur, sem tekur þátt í þjófnuðum með honum og félagarnir vifca, að hann er hér dag eftir dag og að upp kemst um afbrot hans. Samt sem áður er ekkert gert við hann og hann fær ávallt að vera heima. Svo spyrja félagarnir, hvernig standi á þessu. Afleiðingin verður ein- faldlega sú, að drengirnir hætta að bera nokkra virðingu fyrir löggæzlunni“. „En hvað telur þú helzt til úr- bóta til að draga úr afbrotuna unglinga?" „Eftir afskipti mín af þessum málum eru niðurstöður mínar þær, að löggæzlan eigi að láta 9ér varða meira hina félagslegu hlið, a.m.k. fá að aðstoða við stofnun einhvers konar félags- starfssemi — hún mætfci gjarnan vera kerfisbundin eða í samtoandi við skól-a, þar sem hægt væri að nálgast börnin eða unglingana 1 hópum, og reyna að þioska sið- ' ferði þeirra“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.