Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 21

Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. 21 100 ára: Kristrún Finnsdóttir frá Sólhóli á Djúpavogi KRISTRÚN er fædd á Tunguhól 1 Fáskrúðsfirði 20. febrúar 1667, dóttir hjónanna Önnu Guð mundsdóttur og Finns Guð- mundssonar bónda þar. Ung flutt Ist hún til Djúpavogs og giftist þar Lúðvík Jónssyni trésmíða- meistara, og bjuggu þau á Sól- hól mest allan sinn búskap, og þar bjó Kristrún lengi með börn um sínum Ágústi og Sigur- björgu, eftir að faðir þeirra var látinn, en hann lézt 1912. Krist- rún Finnsdóttir er merk kona, fríð sýnum, fínleg, hugljúf og glöð í vinahópi. Hún hefur feng 18 I vöggugjöf óvenjumikið sál- arþrek, innri frið og jafnvægi, tem hefur enst henni langa ævi og orðið henni heilladrýgra veganesti en auður og metorð. Ég minnist ætíð með gleði hins innilega vináttusamlbands á milli þeirra systranna Rristrún- ar og Ólafar Finnsdóttur móður minnar, þessi vinátta var svo ná in og einlæg að slíks munu fá dæmi, og þó voru þær ólíkar um margt. Foreldrar mínir bjuggu á Strýtu, sem er klukkutíma gang ttr frá Djúpavogi og komu þær systurnar því eins oft hvor til annarrar og kostur var á, og mikla eftirvæntingu vakti það hjá okkur systkinunum á Strýtu þegar mamma sagði okkur, að nú ætlaði Kristrún að koma til okkar tiltekinn dag og óhlandin var gleðin, þegar sást til henn- ar i Reiðsundinu. Við systkinin frá Strýtu teljum það mikið lán, að hafa átt þess kost að kynn- ast svo náið þessari hugljúfu og góðu móðursystur okkar, sem af sínu hljóðláta mildi gaf okk- ur miklu meira af andlegum gjöf um, en við þá gerðum okkur ljóst, og móttökurnar í Sólhól hjá Kristrúnu og börnum henn- ar, frændsystkinum okkar, Gútta og Boggu, voru ætíð hlýj ar og alúðlegar og gaman var Niels Kristmannsson Akranesi 75 ára EINN ágætasti borgari Akra- nesskaupstaðar, Níels Kristmanns son fyrrutm sparisjóðsriitari, verður 75 ára í dag. Akurnesing- um þarf ekki að kynna Níels. En minnast mætti þess á þessum tímamótum, að hann hefir stað- HS i fremstu röð í félags- og menningarmálum Akurnesinga um áratuga skeið, og góðlátleg glettni hans °g fölskvalaust hjartahlýja hafa yljað mörgum samferðamanni hans á vegferð- inmi. Á sunnudaginn var minntist Morgunblaðið þess, að 5 ár voru Hðin frá geimföf Glenns hins bandaríska. Kom mér þá í hug, að fyrir jafnlöngum tíma varð heiðursmaðurinn Níels Krist- mannsson sjötugur og fékk þá frá vini sínum og samstarfsmanni Árna Böðvarssyni fyrrum spari- •jóðlsstjóra, svo íikemmtilega orta vísu, að vel væri, ef Morgun- blaðið varðveitti hana frá gleymsku. Vísan er á þessa leið: Hinn tuttugasta febrúar fór Glenn í frægðarför; hann flaug á pílu gegnum himinbuginn. Hinn tuttugasta og fyrsta varðstu sjálfur sjötugur og sentist inn á næsta áratuginn. En það var sem mig grunaði, að alltaf endist þér hið yndislega fjör og meginkraftur: Með hverjum degi, er líður, þig hærra »g hærra ber, en hinn, hann Glenn, er kominn niður aftur. Með þessum orðum Árna Böðvarssonar árnum við, vinir Níelsar Kristmannssonar, honum aillra heilla og þökkum liðnar stundir. Ólafur Haukur Árnason Skurðgrafa óska eftir að kaup skurðgröfu. Tilgreinið áregrð tegund og verð. Tilboð merkt: „B. B. 8382“ til Morg unblaðsins fyrir föstudagskvöld. At vin na Nokkrar stúlkur og piltar óskast til starfa í verk- smiðjunni nú þegar. DÓSAVERKSMIÐJAN H.F. Borgartúni 1 — Sími 12085. að koma upp á Sólhólsklett og skoða útsýniö. SóJhóll er fegursta bæjarstæð- ið á Djúpavogi og þó víða væri leitað. Bærinn stendur á hæð í allstóru, fallegu og velhirtu túni undir fögrum og grösugum klett um, þar sem hollvættir hafa átt heima um aldaraðir. Útsýni af Sólhólskletti er bæði vítt og fag urt. í norðri gnæfir Búlands- tindur, verndarvættur héraðsins, fjallajöfur stórbrotinn og hof- mannlegur. í austri sést Streitis horn eða Gnaphorn, þjóðsagna- fjall mikið. en í suðaustri blasa við straumharðir álar og brim- sorfin útsker, allt til Papeyjar, þar sem ýmist helgir menn eða vikingar höfðu búsetu frá ómuna tíð, og haugeldar brenna á nið- dimmum skammdegisnóttum enn þann dag í dag. í suðvestri getur að líta yfirráðasvæði Síðu halls, bónda að Þvottá. Á logn- værum sumarkvöldum móka Þvottáreyjar fyrir mynni Ham- arsfjarðar, en lengst út við sjón hring sveimar austurhorn í gull- inni tfbrá, en í norðvestri blik- ar á skallann á Þrándarjökli fyr ir botni Hamarsdals. í þessu um hverfi lifði og starfaði Kristrún Finnsdóttk með börnium sínum öll þau ár, sem hún bjó á Sól- hól, og ég hugsa, að það hafi verið hennar beztu ár. Síðan Kristrún hætti búskap sjálf, hefur hún verið til skipt- is hjá börnum sínum og nú er hún hjá hinum ágætu hjónum Sigurbjörgu dóttur sinni og Helga Guðmundssyni, tengda- syni sínum og nýtur í öllu alúð- ar og umhyggjusemi þeirra. Þrátt fyrir hinn háa aldur er Kristrún við sæmilega góða heilsu. Hún er andlega hress og fylgist með öllu, sem gerist í þá- tíð og nútíð, hún hefur góða sjón og ágætt minni, og man svo að segja allt síðustu hundrað árkw Kæra frænka! Við systkinin frá Strýtu og fjölskyldur, óskum þér öll hjari anlega til hamingju með hundr- að ára afmælið og biðjum góðan Guð að blessa þig. Finnur Jónsson. Ath. Grein þessi átti að birt- ast í sunnudagsblaðinu, en vegna þrengsla varð hún að bíða næsta blaðs. — Ritstj. Sjómenn 2 háseta vantar á góðan netabát sem er að hefja róðra frá Grundarfirði. Upplýsingar hjá Hraðfrysti- húsi ’Grundarfjarðar eða í síma 12896 í Reykjavík. Húsei^endur Málarar sem eru að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur, geta bætt við sig vinnu í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Möguleikar á mjög góðum greiðslu- skilmálum. Tilboð sendist blaðinu merkt: „2 M +2 M — 8662“. FRAMLEIÐANDI: SÓLÚHÚSGOGN HF. HRINGBRAUT121 SÍMl:21832

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.