Morgunblaðið - 21.02.1967, Page 28

Morgunblaðið - 21.02.1967, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome Og nú er útlitið svart fyrir Brad. Venjulega er þessi tími dagsins slcrafstund hjá Raceihjónunum. Brad hefur það sem einskonar hvíldartíma eftir erfiði sitt — þá blandar hann fjöldann allan kokteilum, syngur óperulög og spilar jassplötur (en vitaniega ekki hvort tveggja í einu) og gantast við konuna sína sem tek- ur því eins og þetta sé fyrsta stefnumótið þeirra. Og næstum alltaf eru einlhverj- ir kunningjar gestkomandi. Katie er skipað að búa til 'heilar hrúgurnar af smáréttum og stund um er hún rekin til að dansa við húsbónda sinn. Oftast verður úr þessu kvöldverður og jafnvel spilamennska eða þá dans í hlöð- unni og allir leika við hvern sinn fingur. En í dag var þetta öðruvísi. í dag sat Brad og steinþagði og dreypti á glasi, eins og utan við sig. Þegar ég fór út, var Glenda að gera sitt bezta til að hugga hann og leyna um leið skapinu, sem hún var í sjálf, en hann hlustaði ekki á hana. Kerry var þarna líka og gekk stein- þegjandi um gólf, og reyndi til að hugsa um vandamálið, án þess þó að geta yfirleitt neitt hugsað. Og það voru heldur ekki beinlínis vinir, sem höfðu komið í heimsókn í dag. Það var Oool- ey lögreglustjóri með fullan bíl af lögregluþjónum og annan bíl fullan af ríkislögreglu. Walker Martin hafði Hka kom- ið og verið að reyna að vera einskonar höggdeyfir milli Brads og réttvísinnar. Eftir að hafa at- hugað það, sem í Ijós hafði kom- ið, í hálftíma, tóku þeir að spyrja Brad spjörunum úr — og þeir eru enn að því. Okkur hinum var skipað út. Glenda bíður í setustofunni með an verið er að rekja garnirnar úr manninum hennar í hinni stof- unni — en þó vægilega enn sem komið er. Kerry hefur lokað að sér svefnherberginu sínu, liggur á grúfu á rúminu og nýr sér um gagnaugun. Þetta hefði ekki þurft að verða og hefði ekki átt að verða, en það varð nú samt og eins og hér segir: Jafnskjótt sem ég hafði lokið við að lesa skýrsluna mína um skófluna, gekk ég til vinnustofu Brads. Einhver bíll, sem ég kannaðist ekki við, beið úti á brautinni þar skammt frá Plötuspilarinn hans Brads, sem venjulega var í full- um gangi, steinþagði. Hann hafði fengið heimsókn. Ég stanzaði á dyramottunni og heyrði reiðilega rödd vera að tala inni. Það var réttláti kunning- inn okkar, þessi atvinnu-gremju skítur Miles Kandall. — Það er til reglugerð, sem bannar algjörleg peningavélar hér í héraðinu, var Miles að segja. Samt eru þessar vélar í gangi dag og nótt á fjölda staða í 'borginni, allt frá fimmtíusenta vélum i sveitarklúbbnum til smáuravéla í ölkránum bak við vörugeymslusvæðið. Hvernig komast menn upp með þetta? Það getur þú kannski sagt mér, vinur sæll? Brad kom með eitthvert þreytu legt svar. — Ég er víst bara ekki eins æstur og þú í sambandi við þetta, Miles, sagði hann. — Já, það er yfirhylming, sagði Miles. — Það er einmitt hún, sem heldur þessu við. Hylming meðal fanta og embættismanna, alla leið upp á æðstu staði. Þar með talin saksóknaraskrifstof- an og stjórnmálavélin, sem hún stjórnar. Ef ekki væri þegjandi samþykki hennar, væri fjár- hættuspil ekki til í Staggs Oounty. — Miles, sagði Brad þreytu- lega, — eins og þú veizt, tek ég ekki alltaf lög og reglur hátið- lega, en þar fyrir geturðu víst varla kallað mig óbetranlegan glæpamann. — Það er allt annað með hana sagði Miles, og var furðu eftirgefanlegur. — Að vísu er 0"' það ólöglegt, og ég er því sannarlega ekki hlynntur, en það er persónulegt og takmarkað fyrirtæki og snertir ekki almenna velferð sveitarfélagsins. — Nú, svo að ég er þá ekki uppreisnarmaður. Það var gott að heyra. — En þegar þetta er orðið að skipulögðu fjánhættuspili, með samvinnu við réttvísina, þá þýð- ir það, að það er félagið, sem ræður lögum og lofum. — Félagið? Hefurðu það nú ekki úr reyfurunum eða sjón- varps, 'hryllingsmyndum? — Það finnst rannsóknarnefnd Öldungadeildarinnar ekki, Brad. Og heldur ekki glæpanefndirnar okkar hér heima í héraði. Félagið er nógu voldugt til að stjórna fjöldanum af sveitarstjórnum og Lang-mest seldu filter sígarettur Ameríku Avallt nýjar og ferskar frá U.S.A. Reynið Winston strax í dag jafnvel ríkisstjórnum nú þegar — rekur þær beinlínis og notar embættismennina sem leppa — og stjórn þess nær að minnsta kosti til allra ríkjanna. Það er að ná steinbítstaki á okkur öll- um og verður áreiðanlega öllu lýðræðisskipulagi til niðurdreps. Hér iþagnaði Miles, rétt eins og hann væri að bíða eftir dynjandi lófaklappi. — Miles sæll, sagði Brad. Ég er ekki alveg tilbúinn til að láta snúa mér. Ég er ekki alveg til- búinn til að taka upp skínandi lagasverðið og snúa þjóðfélaginu frá villu síns vegar. Að minnsta kosti ekki í dag. Þú skilur, ég hef svo margar og miklar einka áhyggjur, og er auk þess önn- um kafinn og .... — Já, en þú getur gert þetta, Brad, tók Miles fram í. Ég hef alltaf dáðst að þér, en nú berstu fyrir nokkru, sem ég er andvíg- ur. Enda tilheyrirðu forréttinda stéttinni. — Það vona ég. Ég hef 'ika lagt hart að mér til þess að verða það. — En þú ert nú ekki gjör- spilltur samt. Staða þín gerir þér mögulegt að verða sveitinm þinni að miklu liði. Og þú gætir gefið fagurt fordæmi með því að hætta við þessi hanaöt. — Hvernig má það ske, þegar ég er aleinn um það í allri borg- inni? — Þú gætir með þessu hjálp- að til að hreinsa til í Crossgate. Eif við vinnum saman, gebum við gért enda á spillingunni hérna — alla leið upp í saksóknara- skrifstofuna — og áunnið okk- ur þakklæti hvers heiðarlegs borgara í Crossgate. Eins og skiljanlegt er, varð ofurlítil þögn eftir að þessi til- laga var komin fram. Ég sá Brad alveg fyrir mér þar sem hann stóð þarna og starði tortryggnis- augum á Miles. Ég skildi eksi í því, að Miles skyldi ekki sjálc- ur sjá, hve fráieit þessi uppá- stunga hans var, svo góð sen? hún annars var. Eins og Brad var settur nú, var honum fvr.-.t og fremst nauðsynlegt að haida vináttu við saksóknarann. Þetta var varla rétta stundin til að ganga í lið með versta óvini hans og gera hríð að honum. Þegar svar Brads loksins kom, var það eins og sprenging. — Vinur sæll! Ertu alveg stein- blindur? Mér bauð við þessu og vildi hlífa Brad við meiru af svo góðu og reif því upp hurðina. Miles, sem var í uppnámi fyrir, va’ö ennþá verri, þegar ég ruddist svona inn á þá, en stillti ,;ig samt. Það var ekki homum sarn- boðið að láta sér gremjast. Hon- um var göfugra hlutverk ætlað og hann sýndi það líka með yfir- læti, sem honum var lagið. Hann sendi mér umburðarlyndisbros og sagði: — Þetta er allt í lagi, Steve, ég var að fara hvort sem var, og tók þannig afsökuninm, sem ég hafði alls ekki komið með. EHann gekk tfl dyra, reigings- lega, en leit svo við og á Brad með augnaráði þess manns, sem er viss í sinni sök. — Hugsaðu þig um, Brad og vittu hvort pú getur varið það fyrir þinni eigin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.