Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 12

Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1M7, Framsækin þjóð á tækni- öld býr við batnandi hag Ræða landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings í gær STJÓRN Búnaðarfélags fslands, búnaðarmálastjóri, búnaðar- þingsfulltrúar og aðrir áheyr- endur. Þegar að Búnaðarþing kemur saman til starfa verður mönn- um efst í huga afkoma landbún- aðarins og framtíðarhorfur. Bún aðarþingsfulltrúar gera sér grein fyrir hvernig málefnum landbúnaðarins er háttað og munu hverju sinni hafa hug á að leggja gott til málanna og gera tillögur sem til gagns mega verða. Tíðarfar og framleiðsla. Miðað við árferði fyrri tíma, •ins og því er lýst í skráðum heimildum, verður að telja að tíðarfar í seinni tíð hafi verið landbúnaðinum hagstætt, þótt talverður mismunur sé á ýms- wm árum. Þannig er enginn vafi á, að tíðarfarið 1966 var mun óhagstæðara heldur en tvö til þrjú árin næst á undan. Þó verð nr að telja að árið 1966 hafi ver- ið í meðallagi þegar heildar-sam anburður er gerður. Þótt hey- fengur væri í minna lagi að vöxt um voru heyin vel verkuð og notast því betur en ella. Vegna þess hversu seint voraði var erfitt með garðrækt og kartöflu- uppskera brást því að mestu leyti. Líklegt má telja að rækt- unarframkvæmdir hafi orðið minni sl. ár heldur en annars hefði orðið, vegna þess hversu seint voraði og erfitt var að hefja framkvæmdir. Tölur liggja ekki fyrir um rækt- unina ennþá, en áætlað hefur verið að nýræktin verði tals- vert minni en 1966, en þá var hún um 6000 ha, auk 1000 ha 1 garðrækt. Eru það mestu rækt- unarframkvæmdir á einu ári, sem orðið hafa. Gróðurhúsarækt mun hafa ver ið nokkuð meiri á sl. ári heldur en áður og er sú atvinnugrein vaxanndi i landinu. Framleiðslu kindakjöts sl. ár var nokkru meiri heldur en áð- ur eða 11.800 tonn á móti 11.360 tonnum 1965. Fallþungi dilka varð nokkru lægri á sl. ári held- ur en árið áður og er talið að það stafi af því m.a. hversu seint voraði. Mjólkurframleiðslan varð nokkru minni 1966 heldur en ár- ið áður, en eilítið meiri heldur en 1964. Miólkurframleiðsla 1966 Framleiðsla kindakjöts sl. ár varð 101 millj. 538 þús. kg., 1965 106 miilj. 515 þús. kg. en 1964 100 millj. 496 þús. kg. Mest aukning var 1965 enda var það sérstaklega gott grasár og tíðar- farið ágætt allt sumarið. Á sl. ári myndaðist svokallað smjörfjall og var mikið um það rætt ásamt ©ffframleiðslu á búvörum eins og bað var kallað. Var fullvrt, «ð bændur mundi vanta miklar fjárhæðir til þess að fullt grund- vallarverð næðist fyrir fram- leiðslu ársins. Úr þessu rættist eins og kunnugt er og skal það ekki rakið í löngu máli. Reikn- að er með að bændur fái fullt verð fyrir mjólkina á sl. ári. Þetta gerðist vegna aukinna framlaga úr ríkissjóði í formi niðurgreiðslna og með öðrum hætti. Eftir að smjörið var lækk- að í útsölu hefur smiörfjallið minnkað og smjörbirCTðir mtmu nú fara að nálgast það, sem eðli- legt má teljast. Framleiðnisióður. Framleiðsluráð lan'iRi'inaðar- ins hefir gert sér gre>'n fyrir því, að nauðsvn beri til að baoq fram leiðslunni hverju sinni í sam- ræmi við markaðsaðstæður inn- anlands og erlendis. Þar sem innflutningsbann er á landbúnaðarvörum er skylt að stuðla að fjölbreytni í famleiðsl- unni, auk þess sem það gefur landbúnaðinum betri afkomu, þegar til lengdar lætur. Fyrir þinghlé í vetur voru af- greidd lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Stofnframlag sjóðsins er 50 milljónir króna. 20 millj. króna voru greiddar fyrir áramót til vinnslustöðva landbúnaðarins vegna hagræð- ingar og framkvæmda á árinu 1966. Verkefni sjóðsins er marg- þætt og getur orðið mikilsvert, sérstaklega ef sjóðurinn verður efldur eins og líklegt má telja, þegar reynsla er komin á starf- semi hans. Ólíkar meðaltekjur bænda. Undanfarin ár hefir leiðbein- ingaþjónusta verið talsverð fyr- ir landbúnaðinn. Eigi að síður kemur það í ljós að tekjur bænda verða mjög misjafnar miðað við kúgildi og arðurinn af búinu geysilega mismunandi eftir því hvernig bændur haga búrekstrinum og hvernig farið er með búpeninginn. f erindi sem Pálmi Einarsson, landnámsstj. flutti nýlega í fél. íslenzkra búfræðikandidata kem ur það fram, hversu tekjur eru misjafnar hjá nýbýlabændum 1964, að hæstar meðal tekjur af hverju kúgildi í einni sýslu er kr. 14.234,— en það er fneðaltal tuttugu aðila. Lægstu tekjur í annarri sýslu eru kr. 6.452.00 af kúgildi. í 14 sýslum eru meðaltekjur af kúgildi yfir kr. 11.000.—. Lægstar meðaltekjur af búi mið- að við sýslu-meðaltal er kr. 89.044.— en hæstar tekjur að meðaltali kr. 247.688.— Meðal- töl þau sem hér eru gefin eru reiknuð af 308 aðilum, sem virt- ust gefa nákvæmlega upp land- búnaðartekjur, vinnutekjur og nettótekjur sínar. Hér er átt við nýbýlinga, en verður myndin ekki svipuð, ef talað er um bændur almennt? Tekjumunur af jafnstóru búi er geysimikill. Af þessu má sjá að þörf er á aukinni leiðbeiningastarfsemi og aukinni framleiðni. Verkefnin eru óteljandi í því að vinna að meiri hagkvæmni og ná því sem bezt má verða í arði búanna. Framleiðni og f jármuna- myndun. Enda þótt aðstaða sé misjöfn hjá ýmaum bændum, verður þó að viðurkenna að framleiðni- aukning hefur orðið geysileg hjá landbúnaðinum í heild. Fram- leiðsluaukningin síðari árin er mjög mikil vegna aukinnar fram leiðni. Fjármunnamyndun í land b'únaðinum hefur einnig orðið geysimikil og stórstígar fram- farir átt sér stað. Fjármuna- myndun í vélum og tækjum landbúnaðarins hefir á árunum 1962—1965 orðið 100% meiri heldur en hún var á árunum 1956—1959. Er þá reiknað með samræmdu verðlagi bæði tíma- bilin. Fjármunamyndun í land- búnaði á árunum 196?—1965 hef ur numið kr. 1680 millj. Er það vottur um hinar geysilegu fram- kvæmdir sem orðið hafa í öllum þáttum landbúnaðarins. Aukin lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins hafa m.a. gert framkvæmdirnar mögulegar. Ar ið 1966 var ráðstafað lánsfé úr Stofnlá;nadeildinni 154.1 millj. króna. Er það langhæsta fjár- hæð, sem veitt hefir verið á einu ári úr þeirri stofnun. Ræktunin íiefur stóraukizt eins og kunnugt er, húsabygg- ingar, vélakaup og bústofnsaukn ing vitnar um framfarahug og dugnað bændastéttarinnar, sem verður henni til mikillar sæmd- ar og þjóðarheildinni til gagns og uppbyggingar. Bændur hafa margir hverjir búið vel í haginn fyrir framtíð- ina og mun öll þjóðin njóta góðs af því. Þannig er það einnig með aðra atvinnuvegi, þótt þeir kunni nú að eiga við nokkra erfiðleika að etja. Sjávarútvegurinn á við erf- iðleika að búa, ef þorskveiðarnar dragast saman, eins og hefur ver ið undanfarið og verðfall verð- ur á afurðunum. Iðnaðurinn getur einnig átt við erfiðleika að etja í samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur og landbúnaðurinn ætti vissulega við alvarlega erfiðleika að etja ef grasspretta minnkaði og harðinda-tímar kæmu líkt því sem var fyrr á öldum. Frjáls innflutningur á fóðurvörum. Að undanförnu hafa atvinnu- vegirnir þróast og styrkt að- stöðu sína, með því að tileinka sér tækni og aukna framleiðni. Það eru verðmæti sem þjóðin hefur eignazt undanfarin ár á- samt talsverðri upphæð í er- lendum gjaldeyri, sem er vara- sjóður þjóðarinnar. Þrátt fyrir verðfall útflutningsafurðanna rýrnaði gjaldeyrisvarasjóðurinn ekki sl. ár og var við síðustu áramót nærri tvö þús. milljón- ir króna. Þetta tryggingarfé þarf þjóðin að hafa til þess að geta á hverjum tíma staðið í skilurn út á við og flutt til lands ins þær vörur sem þjóðin þarfn- ast. Arið 1957 var ákveðið að kaupa fóðurbæti frá Banda- ríkjunum samkvæmt sérstökum greiðslusamningi. Hefir það yf- irleitt verið gert síðan. Þetta þótti henta vegna þess að gjald- eyrisstaðan var ekki nægilega góð til þess að hafa frjálsan inn- flutning. Við siðustu áramót var ákveðið að gefa innflutning á fóðurbæti frjálsan. Leiðir það til þess, að hann lækkar nokk- uð I verði frá því sem var. Þetta var hægt að gera vegna þess að gjaldeyrisstaðan er sæmilega traust. Talað hefir verið um að eðlilegt væri að taka upp frek- ari verðjöfnun í áburðarverzlun inni en verið hefur, þótt ekki hafi verið bent á nokkra leið I því efni sem auðveld er í framkvæmd. Ýmsir bændur hafa einnig rætt um nauðsyn þess að hafa verðjöfnun 1 fóð- urbætisverzluninni, og annarri þungavöru til þess að jafna að- stöðu manna eftir því hvar þeir búa. Að sjálfsögðu hlýtur það að verða erfitt í framkvæmd og að margra dómi ómögulegt. Framleiðsluráðslög og verðlagning Á sl. hausti varð samkomulag um verðlagningu búvara og má ætla að bændur uni því sam- komulagi sæmilega, enda hefur ekki heyrzt annað en svo væri, sérstaklega eftir að fullar líkur eru á að grundvallarverðið ná- ist. Á síðasta þingi voru fram- leiðsluráðslögin endurskoðuð með fullu samkomukomulagi við bændasamtökin. Voru for- svarsmenn bænda yfirleitt sam- mála um að þær breytingar sem gerðar voru á lögunum væru tll mikilla bóta frá því, sem áður var. Búreikningsskrifstofan hefur Ingólfur Jónsson, landbúnaðatráðherra, ávarpar Búnaðarþing. verið efld og aukið framlag til hennar á fjárlögum. Flutt verður á þessu þingi írumvarp til laga um búreikninga, sem ætti að auð velda alla framkvæmd búreikn- inga skrifstofunnar, þannig að hægara verði að fá nægilega þátt töku bænda í því reikningshaldi, sem nauðsynlegt er að liggi fyr- ir þegar verðlagning búvana fer fram. Bændur munu vera sammála um að þeir hafi fengið talsverða leiðréttingu sinna mála á undan- förnum árum, með verðlagningu búvörunnar og ýmiskonar lög- gjöf sem snertir landbúnaðinn. Kauphækkun til bóndans og aðr- ar leiðréttingar í verðgrundvell- inum liggja fyrir í Árbók land- búnaðarins 1966 og nægir að vísa til þeirrar greinargerðar í þessu efni. Þótt kaupgjaldsliður bóndans hafi hækkað meira heldur en hjá öðrum stéttum og verðgrund völlurinn á annan hátt leiðrétt- ur leiðir það tæplega til þess að bændur búi nú við betri kjör en þær stéttir sem kjör bænda hafa verið miðuð við. Það má hins vegar fullyrða, að nú eftir að bændur hafa fengið þær leiðrétt ingar sem opinberar skýrslur sýna, að séu þeir nær því að þessu sinni en nokkru sinni fyr að búa við sambærileg kjör og aðrar stéttir. Jarðeignasjóður. Fyrir Alþingi liggur frum- varp til laga um Jarðeignasjóð ríkisins. Var þetta frumvarp sam ið af nefnd sl. sumar. Fulltrúar bænda í Sexmanna nefnd lögðu áherzlu á að þetta mál væri lög- fest á þessu þingi og telja að það hafi mikilvæga þyðingu fyrir landbúnaðinn. Hefur oft verið um það rætt meðal bænda að nauðsyn bæri til að gera því fólki sem hættir búskap á afskekktum jörðum, sem ekki seljast sæmilega, fært að koma þeim í verð. Jarðeigna- sjóði ríkisins er ætlað það hlut- verk að kaupa þær jarðir, sem af þjóðhagslegum ástæðum er eðlilegt að fari úr byggð. Land- búnaðarráðuneytið, jarðeigna- deild. mun fara með fram- kvæmd laga um jarðeignasjóð. Talað hefur verið um að bænd um hafi fækkað undanfarin ár. Sannleikurinn er sá að bændum hefur fækkað síðustu áratugina og ekki meira síðustu árin en áður. Út af fyrir sig er það eðli- legt og æskilegt að litlar jarðir séu sameinaðar og einstaka jarð- ir falli úr byggð. Það sem máli skiptir er afkoma landbúnaðar- ins í heild, uppbygging hans og framleiðsla, sem hefur verið ört vaxandi síðustu árin eins og kunnugt er. Rafvæðing og samgöngur. Rafvæðing landsins er langt komin og er unnið að því á hverju ári að koma rafmagni inn á sem flest heimili. Er eðlilegt að allir landsmenn vilji njóta þeirra þæginda sem raf- magrtið veitir. Rafmagnið útilok ar skammdegismyrkrið og kuld- ann, sem þjóðin varð að búa við I aldaraðir. Stórvirkjanir í fall- vötnum landsins gefa vonir um aukin iðnað og nægilega raforku með sanngjörnu verði fyrir landsmenn alla. Mikilvægt er að vegasamband sé um landsbyggðina en þótt oft sé talað um lélega vegi, má þó segja að flestir bæir hafi vega- samband, sem er batnandi síð- ustu árin. Með vegalögunum 1963 var aðstaða til þess að bæta héraðavegina sérstaklega aukin. Þannig hefir framlag til sýslu- vega verið þrefaldað frá þvi, sem var áður en vegalögin tóku gildi. En með aukinni umferð og kröfum um aukin þægindi er æskilegt að héraðavegir og þjóð- vegir fái enn meira fjármagn. Að því hefur verið stefnt með nýju vegalögunum að ná því marki, sem æskilegt má telja í þessum málum og þannig mun verða að unnið eftirleiðis. Lýðhjálpin og sveitirnar. Þjóðin hefir lifað mikið fram- faratímabil hin síðari ár. Von- andi getur svo haldið áfram, að atvinnuvegirnir verði byggðir upp með æskilegum hætti og a<- köst þeirra megi aukast í krafti tækninnar. Lífskjör manna hafa stórum batnað og eru jafnari hér á landi en nokkurs staðar annars staðar. j Fer vel á því að okkar litla þjóð- félag, sem lengst af hefur búið | við kröpp kjör, hefir nú þegar tækifæri gafst, búið þannig að landsins þegnum að allir, hvar I stétt sem þeir eru, njóta þess hagnaðar sem þjóðarbúið gefur af sér. Viljinn til þess að tryggja alla gegn skorti, kemur bezt fram í Almannatryggingalöggjöf inni, sem í seinni tíð hefur verið aukin og endurbætt. Eins og nú er búið um hnútana, nýtur gamla fólkið meiri réttinda en áður, sjúkir njóta læknishjálpar án tillits til efnahags og fjöl- skyldubætur tryggja þá, sem erfiða aðstöðu hafa til þess að afla sjálfir brýnustu nauðsynja. Tryggingarbæturnar mega teljast til kjarabóta, ekki síður, heldur jafnvel miklu fremur, en kauphækkanir. Ríkissjóður mun greiða á þessu ári allt að 1000 milljónir króna til Almannatrygging- anna. Það eru miklar fjárhæðir, sem Almannatryggingarnar greiða til hvers sveitarfélags umfram það sem greitt er til Almannatrygg- inganna frá viðkomandi héruð- um. Sem dæmi mætti nefna eitt sýslufélag, sem greiddi til Al- mannatrygginganna á árinu 1965 4,8 millj. króna en fékk í trygg- ingarbætur 14,8 milljónir. Þetta sýnir hlutfallið milli þess fjár sem greitt er af sveitar- og sýslu félögum og þess fjármagns sem inn kemur frá Almannatrygg- ingunum. Á árinu 1963 var tryggingar- löggj. breytt þannig að landið var gert að einu verðlagssvæði, en áður höfðu kaupstaðirnir ver ið flokkaðir undir 1. verðlags- svæði en sveitir og kauptún voru á öðru verðlagssvæði. Trygingariðgjöldin voru lægri á öðru verðlagssvæði, en mestu munaði um tryggingarbæturnar, sem voru allt aðrar og minni til sveita og kauptúna, heldur en til kaupstaða. Það er vissulega gott þegar að misrétti er leiðrétt. íslendingar geta verið þakklát Framh. á bls. 13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.