Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 22

Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 22
1 22 r MOJtGUNBLAÐlÐ, ÞRIÐJUDAGtJR' '2Í. ÍEBRÚAR 19Ó7. 'f MJNNJNG Gylfi Snær Gunn- arsson verzlunarm. Kristín Tómasdóttir — Kveðja frá vinkonu Gylfi Snær Gunnarsson, verzl unarmaður, er til moldar borinn í dag. Hann lézt í svefni að heimili sínu 14. febrúar sl. Gylfi átti stóran vina- og kunn ingjahóp sem hann eignaðist í margvíslegum störfum til sjós og lands og meðal þeirra eru iðkendur og unnendur frjálsra íþrótta, en í röðum þeirra tók Gylfi virkan þátt um árabil, heim að námi loknu. Er hún t Eiginmaður minn og faðir okkar, Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, lézt að heimili sínu aðfara- nótt 19. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Þorbjörg Ólafsdóttir, Þór Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Margrét Helgadóttir, HörSur Helgason. t Litla dóttir okkar og systir, Ólöf Jóhannesdóttir, Nýbýlavegi 26-B, lézt i Landsspítalanum 20. febrúar. Jóhannes Guðmundsson, Nanna Jónsdóttir, Bjarki Jóbannesson, Jón Árni Jóhannesson. t Maðurinn minn, Andrés Björnsson frá Bæ, andaðist að heimili sínu föstu daginn 17. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda. Stefanía Ólafsdóttir, BorgamesL t Eiginmaður minn, Stefán Tómasson, Borgarholtsbraut 37, lézt að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 19. þ. m. Sigríður Björnsdóttir. t Móðir og tengdamóðir okkar, Guðbjörg Guðmundsdóttir andaðist á sjúkradeild Hrafn- istu aðfaranótt 20. febrúar. Guðmunda Johansen, Hjalti Finnbogason, Inga Finnbogason, Ingibjörg Finnbogadóttir, Elias Kristjánsson, Jón Finnbogason, Júnia Stefánsdóttir, Guðrún Finnbogadóttir, Helgi Elíassen. vann athyglisverð afrek og varð m.a. tvívegis íslandsmeist- ari í spjótkasti. Þegar dauðinn kveður dyra. og einhver hverf- ur yfir landamærin verðum við sem eftir lifum áþreifanlega minnt á fallvaltleik lífsins. Og þegar ungum manni er kippt af lifssviðinu frá tiltölulega ný- stofnuðu heimili og nýhöfnu framtíðarstarfi verður enn erfið ara og óþægilegra að sætta sig við skapadóminn. Gylfi Gunnarsson verzlunar- maður fæddist 23. október 1932 í Reykjavik. Foreldrar hans eru Kristín Eiríksdóttir og Gunnar M. Magnúss. rithöfundur. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og voru þeir þrír bræður. Lauk hann námi í héraðsskóla, lærði síðar kortagerð á vegum Veður- stofunnar, og vann á Keflavíkur- velli sem kortagerðarmaður, þar til hann kvæntist, að hann flutt- ist aftur til Reykjavíkur. Hann hafði stundað sjómennsku eink- um síldveiðar og var um eins árs skeið í siglingum. Þá hafði hann stundað verzlunarstörf í Reykjavík, fyrst hjá Innkaupa- sambandi bóksala og á síðast- liðnu ári festi hann kaup á verzl un í Reykjavík, sem hann rak siðan, þar til hann lézt, hinn 14. febrúar sl., aðeins 34 ára að aldri. — Gylfi kvæntist 28. des- ember 1961 Oddnýju Sigurðar- dóttur hjúkrunarkonu, sem ætt- uð er frá Litla-Hrauni í Hnappa- dalssýslu. Lifir hún mann sinn ásamt þremur ungum börnum þeirra. Oddný lærði hjúkrun er- lendis, en gerðist hjúkrunarkona í Landakotsspítala, er hún kom t Jarðarför bróður okkar, Eiriks Björnssonar, trésmiðs, Garðastræti 19, fer fram frá Aðventistakirkj- unni miðvikudaginn 22. þ.m., kl. 1.30. Guðríður Björnsdóttir, Ráðhildur Björnsdóttir. t Útför systur minnar, Elinborgar Aðalbjarnardóttur, kennara, Hjarðarhaga 30, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 10.30 f. h. Fyrir hönd vandamanna. Sigrún Aðalbjarnardóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Kristján Eysteinsson, Hjarðarbóli, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Kot- strandarkirkju miðvikudag- inn 22. febrúar kl. 2. Blóm og kransar vinsamlegast af- þakkað. Bilferð verður frá Umferðarmiðstöðinni klukk- an 12.30. Halldóra Þórðardóttir og böra. mikilhæf og góð kona, var hún manni sínum mikil stoð og mik- ill vinur og skapaði honum svo gott heimili, sem kostur var á. Var samlíf þeirra sterkt og gott. Um eins árs skeið áttu þau heima á Hvammstanga, þar sem Oddný tók að sér hjúkrunar- störf. Fluttust þau aftur suður sl. haust og settust að á Sel- tjarnarnesi. Gylfi var bráðþroska og bú- inn hinu bezta líkamlega at- gervi, fríður sýnum og glæsi- legur á velli Hann stundaði íþróttir strax á unglings- árunum. Varð hann síðan einn í fremstu röð þeirra glæsilegu fylkingar frjálsíþróttamanna, sem bar hæst upp úr 1950. Var hann í hópi þeirra íþróttamanna, sem nokkrum sinnum var val- inn til milliríkjakeppni, og mættr þá bæði hér heima og erlendis fyrir félag sitt, íþrótta- félag Reykjavíkur. Hann var mjög fjölhæfur íþróttarrraður, stökkvari ágætur og tugþrautar- maður. En mestan hlut átti hann sem spjótkastari og varð tvisv- ar sinnum fslandsmeistari í þeirri grein. Sem íþróttamaður kom hann jafnan fram tigulega og einarðlega. Ég minnist Gylfa fyrst og fremst sem íþróttamanns, því á því sviði lágu leiðir okkar sam- an bæði hérlendis og erlendis. Það var ætíð gott að vera í ná- vist Gylfa heitins og eiga við hann skipti, því hann var dreng- skaparmaður. Gylfi var einnig búinn góð- um hæfileikum andlega. Hann var hugsandi maður og las mik- ið, inkum um fræðileg efni og dulræn, og þá allmikið Austur- landafræði. Hneigðist hann að dulrænum sviðum, enda hafði hann sjálfur ýmsa hæfileika á andlegum sviðum, sem á ýmsan hátt sýndu þroska hans, stund- aði hann t.d. Yoga-fræði fyrr á árum með merkilegum árangri. Hann var glaður og félagslynd- ur og vinsæll í hópi starfsfélaga og leikbræðra. — Jarðarför hans fer fram frá Neskirkju í dag. — Vinur. t Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Jónínu R. Jónsdóttur. Fyrir hönd vandamanna. Svanhvít Skúladóttir. t Hjartans þakkir til allra þeirra nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við fráfall og jarðarför föður okkar, afa og bróður, Guðmundar Halldórssonar frá Þórðarkoti, Selvogi. Sigríður Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Guðmundur Sigurðsson, Kristinn Halidórsson. í DAG fer fram frá Stokkseyr- arkirkju jarðarför Kristínar Tómasdóttur frá Hafsteini. Hún andaðist 12. þ.m. í sjúkrahúsinu á Selfossi. Rristín var fædd 4. júní 1883 í GaulverjabæjarhreppL Min fyrstu kynni af Kristínu hófust er hún fluttist af æskustöðvum sínum árið 1919 og gerðist ráðs- kona hjá Karli F. Magnússyni i Hafsteini á StokkseyrL sem misst hafði konu sína, Margréti Bjarnadóttur, úr spönsku veik- inni frá 4 ungum börnum. Kristín var þá fullþroska glæsileg stúlka sem eflaust gat valið um stöður og störf, en hún kaus þetta göfuga starf að hlynna að ungum móðurlausum börnum. Eftir eitt ár var Kristín sjálfkjörin móðir barnanna í HafsteinL svo giftusamlega hafði starf hennar tekizt og umönnun móðurlausu barnanna. Hún giftist Karli F. Magnús- syni 12. nóv. 1920. Þau eignuðust 6 börn, 5 þeirra eru á lífi. Mann sinn missti Kristin þan-n 30. jan. 1944. Kristín átti heima í Haf- steini til dauðadags. Hún var elskuð og virt af börnum sínum öllum, ekki síður af tveim dætr- um sem eftir lifa af fjórum börn um er hún gerðist móðir að þegar hún fluttist að Hafsteini. Þau kölluðu hana fljótlega mömmu, vegna þeirrar ástúðar er þau nutu hjá henni. Með Kristínu fluttist að Haf- steini móðir hennar, ólöf Jóns- dóttir aldurhnigin merkiskona, börnin fengu þar elskulega ömmu, sem kenndi þeim margt fallegt og minnist ég þess hvað börnin voru henni hjartfólgin. Þegar vinir okkar kveðja þennan heim, er oft eins og í huga okkar opnist bók þar sem minningar frá samverustundum liðinna ára blasa við ritaðar skíru letrL og myndir merkra at burða eru greyptar svo skirt að aldrei gleymist. Þegar mér barst andlátsfregn Kristínar Tómasdóttur sem var um áratugi góður nágranni og félagssystir i kvenfélagi Stokks eyrar, komu margar góðar mynd ir fram í hugann. Hún Kristín var svo traust og hjálpsöm, svo félagslynd og starfsfús, hvernig sem á stóð, á hennar stóra heim ili var hún ævinlega reiðubúin að bæta á sig næturvöktum yfir sjúku fólki á hjálparþurfandi heimilum. Ég veit að henni fylgja margar þöglar þakkar kveðjur, er hún nú hverfur af þessum heimi fyrir aila birtu og gleðL er hún miðlaði umhverfi sínu á hérvistardögum sínum. Kún Kristín var svo góður ná granni. Það er ekki öllum gef- ið að vera í senn sterkur og hlý- legur, en það var svo með Krist ínu, .að frá henni sterymdi svo hlýleg orka ,til sjúkra og bág- staddra meðbræðra að líðan þeirra breyttist til hins betra í návist hennar. Er ég nú lít yfir minninga- safn mitt við burtför vinkonu minnar, verða margar myndir sem við mér blasa, sem sanna þá lýsingu er ég hef leitazt við að rifja upp af kynnum mínum af Kristínu, sem alltaf var mér jafn hlý og góð frá fyrstu kynn- um til síðustu stundar. Ein mynd blasir við mér skýr og ógleymanleg. Þó liðin séu 40 ár frá því hún varð til. Ég lá veik í margar vikur i dimmasta skammdeginu og lítið barn mitt fárveikt í sama herbergi, og var lengi ekki hugað líf. Erfitt var um húshjálp þá eins og oft vill verða, ef húsmóðir lamast frá störfum. í fimm vikur kom Kristín til mín á hverjum degi, og stundum oft á dag meðan barnið var veikt, þó hafði hún mörg börn að annast á sínu heim ilL Hún átti margt sporið til hjálpar nágrönnum sínum, og alltaf fylgdi hjálpinni hlýlegt bros og léttleiki í fasi öllu og framkomu, sem er oft læknandi smyrsl á ógróin sár sem marga þjá, því miður. Þó ég hafi leitazt við að bregða hér upp mynd af nokkr- um eðliseinkennum þessarar merku alþýðukonu, er lífsstarfl hennar og lífsbaráttu að mestu ólýst, ég veit það verður gert af mér færari mönnum. Heimili Kristínar var í niörg ár stórt og verkefni mörg innan húss og ut- an, oft við erfiðar aðstæður og lítil þægindL en þrek hennar og létt skapgerð leystu flestan vanda sem að höndum bar, og reyndust hin beztu hjálpargögn í sorg og mótlæti er hún varð að þola. Síðustu 5 ár ævinnar varð hún að búa við sjóndepru, og síðasta árið lá hún í sjúkrahúsi eftir að hún varð að gangast und ir holskurð. Hún komst ekki *il þeirrar heilsu að geta klæðst og gengið um, en alltaf var hún brosleit og málhress er komið var í heimsókn til hennar 1 sjúkrahúsið, og svo þakklát, og dáðist að því hvað allir væru sér góðir og hugsuðu vel um sig. Og svo heppin var hún að fá að sofna án mikilla þrauta. Ég veit að hennar er saknað af mörgum, en þegar maður stend- ur við dánarbeð vina sinna er sælt að eiga aðeins góðar minn- ingar af samskiptum við þá. Ég votta börnum, tengdabörn um og barnabörnum Kristínar samúð, henni voru þau öll svo kær, sömuleiðls Margrét systir hennar, sem reyndist henni svo góð og umhyggjusöm, og sat hjá henni i sjúkrahúsinu, svo oft sem hún mögulega gat því við komið. Ég lýk þessum minningum og kveðjuorðum með þökk fjrrir allar þær glöðu stundir er við áttum saman, bæði í félagsstarfi og skemmtan, einnig þakka ég þær stundir er við ræddum sam an um gátuna miklu, um fram- hald lífs eftir burtför héðan úr heimi. Ég kveð þig góða vinkona með söknuðL en vona að fundum okk ar beri saman á landi Ijóss og friðar, sem við vonuðum báðar að til væri og okkur mundi birt- ast við burtförina úr þessum heimi. Ég trúi því fastlega að þór hafi mætt birta og fegurð á landinu bak við móðuna miklu. Viktoría Halldórsdóttir, Sólbakka, StokkseyrL Vilja heldur frönsku Kaupmannahöfn, 16. febr. NTB. FRANSKA mun verða tekin upp við marga danska menntaskóla sem fyrsta erlenda málið í stað- inn fyrir ensku. Þessi breyting mun fyrst um sinn fara fram sem tilraun og er hún þáttur í hin- um nýja menningarsamningi Dana og Frakka, sem undirrit- aður var af varautanríkisráð- herra Danmerkur, Hans Sölvhöj. Eftir undirritun samnings sagði Sölvhöj, að bezt væri, að þetta yrði gert í tilraunaskyni, því að franska væri eitt þeirra mála, sem Danir ættu erfiðast með að læra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.