Morgunblaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967. Gísli Sigurðsson opnar máS- verkasýningu í Bogasainum í DAG kl. 3 opnar Gísli Sig- urðsson málverkasýningu í Bogasalnum og sýnir þar 27 olíumálverk, flest ný af nál- inni, máluð á síðasta ári eða nú í vetur. Þetta er þriðja sýning Gísla, sem jafnframt málverkinu vinnur við blaða mennsku eins og kunnugt er. Nokkur hluti níyndanna á þessari sýningu í Bogasaln- um, var á sýningunni í Alwin Gallery í London, sem þeir Gísli og Baltasar héldu saman á sl. hausti. Sú sýning fékk prýðilegar við- tökur eins og frá var sagt hér í blaðinu, en nokkur hluti myndanna er enn í London, nú á samsýningu nokkurra málara frá ýmsum þjóðum, sem fram fer í sama sýningaísal. Á sýningu Gísla í Boga- salnum eru auk hinna nýrri myndir, sem hann hefur málað síðan í haust. í öllum myndum hans koma fyrir stef úr landslagi, verulega stílfært að vísu, en eindreg- in og ákveðin fyrirmynd úr náttúrunni að hverju verki. Yrkisefnin eru að meirihluta af Reykjanesskaganum. Þótt mörgum finnist hann ekki fallegasti partur landsins, þá hafa málarar dálæti á þeim krafti, sem þar verður fund- inn í landslaginu. Svo er einnig um Gisla. En auk þess hefur hann svipazt um víð- ar; á Mosfellsheiði, í Selvogi inn við jökla og jafnvel norð ur á Kili. Ein myndanna heitir „Uppbiástur" og er helguð Skógrækt ríkisins, önnur heitir „Leysing". í henni og nokkuð mörgum öðrum, hefur Gísli notfært sér snjóinn eða öllu heldur samspil fanna í hlíðum eða á víðlendum á móti landinu að öðru leyti. Hann hefur gert sér efnivið úr briminu fræga við Stokkseyri, næt- urstemningu við Kleifar- vatn, Krýsuvíkurbergi og svo eru þar „Málverk um holklaka og hrím“ og „Mál- verk um hlíðina fríðu“. Hann segist ekki vita, hvort myndir hans heiti abstrakt eða eitthvað annað; sumum finnst þær kannski vera það, en það skipti varla máli. Fyrir listamanninn sjálfan er það einfaldlega aðferð til þess að höndla ákveðið yrkisefni þar sem það eitt fær að standa sem að hans dómi er myndraent. Um slíkt eru og verða skipt- ar skoðanir, en árangurinn af viðleitni Gísla Sigurðs- sonar til þess að brjóta það mál til mergjar, verður til sýnis í Bogasalnum til 26. febrúar og sýningin verður opin frá kl. 2 til 10. Forseta Islands veitt doktorsnafnbót í dag Vöxtur og þroski SKOZK blöð, útvarp og sjón-[ varp hafa birt fréttir og myndir af heimsókn forseta íslands herra Ásgeirs Ásgeirssonar, að því er segir í skeyti frá Emil Bjönssyni. Einnig ræða blöðin væntanlega veitingu heiðurs- j doktornafnbótar Edinborgarhá- skóla. í gærkvöldi sat forsetinn boð hjá Michael Swann aðalrektor' háskólans og voru þar alls um 40 manns. Veizlan var í Old College, sem er elzta hás'kóla- byggingin, hátt í 300 ára gömul, eai í hátiðasal þeirra byggingar fer veitingin fram í dag. Hefst hún kl. 10:30 samkvæmt ísl. tíma og verða viðstaddir prófessorar og háskólaráð. Swann rektor er einnig vara- kanzlari háskólans og mun sem slíkur bjóða forseta Islands •vel- kominn við athöfnina, en annars er Filippus prins kanzlari Edin- borgarháskóla. Þegar Swann hefur boðið for- seta íslands velkominn tekur til máls T.B. Smith, forseti laga- deildar háskólans og veitir hann forseta íslands heiðursdoktors- nafnbót í lögum við Edin-borgar háskóla. Þetta verður mikil og hátíðleg athöfn eftir hérlendum háskólavenjum, sem lýkur með ræðu forseta íslands. Nýjasta bókin í Alfræðasafni AB SfLD Kristiansund, Nojregi, 17. febr. (NTB) Stórsíldveiði Norðmanna á þessu ári komst í nótt yfir eina milljón hektólítra. Eru þá meðtaldir 300 þúsund hektólítrar, sem öfluðust í gær. ÞESSA dagana kemur á mark- aðinn tíunda bókin í Alfræði- safni AB. Nefnist hún Vöxtur og þroski, og eru aðalhöfundar henn ar tveir brezkir vísindamenn, þeir James M. Tanner, kennari við heilbrigðisstofnun Lundúna- háskóla, og Gordon R. Taylor, sem getið hefur sér mikinn orð- stír fyrir alþjóðlega framsetningu á fræðilegum efnum og er m.a. vísindalegur ráðunautur brezka útvarpsins. f formála fyrir íslenzku útgáf- unni kemst þýðandinn, Baldur Johnsen læknir, svo að orði, að „hið stórfróðlega og skemmti- lega efni bókarinnar" hafi verið sér megin'hvatning til að þýða hana. „Ekkert rannsóknarefni er jafn hrífandi og lí'fið sjálft í öll- um sínum margbreytileik. Vöxt- ur og þroski eru grundvallaratr- iði í viðhaldi og viðgangi tilver- anna, en það er .... eitt af aðal- viðfangsefnum þessarar bókar að leiða lesandann að tjaldabaki á þessu mikla leiksviði lífsins". En þó að nú sé heilmikið vitað um þau fjölþættu öfl, sem örva vöt lifandi vera og stjórna hon- um, vekja þau efni samt æði- margar spurningar, sem hér er skilmerkilega svarað „með hjálp óviðjafnanlegra ljósmynda" eins og þýðandinn segir.. Engar tvær lífverar eru eins, en í bókinni fylgist lesandinn stig af stigi með þeim margslungnu atíhöfn- um, sem liggja að baki vaxtar og þroska, og ber þá margt for- vitnilegt á góma. Hér er „staldr- að við uppthaf lífsins“ og reynt að ráða dulméil þroskans", einn- ig hins afbrigðilega, svo sem ofvöxt eða vaxtartruflanir. Þarna segir frá drengnum, sem ekki gat stækkað" og risanum Robert Warlow, sem tvítugur mældist 273 cm á hæð. Og hvað er það, sem ýmist veldur and- legum seinþroska eða bráð- þroska? í bókinni er tekið dæmi af andlegum seinþroska eða bráðþroska? í bókinni er tekið dæmi af Albert Einstein, einum djúpvitrasta spekingi 20. aldar, sem var svo seinn til þroska, að „foreldrar hans héldu, að hann væri hálfviti", og einnig af brezka heimspekingnum John Stuart Mill, sem lærði grisku þriggja vetra, skrifaði sögu Róm verja, þegar hann var 6V2 árs, og átti tólf ára gamall heim- spekilegar rökræður við fremsti vísindamenn. Hér verður ekki á fleira drep- ið. En fullyrða má, að Vöxtur og þroski hafi að geyma ótrú- Sverrir Hermannsson setur VI þing L.I.V. VI. |»ng LÍV var setl í gær lega mikið af þeirri þekkingu, sem varðar hvern mann, jafnt gamlan sem ungan. Þar geta for- eldrar leitað margrar hagnýtrar fræðslu við lausn uppeldislegra IVlagnús L. Svaínsson kloiiain þingforseli Landsamband íslenzkra verzlun- armanna sett 1 hu»i biy^avaiua- félags Islands vid Grandagaíð. Formaður sambands.ns Sverrir Hermunnsson setti þingið, en auk hans ávörpuðu þingið Egg- ert G. Þorsteinsson félagsmála- /áðucrra og Kristján Thorlacius formaður B.S.R.B. Forseti þings- ins var kjörinn samhljoða Magn- ús L. Sveinsson. í gær var sett VI þing Lands- sambands ísl. verzlunarmanna. Sitja það 55 fulltrúar frá 20 fé- lögum. Sverrir Hermannsson formað- ur sambandsins setti þingið, en auk hans ávörpuðu þingið Egg- ert G. Þorsteinsson félagsmála- raoherra og Krisijan Thorlacius formaður B.S.R.B. Forseti þingsins var Itjörinn I Magnús L. Sveinsson og vara- forseti Óskar Jónsson. Ritarar þingsins voru kjörnir Hannes Þ. Sigurðsson og Ari G. Guðmunds I son. Voru þeir aUir kjörnir sam- 1 hljóða. Nánar verður sagt frá störfum , þingsins sLar. vandamála, og ugglaust getur æskulýðurinn einnig að sínu leýti lært þar heilmikið — um foreldra sína. í Vexti og þroska er talsvert á annað hundrað myndir, þar á meðal um sjötíu litmyndasíður. Ritstjóri Alfræðasafns AB er Jón Eyþórsson veðurfræðingur. (Frá AB). Sterka benzinið um mána^a- mótin NÝJA benzínið, sem væntan- legt er á markaðinn, mun koma til neytenda um mánaðamótin næstu. Eins og áður hefur verið getið hefur það okantöluna 93 og kemur í stað benzínsins, sem verið hefur á markaðinum all- lengi. Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, framkvæmdastjón Skeljungs sagði Mbl. í gær, að nokkur seinkun hefði orðið á* þVí ao nýja benzínið kæmi á markað- inn, því að neyzla hefði orðið nokkuð minni, en fyrst er ætlun- in að selja þær birgðir af gamla benzíninu, sem til eru í landinu. Þá yrði framkvæmd breytingar- innar þannig að skipt verður um alls staðar á landinu á sama tíma og væru ýmsir erfiðleikar á að gömlu birgðirnar þryti aUs stað- ar jafnt. Molier í Árnes- sýslu Geldingaholti, 17. febrúar. UNGMENNAFÉLAG Gnúpverja hefur að undanförnu æft gam- anleikinn George Dandin, eftir franska leikritaskáldið Molier. Hefur félagið þegar haft þrjár sýningar á leiknum við ágætar undirtektir. Leikstjóri er séra Bern'harður Guðmundsson, Skarði, en með hlutverkin sem eru átta fara: Aðalsteinn Steinþórsson, Jó- hanna Steinþórsdóttir, Steinþór Ingvarsson, Ágúst Guðmundsson, Þorbjörg Aradóttir, Þórir Har- aldsson, Björn Sigurbjörnsson og Þorbjörg Ásbjörnsdóttir. Leikurinn gerist í París 1648 og eru búningar allir mjög íburðarmiklir og skrautlegir, en þeir voru fengnir að láni hjá Þjóðleikhúsinu. Það mun álit allra, er séð hafa þessa leiksýn- ingu, að hún hafi vel tekizt og leikstjóri og leikendur hafi skap að mjög athyglisverða og nokkuð forvitnilega sýningu. Næstu sýningar á leiknum verða á morgun, laugardag, í Ásaskóla kl. 21.30 og í Hvera- gerði sunn^dag kl. 21. — Jón. Victor Scliiölsr látinn Kaupmannahöfn, 17. febr. NTB DANSKI píanóleikarinn Victor Schiöler andaðist í Ríkissjúkra- húsinu í Kaupmannahöfn í dag, tæplega 68 ára að aldri. Hafði hann um skeið átt við vanheilsu að stríða. Schiöler var aðeins 15 ára þeg ar hann hélt fyrstu opinberu hljómleika sína, og árið 1919 fór hann í fyrstu hljómleikaför sína til útlanda. í sambandi við þessa frétt frá NTB má geta þess að Victor Schiöler er þekktur hér á landi fyrir list sína. Hefur hann hald- ið tónleika hér, m.a. í Háskól- bíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.