Morgunblaðið - 21.02.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 21.02.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnasön frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Atiglýsingar_ og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið. VALDAJAFNVÆGI OG VERND FRIÐAR '17’aldajafnvægi það hér 1 ’ álfu, sem skapaðist með uppbyggingu varna Atlants- hafsbandalagsins er ein meg- inorsök þess, að heimsfriður hefur haldizt nú í meira en tvo áratugi. í sambandi við hina miklu þýðingu hernað- arjalhvægisins er ekki úr vegi, nú þegar rætt er um möguleikana á að draga úr vörnum vestrænna ríkja, að hugleiða hvernig komið er herbúnaði þess ríkis, sem hætta hefur hvað helzt verið talin Sftafar af, það er Sovét- veldisins. Þar eru nú taldir vera undir vopnum um það bill 3,2 milljónir manna, en um leið hefur verið lögð mik- il áherzla á að halda öl'lum vopnabúnaði eins fullkomn- um og vísinda- og tæknifram farir hafa frekast gert mögu- legt. Ef til vifl er sérstök ástæða til að geta þess að á síðustu árum hefur átt sér stað veruleg efling sovézka flotans og hefur hann nú m. a. yfir að ráða um 400 káf- bátum, þar af um 50 kjarn- orkuknúnum og er hluti þeirra búinn flugskeytum. Tæpur helmingur kafbáta- flotans er talinn hafa aðsetur í 9töðvum við Norður-íshafið. — Álif.ið er, að um 15% af þjóðaríramleiðslu Sovétríkj- anna fari til uppbyggingar hernaðar í landinu. En geta má þess til samanburðar, að meðaltal varnarútgjalda að- ildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins er um 5% af þjóðar- framleiðslu. Öllum skynibornum mönn um, sem ekki láta annarleg sjónarmið ráða afstöðu sinni, ber saman um að haga verði samdrætti herbúnaðar í álf- unni þannig, að jafnvægi raskist ekki. Þótt reynt hafi verið árum saman af hálfu vestrænna rfkja að ná sam- komulagi um afvopnun, hef- ur öll sú viðleitni því miður strandað á því,-að Sovétríkin hafa ekki verið reiðubúin til að fallast á alþjóðlegt eftir- lit, sem tryggði að samkomu- laginu vrði framfylgt. Hlýtur slík afstaða óhjákvæmilega að verða til þess að viðhalda nokkurri tortryggni í gaífi Sovétríkjanna, ekki sízt í ljósi fyrri afstöðu þeirra til valdbeitingar. Þó að vissulega beri að fagna þeirri friðvænlegu af- stöðu, sem sovézkir leiðtog- ar hafa tekið, í orði, upp á síð kastið, verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd, að hernaðarmætti Sovétveldis- ins er enn haldið við og hann fremur efldur en hitt. Meðan svo stendur, verður óhjá- kvæmilega að gjalda meiri varhug við friðartali sov- ézkra leiðtoga, en vera mundi, ef þeim orðum fyl'gdu gerðir. í heild má þó þrátt fyrir allt segja, að friðvæn- legar horfi í álfunni en verið hefur um langt skeið og hljóta allir að vona, að þau auknu samskipti sem nú eiga sér stöðugt stað milli aust- urs og vesturs muni áður en lýkur leiða til afvopnunar og öruggs friðar. ísland er sem kunnugt er hlekkur í þeirri varnarkeðju, sem tryggt hefur öryggi vest- raénna ríkja — verið vernd lýðræðis og frelsis* — nú um tveggja áratuga skeið. Hefur þjóðin þannig lagt sitt lóð á vogarskálarnar til stuðnings þeim mál'stað, sem allur þorri hennar hefur staðið einhuga um. Er þess ekki að vænta, að íslending- ar skerist úr leik, svo lengi sem í einhverri mynd er þörf atbeina þeirra í svo þýðingar- miklu máli bæði fyrir sjálfa þá og aðrar frjálsar þjóðir. AUDEN SEXTUGUR ¥ dag er W. H. Auden sex- tugur. Hann er sem kunn- ugt er eitt af höfuðs'káldum brezkrar tungu á okkar tím- um. Hann er jafnframt einn af framvörðum íslenzkrar menningar á alþjóðavett- vangi. Á háskólaárum sínum tók hann ástfóstri við ísland og íslenzka menningu og hef- ur kynnt land okkar og bók- menntir, svo að um hefur munað. Fyrir það eru íslend- ingar hinu brezka skáldi þakklátir. Auden kom hingað ungur maður á sínum tíma og rit- aði hressilega og sérstæða bók um land og þjóð. 1964 kom hann hingað aftur, þroskað og virt skáld, og \ann hjörtu allra þeirra sem honum kynntust. Þá lét hann í ljós ánægju sína yfir því að hafa komið aftur til þessara æskustöðva sinna, ef svo mætti að orði komast, og hyl'lti Ísland sem heilaga jörð. Af þessu má sjá, að ís- lendingar eiga hauk í horni, þar sem er stórskáldið brezka, W. H. Auden. Ekki er ástæða tii að fjalla hér um ævi og störf hins brezka skálds, enda er það gert á öðrum stað. Hér skulu honum einungis færðar þakk ir fyrir mikilsvert kynningar Hvort er hvað? Þetta eru Bria n Jones, gítaristi í bítlahljómsve itinni „Rolling Stones“ og leik- konan Anita Pallenberg. Hann-arnir og hún-urnar Enn er unnt að greina þau ■ sundur Eftir Hal Boyle-AP New York: EIN af þjáningum lífsins í dag er að reyna að greina á milli kynjanna. í heimi vaxandi samræmis, eru jafnvel gagnstæðu kynin hætt að virðast gagnstæð. Sannleikurinn er sá að þau eru svo iskyggilega lík hvort öðru, að það truflar bæði sálfræðinga og yfirþjóna. í vaxandi mæli klæðast kynin eins tala eins, og láta skera hár sín eins. Hver getur dæmt um það hvort þessi óþekkta persóna, sem ráfar um ströndina í slitn- um síðbuxum er karlkyns píanó leikari í fríi, eða kvenkyns nátt- úrufræðikennari við gagnfræða- skóla, sem er að safna skeljum? Ef fyrirbærið yglir sig þegar þú segir „já herra“ við það, er það sennilega hún. Ef það gefur þér utan undir þega þú segir „já frú“, er það vafalaust hann. Klórar það sér á almannafæri? Þá má bóka það karlkynis. Virð- ist það alltaf vera að plokka ósýnilegt kusk af fötum sínum? Þá má bóka það kvenkyns. Þegar það skammast við þig, starir það þá upp í loft? Það er kona. Þegar það gagnrýnir þig, horfi.r það þá vandræðalega út um gluggann? Það er maður. Ef hnapp vantar á frakka þess, er það eiginmaður. Ef það spyr hversvegna vanti hnappinn, er það eiginkona. Snýtir það sér í vasaklútinn þegar það grætur? Það er stelpa. Þurkar það tárin úr augunum með erminni? Það er strákur. Ef það skoðar fyrst tízkuteikn- ingarnar í kverinablaði, er það kvenkyns. Ef það skoðar ein- göngu nærfata-auglýsingarnar, er það karlkyns. Var það einu sinni dökkhært, en nú ljóshært? Það er hún, Hafði það einu sinni skolleitt hár, en nú grátt eða alls ekki neitt? Það er hann. Ef það er alltaf að festa hæl- ana í ristum ræsalokanna, hlýtur það að vera stúlka. Ef það burst- ar skó sína oft á laun með því að að nudda þeim aftan í buxna- skálmarnar, er það piltur. Talar það í sifellu um að gera eitthvað til að auðga anda sinn? Það er mámma. Er það yfirléitt sátt við þann anda, sem í því býr? Það er pabbi. Er það alltaf að spyrja: „Ertu viss um að þú elskir mig?“ Það er hún. Ef það getur ekki fundið betra 'svar en: „Já, af hverju spyrðu?“ — er það hann. Já, það má enn greina sundur kynin á margan hátt. Spurningin er aðeins: Hve lengi verður það þess virði? starf hans á íslenzkum bók- menntum — fyrir ást hans á íslandi og íslenzkri menn- ingu. íslendingar vonast til að Auden sæki land þeirra aftur heim hið fyrsta og treysti enn þau bönd sem hann hefur bundið við þjóð okkar. Auden hefur skýrt frá því í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu, að hann vinni nú að þýðingu á Eddukvæð- um og verður áreiðanlega mikill fengur að þýðingum hans, þegar þær verða gefn- ar út á enska tungu. Á okkar tímum — tímum hraða og yfirborðslegrar tízku — er lítilli þjóð eins og íslending- um fengur að vináttu svo heimsfræes skálds, sem Aud- en er. Það sem hann lætur frá sér fara er vegið og metið í hinum stóra heimi, þar er staldrað við. Megi hið brezka skáld njóta langra llífdaga og auka enn alin við sinn merka skáldaferil; megi hann enn ausa af Mímiebrunni fornrar íslenzkrar menningar, sjálf- um sér og okkur öllum til HÚSAVÍK, 18. febúar — Rauð magaveiði er hafin hér, en veiði lítil, enda lítið stunduð enn sem komið er. Óvanalegt var að net voru lögð svona snemma í sjó, en það hefur verið gert nú síð- ustu árin. Illa lítur út með sölu grásleppu hrogna á þaesu vori, svo færri menn stunda grásleppuveiðar en sl. ár, enda var þá offramleiðsla á hrognum, svo að mikið mun óselt í landinu af fyrra árs fram leiðslu. Vorið 1965 hækkaði hrognaverð mjög mikið «g má sjáifsagt rekja það til ótta manna gagns og aukins þroska. Morgunblaðið sendir W. H. Auden beztu óskir um heillaríka framtíð á þessum merku tímamótum í lífi hans. við hafísinn, sem þá var fyrir Norðurlandi. Sl. vor gerðu því óvanalega margir út á þessar veiðar, sem orsakaði þá offram- leiðslu, svo að markaðshorfur eru nú mjög slæmar, eins og áður segir. Þetta er mjög baga- legt fyrir smábátasjómenn, sem þessa veiði hafa stundað til fjölda ára og verið hefur undirstaða í útgerð margra þeirra. Útlit er fyrir að menn, sem stundað hafa þessa veiði meira en aldar fjórð ung, verði að sleppa þessari ver- tíð og er það illa farið — Fréttaritari. Fáir stunda grásleppuveiði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.