Morgunblaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 13
\?1 flfCWífV MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967. 13 Áttræður í dag: Kristján Jónsson frá Garðsstöðnm í BAG á einn af merkustu borg- urum ísafjarðarkaupstaðar, Kristján Jónsson frá Garðsstöð- um áttræðisafmæli. Þessi heið- ursmaður og góði drengur er fæddur að Garðsstöðum í Ögur- sveit 18. febrúar árið 1887. Voru foreldrar hans merkishjónin Jón Einarsson bóndi á Garðsstöðum og kona hans Sigríður Jónsdótt- ir frá Eyri í ísafirði, Auðuns- sonar. Bræður Kristjáns voru því m. a. þeir Jón Auðunn Jóns- son alþingismaður og Ólafur Jónsson frá Elliðaey. Forfeður og frændur Kristjáns frá Garðs- stöðum eru því hið merkasta og ágætasta fólk. Kristján hlaut góða undirbún- ingsmenntun heima í föðurgarði, en stundaði nám í Verzlunar- skóla í Kaupmannahöfn árin 1907 til 1908. Kom hann síðan heim og -ettist að á ísafirðL Stundaði hann þar verzlunar- störf á árunum 1904 til 1916. Á árunum 1916 til 1933 vann hann einnig við síldarmat. Hann var þátttakandi í ritstjórn og útgáfu blaðsins „Vestra“ á ísafirði árið 1911. Ritstjóri og útgefandi „Vestra" var hann árin 1913 til 1918. Jafnframt rak hann prent- smiðju Vestra um árabil. Erind- reki Fiskifélags íslands á Vest- fjörðum var hann í áratugi og endurskoðandi útibús Lands- bankans á ísafirði hefur hann verið frá 1938 til þessa dags. Hann var fiskiþingsfulltrúi fyrir Vestfirðinga árin 1928 til 1932 og aftur 1938 til 1953. í yfir- skattanefnd átti hann sæti lengi. Ennfremur var hann skipaður í milliþinganefnd í sjávarútvegs- málum árið 1933. Hann var einn af stofnendum Samvinnufélags ísfirðinga og átti stæti í stjórn þess félags ár- in 1927 til 1935. í stjórn Djúp- bátsins átti hann einnig sæti. Hann var umboðsmaður skulda- skilasjóðs vélbátaeiganda á Vest- fjörðum árin 1935 til 1937. ★ Af þessu má marka að Krist- ján frá Garðsstöðum hefur gegnt hinum fjölþættustu störf- um, ekki hvað síst að málum sjávarútvegs og útgerðar á Vest- fjörðum. Að öllum þessum störfum hefur Kristján gengið með þeim áhuga og einlægni, sem er eitt höfuðeinkenni skap- gerðar hans. Ótalin eru þó enn rithöfundarstörf hans. Kristján frá Garðsstöðum hefur um ára- tugi verið siskrifandi. Hann hef- ur ritað greinar í blöð og tíma- rit um fjölþætt efni, sjávarútveg, þjóðlegan fróðleik og vestfirsk fræði. í tímarit Sögufélags ís- firðinga hefur hann á síðari ár- um skrifað fjölda greina, margar skemmtilegar og fróðlegar. Kristján Jónsson frá Garð- stöðum er einn þeirra manna, sem verða samferðamönnum sín- um minnistæðir. Hann er hár maður vextL grannur, léttur og kvikur í hreyfingum. í allri framkomu er hann hið mesta prúðmennL heiðarlegur og drengilegur. Hann er ágætlega gefinn maður og stórfróður um marga hluti. Kristján hefur tekið mikinn þátt í stjórnmálabaráttunni heima við Djúp. Hann hefur þrá- sinnis verið I kjöri fyrir Fram- sóknarflokkinn í alþingiskosn- ingum bæði í Norður-ísafjarðar- sýslu og á ísafirði. Hefur barátta hans jafnan mótast af drengskap og vamm- leysi. Með slíkum mönnum er gott að eiga samleið, þótt and- stæðingar séu. Eru mér minni- stæð kosningaferðalög okkar Kristjáns um Norður-ísafjarðar- sýslu meðan allar ferðir voru farnar á bátum og hestum. Það var merkileg lífsreynsla að ferðast með þessum fjölfróða og ljúfa manni um ættarhérað okkar, hlusta á sögur hans og Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 50. og 52. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á Gnoðarvogi 20, hér í borg, þingl. eign borgarsjóðs Reykjavíkur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, föstudaginn 24. febrúar 1967, kil. 3,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. frásagnir af mönnum og mál- efnum. Kristján Jónsson frá Garð- stöðum var kvæntur Sigríði Guð mundsdóttur frá Lundum í BorgarfirðL merkri og ágætri konu sem nýlega er látin. Ólu þau upp einn fósturson, Einar Val, sem búsettur er á ísafirði. Ég óska þessum gamla vini innilega til hamingju á merkum tímamótum um leið og ég læt þá ósk í ljós, að hann megi lifa heill og sæll til efstu stundar. S. Bj. Áhugamenn um golf Hafnarfirði, Kópavogi, Garða- og BessastaðahreppL Stofnfundur golfklúbbs verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu í Hafnarfirði laugardaginn 18. febr. 1967, kl. 1,30 e.h. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN. BLAÐBURÐARFÓLK 1 EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Skerjafjörður — Lambastaðahverfi Sjafnargata sunnan flugv. Skólavörðustígur Baldursgata Túngata Kaplaskjólsvegur Talið v/ð afgreiðsluna, simi 22480 GUFFEN mykjudreifari GUFFEN mykjudreifarinn hentar jafnt fyrir þunna mykju, þykka mykju og þvag. Rúmtak 1800 lítrar. Fáanlegur hækkunar- armur og lok, sem eykur rúmtakið upp í 2300 lítra. Ónæmur fyrir steinum og öðr- um aðskotahlutum. Dreifibreidd 7—12 metrar. Mjög jöfn dreifing. Lítill viðhalds kostnaður. Taka má tankinn af og nota vagngrindina undir heypall eða annað. Afar hagstætt verð. Með drifskafti, hræri- spöðum og s.sk. kostar hann aðeins — 31.000,oo krónur. Leitið upplýsinga hjá ÞORHF • REYKJAVIK SKOLAVÖROUSTIG 25 TRAKTORAR ■ ■ f KJOTBUÐ SUDURV ERS TILKYNNIR: Tökum að okkur fermingarveizlur, kalt borð, smurt brauð, snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, horni Stigahlíðar og Hamrahlíðar. Sími 35645. — Pantið tímanlega. Axminster auglýsir Erum með teppi og renninga á útsölu að Grensásvegi 8 Axminster

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.