Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1967.
RANNSÚKNARLÖGREGLAN í REYKJAVÍK
Rætt við þrjá lögreglumenn um starfsemi hennar
I FYRRI grein nm rannsóknar-
lögregluna var fjallað um afbrot
í höfuðborginni og starfsemi
rannsóknarlögreglunnar almennt.
I»á kynntust við starfsemi rann-
sóknarlögreglumanna og starfs-
aðstöðu þeirra. Nú er á hinn
bóginn spjallað við þrjá rann-
■óknarlögreglumenn, sem veita
deildum og málaflokkum for-
stöðu, fáum lýsingu þeirra á
starfinu, og hvað þeir telji helzt
til úrbóta til að draga úr þeirn
afbrotum, sem þeir berjast gegn
daglega.
Umferðarmenning á lágu stigi.
Umferðardeild rannsóknarlög-
Síðari grein
reglunnar gegnir veigamiklu
Ihlutverki í umferðamálum borg-
srinnar. Götulögregla og slysa-
rannsóknardeild senda henni
skýrslur yfir öll slys og um-
ferðaóhöpp í Reykjavík, og hún
tekur þær til nánari athugunar.
iÞeir aðilar, sem lent hafa í
órekstri eða valdið slysi eru kall
aðir fyrir, lögregluskýrslan er
lesin upp fyrir þá, þeim sýndur
uppdráttur af slys- eða árekstra-
stað, og þeir yfinheyrðir nánar.
Sé um slys að ræða, fer rann-
sóknarlögreglumaður ávallt á
ilysstað, þar sem hann reynir
að gera sér grein fyrir, hvernig
slysið hafi borið að höndum, at-
hugar allar aðstæður á slysstað,
og reynir að afla sjónarvotta.
Engu máli skiptir á hvaða tíma
sólarhrings slysið verður
— rannsóknarlögreglumaðUrinn
þarf ætíð að mæta á slysstað.
Hann tekur skýrslu af öllum
þeim, sem eitthvað koma við
sögu í slysinu. Auk þessa, sem
talið er upp hér að framan,
berst umferðardeildinni einnig
álitlegur málafjöldi, sem borgar-
arnir kæra beint til hennar, og
mál utan af landi, þar sem Reyk-
víkingar eiga aðild að. Hefur
slíkum málum fjölgað mjög mik-
ið.
Kristmundur J. Sigurðsson
veitir umferðardeildinni for-
stoðu, en í henni starfa alls fjór-
ir menn. Kristmundur hóf störf
í rannsóknarlögreglunni 1945, en
átti þá að baki fimm ára feril
í götulögreglunni. Hann er því
flestum mönnum kunnugri um-
ferðarmálum höfuðborgarinnar
og veit vel, hvar Skórinn krepp-
ir. Þegar ég leit inn til hans hér
staflega þakið skýrslum og ég
spurði hann, hvort ástandið væri
alltaf svona.
„Æ, já. Skýrslurnar eru hrein-
lega að kæfa okkur allar fjóra“,
sagði hann og renndi augunum
dapurlega yfir bunkann á borð-
inu. „Þetta er orðinn hreinn
þrældómur, enda verðum við að
vinna langt fram á kvöld, ef við
eigum að sjá fram úr þessu öllu.
Já, það er af, sem áður var —
er ég byrjaði hér fyrir 22 árum,
vorum við tveir, sem unnum að
umferðarmálum og fengjum
7-800 skýrslur á ári, en nú er
skýrslufjöldinn orðinn á fjórða
þúsund og við erum bara fjórir,
þannig að hlutföllin hafa breytzt
okkur mjög í óhag. Til þess að
þolanleg vinnuaðstaða Skapist,
þarf að minnsta kosti að bæta
einum manni við“.
Við tölum um aukninguna á
slysum á sl. ári og svo spyr ég,
hvað hann áliti um reykvísku
umferðarmenninguna.
„Ég held að varla sé hægt að
tala um neina umferðarmenn-
ingu hér og mikið átak þarf til
að kippa henni í lag. Stórt spor
hefur að vísu verið stigið í rétta
átt á síðustu árum og áróður fyr-
ir bættri umferðarmenningu
hefur verið aukinn verulega, en
samt sem áður skortir ennþá til-
finnanlega meiri tillitssemi og
kurteisi í umferðinni. Til þess
að skapa umferðarmenningu
verða allir að leggjast á eitt og
reyndar er það skylda hvers
manns, því að enginn veit hve-
nær barið verður að hans eigin
bæjardyrum. Og ég er ekki í
neinum vafa um, að hugarfar
manna til umferðarvandamáls
ins í dag, myndi breytast veru-
lega, ef þeir gerðu sér grein fyr-
ir því, hve þung spor eru frá
blóðpollunum hér á götunum og
heim til fólks til þess að tilkynna
lát náins ástvinar og alla þá
sorg, sem yfir þá dynur, sem
missa börn sín eða foreldra.
í>eir, sem slysum valda og að-
standendur þeirra hafa einnig sitt
að bera“.
„Nærtækt dæmi um, hve um-
ferðarmenning okkar er í raun-
inni á lágu stigi“, heldur Krist-
mundur áfram, „er hve mikil
brögð eru að því, að menn aki á
kyrrstæða bíla og laumist svo í
burt af lítilli karlmennsku. Við
fáum oft margar slíkar kær-
ur á dag og stundum er
um stjórtjón að ræða. Ákaf-
lega erfitt er að eiga við þessi
mál og komast fæst þeirra upp.
Tæknideild: T. v. Sævar Þ. J ohannesson, Guðmundur Erlends son og Ragnar Vigmr varðstjoru
þá ekki lagt númer bílsins, sem
árekstrinum olli, á minnið. Fólk
ætti að gera sér það að reglu,
begar það verður vitni að því að
halda**.
„Ég held að það yrði áhrifa-
rí'kt til þess að skapa umferðar-
menningu, ef ökuleyfissviptingu
Kristján Sigurðsson, sem hefur umsjá með unglingamálum
Rannsóknarlögreglunnar.
ekið er á kyrrstæða bifreið, að
Við verðum að leggja allt skrifa hjá sér skrásetningarnúm-
okkar traust á sjónarvotta, en í er bílsins, sem ók á, því að það
flestum tilfellum hefur enginn er aldrei að vita, hvenær maður
arf siálfur á slíkri hiálp að
Umferðadeild rannsóknarlögreglunnar: Fremstur er Kristmundur Sigurðsson, varðstjóri, eo
fyrir aftan hann (t. v.): Borgþór Þórhallsson, Hellert Jóhannsson og Torfi Jónsson.
yrði beitt 1 ríkari mæli en gert
er. Þegar sami maður hefur sýnt
hvað eftir annað, að hann getur
ekki farið að settum umferðar-
reglum og sýnir vítaverð gá-
jeysisbrot, er það mun áhrifa-
ríkara og meira aðhald, að svipta
hann ökuleyfi um óákveðinn
tíma, en að láta hann greiða
fjársekir, því að peningar
skipta hann ekki eins miklu
máli“.
„Ég vil nota tækifærið til þess
að koma því á framfæri við fólk,
að það gæti að því á slysstað, að
traðka ekki út ummerki og láta
kyrra muni, sem koma slysinu
við, því að slíkt auðveldar alla
rannsókn“.
Vel búnir tækjum.
Tæknideild rannsóknarlögregl-
unnar í því formi sem hún er
starfrækt í dag, var stofnuð
fyrir rúmum 20 árum. Axel heit-
inn Helgason setti hana á lagg-
irnar í samráði við þáverandi
sakadómara Jónatan Hallvarðs-
son og Svein Sæmundsson, yfir-
lögregluþjón, en Axel var þá ný-
kominn heim eftir að háfa stund
að tæknirannsóknir í Banda-
ríkjunum um eins árs skeið.
Fyrstu þrjú árin starfaði 'hann
einn við deildina, en fékk að-
stoðarmann 1948. Voru tækni-
deildarmennirnir tveir allt fram
til 1963 er þeim var fjölgað í
þrjá. Þegar Axal lét af störfum
1956 tók Ragnar Vignil við yfir-
stjórn tæknideildarinnar, en
hann hóf störf við deildina
1952. Ragnar er lærður ljós-
myndari og þótti heppilegt að fá
slíkan mann til að starfa fyrir
deildina, því að ljósmyndun er
mjög veigamikill þáttur í starfi
tæknideildarinnar. Ragnar Vign-
ir fór námsferð til Kaupmanna-
hafnar 1955 og starfaði þar I
nokkra mánuði í tæknideild og
fingrafaradeild Kaupmannahafn-
arlögreglunnar.
„Starf tæknideildarinnar", seg-
ir Ragnar, „varðar allflest mál
sem rannsóknarlögreglunni ber-
ast. Við förum á vettvang með
mönnum úr umferðardeildinni,
þegar alvarleg slys hafa orðið,
tökum ljósmyndir af slysstað og
gerum þar athuganir. Þegar
framið hefur verið inn/brot för-
um við með mönnum úr al-
mennu deildinni og leitum sönn-
unargagna sem gætu komið að
gagni við rannsókn málsins. Enn
fremur förum við á staði þar sem
bruni hefur orðið, vinnuslys eða
önnur óhöpp, þar sem lögreglu-
rannsókn er nauðsynleg".
„Hvernig eruð þið búnir
tækjum?“
„Af ekki stærri deild en þetta
held ég að við verðum að telj-
ast sæmilega búnir, en á hinn
bóginn háir það okkur nokkuð
í starfinu, að við erum ekki
fleiri, því að verkefnin eru allt-
af að aukast“. Ragnar sýnir mér
margar töskur sem hafa að
geyma alls kyns tæki til rann-
sókna. Meðal anrians eru þarna
töskur með öllum nauðsynleg-
um tækjum til rannsóknar á inn-
brotsstöðum og kennir þar ým-
issa grasa. Þá eru þarna margs
konar vökvar sem framkallað
geta stafi og númer sem máð
hafa verið út af ýmsum málm-
um. Ég rekst loks á stóran skjala
Skáp og spyr Ragnar hvað hann
hafi að geyma. „Þetta er fingra-
fara- og myndasafn rannsóknar-
lögreglunnar. í því eru 1300
menn, sem flestir hafa meiri
háttar afbrotaferli að bakL Safn-
ið er flokkað niður eftir Henry-
kerfinu svonefnda, sem mest er
notað hér í Vestur-Evrópu. Nú
er það svo með afbrotin hér að
oft á tíðum eru sömu mennirnir
á ferðinni og þá eigum við á
skrá. En þegar nýr maður verð-
ur uppvís að afbrotum er það
okkar fyrsta verk, að kanna
hvort hann geti átt eldri óupp-
lýst brot sem við eigum sönnun-
argögn. Mörg mál hafa upp-
lýstst með þeim hætti, og oft
fylgir þá ýmislegt annað með.
Og alltaf bætast nýir og nýir
menn við safnið, og á sl. ári
fjölgaði mönnum í safninu um
66. Við tökum líka fingraför af
unglingum í öryggisskyni og eig-
Framhald á bls. 12