Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 30

Morgunblaðið - 21.02.1967, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1967. Fram skoraði 9-3 í síðari hálfleik og vann Val 17-15 Valur hafði 4 marka forskot í hléi FRAM og Valur mættust í 1. deildarkeppninni á sunnudaginn. Framan af virtust Valsmenn ætla að „afgreiða" Reykjavikur- meistarana á næsta rólegan hátt og var staðan 12—8 í hléi, án þess Framliðið sýndi nokkra til- burði af alvöru í þá átt að jafna metin. En í síðari hlutanum bættu Framarar það upp á glæsilegan hátt. Það var eins og nýtt Framlið kæmi inn á völlinn eftir leikhlé — lið sem Vals- mönnum tókst ekki að skora hjá fyrr en eftir 17 mín og úrslit hálfleiksins voru 9—3 Fram í vil. Unnu þvi Reykvikurmeistarar Fram leikinn með 17—15 og end- urheimtu annað sætið í mótinu, þó Valsmenn séu með jafnmörg stig. Valsmenn náðu undarlegu töfravaldi á leiknum i byrjun. Þeir náðu algerum undirtökum, réðu hraðanum og gangi leiks- ins. Á þeim tíma átti þó enginn Valsmanna neinn glæsilegan leik — nema helzt Jón Breiðfjörð í markinu. En samtakamáttur liðs- ins brást ekki. Samleik liðsins stjórnaði Jón Ágústsson, dreifði spilinu vel og hinir eldsnöggu Valsmenn skutust svo inn í eyð- urnar sem mynduðust í Fram- vörninni og skoruðu öll sín mörk af línu. Var sterkur þáttur í leik Vals, að flestir gátu skorað, ef tækifæri gafst og skoruðu 6 leik- menn þessi 12 mörk í fyrri hálf- leik. Aðra sögu var að segja um Fram. Þar var mikið puðað og reynt og oft sköpuðust færi til markskota — en þau voru ekki nýtt af því að svo virtist sem ákveðnum mönnum væri ætlað að skora. Er frá leikhléi kom höfðu leik- menn Fram sýnilega fengið til- tal og góð ráð. Liðið var óþekkj- anlegt. Sigurður Einarsson var settur til höfuðs Jóns Ágústsson- ar, sem eins og fyrr segir, stjórn- aði Valsspilinu. Jón vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið (var líka mjög stíft valdaður, og spil Valsmanna hrundi saman eins og spilaborg. Á 12 fyrstu mín- útunum jafna Framarar forskot- ið sem Valsmenn höfðu náð — og það þrátt fyrir áframhaldandi mjög góða markvörzlu Jóns Breiðfjörðs. Fram náði síðan tví- vegis marks forystu en Vals- mönnum tókst að jafna. Skoraði Valur fyrsta mark sitt í hálf- leiknum er 17 mín voru af hon- um liðnar og munu slíks fá dæmi í 1. deild hér. Fór saman að spil Vals hafði brotnað og eins góð- ur varnarleikur Fram og frábær markvarzla Þorsteins Björnsson- ar síðari hálfleikinn. Þegar 10 mín voru til leiks- loka voru liðiri jötfn 14—14 og 15—15 var staðan er 2 mín voru eftir. en á lokasprettinum sem leikinn var í nokkrum skaphita og án undangefni reyndist Fram sterkara — og fylgdi þar einnig nokkur heppni með, einkum með síðasta markið. Síðari hálfleikurinn hjá Fram var mjög glæsilega leikinn. Leik- mdnn sýndu þar hvað í þeim býr og ósjálfrátt vaknar sú spurning: Af hverju að leika á þennan hátt bara í síðari hálfleik? Af hverju bara í þessum leik? Þarna var hvorttveggja gert, að reyna að brjóta niður spil mótherjans og að koma fram með nýjungar í sóknarleik. Framliðið sýndi þarna sóknarleik með miklum hraða og „látbragðsleik“ í skot- um sem ruglaði vörnina og opn- aði varnarvegginn fyrir hinum léttu, liðugu og snöggu línumenn liðsins. Þrátt fyTÍr slakan fyrri hálfleik verðskuldaði Fram vel sigurinn fyrir sinn glæsilega síð- ari hálfleik. Það er athyglisvert að af 8 mörkum Fram í fyrri hálfleik eru 6 skoruð úr lang- skotum (Gylfi 4 og Ingólfur 2, eitt úr hraðhlaupi (Gunnlaugur) og aðeins eitt af línu. í síðari hálfleik eru 6 af 9 mörkum liðs- ins skoruð úr línuskotum „léttu“ mannanna en Ingólfur skorar hin 3 (1 úr víti). 1 þessu felst mikill lærdómur. Valsliðið náði ágætum tökum á leiknum í fyrri hálfleik og meðan ekkert óvenjulegt var reynt til varnar tókst allt vel. En það virtist einkennilega auðvelt að stöðva þennan gang málsins þegar Fram loksins sneri sér að því. Það er skemmtilegt að sjá Valsmennina notfæra sér eyð- urnar sem myndast í vörn mót- herja og eru fáir sterkari þeim Aððlfundur Fram AÐALFUNDUR Fram verður haldinn í félagsheimilinu laugar- daginn 25. febrúar og hefst kl. 2. Fara þar fram venjuleg aðal- fundarstörf. 52 mörk, 12 vítaköst og óteljandi mistök — var svipur leiks FH og Armanns í þeim efnum. En lágur vöxtur yfirleitt á liðsmönnum háir þeim mjög í langskotum — nema helzt hinum kæna skotmanni, Bergi Guðnasyni, sem aft finnur smug- urnar. Bergur var markahæstur Valsmanna í þessum leik með 4 mörk — og sá eini sem skoraði í síðari hálfleik. Tvö vítaköst Hermanns voru varin af Þor- steini og Bergur átti eitt í stöng. En það þýðir lítið að hafa snögga línumenn, ef ekki er séð fyrir sendingum til þeirra. Þetta virð- ist vandinn sem Valsliðið þarf að leysa. Karl Jóhannsson dæmdi mjög vel. — A.St. ------------------------------ UMF. SELFOSS, sigurvegarar í 3. deild 1966. Fremsta röð frá vinstri: Guðjón Skúlason, Ólafur Bachmann, Erlingur Þor- steinsson, Sverrir Ólafsson, Tryggvi Sigurðsson. Miðröð: Hauk- ur Gíslason, Sigurður Eiríksson, Sverrir Einarsson, Árni Guð- finnsson, Gylfi Þ. Gíslason, Guðmundur Arnoldsson. Aftasta röð: Guðmundur Guðmundsson, þjálfari, Pétur Sigurðsson, Sigurjón Bergsson, Gunnar Skúlason, Marteinn Sigurgeirsson og Björn Gíslason, formaður knattspyrnudeildar félagsins. — Einar Sigfússon vantar á myndina. Selfvssingar fá verðlaun sín SL. sunnudag fór fram á Sel- fossi verðlaunaafhending fyrir íslandsmót í knattspyrnu, 3. deild 1966. Jón Magnússon, framkvæmdastjóri KSÍ, afhenti hinum ungu sigurvegurum deild arinnar, Umf. Selfoss, sigurlaun- in, sem var fagurlega gjörður bikar, gefinn af Málningarverk- smiðjunni Hörpu. Auk þess var hverjum leikmanni afhentur verðlaunapeningur. Svo sem kunnugt er, var 3. deild í knattspyrnu stofnuð á síðasta ári, og er Umf. Selfosa fyrsti sigurvegari í deildinni og færftt því í 2. deild. Liðið hlatrt 8 stig, skoraði 15 mörk gegn 8. Þessir ungu piltar unnu líka á síðasta ári í Bikarkeppni KSÍ 1 2. flokki, fengu 6 stig, skoruðu 10 mörk gegn 3. Þá unnu þeir Knattspyrnumðt HSK, hlutu þaf 8 stig, skoruðu 24 mörk gegn 2. Eins og framanrituð afreka- skrá ber með sér, hefur liðið sýnt mjög góðan árangur á síð- asta ári, og engin tilviljun, að þeir fá nú að spreyta sig í 2. deild í ár. Þeir munu hafa full- an hug á að halda að minnsta kosti sæti sínu þar, enda eru æf- ingar hafnar af fullum krafti. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson úr Reykjavík, og hefur hann unnið mjög ötullega að því að byggja upp liðið. Jón Magnússon afhendir fyrirliða bikarinn. Norwich sló Manch. Utd út Vann 2-1 og liðið sem spáð var sigri úr keppninni ENSKA 2 deildarliðið Norwich jók mjög á frægð sína á laug- ardag er liðið mætti Manchester United í 4. umferð ensku bikar- keppninnar á laugardaginn og vann 2-1. Með því er Manch. Utd. slegið úr keppninni, en margir höfðu spáð liðinu sigri i bikarkeppninni. Úrslitin urðu 2-1 og heldur Norwich í 5. um- ferð þessarar keppni — sem lýk ur með úrslitaleik á Wembley í maí 64 þús manns sáu leikinn sem fram fór á heimavelli Manch. Utd. Lið Norwich, sem mörgum íslendingum er í fersku minni eftir heimsókn í boði Akurnes- inga til íslands sl. vor, komu hinum líklegu sigurvegurum fljótt á óvart. Á 26. mín skoraði h. innh. Don Heath, en Denis Law jafnaði á 35. mín. Úrslitin réðust svo ér Nobby Stiles — einn úr heimsmeistara- liðinu — hugðist senda knöttinn til eigin markvarðar. En send- ingin var laus og Bolland mið- herji náði knettinum og skoraði. Þannig uppfylltust óskir þeirra, sem í upphafi bikarkeppn innar 1871 stóðu að stofnun hennar, og mæltu fyrir því að öll félög Englands, smá og stór, sameinuðust í bikarkeppni og þá myndu fást misjöfn úrslit til vegsauka fyrir knattspyrnuna. DREGIÐ hefur verið um það hvaða lið lenda saman í næstu umferð (hinni 5.) í ensku bikar- keppninni. Úrslitin urðu. Rot)herlham/Binningiham — Bolton/Arsenal Norwidh — Sheffield Wed Sunderland — Leeds Nottinglham Forest — Swindon Tottenham — Bristol City Brighton/Chelsea — Fulham/S'heff. Utd. Cardiff/Manc. City — Ipswich. Wolves/Everton — LiverpooL í Skotlandi var einnig dregið: Hibernian — Aberdeen Dundee Utd — Partick Thistle/ Dunferline. Celtic — Queens Park/Airdroni- as. Clyde — Hamilton „TOPPLIÐIÐ" og „botnliðið" í l. deild, þ. e. FH og Ármann, mættust í síðari leik sinum á sunnudaginn. FH vann 31-21. Sá sigur vekur ekki athygli, heldur hitt að Ármann skyldi skora 21 mark hjá meisturunum. Og þá er reyndar komið að kjarnanum. Leikurinn var allur dálítið laus í reipunum, kæruleysislega leik- inn, kæruleysislega dæmdur, lítt hugsað um vörn en mikið lagt upp úr hraða og hlaupum. Tólf vítaköst voru dæmd í leiknum — það talar sínu máli. Sá sem mest kom á óvart af liðsmönn- um var markvörður Ármanns, Kristinn Petersen, sem sýndi mjög góð tilþrif, varði oft vel, m. a. vítaköst. FH lék án Kristófers í mark- inu og hvorki Auðunn Óskars- son eða Einar Sigurðsson voru með. FH hafði allan tímann und- irtökin í leiknum og aldrei lék vafi á um hvorum megin sigurinn lenti. Lengst af voru Ármenn- ingar aðeins rúmlega hálfdrætt- ingar á við FH í mörkum. í hálf- leik stóð 17-8, en síðari hálfleik unnu FH-ingar aðeins með 1 markL FH-liðið var sýnilega eitthvað miður sín og tók þetta hlutverk sitt létt. E.t.v. kemur þreyta eða leiði í ljós eftir slík átök sem FH-liðið hefur staðið í að und- anförnu. Skothæfnin brást ilhi hjá þeim sumum og fleiri stór- gallar voru á leik af meisturum að vera. Geir og Ragnar báru nokkuð af í liðinu. Ármannsliðið er að ná tökum á leik sínum og hefur ekkert lið sýnt jafn miklar framfarir og Ármann í mótinu sjálfu. Elni langt er enn upp á toppinn —• og fallinu verður sennilega ekki forðað. Markhæstir FH-inga vortK Ragnar 8, Geir 7, Páll 5, örn og Jón Gestur 3, Árni 2. Markhæst- ir hjá Ármanni: Ástþór 10 (• úr vítum), Árni Sam og Guðm. Sigurbjörnsson 3 hvor. Dómari var Magnús Pétursson,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.