Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967, 19 Wolfgang Borchert: Or stafrófskverinu Jesú 1967 ára og enn berast menn á bana- spjót. ALLT fólk á saumavél, útvarp, fsskáp og síma. Hvað getum við þá búið til? spurði verksmiðju- eigandinn. Sprengjur, svaraði vísinda- maðurinn. Stríð, svaraði herforinginn. Já, það er víst ekki um neitt annað að ræða, sagði verk- smiðjueigandinn. Maðurinn í hvíta sloppnum skrifaði tölu á pappírinn. Síðan bætti hann nokkrum minnihátt- ar stöfum við. Þá fór hann úr hvíta sloppnum og ráfaði um og nostraði við blómin í glugga- kistunni næsta klukkutímann, þegar hann uppgötvaði, að eitt blómanna var fölnað, þyngdi honum mjög, svo hann grét. Og á pappírnum stóð talan. Með því að nota hana varð mögulegt að myrða þúsund manns á tveim tímum með hálfu grammi. Sólin skein á blómin. Og pappírinn. Wolfga WOLFGANG Borchert fæddist 20 maí 1921 í Hamborg. Fyrsta sem hann birti eftir sig á prenti voru ljóð er út kornu 1938, en hann var handtekinn 1940 fyrir Ijóð sín, sem ekki þóttu hag- stæð. Fyrir utan það að skrifa var Borchert leikari við leik- húsið í Lúneburg „Landesbuhne Osthannover", en aðalverk sitt semur hann síðan fyrir leiksvið, leikritið „Lokaðar dyr“ (Draus- sen var die Tiir) sem Þjóðleik- húsið sýndi í nóvember 1954. Árið 1941 gekk Borchert í þýzka herinn. Herdeild Barchert var send til Austur-vígstöðvanna en þar særðist hann á hendi. Grunur lék á að Barchert hefði sjálfur veitt sér sárið og var því dæmdur til dauða, en dóm- urinn var síðan mildaður og hann dæmdur í fangelsi. 1945 er hann svo náðaður, en ári síðar taka Frakkar hann fastan. Borchert tókst að flýja og fór fótgangandi yfir Þýzkaland til Hamborgar, Eftir þessar hörmungar tek- ur hann aftur til við leikhús- starfið, en sjúkdómur sá er síð- Tveir menn ræddust við. Áætlun? Með köklum. Auðvitað með grænum kökl- um. Fjörutíu þúsund. Fjörutíu þúsund? Ágætt. Já, kæri vinur, ef ég hefði ekki breytt tímanlega súkkulaði yfir í púður, hefði ég ekki getað látið ykkur fá þessi fjörutíu þúsund. Og ég yður engan brennsluofn. Með köklum. Með köklum. Mennirnir tveir fóru hvor sína leið. Þeir voru verksmiðjueigandi og verktaki. Það var stríð. KeilubrauL Tveir menn töluðu saman. Hvað, herra lektor, þér klæð- ist svörtu. Dauðsfall? Alls ekki, alls ekki. Veizla. Piltarnir eru að fara í framlín- una. Hélt smá ræðu. Minntist á Spörtu. Vitnaði í Clausewitz. Gaf nokkur hugtök sem braut- argengi: Heiður, föðurland. Las upphátt úr Hölderlin. Hugsaði um Langemark. Heillandi hátíð. Svo sannarlega heillandi. Dreng- irnir sungu: Ó guð, sem járn lézt gróa. Augun leiftruðu. Heillandi. Sannarlega heillandi. í guðanna bænum, hættið, herra lektor. Þetta er hryllilegt. Lektorinn horfði óttasleginn á hina. Meðan hann sagði frá, hafði hann dregið smá kross á pappírinn. Lítinn kross. Hann stóð á fætur og hló. Tók nýja kúlu og lét hana rúlla eftir brautinni. Það heyrðist lágvært niðandi hljóð. Síðan ultu keil- urnar á brautarendanum. Þær litu út eins og litlir menn. Tveir menn töluðu saman. Jæja, hvað er að frétta? Allt hálf bölvað. Hvað hafið þér marga? Ef allt gengur eftir óskum, hef ég fjögur þúsund. Hvað getið þér fengið mér marga? Mesta lagi átta hundruð. Þeir ganga til þurrðar. Jæja, þúsund þá. Takk fyrir. Mennirnir tveir fóru hvor sína leið. Þeir töluðu um menn. Þetta voru herforingjar. Það var stríð. Tveir menn ræddust við. 7 Borchert ar dró hann til dauða, tafði mjög fyrir honum starfið. Á síðasta æviár sínu ferðast Borchert til Sviss og deyr þar skömmu síð- ar í Basel. Þetta var árið 1947. Daginn eftir dauða skáldsins er svo leikrit hans „Lokaðar dyr“ frumsýnt í fyrsta sinn í leikhús- inu Hamburger Kammerspielen. Segja má um verk Borcherts að sameiginlegur boðskapur þeirra allra sé ógnir þær er styrjaldir hafa í för með sér, heimska sú og mannvonzka eða misskilningur er hrindir þeim á stað. Verk hans eru ógleym- anlegt tákn um heimsku mann- anna, um leið og þau eru ó- skrifuð grafskrift stríðsæsinga- manna og þeirra er tefla manns- lífum í voða í hildarleik styrj- alda. Orð hans munu halda á- fram að hljóma, þar til friður mun víkja, sem svipur á glæp- um samtíðar og fortíðar. Og væri ekki úr vegi að æsku- maðurinn hugleiddi hvaða verk- efni bíða hans í framtíðinni á meðan hjaðningarvígin í Viet- Nam halda áfram. H. G. SAMAN HEfIR. TEKL|> STafn örttmlau^^on! og mýflugurnar: Og öðru livoru rekst maður Það er allt sem áður. á manneskju. Og öðru hvoru — Snarað úr dönsku h. g. Kennari veldur æsing- um með ástarkvæði Sjálfboðaliði? Auðvitað. Hvað ertu gamall? Átján. Og þú? Líka. Mennirnir tveir fór hvor sína ielð. Þeir voru hermenn. Þá féll annar. Hann var dáinn. Það var stríð. Þegar stríðinu lauk hélt her- maðurinn heim. En hann átti ekkert brauð. Hann drap hann. Þú getur ekki gengið um og drepið fólk, sagði dómarinn. Hvers vegna? spurði hermað- urinn. Þegar friðardeginum lauk, gengu ráðherrarnir um borgina. Þegar þeir fóru framhjá æfinga- skýli, hrópuðu stúlkurnar með rauðu varirnar: Ætlið þið ekki að skjóta. Þá hrifu allir ráð- herrarnir byssur og skutu á litlu pappamennina. í miðri skothríðinni kom gömul kona og tók af þeim byss- urnar. Þegar einn ráðherrann heimtaði byssuna aftur, gaf hún honum kinnhest. Þetta var móðir. Einu sinni voru tveir menn. Þegar þeir voru tveggja ára flugust þeir á. Þegar þeir voru tólf ára, slógust þeir af ákefð og grýttu steinum. Þegar þeir voru tvítugir, skutu þeir á hvorn annan með byss- um. Þegar þeir voru fjörutíu og tveggja, vörpuðu þeir sprengj- um á hvorn annan. Þegar þeir voru sextíu og tveggja, herjuðu þeir með sýkl- um. Þegar þeir voru áttatíu og tveggja, dóu þeir. Þeir voru grafnir hlið við hlið. Þegar ánamaðkur gróf sig hundrað árum síðar í gegnum grafir þeirra, fann hann alls ekki, að hér væru tveir ólíkir menn grafnir. Það var sama moldin. Allt sama moldin. Þegar moldvarpa gægðist upp úr jörðinni árið 5000, komst hún með stökustu ró að þessari niðurstöðu: Tréin eru enn þá tré. Krákurnar krunka enn þá. Og hundarnir lyfta enn löppinni. Fiskarnir og stjörnurnar mosinn og hafið Chapel Hill N.C. „Til hinnar feimnu ástkonu hans“, kvæði um frestingar, sem Andrew Marwell, eitt af stór- skáldum púrítanatímabilsins í Englandi, orti fyrir meira en 300 árum, hefur valdið æsing- um í háskólanum í Norður- Karo línu. Háskólak jnnari hefur verið látinn hætta kennslu og snúa sér að rannsóknarstörfum. Stúdent- ar hafa efnt til mótmæla. Sitter- son, rektor háskólans, sem mælti með flutningi kennaran- hefur orðið að gefa yfirlýsingu til þess að skýra og réttlæta afstöðu sína. Blikur tók að draga á loft þegar Michael Paull, kennari ný stúdenta í ensku, lét stúdent- ana, sem hann kenndi, skrifa rit gerð um efnið „Til hinnar feimnu ástkonu hans“, en kvæði þetta er í mörgum kennslubók- um fyrir menntaskóla og kvæða söfnum, sem notuð eru við kennslu. Ritgerðirnar voru lesn- ar upp og urðu nokrrir stúdent- anna undrandi yfir þeim. A.m.k. einn þeirra taldi sumar ritgerð- irnar grófar. Prófessorinn, sem einnig var nokkuð undrandi, bað um, að ritgerðirnar yrðu skrif- aðar að nýju. Einn stúdentanna hefur sýnilega skrifað foreldr- um sínum um þennan atburð, en þau vöktu athygli WRAL-sjón- varpsstöðvarinnar á honum, Þessi sjónvarpsstöð er í Raleigh, er hún íhaldssöm í skoðunum og hefur oft gagnrýnt frjálslyndi við háskólann. Örfáum dögum fyrir ákvörðun rektorsins hafði talsmaður stöðvarinnar gagn- rýnt grein um holdlegar ástir, sem birtist í „The Carolina Quarterly", sem er bókmennta- ltjt tímarit háskólans. Allir hinir 22 stúdentar, sem nefndur kennari kenndi, skrif- uðu undir bænarskrá um, að hann kæmi aftur til kennsiu. Tvö til þrjú hundruð stúdentar og kennarar, sem vinna saman i nefnd að frjálsum rannsóknum, komu saman og ósk'jðu þiss að Paul yrði settur í stöðu sína á ný og kröfðust þess, að sstt yrði á laggirnar nefnd í háskóladeild- inni til þess að ákvarða, hvort hæfni nefnds kennara hafi skerzt í svo ríkum mæli, að nauðsyn bæri til þess að setja hann í önnur störf en kennslu. „Til hans feimnu ás*meyjai“ er orðið þekktasta kvæðið 1 Norður-Karolínu. í kvæðinu lof- ar elskihugi útlit ástkonu sinnar og hvetur hana til að láta af feimni. Kvæðið er á léttri ensku: Had we but world enough and time This coyness, Lady, were no crime We would sit down and tihink which way To walk and pass our long love‘s day Thou by the Indian Ganges' side Shouldst rubies find: I by the tide Of Humber would complain. I would Love you ten years before the Flood And you should, if you please, refuse Till the conversion of the Jews. My vegetable love should grow Vaster than empires, and more slow And hundred years should go to praise .Framliald á bls. 18,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.