Morgunblaðið - 16.02.1967, Blaðsíða 28
Lang stærsta
og fjölbreyttasta
blað landsins
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1967
Helmingi útbreiddaia
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Brúin á Eldvatni
hrundi í ána
ELDVATNSBRÚIN, sem skemmd
ist í Skaftárhlaupinu í vetur, fór
alveg í fyrradag. Þetta var stál-
bitabrú með steyptu gólfi gerð
1965, og er þetta því mikið tjón.
Síðan Skaftárhlaupið var hef-
ur þetta verið yfirvofandi. Þá
fór miðstöpull brúarinnar og
annar skekktist. Var brúin þá
svo ótrygg að umferð um hana
var bönnuð, en hægt er að nota
brú, sem er nokkru ofar. í fyrra-
dag hrundi svo brúin ofan í ána
og er þarmeð alveg farin. Brúin
sem fór er hjá Ásum.
Tilboð í kísilveginn
í Þingeyjarsýslu
Um 40 millj. fyrir allan veginn á einu ári
í GÆR voru opnuð hjá vega-
málastjóra tilboð í svonefndan
Kísilveg, sem leggja á frá Laxa-
mýri að Grímsstöðum í Mývatns
sveit eða 22—23 km. vegalengd.
Var ýmist boðið í allt verkið eða
hluta af veginum, og einnig hljóð
uðu tilboðið upp á gerð vegar-
ins á einu ári eða tveimur. í allt
verkið og að vegurinn yrði lagð-
ur á einu ári buðu tvö fyrirtæki:
Almenna byggingarfélagið 40,2
millj. og Vegalagnir h.f. Suður-
Þing. 43,3 millj. kr. En tilboðin
öll eru í athugun hjá vegamála-
skrifstofunni.
Tveggja ára
drengur
datt ■ tjörn
— MeÖvitundarlaus
í gœrkvoldi
ÞAÐ SLYS varð við býlið Hala-
kot á Vatnsleysuströnd í gær, að
tæplcga 2ja ára drengur datt í
tjörn, em myndazt hafði vegna
leysinga. Var drengurinn með-
vitundarlaus seint í gærkvöldi
er blaðið hafði spurnir af líðan
hans, og óvist, hvort lífi hans
yrði bjargað.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
jóns Klemenssonar, læknis í
Njarðvíkum, fann móðir barne-
ins það meðvitundarlaust í
tjörninni og kona á bænum hóf
þegar lifgunartilraunir með
blástursaðferð. Kallað var á
sjúkrabifreið og barnið flutt í
Barnadeild Landspítalans. Alla
leið til sjúkrahússins var lífgun-
artilraunum haldið áfram.
Tilboðin eru sem hér segir:
1. Miðað við að leggja veginn
á árinu 1967.
a) í kaflanum frá Laxamýri
að Geitafelli, sem er 21,9 km.
bárust 2 tilboð:
Frá Almenna byggingarfélag-
inu h.L, Reykjavík, 20,3 millj.
króna.
Frá Loftorbu h.f. o.fl., Reykja-
vík 19,6 millj. króna.
b) í kaflann frá Geitafelli að
Grímsstöðum, sem er 20,6 km,
bárust 3 tilboð:
frá Almenna byggingarfélaginu
h.f. 17,8 millj. kr.
Frá Loftorku h.f. o.fl., 18,1
millj. kr.
Frá Steingrími Felixsyni o.fl.,
Skagafirði 17,0 millj. kr.
c) í allt verkið bárust 2 til-
boð:
Frá Almenna byggingafélaginu
40,2 millj. krónur.
Frá Vegalögnum h.f. Suður-
þing. 43,3 millj. kr.
2. Miðað við að leggja veginn
á 2 árum.
a) í kaflann Laxamýri —
Geitafell bárust 2 tilboð:
Frá Loftorkiu h.f. o.fl. 18,7
millj. kr.
Frá RSteingrími Felixsyni o.
fl. 19,9 millj. kr.
b) í kaflann Geitafell —
Grímsstaðir bárust 2 tilboð:
Frá Loftorku h.f. o.fl. 17,5
millj. kr.
Frá Steingrími Felixsyni o.fl.
15,9 millj. kr.
c) í verkið allt bárust 3 til-
boð:
Frá Almenna byggingafélag-
inu h.f. 36,7 millj. kr.
Frá Norðurverki h.f. Akur-
eyri 33,9 millj. kr.
Frá Vegalögnum h.f. 36,5
millj. krónur.
Myndin er tekin í gær er for seti íslands, herra Ásgeir Ás geirsson, fór utan. Við hlið hans
eru dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Birgir Finnsson, forseti Sameinaðs þings.
(Ljósm.: Ljósmyndastofa Suðurnesja).
Forsetinn ánægður við
komiina til Skotlands
London, 15. febrúar — AP.
— Ég er mjög ánægður með
að vera kominn hingað, sagði for
seti íslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson, er hann sté úr Loft-
leiðaflugvélinni, er flutti hann
til Skotlands, á flugvellinum í
Glasgow, í dag. — Hér er hlýtt
og gott veður fyrir Islending.
Ég kom síðast til Skotlands árið
1963 og ég hlakka til þessarar
vikudvalar í Edinborg.
Forsetinn sagði að dvöl hans
væri alls ekki viðskiptalegs
eðlis, en hins vegar sagði hann
það ávallt gleðja sig, er við-
Tveir drengir
fyrir bílum
TVEIR smádrengir meiddust, er
þeir urðu fyrir bifreiðum í gær
og fyrradag. Fyrra slysið varð á
Skeiðarvogi, rétt við Barðavog.
Þar kom fimm ára drengur á
harðalhlaupum út úr garði, beint
úr á götu og fyrir bíl. Hann var
fluttur í Slysavarðstofuna, en
reyndist lítið meiddur.
Það seinna varð, þegar níu ára
gamall drengur fór á hjóli niður
eftir Blómvallagötu og í veg
fyrir bifreið, sem kom vestur
Sólvallagötu. Hann var einnig
fluttur í Slysavarðstofuna og
reyndist hafa hlotið áverka á
höfði, ekki þó alvarlegs eðlis.
Heimdallur 40 ára í dag
skipti Skota og fslendinga ykjust.
Forsetinn sagðist leiður yfir því
að geta ekki meðan á dvöl sinni
stæði synt á morgnana svo sem
hann er vanur að gera, en bætti
við brosandi — að ef til vill gæf-
ist sér tími til þess, þegar hann
heimsækti Loch Ness skrímslið.
Strax við komuna til Glasgow
sté forsetinn upp í bifreið og
Fékk á sig sjó
LÍNUVEIÐARINN Hellefisk frá
Álasundi, sem var á leið á Græn-
landsmið og veiðir í salt fékk á
sig sjó, þar sem skipið var statt
út af Reykjanesi, 60 mílur frá
Reykjavík.
Þrjár rúður brotnuðu í stýris-
húsi skipsins, en ekki komst sjór
í húsið. Ákveðið var að skipið
færi inn til Reykjavíkur og var
búizt við að viðgerð yrði lokið
í gærkvöldi og að skipið héldi
þá þegar áfram á veiðar.
„Maí“ siglir með
250 lestir af karfa
TOGARINN Maí frá Hafnarfirði
sigldi í gær utan í söluferð til
Þýzkalands með afla, sem hann
fékk við Austur-Grænland.
Aflann, sem er rúmlega 150
lestir af karfa fékk togarinn
eftir 15 úthaldsdaga, en ýmsar
frátafir urðu, vegna slæmrar tíð-
ar. Togarinn sigldi utan í gær-
kvöldi frá Keflavík og mun
væntanlega selja í Cuxhaven á
mánudag.
ók til höfuðborgar Skotlands,
Edinborgar og á föstudagskvöld
situr hann kvöldverðarboð með
rektor og æðstu mönnum Edin-
borgarháskóla, sem ákveðið hef-
ur að sæma hann nafnbót
heiðursdoktors í lögum næstkom
andi laugardag.
Askenazi
tll íslands
í apríllok
RÚSSNESKI píanósnillingurinn
Vladimir Askenazi kemur til Is-
lands í apríllok og heldur hér
einleikstónleika. Hann mun
dveljast hérlendis í rúma viku.
Nú er Askenazi á tónleikaferða-
lagi í Bandaríkjunum, en hann
hefur ráðið sig allt fram til árs-
ins 1969 og mun þetta því vera
eina tækifæri hans til að leika
á Islandi næstu tvö ár.
Þórunn Jóhannsdóttir, kona
Askenazis er stödd á íslandi nú
og mun væntanlega fara utan í
kvöld. Með henni er dóttir þeirra
hjóna, en sonurinn er í skóla í
Londoii.
Pétur Pétursson sagði Mbl. I
gær, að ef til vill kæmi til greina
að Askenazi léki með Sinfóníu-
hljómsveitinni og myndu við-
ræður við forráðamenn hljóm-
sveitarinnar hefjast bráðlega.
Hann sagðist vita það, að Ask-
enazi vildi með ánægju leika með
hljómsveitinni, en svo sem kunn
ugt er hefur sveitin fastákveðna
verkefnaskrá.
Líklegt er að Askenazi leikl
hér Chopin, því að aðallega
leikur hann nú tónverk hans.
— Er stœrsta og öflugasta stjórnmála-
félag ungs fólks á íslandi
Sementsgiall fflufit
inn til Akraness
í DAG eru 40 ár liðin frá þvú
að Heimdallur FUS í Reykja-
vík var stofnaður hinn 16.
febrúar 1927. Stofnendur
voru 32 reykvískir æskumenn
og var fyrsti formaður félags
ins, Pétur Hafstein, lögfræð-
ingur.
Heimdallur minnist þess-
ara merku tímamóta í sögu
félagsins með veglegum
Ihætti. Innan skamms kemur
út myndarlegt afmælisrit og
n.k. laugardag efnir félagið
ti'l glæsilegs afmælishófs í
Lídó.
Hér fer á eftir fréttatil-
kynning frá Heimdaili vegna
afmælisins:
Heimdallur, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, er
stofnaður hinn 16. febrúar 1927
og er því fjörutíu ára í dag.
Stofendur Heimdallar voru
þrjátíu og tveir reykvískir æsku
menn. Fyrsti formaður félagsins
var Pétur Hafstein, lögfræðing-
ur.
Markmið félagsins er að berj-
ast fyrir þjóðlegri og víðsýnni
framfarastefnu í þjóðmálum,
með hagsmuni allra stétta og
þegna fyrir augum. Grundvöll-
ur stefnu þess er frelsi og sjálf-
stæði þjóðar og einstaklinga,
séreignarskipulag og jafnrétti
allra þjóðfélagsþegna.
Heimdallur hefur frá stofnun
leitazt við að gefa félögum sín-
um kost á fjölþættri fræðslu-
starfsemi um þjóðmál og menn-
ingarmál. Mest áherzla hefur
verið lögð á fræðslu um íslenzka
þjóðfélagið.
Meðal einstakra mála, sem
Heimdallur hefur lagt áherzlu á
eru stofnun lýðveldis á íslandi,
Frarruhald á bls. 27.
Akranesi, 15. febrúar.
VEGNA hreinsunar og við-
gerðar á ofni Sementverksmiðju
ríkisins varð hún að flytja inn
sementsgjall frá Danmörku til
vinnslu. Freyfaxi skip verksmiðj
unnar sótti þetta hálfunna efni
og affermir hér í dag.
Langá losar timbur til Timbur
vöruverzlunar Guðmundar Magn
ússonar.
Óveður hefur geisað hér sem
víðar að undanförnu og enginn
fiskafli borizt á land. Aftur á
móti rak hér á fjörur á annað
hundrað rússneska rekneta-
belgi um síðustu helgi, sömu
tegundar og Mbl. birti mynd af
nýlega. Reki þessi er ekki mik-
ils virði, þar sem Islendingar eru
hættir að gera út með reknetum
| og belgirnir eru taldir óhentug-
ir við línu og netabólfæri. Veð-
ur fer batnandi í Faxaflóa og
er búizt við að róið verði í
kvöld. — HJÞ.