Morgunblaðið - 21.02.1967, Síða 10

Morgunblaðið - 21.02.1967, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MUÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1«#7. Glötuð handrit Leonardo da Vinci finnast fann handritin af tilviljun fyrir um það bil tveimur ár- um og dr. Ladislao Reti. sem er sérfræðingur í verk- um da Vincis og staðfesti hann nú fyrir nokkru að hand rit þessi væru eftir listamann inn. Dr. Piccus, sem er doktor í rómönskum málum við há- skólann í Massacfhusetts í Amhers var að leita í bóka- safninu í Madrid að vinsæl- um þjóðlögum frá miðöldum, þegar hann tók eftir því að mikið vantaði í raðir skrá- setningarkorta safnsins. f von um að finna þjóðlög leitaði hann einnig í þeim verkum safnsins sem vantaði á spjald skrá og rakst þá á áðurnefnd rit da Vincis. Þegar þetta skeði var Dr. Reti frá Elmer Bent safninu í Kaliforníuháskóla að vinna að rannsóknum í Madrid á ritum Juanelo Turriano, sem er annar þekktur uppfinn- ingamaður á sviði iðnfræðinn ar. ■Handrit da Vincis hafa ver ið á dagskrá í Madrid-safn- inu fyrir hundruðum ára, en augljóst þykir að þau hafi gleymzt þegar númerakerfi þess var breytt í byrjun 18. aldar. Dr. Reti sagði strax að ekki væri vafi á hver væri höfundur verka þessara, kæmi þar til ekki einungis hvernig þau væru sett upp heldur og að þau væru greini lega rituð með hinni sérkenni legu rithönd da Vincis. Sagði dr. Reti að Da Vinci hefði notað spegilskrift og skrif- að frá hægri til vinstri. Aug ijóslega væri þetta vegna þess að da Vinci var örv- hentur. Pensilför á teikning- unum væru með línum sem hallaði gagnstætt því sem venjulegt væri, en slíkt væri einmitt einkennandi fyrir örvhenta listamenn. Dr. Bern Dibner, sem er annar maður sem hefur unn- ið að rannsóknum á verkum da Vincis, og séð microfilmu af handritum hans var heldur ekki í vafa um hver væri höfundur þessara handrita: „Þetta er eins og ný leikrit eftir Shakespeare hefðu fund izt“, sagði hann. J>ó að da Vinci hafi verið uppi frá 1452—1519 hafa tæknilegar teikningar hans verið algjörlega óþekktar fyrr en á 19. öld. Hæfileikar hans á þessu sviði hafa aðetns nú fyrir skömmu verið upp- götvaðir að fullu. Það er tilgangurinn í mál- aralist hans, uppfinningum. tónlist, höggmyndalist, og hernaðarlist sem hefur gert hann í margra augum, að fyrirmynd manns frá Renais- sance tímanum. forníuháskóla og sagði dr. Ed ward C. Moore, deildarforseti hans, að rannsókn og undir- búningur útgáfu bókanna mundi taka um tvð ár, en bókasafnið í Madrid hefur gef ið amerískum háskólum 4 ára útgáfurétt á þeim. Hinar nýfundnu teikning- ar, voru sem áður segir, bundnar í tvær stórar bæk- ur, sýna fjölþættar hugmynd ir af flóknum áhöldum v.d. vatnsknúinni aflvél. Fundur- inn var tilkynntur af Kali- Þetta er teikning af sjalfvirkri vel til aö framleiöa nagla — ein af teikningum da Vincis sem fundust á Landsbókasafninu á Spáni. 700 BLAÐSÍÐUR af handrit- um og teikningum eftir Leo- nardo da Vinci, sem glötuðust fyrir nær tveimur öldum hafa nú fundizt í Landsbóka- safni Spánar. Teikningar eru sagðar sanA, að Leonardo sé 'höf- undur margra uppfinninga, þar á meðal keðjudrifsins, sem allir hjólreiðamenn þekkja. Með fundi þessum vex að mun sú þekking sem menn ihafa á hæfileikum da Vincis, þar sem á blöðum þessum eru margar af hans ágætustu og nákvæmustu teikningum, og bætast þær við það 500 blað- síðna safn af handritum hans, sem þekkt var áður. Teikningarnar eru í tveim- ur stórum bókum og eru Leonardo da VincL handritin mjög skipulega unnin, sem venja var á þeim tíma er da Vinci vann þau, en talið er að það sé um svipað leyti og hann málaði hið fræga málverk „Kvöldmál- tíðina". Fundur handritanna var til kynntur nú fyrir skömmu af tveimur vísindamönnum, þeim Jules Piccus, en hann Prófessor Jules Piccus við Háskólann í Massachusset til hægri og prófessor- Ladislao Reti við Kaliforníuháskóla sjást á myndinni virða fyrir sér eina af teikningum da Vincis er Piccus fann á Spáni. » Sigurbjörn Einarsson: Danska gjöfin til Skálholtsskóla EINS og kunnugt er af fréttum hafa Danir gefið álitlega fjár- upphæð til lýðháskólans í Skál- holti. Laugardaginn 18. þ.m. af- hentu forgöngumenn fjársöfnun- arnefndarinnar Gunnari Thor- oddsen, ambassador, gjafabréf, þar sem greind er upphæð söfn- unarfjárins. Samkvæmt ósk minni verður þetta fé geymt í banka í Danmörku þar til hafin verður bygging lýðháskólans. Sama máli gegnir um það fé, sem safnað er í sama skyni í hinum Norðurlöndunum. Það verður látið standa á vöxtum í viðkomandi löndum unz fram- kvæmdir hefjast. Endanlegt upp gjör hefur enn ekki borizt frá Noregi og Svíþjóð. Sr. Harald Hope afhenti stóra upphæð til skólans á vígsludegi kirkjunnar, 200 þús. norskar kr., og hann hefur síðan safnað nokkru til viðbótar. Láta mun nærri, að fé það, sem safnað hefur verið til skólans til þessa í Danmörku, Noregi, Færeyjum og Svíþjóð, nemi fast að 4 millj. ísl. kr. Að undanförnu hefur verið unnið að teikningu lýðháskól- ans. Húsameistari ríkisins tók að sér það verk en fékk til ráðu- neytis danskan arkitekt, Tyge Arnfred, og lagði hann á ráð um staðsetningu skólans og skipulag staðarins. Er nú beðið eftir til- löguuppdrætti frá Arnfred. Byggingarnefnd skólans skipa: Þórarinn Þórarinsson, skóla- stjóri, Reykjavík, Bjarni Páls- son, skólastjóri og húsameistari á Selfossi, og Sveinbjörn Finns- son, kennari, Reykjavík. Mér hefur nú borizt gjafabréf dönsku söfnunarnefndarinnar á- samt bréfi 'frá Bent A. Koch, rit- stjóra. Gjafabréfið fer hér á eftir með nöfnum þeirra góðu manna, sem skipuðu söfnunarnefndina: „Eftir að hin nýja kirkja í Skálholti hafði verið vígð og þar með náð fyrsta áfanga í endurreisn menningarmiðstöðv- ar á þessum sögufræga stað, var það ósk margra á íslandi að reisa þar síðan lýðháskóla. Þessi hugmynd fékk hljómgrunn hjá mörgum vinum íslenzku þjóðar- innar á hinum Norðurlöndunum og viidu þeir gjarna styðja frum kvæði í þessa átt og láta stuðn- ing sinn í Ijós með gjöf til bygg- ingarsjóðs slíks lýðháskóla. í Danmörku tóku undirritaðir sæti í söfnunarnefnd. Hefur söfnunin staðið yfir undanfarin ár og nú veitist oss sú gleði að geta tilkynnt, að í bankabók í Köbenhavns Handelsbank er nú upphæð, sem nemur krónum 220.595.22, og er hún til ráðstöf- unar fyrir byggingarnefnd hins áformaða lýðháskóla, þegar byggingin hefst. Það verður oss mikil gleði, ef þessi lýðháskóli getur risið á næstu árum og orðið hinni ís- lenzku þjóð til nytsemdar og stuðlað að því að treysta vin- áttuna milli hennar og hinna Norðurlandaþjóðanna“. K. B. Andersen, þjóðþingmaður, Poul Hjermind, hæstaréttarlög- maður, féhirðir nefndarinnar, Johs. Magelund,lýðháskólastjóri, P. Nyboe Andersen, prófessor, dr. oecon., H. Hoffmann, bankastjóri, E. Meulengracht, prófessor, dr. med., Bodil Begtrup, ambassador, Stephan Hurwitz, erindreki, Poul Möller, landréttarlögm., ríkisþingsmaður, Hanne Budtz, landsréttarlögm., ríkisþingsmaður, H. Högsbro, biskup, dr. theol., O. Blinkenberg Nielsen, sparisjóðsstjóri, N. Chr. Christensen, ritstjóri, S. Haugstrup Jensen, lýðháskólastjóri, Niels Nielsen, prófessor, dr. phil., Poul Engberg, lýðháskólastjóri, Jörgen Jörgensen, fyrrv. menntamálaráðherra, Gudmund Schiöler, biskup, formaður nefndarinnar, Erik Eriksen, fyrrv. forsætisráðherra, Otto Kaarsberg, forseti hæstaréttar, Roar Skovmand, ríkisráðunautur, dr. phil., Uffe Grosen, lýðháskólastjóri, Bent A. Koch, aðalritstjóri, Knud Thestrup, dómari, ríkisþingsmaður, O. Hedegaard, bankastjórl, Sigurd Kristensen, vátryggjandi, ræðismaður, Finn Tulinius, sóknarprestur. Samgöngur góðar við Djúp Nema ís tefur á Mjóafirði ÞÚFUM, 17. febr. — Ágætis veð ur er hér daglega, frostlaust og hláka. Snjólaust er orðið að kalla með byggðinni, en heiðar allar ófærar. Samgöngur allar eru í bezta lagi, nema hvað ís liggur á Mjóafirði út fyrir Keldu, svo djúpbáturinn kemst ekki inn í Mjóafjörð. Er það bagalegt fyr- ir byggðina þar. Heilsufar er ágætt í héraðinu og flugsamgöngur tíðar. I Reykja nes er Vestanflug mikið notkð, til stór þæginda og öryggis. Nú er unnið að „kattaframtöl- um og þess háttar. Fjöldi rækjubáta eru að veið- um daglega, en afli er nú heldur tregarL — P.P.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.