Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 19

Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. 19 Vínlandskortið. - VINLANDSKORT Framhald af bls. 32 Bjarni Benediktsson, hefði tjáð sér, að hann hefði áhuga á að vera viðstaddur þá at- höfn og kvaðst Kerr vona að svo gæti orðið. Hann kvað opnunardaginn hafa verið ákveðinn 1S. marz með hliðsjón af því, að það verði síðasti starfsdagur James K. Penfield, sem sendi- herra Bandaríkjanna á ís- landi. Penfield hafi verið sendiherra í 6 ár á íslandi og notið mikilla vinsælda, að því er forráðamenn Yale-háskóla hafi frétt, og því fari vel á því, að það verði síðasta opin- bera verk hans að opna sýn- inguna á Vínlandskortinu. Reichardt boðið til fslands Kerr kvað vonir standa til, að Constantantine Reichardt, einn fremsti fræðimaður Yale háskóla í norrnum efnum, komi til íslands í boði Há- skóla Islands á meðan kortið verði sýnt hér og flytji hann m. a. fyrirlestur við háskól- ann. Hann kvað mikið hafa ver- ið rætt og ritað um Vínlands- kortið, m. a. vegna hinnar óheppilegu birtingar þess á degi þeim, sem helgaður sé hinum þekkta ítals'ka sigl- ingafræðingi (Kolumbusi), en það hafi alls ekki verið ætlun Yale-háskóla að draga úr af- reki hans. Norrænir menn hafi komið til Ameríku nokkrum hundruðum ára á undan Kolumbusi, en sigling hans þangað hefði leitt til hins endanlega landnáms. Yale-háskóli hafi aðeins á- huga á einu. Að bæta við einu atriði í rannsóknum íslenzkrar og norrænnar sögu. Sýning kortsins í Bretlandi og á Norðurlöndum yrði vonandi til að hvetja til frekari rannsókna. Fræði- mennsku sé aldrei lokið. Það sé vinsamlegt boð Yale- háskóla til íslenzkra fræði- manna að halda áfram á þess- ari braut. Komið frá Spáni Mr. Kerr skýrði frá því í gær, að Whitten, fornbókasali í New Haven, hafi ekki viljað skýra frá því hvaðan hann fékk Vínlandskortið. Yale-há- skóli hefur átt viðskipti við hann um tveggja eða þriggja áratuga skeið og er hann tal- inn einn af virtustu fornbók- sölum þar um slóðir, að því er Mr. Kerr skýrði frá. Tók háskólinn orð hans gild og ber ekki brigður á að kortið sé vel fengið. Aðspurður sagðist Kerr geta skýrt frá því, að hann vissi ekki betur en kortið væri upphaflega komið frá Spáni en gat ekki sagt hvaðan frá Spáni. Leit I skjalasafni Vatikansins Þá minntist Kerr á að nauð syn bæri til, að gerð væri ítarleg rannsókn á skjalasafni Vatikansins. Skýrði hann frá því að safnið væri óskrásett að miklu leyti og lægi mikil vinna í að skrásetja það. Út- lendingar fengju helzt ekki leyfi til að fara um safnið og væru það helzt ítalir og ít- alskir fræðimenn, sem þar hefðu unnið. Sagði Mr. Kerr að nauðsyn bæri til að safnið yrði kannað og reynt að ganga úr skugga um, hvort ekki leyndist þar efniviður um sögu íslands og Norðurlanda, sem fengur væri að. Hann sagði ennfremur frá því að líklega mundi taka hálfa öld að koma skipulagi á safnið og skrásetja það allt, svo að ekki væri fullnaðarathugun á næstu grösum. En leggja þyrfti áherzlu á að vísinda- menn í norrænum fræðum fengju leyfi til að gera þar nauðsynlega könnun. Kvaðst Kerr vera sannfærður um að þar mundi kenna ýmissa, og það harla merkilegra grasa, ef athugað væri. Má í því sambandi geta þess að hér virðist vera ærið verk- efni fyrir íslenzka aðila, stjórnvöld eða Háskóla fs- lands. Nafni gefandans leynt Þá skýrði Kerr frá því, að ekki væri unnt að geta nafns þess velunnara Yale-háskóla, sem gefið hefði háskólanum umrætt kort. Sagði hann að hér væri um að ræða einn af styrktarmönnum skólans og hefði hann beðið þess sér- staklega að nafn síns væri ekki getið. í gjafabréfi til skólans stendur einungis, að kortið hafi verið gefið skól- anum af velunnara hans. Þá væri ekki heldur unnt að skýra frá því hvað kortið kostaði, en ýmsar getgátur hafa verið um þau efni, eins og kunnugt er. Þess má geta til gamans, að Kerr skýrði frá þvi að Whitten fornbókasali hefði, þegar hann sá fram á að hér var um merkan fund að ræða, leitað til Yale-háskóla og skýrt frá því. Skrifaði hann háskólanum 25 blaðsíðna greinargerð með kortinu, og segir Kerr, að vísinda- menn hásikólans telji þessa greinargerð hina merkustu, bæði sé í henni hugleiðingar og niðurstöður, sem vert sé að veita athygli. Þegar vísindamenn háskól- ans voru byrjaðir að athuga kortið og helzt leit út fyrir að það væri ósvikið, leituðu þeir til fyrrnefnds velunnara háskólans og spurðu, hvort hann gæti keypt það. Sá sagð- ist skyldu kaupa það, en hann mundi eiga það sjálfur, þar til örugg vitneskja væri fyrir því að kortið væri ósvikið. Hann vildi ekki gefa Yale- háskóla kort sem síðar kynni að reynast falsað. Síðan rann- sökuðu vísindamenn Yale-há- skóla og British Museum Vín- landskortið, eins og marg- kunnugt er af fregnum, og eru niðurstöður þeirra þær, að það sé ófalsað og megi rekja það til fyrra hluta 15. aldar. Þegar þessar niðurstöð- ur lágu fyrir efndi fyrrnefnd- ur styrktarmaður Yale-há- skóla til dálítils miðdegisverð- ar og þar afhenti hann há- s’kólanum kortið að gjöf. Þannig komst þessi dýr- gripur í eigu Yale-háskóla, að því er Kerr forstjóri útgáfu- fyrirtækis skólans skýrði frá í gær. 8 ára rannsóknir Kerr sagði, að vísindamenn Yale-háskóla og British Mus- eum hefðu haft Vínlandskort- ið í 8 ár, áður en það var birt, en ástæðan hafi verið sú, að Yale-lháskóli hefði ekki viljað birta neitt um það fyrr en fullsannað væri að það væri ekki falsað. Að hinum umfangsmiklu rannsóknum loknum hefðu niðurstöðurnar verið birtar og beðið eftir því, hvað gerast myndi næst. Kvað hann vis- indamennina, sem að rann- sóknunum unnu, vera þeirrar skoðunar, að ekkert hefði komið frsm sem gæfi ástæðu til að efast um að koitið væri ósvi'kið. Meðal annars hefði verið haldin ráðstefna um koitið í nóvembermánuði síðastliðnum við Smithssonian-stofnunina í Washington. Til hennar hefði verið boðið vísindamönnum frá ýmsum löndum, en þar hefðu engin rök eða sannanir komið fram um hið gagn- stæða. Chester Kerr kvað engan íslenzkan vísindamann, sem hann hefði hitt nú í Reykja- vík, efast um að Vínlands- kortið sé ósvikið. . 40 þúsund eintök seld Þá gat hann þess, að Yále- háskóla hefði verið boðið að senda kortið á ráðstefnu land- fræðinga, sem haldin verður í Hollandi í apríllok. Héðan fari kortið til Kaupmanna- hafnar og síðar til Kanada, þó ekki á heimssýninguna i Montreal. Chester Kerr sagði, að Yale- háskóli hefði upphaflega látið prenta bókina um Vínlands- kortið í 2.500 eintökum. En hún hefði vakið svo mikla at- hygli, að þegar væru celd 40 þúsund eintök. KÖFUN SF. VÍÐIMEL 32 REYKJAVÍK, HAMARSSTÍG 10, AKUREYRI. Verkrakar - lltgeröarmenn - Skipstjórar Tökum að okkur alls konar köfun við hafnarframkvæmdir. ^ Sérfræðingar í neðansjávar sprengingum. 'fc- Skrúfukafanir og fullkomin köfunarþjónusta við síldarbáta og fiskiskip. Neðansjávarlogskurður. ★ Hjálmköfun — Froskköfun. Önnumst alla neðansjávarvinnu — Þjónusta allan sólarhringinn — um land allt. KÖFUN SF. Sími 15702, REYKJAVÍK. KÖFUN SF. Sími 12116, AKUREYRI.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.