Morgunblaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1967. 5 S'imi 21240 Laugavegi 170-17 2 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf um stöðum. Alls gróðursetti Skóg rækt ríkisins og skógræktarfé- lógin tæplega 900.000 trjáplönt- ur, og var það um 100.000 minna en áætlað var. Á hinn skammi gróðursetningartími aðalsök á því. Úr gróðrarstöðvum landsin* gátu komið allt að 1.2 milljónir plantna, en ekki afhentar nema um 900.000 sakir þess, að ekki reyndist kleift að koma meira magni niður. Bíður því töluvert magn til þessa árs, sem setja verður niður á vori komanda. Áburðargjöf flýtir vexti. Aí gróðursetningu undanfar- inna ára leiðir að umhirðu með ungviðinu vex með hverju ári. í skóglendum vill birkikvistur oft skyggja á ungviðið og verð- ur þá að eyða honum með klipp- ingu eða eyðingarvökvum. Á ber angri hefir grasvöxtur eðlilegan þroska trjáplantanna, og verður þá að gera honum sömu skil og birkikvistinum. Allmikil vinna fer til þessa, er gróðursetningu er lokið. Áburðargjöf hefur færst í vöxt á síðari árum, einkum þar sem jarðvegur er ófrjór. Getur hóf- leg áburðargjöf flýtt mjög vexti á fyrstu árunum. Sérstakar til- raunir hafa einnig verið gerðar með áburðargjöf í skóglendum undanfarin 5 ár. Er greinilegt að í köldum sumrum flýtir köfn- unarefni fyrir vexti plantna. Munu niðurstöður þessa brátt birtar. Minni sala í girðingastaurum. Skógarhögg og viðarsala var með svipuðum hætti og undan- farið. Þó var miklu minni eftir- spurn eftir girðingastaurum en oft áður. Seldust ekki nema ura 4.500 staurar. Af eldiviði og reykingaviði seldust um 95 tonn. Á Vöglum hafa birkistaurar ver- ið fúavarðir með Basiliti um nokkur ár. Ástæða er að ætla, að slí'kir staurar endist mikið lengur en óvarðir, en tímin* verður að skera úr um hve lengi. Samskonar fúavarnar verða nú upp teknar í Hallormsstaðaskógi. Dálítið var selt af furulimi of jólatrjám fá Hallormsstað. Tilraunamiðstöð að Mógilsá. Rannsóknarstöðin á Mógilsó er senn fullgerð. Á s.l. ári var unnið að undirbúningi lílillar gróðrar- Framhald á bls. 2!T Grenitre a Hallormsstað. Veðurofsi í ársbyrjun Síðustu daga í janúar og fyrstu daga í febrúar voru feikna hörð veður um land allt. Veðurofsinn var á stund- um með því mesta, er gerist. Gengu þá þurrir austlægir og norðaustlægir vindar yfir land- ið og var ýmist vægt frost eða nokkur hiti. Fyrir norðan og austan olli þetta ekki öðrum skemmdum en þeim, að ein- einstöku tré sliguðust af snjó eins og ávallt kemur fyrir und- ir slíkum kringumstæðum. Á Suðurlandi þornuðu og visn- uðu endasprotar á barrtrjám í þessum veðrum á nokkrum stöðum. Um ofanverða Rangár- vallasýslu munu veðrin hafa verið hvað hörðust, og þar fór- uet barrplöntur á nok'krum stöð um, sem og ekki var að undra, þvi að sumsstaðar var veður- ofsinn svo mikill, að grasrót sleit upp. í Haukadal 9á töluvert á enda sprotum á stafafuru og stika- greni, sem plantað hafði verið í plógstrengi árið 1961 og vax- ið með ágætum fram að þessu. Bar mikið á roða á plöntunum Vinsældir JOHN DEERE skurðgröfusam- stæðanna fara sífellt vaxandi. Með vali þeirra tryggið þér yður hagkvæm ustu vinnuafköst. + 9050 kg. brotkraftur. 4,11 m graftardýpt. ★ Vökvaskiptur gírkassi. iÆitið upplýsinga. Til afgreiðslu nú þegar. Verð kr. 445.000,oo. Skdgræktargir ð ingar alls 544 km. að lengd Myndin var tekin í gær í húsi Skógræktarinnar að Ránargötul8. Talið frá vinstri: F.inar Sæ- mundsen, Hákon Bjarnason, Haukur Ragnarsson og Oddur Andrésson, Hálsi. Ljósm.: Ól. K. M. blaðamönnum í gær, kom fram, að miðað við óhagstæða veðr- áttu ári 1966 varð vöxtur og þrif trjágróðurs fremri öllum yonum það ár. Á fundinum var skýrt frá skógræktarstörfum árið 1966. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, sagði m.a. frá því, að heildárútgjöld við skógrækt 1966 hafi numið um 11 millj. króna og þar af hefði framlag ríkisins verið um 8 milljónir. Hann sagði, að 12 fastráðnir menn starfi hjá Skógrækt ríkis ins, skógarverðir og skógar- verkstjórar, en að auki starfi 4 verkstjórar hjá skógræktarfé- lögunum. Kvað hann um 60% af gróðursetningu plantna vera unna af skógræktarfélögunum. Á þessu ári ætti að vera unnt að gróðursetja um 1.3 milljónir trjáplantna. Skógræktarstjóri sagði, að mikill skortúr væri á hæ-fu fólki til að vinna við skógrækt arstörf og við endurnýjun girð inga skorti einnig vinnuafl. Einnig væri skortur á fé til stafseminnar, ekki sizt hjá skógræktarfélögunum. Hann kvað á hverju vori samda starfsáætlun um það sem gera þyrfti á árinu og verja handbæru fé til þess, sem nauðsynlegast væri hverju sinni. Hákon Bjarnason skýrði einnig frá því, að rannsóknar- stöðin að Mógilsá sé nærri full gerð. Hún hefur verið byggð fyrir gjafafé frá Norðmönnum og hefur 4 milljónum króna verið varið til byggingu henn- ar. Þar sé búið að byggja tvö hús. Áætlað sé að stöðin kosti um 5 milljónir króna fullgerð. Ríkið lagði stöðinni að Mó- gilsá til land, en starfseminni þar er stjórnað af Hauki Ragn- arssyni. Starfa þar tveir menn. Loks gat Hákon þess, Skóg- rækt ríkisins hefði borizt pen- ingagjöf frá Vestur-Þýðkalandi og hafi verið óskað að verja fénu til kaupa á rannsóknar- tækjum. í skýrslu um skógræktar- störfin árið 1966 segir: „Vöxtur og þrif trjágróðurs var öllum vonum fremri, þegar miðað er við hina óhagstæðu veðáttu árið 1966. Um Austur- land og Nórðurland allt til Skagafjarðar var vöxtur allra trjátegunda yfir meðallagi. í Skagafirði var vöxturinn hins- vegar undir meðallagi, en í Borgarfirði og á Suðvestur- landi var vöxtur gróður og sumsstaðar ágætur. Á Suður- landi austan Þjórsár var hann undir meðallagi. Um ofanverða Rangárvallasýslu urðu skemmd ir á ungviði á nokkrum stöð- um af völdum harðviðra um veturinn. Vetur var óvenju snjóþung- ur um norðan- og austanvert landið al'lt til Skagafjarðar. Þar og um vestanvert land var jörð lengi auð, svo að klaki komst óvenju langt niður. Sama máli gegndi á Suður- og Suð- vesturlandi. Skemmdir á girðingum Sakir klaka í jörðu eða snjóa- laga (hófst öll vorvinna með seinna móti. Fyrir norðan og austan urðu miklar skemmdir á girðingum þannig að endurbæt- ur á þeim urðu kosnaðarsamari árið 1966 en um mörg undan- farin ár. Fyrir sunnan skemmd- ust og girðingar nokkuð af völd- um mikiilar úrkomu hinn 22. júlí, sem olli skriðuhlaupum. Viðhald og endurbætur girð- inga er feikna mikið verk á hverju ári. Girðingar Skógrækt- ar ríkisins eru samanlagt röskir 220 kílómetrar og girða af 26.000 hektara lands, en girðingar skóg ræktarfélaganna eru 324 kíló- metrar að lengd og girða 5.300 hektara lands. Þegar girðingar eru vel upp sttar úr góðu efni þarf ekki að reikna með nema 5% árlegu viðhaldi. En það svar- ar til þess, að skógræktarfélögin og Skógrækt ríkisins þyrftu ár- lega að endurbyggja um 27 km. langar girðingar. Með núverandi verðlagi er það um 1.3 milljónir króna. Skógrækt ríkisins heldur nokkurn vegin í horfinu, en skóg ræktarfélögin hefur ti'lfinnanlega skort fé til girðingaviðhalds. 900 þús. trjáplöntur gróður- settar. Gróðursetning hófst með seinna móti af því, að klaki var víða í jörðu langt fram eftir vori og jafnvei fram á sumar á nokkr- JOHN DEERE Skurðgröfusamstæður Á FUNDI, sem forráðamenn Skógræktar ríkisins og Skóg- ræktarfélags íslands áttn framan af sumri, en þegar líða tók á kom í ljós, að plönturnár réttu vel við og mun engin hafa farist. En þessa skal sérstak- lega getið hér, vegna rangra um- mæla búnaðarmálastjórans Hall- dórs Pálssonar, sem lét þess get- ið í útvarpi og í grein í Tím- anum hinn 5. jan., að um Jóns- messuleytið hafi urmull trjáa verið visnaður og aldauður í Haukadal. Um 900 Jbús. trjáplöntur gróðursett- ar árið /966 — Um 1.3 millj. vænt- anlega gróðursettar nú á árinu r __ UR ÖLLUM ÁTTUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.