Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 17

Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRUAR 19&7. 17 Sigurður A. Magnússon: W. H. Auden sex ENSKA skáldið Wystan Hugh Auden, sem verið hefur banda- rískur þegn síðan 1930, á sex- tugsafmæli í dag. Þar sem þetta merka skáld er á margan hátt tengdur íslandi, þykir hlýða að fara um hann nokkr- um orðum á þessusm tímamót- um. Auden fæddist í York og ftundaði nám við ýmsa skóla, síðast í Öhrist Ohurph College í Oxford. Hann var heidur klénn námsmaður, enda hneigð ist hugur hans snemma að Sðru en þurru bóknámi. Tutt- ugu og þriggja ára gamall gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, „Poems“ (1930), sem vakti strax allmikla athygli, en áður höfðu ljóð hans birzt í ijóða- söfnum háskólastúdenta (1927 og 1928). Auden lagði stund á raunvísindi í háskólanum, og bera fyrstu Ijóð hans sterkan „vísinda-legan“ svip í orðfæri og vali líkinga. Samtíða Auden í Oxford voru nokkur önnur upprenn- andi Ijóðskáld sem áttu eííir að setja sterkan svip á ára- tuginn fyrir seinni heimsstyrj- öld. Helztir þeirra voru Step- hen Spender, Louis MaoNeice og Cecil Day Lewis, og birtust Ijóð þessara ungskálda í sömu tímaritum og safnritum, m.a. í „New Signatures og „New Writing“. í þessum hópi kvað langmest að Auden sem var fjölhæfastur, frumlegastur og afkastamestur þeirra félaga. Má segja að hann hafi orðið frumkvöðull nýrrar stefnu í Ijóðlist, þar sem lögð var rík álherzla á nútímalegt orðfæri og yrkisefni, þjóðfélagsádeilu og pólitíska árvekni. Þessir ungu menn voru allir róttæk- jr í skoðunum og réðust með offorsi að viðteknum forrétt- indum, fordómum, hégóma og rangsleitni hins íhaldssama þjóðfélags sem þeir höfðu alizt upp í. Þeir ortu gjarna um nú- tíðarfyrirbæri eins og járn- brautir, flugvélar, orkuver, verksmiðjur og símalínur, jafn framt því sem þeir skopuðust að rómantískri velgju og til- finningasemi eldri kynslóðar- innar. Þeir fylgdust vel með því sem var að gerast annars staðar í álfunni og skáru upp herör gegn makræði og hunzku góðborgaranna gagn- vart uppgangi nazismans og yfirvofandi styrjöld. Auden hafði dvalizt í Þýzka landi árið 1929, ásamt vini sín- um og samstarfsmanni Christo pher Isherwood ('þeir sömdu síðar í félagi þrjú nýstár- leg leikrit), og varð sú reynsla honum ákaflega minnisstæð og ýtti enn frekar undir þann ásetning hans að berjast gegn afsiðunaröflunum sem ruddu sér til rúms á meginlandinu. Kannski koma þessi áhrif hvað skýrast fram í annarri Ijóða- bók hans, „The Orators“ (1932), sem hann afneitaði síð- ar, en þar fjallar hann um borgaralegt þjóðfélag og notar um það táknmynd óvinarins. í þessari bók koma fram þeir tveir þættir sem áttu sterkust ítök í Auden á þessum ár- um: sálkönnun Freuds og marx isminn. Hér er dregin upp hroll vekjandi mynd af hinni eilífu baráttu listamannsins við spillt og sjálfumglalt þjóðfélag, en jafnframt hljómar rödd hróp- andans sem flytur spámann- lega viðvörun við atburðum sem áttu eftir að gerast. Úpp frá þessu rak hver bók- in aðra, ljóðasöfn, ferðabækur, leikrit og ritgerðasöfn. Auden ferðaðist víða um heim og lýsti því sem fyrir augun bar, stríði og ógnum í Kina og á Spáni, friði og frumstæðum lifnaðar- háttum á íslandi. Hann dvald- ist hérlendis sumarið 1936 og ferðaðist víða um landið ásamt skáldbróður sínum, Louis Mac Neice. Sömdu þeir í félagi eink ar frumlega bók um ferðalagið, „Letters from Iceland", sem að meginefni er ljóðabréf til ým- issa vina og kunningja heima í Englandi. Bókin er hispurs- laus og víða hnyttin í lýsingum sínum á íslenzku mannlífi og menningu fyrir stríð, en marg- ir íslendingar þykktust við, enda hefur okkur að jafnaði verið tamara að leggja eyrun við fáránlegu skjalli útlendinga um land og þjóð heldur en hlusta á hreinskilnar skoðanir glöggra gesta. Að vísu verður ekki með sanni sagt, að bókin sé óskeikult heimildarrit, en ■hún birtir með nýstárlegum og skáldlegum hætti reynslu og viðbrögð tveggja -andans jöfra sem horfðu á menn og málefni sínum eigin augum, án tillits til vinskapar eða löghelgaðra hugmynda um sögueyna. Því miður hefur ekki annað verið þýtt á íslenzku úr þessari merku bók en hið snjalla ljóð „Ferð til íslands", sem Magnús Ásgeirsson sneri með frægum ágætum. Þrjú síðustu erindin eru á þessa leið: Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga, með oflæti í búningi og versnandi fisksölukjör. 1 afdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð fær alþjóðlegt filmbros á vör. Því hvergi á vor samtími vé þau, er allir unna. Vor æska ekki neina staðhelgi, verndaðan reit. Og fyrirheitið um ævintýraeyna er eingöngu fyrirheit. Tár falla í allar elfur og ekillinn setur aftur upp glófa og bíl sinn á vegleysur knýr í æðandi blindhríð, og emjaridi skáldið aftur að list sinni flýr. Fram að seinni heimsstyrjöld hélt Auden áfram að fjalla um samtímann af miskunnarlausu raunsæi, blöndnu gneisfandi háði og ádeilu. f ljóðabókinni „On This Island“ (1937) tók hann landa sína til b^na í ein- földum og mergjuðum ljóðum, sem mörg voru ort í anda þjóð kvæða. Árið eftir fslandsdvölina fór Auden til Spánar og tók um nokkurra vikna skeið þátt í borgarastyrjöldinni, ók sjúkra- vagni fyrir lýðveldissinna. Hann varð þar fyrir enn sárari vonbrigðum en á íslandi, eins og hið magnaða ljóð „Spánn“ er til vitnis um. Uggurinn um framtíð mannkyns og menn- ingar er yfirþyrmandi; ljóðinu lýkur á þessu erindi: The stars are dead. The animals will not look. We are left alone witlh our day, and the time is short, and History to the defeated May say Alas but cannot help or pardon. Árið 1939 sagði Auden skilið við „gamla heiminn", sem hann taldi vera orðinn andlega gjald- þrota, og settist að í „nýja heiminum", þar sem hann hef- ur búið síðan, þó hann eigi raunar hús í Austurríki til sumardvala. Áður en hann fór vestur hafði hann kvænzt Eriku Mann, dóttur þýzka stórskálds- ins Thomasar Manns, en hjóna- bandið kvað vera heldur óvenjulegt, því þau hafa lítið verið samvistum og þó aldrei skilið formlega. Margar beztu Ijóðabækur Audens eru samdar vestan hafs, svo sem „Another Time“ (1940), „The Double Man“ (1941) og „For t/he Time Being“ (1944). í þessum bókum og mörgum fleiri kom fram ótrúleg fjölhæfni skáldsins og vald hans bæði á máli og brag- arháttum. Er haft fyrir satt, að hann geti ort undir hvaða brag- arhætti sem nokkurn tíma hef- ur verið fundinn upp, og hann mun vera eina nútímaskáldið sem með fullgildum hætti getur tjáð sig í villanellum og sestinum. Auden er tvímæla- laust óstýrilátasta og mest eggjandi skáld sem nú yrkir á enska tungu. Hann er Próteif- ur, hinn síbreytilegi og óútreiknanlegi fjöllistamaður sem kann öll hlutverk og þekkir öll gervi. Honum verð- ur ekki skotaskuld úr að snúa fyrirsögnum dagblaða í veiga- mikinn skáldskap, og með sömu snilld bregður hann sér í ham háfleygra mælskuskálda og yrkir um hinztu rök tilver- unnar. Þessi furðulega fimi Audens veldur því m.a., að hann er ekki mjög persónulegt ljóðskáld; honum er gjarnt að fela sjálfan sig og sínar dýpstu tilfinningar bak við glæstan ytri búnað ljóðanna, kaldhæðni og fyndni. Hann hefur þegar öll kurl koma til grafar ort of mikið, því skáldskapur hans er einatt tímabundinn, harla ójafn og magnið skyggir á gæðin. Þar við bætist að hann hefur ríka til'hneigingu til að afneita fyrri verkum sínurri. Eftir að Auden settist að i Ameríku tók afstaða hans til þjóðfélagsins og einstaklingsins stakkaskiptum. Honum varð smám saman ljóst að félagsleg lausn á vanda mannkynsins er ekki fullnægjandi nema til komi fyrst persónuleg lausn á vanda hvers einstaklings, og þar kemur kristin trú til skjal- anna. Hann áleit í öndverðu að hægt væri að lækna kærleiks- snautt mannkyn með þjóðfélags umbótum, en komst að raun um þann dapurlega sannleik, að ríkisvaldið getur ekki þvingað menn til að elskast. Hver einstaklingur verður af sjálfsdáðum að glæða með sér hæfileikann til að elska, og \ umbætur í þjóðfélaginu verða að spretta af kærleik, ekki hatri milli mar,na eða stétta. Sennilega hefur ekkert m^tíma- skáld gert kærleikann að höfuðinntaki og samnefnara skáldskapar síns í jafnríkum mæli og Auden. Enda þótt Auden og Eliot hafi báðir fundið lausnina á vandamálum nútíðarmannsins í kristnum trúarviðhorfum, eru þeir haria ólík trúarskáld Eliot orti af máttugri trúartilfinningu og yfir skáldskap hans er ákveðin trúarleg dulúð, en trú Audens er fyrst og fremst af vitrænum toga spunnin og hann ferð- ast ævinlega í heiðríkju skyn- seminnar. Af þeim sökum er hann ekki eins sannfærandi trú- arskáld. Þrátt fyrir róttækar bylting- arskoðanir í öndverðu hefur Auden jafnan verið sér með- vitandi um samhengi sögu og menningar og lagt mikla rækt við andlega forfeður sína. Hann hefur ef satt skal segja búið sér til eins konar persónulega „goðafræði", þar sem hver þessara forfeðra er tákn ákveðins viðhorfs eða eigin- leika. Meðal þeirra eru menn eins og Herman Melville, Henry James, W. B. Yeats, Matthew Arnold, Voltaire, Sigmund Freud, Ernst Toller og Edward Lear. Hefur hann ort mörg stórbrotin kvæði um þessa og aðra andlega forfeður sína. Rainer Maria Rilke hefur haft djúptæk áhrif á skáldskap Audens, en grunntónninn í skáldskap hins austurríska snillings var einmitt lofgerðin — „zu preisen". Tengsl Audens við ísland eru margvísleg. Á unga aldri var hann vígður inn í heim íslend- ingasagna og íslenzkra þjóð- sagna af föður sínum, sem var uppgjafaherlæknir og sálfræð- ingur. Hefur Auden búið að þessari bernskureynslu alla ævi síðan. Á skólaárunum lagði hann ríka rækt við engilsax- neskan og forníslenzkan skáld- skap, og sér þeirra áhrifa víða stað í ljóðum hans. Hann hefur ort mikið undir fornum hátt- um, jafnvel samið Ijóð undir dróttkvæðum hætti. Ljóðabálk- urinn „The Age of Anxiety", sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 1948, er skrifaður á hversdags- máli stríðsáranna, en hefur hið fasta form forníslenzkra kvæða og er stuðlaður samkvæmt ströngustu reglum. Ferð Audens til fslands sum- arið 1936 var nokkurs konar pílagrímsför, og enda þótt hann yrði fyrir ýmislegum von- brigðum, varð hún honum ógleymanleg. Þegar hann kom til íslands öðru sinni í apríl 1964, sagði hann m.a. i viðtali við Matthías Johannessen í Morgunblaðinu: „Fyrir mér er ísland heilög jörð. Minningin um það er ávallt bakgrunnur þess, sem ég geri. Það skiptir ekki máli þó ég minnist ekki oft á landið, það er jafn mikill partur af lífi mínu fyrir það. Ég get verið að skrifa um eitt- hvað allt annað, en samt er það einhvers staðar nálægt. Það er öðruvísi en allt annað. Það er stöðugur hluti af lífi mínu, þó ég sé ékki alltaf með það milli tannanna. Ég sagði að það væri eins konar bakgrunnur, það er rétt. Ég gæti líka sagt að ísland væri sólin sem bregður lit á fjöllin án þess hún sé neins staðar nærri, jafnvel horfin bak við sjónhring" Eftir skamma dvöl sína hér vorið 1964 birti Auden nýtt ljóð, „Iceland Revisited“, undir hinum afartorvelda japanska haiku-bragarhætti, og ber það öll beztu einkenni höfundar síns. Auden heldur því fram 1 fullri alvöru, að hann sé af ís- lenzku bergi brotinn í föður- legg, og sé ættarnafnið Auden komið af íslenzka nafninu Auðunn. Kveðui hann íslenzka forfeður sína hafa- setzt að í Englandi fyrir nokkrum öldum. Síðasti votturinn um tengsl Audens við ísland er verkefnið sem hann vinnur að þessa stundina, þýðing Eddukvæða á enska tungu. Má gera ráð fyrir að útgáfa Eddukvæða í þýðingu meistarans Audens muni þykja tíðindum sæta í enskumælandi löndum, þó þegar hafi komið út tvær myndarlegar Edduþýð- ingar vestans hafs, gerðar af fræðimönnunum Henry Adams Bellows (1926, 1936 og 1957) og Lee M. Hollander (1962 og 1964). Þýðing Audens á dag- bókum Hammarskjölds vakti verðskuldaða athygli, og trú- lega munu hinar forníslenzku Ijóðperlur ekki þykja síðri fengur í búningi fjöíhæfasta Ijóðskálds sem nú yrkir á enska tungu. Afmælishóf Hringsins í Stykkishólmi Stykkishóilmi, 18. febrúar. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn 1 Stykkishólmi minntist 60 ára af- mælis síns með veglegu hófi í samkomuhúsinu í gærkvöldi. Var þar fjölmenni mikið eða alls um 200 manns og var virðuleika blær og reisn yfir þessari ágætu hátíð. Margar kveðjur bárust félaginu og gjafir. Mörg ávörp voru flutt. Aðalræðuna flutti for maður félagsins, Kristjana Hann esdóttir, þar sem hún rakti sögu félagsins og minntist á ýmis framtíðarverkefni. Tvöfaldur kvartett undir stjórn Víkings Jóhannssonar söng og einnig var sýnt stutt leikrit. Loks var stiginn dans. — Fréttaritari. • AFTÖKUR San’a, Yemen, 16. febr. (AP). FJÓRIR menn voru í dag dæmd- ir til dauða fyrir þátttöku í ár- ás á herstöð skammt frá San’a, og hálfri klukkustund eftir dóms uppkvaðningu voru þeir teknir af lífi með vélbyssuskothríð á aðaltorgi höfuðborgarinnar. Um þrjú þúsund áhorfendur fylgdust með aftökunum. W. H. Auden. s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.