Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 4

Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. BÍLALEIGAN FERÐ 51MI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn kra. SENDUM líií m MAGIMÚSAR skiphoiti 21 SÍMAR2U90 eftir lokún simi 40381 lOsiM'1-44-44 \mium föo&zÆ&Cg.tZ' Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA bílnleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 BÍLALEIGAN EKILL sf. Kópavogi. Sími 40145 BíLALEIGAN GREIÐI Lækjarkinn 6 — Hafnarfirði. Sími 51056. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu * Himnaríki Séra Árelíus skrifar: „Kæri Velvakandi. í>að er fátt eins skemmtilegt og lesa dálkana þína. Jafnvel þótt hægri handar akstur sé orðið tabu í þínum augum í allri sinni foriheimskan, þá er svo margt, sem kalla mætti straumrót lífsanda og hugsun- ar í bréfum, sem þú birtir. Eitt verð ég að nefna, sem þú talar sjálfur um af nokkr- um misskilningi og telur mig hafa stórlega misstigið mig í notkun orða. Hvað er að tala í nafni ein- hvers? í helgum fræðum er nafn táknorð um þann kraft, sem í einhverjum býr. f nafninu átti kraftur þess að vera, sem nafnið bar. í nafni Krists þýðir í anda eða kr'ú’ti Krists, krafti kærleika hans, speki hans eða mildi hans. t.i. Hugsunin sú, að fyrir hans orð og atfylgi fengizt bænheyrsla. JÞegar ég tala eða segl í nafni ísl. þjóðarinnar (ég man nú ekki orðalagið nákvæm- lega), þá er sú meiningin að íslenzka þjóðin sameini nú krafta sína gegn heimsku og forblindan — þú skilur, þess sem ekki má nefna. En nóg um það. Kona, sem kallar sig „Önnur roksin kona-‘ skrifar gegn „roskinni. konu'*, sem ræðst gegn ýmsum kenn- ingum kirkjunnar, sem séu úr- eltar, hættulegar og jafnvel guðlast. (Og Guð veit, ég er henni sammála). Og nú langar mig til að spyrja: Veit eKíi „Önnur roskin kona“ að mikiil orðaforði I Ritningunni er not- aður sem líkingamál og mynd- ir 'handa fólki sem ekki var læst, en þurfti samt að skiija það, sem um var rætt? Kristur talar hvergi um helvíti í þeirri merkingu, sem miðaldaguðfræðin útlistar það (GIHENNA). Hann talar á síau líkingamáli um Ghenna, en það voru nánast sorplhaugar Jerúsalem-þorgar. Hann er að tala um að týna, glata hinu bezta í sjálfum 9ér. Og það er eina glötunin sem hann taiar um. Og þá segir hann: Betra væri þér að ganga handarlausum inn til lífsins (gleðinnar eða hamingjunnar eða himnanna — en allt þetta er líka líkinga- miál), en að allri persónu þinni verði varpað á sorphauginn. Þetta er allt og sumt, og þetta ætti hvert barn að geta skilið. Svipað er með svo margt & máli biblíunnar. Himnaríki er t.d. enginn staður, heldur ástand, sérstaklega sálarásta.id smbr. Guðsríki er hið innra i yður. Sama er einnig um þ ið sem nefnt er helvíti. Orðið sjálft þýðir dauðans-lhætta eða refsing, en það er að mestu eða öllu leyti sálarástand og þarf síður en svo að vera eilift. Auðvitað eru margir staðir, og þá auðvitað helzt hér á jörð, (þeir einu sem við þekkjum) sem kalla mætti þessu ófagra og ægilega heiti, en þeir eru allir skapaðir eða mótaðir af þessu óhugnanlega ástandi mannssálna. Og að síðustu til Akurnes- ingsins: „Undir Pílatusi“ þýðir & dög um eða landsstjórnarárum Pílatusar og notað þannig í síð ustu helgisiðabókinni. En til eru margir, sem fremur vilja hafa orðin eftir eldri bókinni, ekki breyta bókstafnum, hvorki í því né öðru. Sama er að segja um orðalagið: „Upprisu holds- ins“. En það er jafnframt trú- aratriði, sem flestum íslending um er nú orðið framandi. Það ei misskilningur Akur- nesingsins, að þetta sé nýrra. Þetta er einmitt orðalag úr gömlu helgisiðabókinni, sem „játningatrúir prestar“ vilja ekki leggja niður, og nota því í tíma og ótíma. Árelíus Níelsson." ★ Velvakanda hafa enn borizt fjölmörg bréf um trúmál og sýnir það ljóslega, hve margir hafa áhuga á þeim málum. En slíkar umræður verða nokkuð einhliða í dálkum eins og þess- um — og verða því fleiri bréf um þetta efni ekki birt að sinni. Orðsending frá Laufinu Þótt útsölunni sé hætt, höfum við óselt úrval kvöldkjóla, dagkjóla, samkvæmis- kjóla, síð samkvæmispils, kápur alls konar AHar þessar vörur seljast fyrir hálfvirði og undir hálfvirðL Laufið Laugaveg 2. v/d Raunvlsindastofnun Háskólans Rauvísindastofnun Háskólans hyggst veita á árinu 1967 vinnuaðstöðu um tak- markaðan tíma fáeinum mönnum, sem hafa styrki til rannsókna á þeim sviðum, er undir stofnunina falla, en þau eru: stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og jarð- eðlisfræði. Þeir, sem hafa eða eiga í vænd- um slíka styrki og óska eftir vinnuaðstöðu við stofnunina skulu senda skriflegar um- sóknir til stjórnar stofnunarinnar og fylgi rækileg greinargerð um verkefnið svo og um aðstöðu mannsins til að vinna að því, sem aðra þá, er stofnunin veitir. Umsóknir skulu hafa borizt stjórn Raun- vísindastofnunar Háskólans, Dunhaga 3, Reykjavík, eigi síðar en 15. marz 1967. Raunvísindastofnun Háskólans. BLAÐBURÐARFÓLK VANTAR I EFTIRTALIN HVERFI: Skerjafjörður — Lambastaðahverfi Sjafnargata sunnan flugv. Skólavörðustígur Baldursgata Túngata Meðalholt Kaplaskjólsvegur Talið við afgreiðsluna, sími 22480 Munstruðu brjóstahöldin frá LADY H.F. komin aftur í 7 litum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.