Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967. 27 Pagskrá borgðrstjórnar- fundar í dag FUNDUR BORGARSTJÓRNAR hefst í fundarsal borgarstjórnar í Skúlatúni 2, kl. 17.00. 1. Fundargerð byggingarnefnd ar 9. febr. 2. Fundargerð borgarráðs 7. febr. 3. Fundargerð borgarráðs 10. febr. 4. Fundargerð borgarráðs 14. febr. 5. Fundargerð fræðsluráðs 27. jan. 6. Fundargerð heilbrigðisnefnd ar 27. jan. 7. Kosning fulltrúa á lands- þing Sambands ísl. sveitarfélaga (10 aðalfulltrúar og 10 til vara). 8. Fyrirspurnir borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um sam- eiginlegar byggingarframkvæmd i ir ríkisins og Reykjavíkurborgar í Breiðholtshverfi. 9. Tillaga borgarfulltrúa Sjálf stæðisflokksins um athugun á íjúkra- og slysaflutningum. 10. Tillaga Guðjóns Jónssonar um atvinnusjúkdómadeild. 11. Tillaga Guðmundur Vig- fússonar varðandi hámarksstærð íbúðarbygginga. 12. Tillaga Guðrúnar Helga- dóttur um fiskasafn o. fl. 13. Tillaga Páls Sigurðssonar varðandi greiðslur vegna utan- sveitarsjúklinga á sjúkrahúsum sveitarfélaga. 14. Tillaga Úlfars Þórðarsonar um sérþjálfaðan aðstoðarmann í köfun. 15. Fundargerð framfærslu- ne' dar 8. febr. I TILEFNI af fimmtíu ára af- mæli Alþýðusambands íslands á liðnu ári, hefur Flugfélag fslands boðið til utanferðar forseta sambandsins, varafor- seta og öllum núlifandi fyrri forsetum Alþýðusambandsins, ásamt konum þeirra. Gestirnir fóru með „Sól- faxa“ til Kaupmannahafnar í morgun og dveljast þar í boði félagsins fram á laugi .•- dag. Stjórnarformaður Flugfé- lagsins, ásamt forstjóra og blaðafulltrúa, taka þátt í ferð inni. Þátttakendur í ferðinni eru: Frá Alþýðusambandi ís- lands: Guðgeir Jónsson, frú Guð- rún S. Jónsdóttir, Helgi Hannesson, frú Þór- unn B. Garðarsdóttir, Drengur fyrir bíl á Akureyri Akureyri 15. febrúar — SKÖMMU fyrir hádegi í dag va.ó' 3ja ára drengur fyrir litium fólksbíl framan við húsið nr. 25 við Hafnarstraeti. Drengurinn hljóp skyndiicga út á akbrautina framan við bílinn. Ökumaður snarhemlaði, þegar hann varð barnsins var, en við það snerist bíllinn til á hálk- unni og rann austur af götunni. Þar varð drengurinn fyrir hon- um miðjum, féll í götuna og lá framan við bílinn, þegar öku- maður kom út úr honum. Drengurinn var fluttur í spí- talann með mikinn áverka i and liti, en er talinn óbrotinn. Sv. P. - VATNIÐ, SEM Framhald af bls. 1. lega blindur heldur einnig pólitískt blindur, Évtusénko lýsir því af ein- skæru háði, hvernig Rauðu varðliðanir lifa sem sníkju- dýr á sígildum skáldum og tónskáldum. í hinu kvæðinu, sem heitir „Hlustið á tónlist menningarbyltingarinnar“ segir m.a.: Óperutónlist okk- ar. Hún minnir dálítið á Munchen (þ.e. Hitlers-Þýzka land), það gerir ekkert til, hún er ágæt fyrir því. í>á eru Rauðu varðliðarnir hvattir til þess að miða byssunum að Rubens og fallbyssunum að Picasso. Þá segir enn í kvæð inu: Og þú njósnari auð- magnsins, hvað ert þú að gera í þessum ramma, Mona Lisa? Við þurfum á ramman- um að halda handa Mao. Hér fara á eftir nokkur önnur sýnishorn úr kvæðinu: Við skulum setjast um sendi- ráðið. Látið þá hvorki fá neitt að drekka eða borða. Við skulum setja samvizkuna í herkví. Slagorð okkar er hrákar í staðinn. fyrir mat. Matar- vandamálið skiptir ekki máli. Vatnið, sem Mao synti í, er næringarríkara en mjólk. Kærleikur spillir alþýðunni. Héðan í frá skulum við skipta á spurningunni „Elskar þú mig?“ og á spurningunni „Elskar þú Mao?“ Lesið verk hins mikla Maos. Ef nauðsyn krefur mun um við einnig ráðast á hann, því að sagt er, að hann lesi aðeins lítið eftir sjálfan sig. Skrúfudagur Vélskólans LAUGARDAGINN 18. febrúar, heldur Vélskólinn tyllidag sinn, Skrúfudaginn, hátíðlegan. Merki Vélskólans er skips- skrúfa og skýrir það nafn dags- ins. Dagur þessi er nemendamóts- dagur skólans og kynningardag- ur út á við. Nemendur eldri og yngri koma saman, hitta gamla skólafélaga, rifja upp endurminningar frá skólaverunni og kynnast skóla- staríinu eins og það er á hverj- um tíma. Skólinn telur sér mikils virði að halda tengslum við fyrri nem- endur og álítur það vera til gagns og ánægju báðum aðilum. Almenningi gefst einnig kost- ur á að kynnast starfsemi skól- ans og er þess vænzt, að sem flestir komi og kynnist skólan- um. Kl. 14.00—15.30 verður fundur 1 hátíðasal Sjómannaskólans. Þar verða flutt ávörp og af- hentar heiðursgjafir. önnur þeirra er steypt málmskrúfa á fæii, sem nemendur afhenda einum kennara í viðurkenning- arskyni, en hin er silfurbikar, sem kennarar ai’henda nemanda í sama tilgangi, Kl. 16.00 verður starfsemi skólans kynnt. Þá verða nem- endur að störfum í vélasölum og rannsóknarstofu. Öll tæki verða starfrækt af nemendum sjálfum og munu þeir veita allar skýringar og upplýsingar sem gestir kunna að óska. Veitingar verða framreiddar í veitingasal skólans frá kl. 15.30 og geta gestir fengið sér þar kaffisopa í kunningjahóp. Það er von allra, sem að þess- um degi standa, að vélstjórar, eldri og yngri svo og aðrir vel- unnarar skólans fjölmenni til þessa nemendamóts og kynning- ardags, svo að hann verði öllum aðilum til gagns og ánægju. Að Skrúfudeginum standa Vél skóli íslands og Vélstjórafélag íslands, sem styrkir hann með fj árf r amlög um. Skrúfuráð. - HEIMDALLUR Framhald af bls. 28. endurskoðun kjördæmaskipunar, lækkun kosningaraldurs í 21 ár, stöðug árvekni og barátta fyrir einstaklingsframtaki og frelsi, efling vísinda og tæknimenntun- ar í þágu atvinnuveganna. í tilefni afmælisins gefur Heimdallur út veglegt afmælis- rit. Meðal efnis þess verður kveðja frá formanni Sjálfstæðis- flokksins, grein um Heimdall, starf hans og stefnu, eftir for- mann félagsins. Ragnar Kjart- ansson, framkvæmdastjóri, hef- ur tekið saman yfirlit yfir starf- semi félagsins 1957—1967. Þá verða myndi. af öllum formönn- um félagsins 1927—1967, en þeir eru tuttugu og einn að tölu. Prófessor Þór Vilhjálmsson, rit ar greinina „Lýðræði og ábyrgð fólksins". „Menntun og múr- verk“ nefnist grein eftir Matt- hías Johannessen, ritstjóra, og Bjarni Bragi Jónsson, hagfræð- ingur, ritar greinina „Hagkerfi og þjóðfélag“. Nokkrum síðum er varið til að birta svipmyndir úr starfi síðustu ára. Fjörutíu ára afmælishátíð fé lagsins verður haldin í veitinga- húsinu Lído laugardaginn 18. febrúar. Þar flytur formaður fé- lagsins ávarp. Magnús Jónsson, óperusöngvari syngur einsöng við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Leikararnir Árni Tryggvason og Klemenz Jónsson flytja nýjan skemmtiþátt. — Hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi til kl. 2 að morgni. Heimdallur er annað stærsta stjórnmálafélag í landinu og stærsta stjórnmálafélag ungs fólks. Félagar Heimdallar eru nú liðlega þrjú þúsund. Núver- andi formaður Heimdallar er Ólafur B. Thors, deildarstjóri, Hermann Guðmundsson, frú Ragnheiður Erlendsdóttir, Hannibal Valdimarsson, frú Sólveig Ólafsdóttir og Eðvarð Sigurðsson. Frá Flugfélagi Islands: Birgir Kjaran formaður stjórnar FÍ., Örn Ó. Johnson, frú Mar- grét Johnson, Sveinn Sæmundsson, frú Mrria Jónsdóttir. Barnatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar EINN vinsælasti þáttur í starfi Sinfóníuhljómsveitar íslands eru skólatónleikarnir fyrir 6 til 12 ára börnin. í hvert skipti, sem tónleikar eru haldnir fyrir þau, þrífylla börnin Háskólabíó og engir áheyrendur eru þeim þakk látari. Nú eru skólatónleikar framundan í dag og föstudag, 16. og 17. þ.m.. Á fimmtudaginn verða tónleikarnir kl. 10,30 og kl. 14,30, en á föstudaginn kl. 14,30. Stjórnandi tónleikanna verður Bohdan Wodiczko. Verkefnavalið er töluvert sér- kennilegt í þetta skipti, og verð- ur að þessu sinni algerlega hljótt um það — það er ALGERT LEYNDARMÁL, sem ekki upp- lýsist fyrr en á tónleikunum sjálf um. Kynnir á tónleikunum verður Þorkell Sigurbjörnsson. (Frá Sinfóníuhljómsveitinni). LjóðakvöSd KAMMERMUSIKKLUBBUR INN heldur 4. tónleika sína í Samkomusal Kennaraskólans við Stakkahlíð á föstudag kl. 9 e.h. Er það ljóðakvöld og flytjendur eru Ruth Little Magnússon, söng kona, Guðrún Kristinsdóttir, píanóleikari og Ingvar Jónasson leikur á violu. Á efnisskrá eru Ijóð eftir G. Mahler, R. Schumann (Frauen- liebe und Leben), J. Brahms (Gestille Sehnsucht og Geistlic- hes Wiegenlied) og sjö amerískir söngvar eftir Arthur Bliss. IMoregs- myrtdir á kvöSd- vöku Fl f KVÖLD kl. 8.30 verður kvöld- vaka hjá Ferðafélagi íslands í Sjálfstæðishúsinu. Þar mun Hall grímur Jónasson sýna og skýra myndir frá Vesturlandi Noregs, en þær voru teknar í 12 daga " ferð, sem hann fór með 18 manna hóp í fyrrasumar, Farið var um vesturlandið, yf- ir firðina í ferjum og með bíl- um upp í hálendið, eða um ein- hverja fegurstu leið í Noregi. Var m.a. farið upp á Harðang- ursheiðar, yfir Harðangursfjörð, yfir Sognfjörð, nálægt byggðum Ingólfs og Hjörleifs, norður í Norðfjörð, upp að jöklum og yfir i Geirangursfjörð. Síðan í Romsdalsfjörð og til baka í Guð brandsdal og til Oslóar. Úr þess- ari ferð eru myndir og frásögn Hallgríms. - RÓLEGT í PEKING Framnald af bls. 1. Ulan Batur, höfuðborg Mongó- líu til að ræða hugsanlega að- stoð Sovétríkjanna við andstæð- inga Maos í Kína. Meðal annarra frétta á vegg- spjöldunum sagði að Lin Piao, varnarmálaráðherra, hefði ásak- að Liu Shao-shi forseta og Teng Hsiao-ping, aðalritara kínverska kommúnistaflokksins, um að hafa stutt ráðagerð um að vslta Mao á sl. ári. Þá sagði að stuðn- ingsmenn Maos hefðu náð alger- um yfirráðum í Kweicow-héraði í suðaustur hluta landsins og í Shantung, og vopnaðir hermenn hefðu brotið á bak aftur árás andstæðinga Maos í Kiangsihér- aði. í frétt frá japanskri fréttastofu sagði að hermenn Maos ættu í erfiðleikum með að ná yfirráð- um úr höndum andstæðinga í Tíbet og Innri-Mongólíu. í sömu frétt segir að Mao hafi fyrir skipað öflugri herstjórn í Sin- kiang-Uighurhéraðinu til þess að reyna í eitt skipti fyrir öll að bæla niður andstöðu gegn Mao formanni. Blaðið Rauða Stjarnan, mál- gagn sovézka varnarmálaráðu- neytisins sagði í dag að mikill fjöldi sjálfboðaliða hefði tekið að sér landamæravörzlu á landa- mærum Sovétríkjanna og Kína. Ýmis ummæli í sovézkum blöð- um undanfarna daga benda til þess að þessi aukna gæzla hafi komið til framkvæmda eftir ná- ið samstarf varnarmálaráðu- neytisins og miðstjórnar ung- kommúnistarhreyfingarinnar. í langri grein í Moskvublaðinu Pravda segir að Kínverjar hafi enn sett fram kröfur um sovézk landsvæði. í greinni, sem álitið er að sé rituð af miðstjórn so- vézka kommúnistaflokksins, er Mao og stuðningsmenn hans sak- aðir um að reyna að knýja fram stjórnmálaslit milli Kína og So- vétrikjanna. Talið er að grein þessi sé mjög mikilvæg, því að Tassfréttastofan skýrði frá henni allri 12 klukkustundum áður en Pravda fór í prentun. Innflntningnr n Möndnðn kjnrn- fóðri gegn heilbrigðisvsttorði í TILKYNNINGU frá Landbún- aðarráðuneytinu, sem birt er í nýútkomnu Lögbirtingablaði, um innflutning á blönduðu kjarn- fóðri frá Evrópulöndum segir, að þeir, sem flytji inn kjarnfóður frá Evrópulöndum skuli sjá til þess, að hverri sendingu eða | hverjum farmi af blönduðu kjarnfóðri fylgi heilbrigðisvott- j orð frá viðurkenndum heilbrigð- isyfirvöldum, í því landi, sem1 varan er keypt frá. Skal taka fram í vottorðinu að eigi séu sýklar, sem orsakað geti sjúk- dóma í búpeningi. Þá er sagt, að bannað sé að flytja kjarnfóður til landsins, nema vottorð fylgi, en brot gegn þessum ákvæðum varða sekt- um, sem renna í ríkissjóð. Far- ið verður með brot gegn ákvæð- unum sem önnur opinber mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.