Morgunblaðið - 26.02.1967, Síða 14

Morgunblaðið - 26.02.1967, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1967. Fimmtugur í dag: Björn Úlafsson, fiðluleikari r ÞAÐ er ekki þörf á því að kyrma Björn Ólafsson fyrir íslending- um. Það þekkja hann allir og d!á, hver eftir sínu viti og jþroska. Ég heyrði-föður Björns syngja, í fyrsta sinn árið áður en sonur- inn fæddist, þá sjálfur rétt ófremdur, og aðeins byrjaður að heyra mun á fuglakvaki og söng. Síðan ann ég báðum þessum Guðsgjöfum af jafnheilum hug. Og ég fékk einmitt um svipað leyti staðfest, af óskeikulum vörum móður minnar, sem alltaf var syngjandi með fuglunum, eins og annað Bergsættarfólk, að söngurinn væri vopn Guðanna, að bægja frá hinu illa og ljóta í þessum heimL I>ó allir viti að Björn líkist um margf sínum listelska föður, naut Ólafur Björnsson þess skamma hríð að syngja fyrir bömin sín. Hann lézt 1919, er Björn var tveggja ára gamall, og musterið á Fjólugötunni að- eins til í draumsýn ástfangins Til sængurgjafa Mikið af fallegum ungbarnafatnaði. R.O.-búbin \ Skaftahlíð 28 — Sími 34925. 3ja herb. íbúð Hef til sölu 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Rauðarárstíg. Nýleg eldhúsinnrétting, mósaiklagt bað. íbúðin er ca. 90 ferm. Góð íbúð. Allar nánari upplýsingar gefn- ar í síma 37272. Svartir hælbandaskór Ný sending svartir ítalskir hæl- bandaskór með lágum breiðum hælum kr. 750.— Lönguhlíð milli Miklubrautar og Barma- hlíðar. huga. En hafi nokkur kona, af mönnum fœdd, varðveitt eld ástar sinnar og trú á ódauðleika hennar, þá er það Borghildur Björnsson í Fjólugötu 7. Hús hennar og eiginmanns var í sannleika vígt ást þeirra á list og fegurð, og þó senn sé hálf öld runnin inn í móðu tímans, siðan húsbóndinn var kvaddur að heiman að syngja á öðrum stjörnum, er nálægð hans í sínu konungsríki á Fjólugötu 7, alltaf jafn fersk og hvetjandi. Þau tryggðabönd, sem tengdu hann og drottningu hans, voru ekki bundin okkar heimi einum. Uppeldisáhrifin á þessu höfuð- bóli andans, munu án efa hafa átt mikinn þátt í að vekja með Birni Ólafssyni ást á hreinni list og lotningu fyrir sannleika, sem ávallt er einn og enginn annar til. Sú staðreyrid að meistari Adiolf Busch óskaði eftir að Björn Ólafsson gerðist meðleik- ari hans í sínum heimsfræga Buschkvartett, segir útaf fyrir sig allt, sem sagt verður um listþroska og kunnáttu Björns Ólafssonar, sem hljómlistar- manns, og ekki eítir það unnt að finna í tungunni lofsyrðL Og jafnframt segir það sína sögu um tryggð Björns við land sitt og þjóð. (Hitt er alveg ðþarfi að tí- unda hér í möigum orðum, er hann hefur unnið fyrir íslenzkt tónlistarlíf. 'Þar á hann vissulega fáa jafnoka, og það vita líka allir landar hans og viðurkenna. Kæri vinur, Björn. Ef ég ætti núna nokkrar milljónir, og væru í mínum höndum til ráðstöfunar að vild minni, munu þær í dag aflhenfar þér að byggja upp handa ungu listþyrstu fólki á íslandi, fullkomna nútíma sin- fóníuhljómsveit, sem í öllum greinum væri samkeppnisfær á alþjóðavettvangi, eins og íslenzki þorskurinn að sínu leytL og þakka má að á þeim bæ hefur ekkL eins og í andlegum efnum, verið hikað að bylta öllu frá grunni, hverju sinni er tækin reyndust dragbítur á athafna- gleðina. Reyndar er ég á þess- um degi þínum ófáanlegur til að trúa því að fulltrúar okkar, sem nú bíða eftir því að við styðjum þá enn einu sinni, til nýrra og stórra dáða fyrir land sitt og þjóð, láti það í reynd ásannast, að okkur sé ætlað það hlut- skipti, að stunda fjölmiðlun er- lendis menningarefnis og varn- ing, en önnur lönd, sufn fátæk- ari af andlegri reynslu, fram- leiði æðri fóðurbæti handa þjóð Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hallgrímssonar, meðan kallar austur í Japan ríða handa okkur þorskanetin. Og í rauninni er innlend framleiðsluaukning og meiri vörugæði, því aðeins um- taisverður ávinningur, að þar haldist í hendur listræn og önn- ur fóðunframleiðsla, eins og alla tið hefur verið. Og sé þar látið á skorta, sem reyndar væri á borð við það að brjóta niður minnis- merki hinna miklu brautryðj- enda þjóðarinnar, mun þess skammt að bíða að sígi á ógæfu- hliðina fyrir sjálfstæðinu, einnig því efna'hagslega, ásamt trú fólksins á hina margrómuðu íslenzku hámenningu. •Þúsund milljónir í sjónvarps- miðlun — ótalin fóðuröflun. — Húrra fyrir því! En hver verður þá fjárhlutur hinna skapandi afla og stofnana, listamanna, leikhúsa — og Sin- fóníuhljómsveitar fslands, að jafna metin milli sköpunar og miðlunar? Ætti að fórna skaparanum fyr- ir miðlara sinn? Það mun verða gengið eftir svari 1 þínu nafni, Björn Ólafs- Árshátíð kven- félagsins Hringsins verður haldin miðvikudaginn 1. marz í Átthaga- sal Hótel Sögu og hefst með borðhaldi kl. 19.30 Skemmtiatriði: Þjóðbúningasýning, gamanþátt- ur o.fl. Aðgöngumiðar verða seldir í Bláu búðinni Lauga- vegi 1. Sala miðanna hefst á mánudaginn 27. febrúar. Verð -miðans er 350 kr. SKEMMTINEFNDIN. son, og það verður þín stóra af- mælisgjöf. Ef ekki bólar á rödd, er finnur sig skulda þér þetta svar, væri það reyndar ekkert nýtt þó þú yrðir enn að taka viljann fyrir verkið, eins og meðan við vorum fátækt fólk. Þinn R. J. „Hvað er konsertmeistari?" „Hvað gerir konsertmeistari?" „Hvaða hlutverki gegnir kon- sertm'eistari í sinfóníuhljóm- sveit?“ Svona spurningar er maður stundum spurður af fólkL sem ekki þekkir til starfs sin- fón'íuhljómsveitar og er það varla að undra. Góður konsertmeistari »r allt í senn; forystumaður allr- ar hljómsveitarinnar í starfi jafnt á æfingum sem á tónleik- um, — tækni'legur leiðbeinandi strengjasveitarinnar, — sam- einingartákn allrar hljómsveitar- innar, — tengiliður milli hljóm,- sveitarinnar annarsvegar og stjórnanda eða stjórnar hljóm- sveitarinnar hinsvegar, — allt að því sáttasemjari þegar því ber að skiþta, — listrænn ráðun'aut- ur uffl verkefnaval og þarf að vera fær um að taka að sér hljómsveitarstjórn svo til fyrir- varadaust ef þörf krefur. Jafn- vel þótt fyrirfinnist maður með alla þessa hæfileika mega þeir sín einskis ef hann hefur ekki traustvekjandi framkomu og nýt- ur fullkominnar virðingar hljómsveitarmanna jafnt sem forráðamanna og stjórnanda hljómsveitarinnar. Eins ’og sjá má af þessari takmörkuðu skil- greiningu minni á hinu marg- þætta hlutverki konsertmeistara sést, að miaður sem fenginn er í slíkt starf þanf að vera meiri kostum gæddur en almennt ger- ist. Okkar unga sinflóníuhljóm- sveit hefur átt því láni að fagna að hafa notið krafta þessa eina manns, sem uppfyllti allar þess- ar kröfur, á þeim tíma sem mest reið á, þ.e. allt frá frumfoernsku- árum hennar fram til dagsins í dag. Manninn þekkja allir landsmenn og er óþarft að kynna hann nánar. Björn Ólafsson er feeddur I Reykjavík, 26. febr. 1917, sonur merkishjónanna Ólatfs Björns- sonar ritstjóra og Borghildar f. Thorsteinsson frá Bí'ldudal. Að Birni standa einir helztu at- hafnamenn þjóðarinnar síns tíma í báðar ættir, menn sem hafa öðlazt virðulegan sess í sögu landsins fyrir atorku og stjórnsemi. Framlag Björns til tónlistarinnar er engu minna og er vart hægt að hugsa sér hvern- ig tónlistarmál þjóðaTÍnnar staeðu í dag ef hans hefði ekki notið við. Allt lff og starf Björns hefur einkennzt af ódrepandi áhuga og ósérhlífni í þágu tón- listarinnar, — við kennslustörf, sem konsertmeistarL einleikari, aðal driffjöðurin í kammermiúsík og síðast en ekki sízt stofnandi og stjórnandi Hljómsveitar Tón- listarskólans. Við þessa upp- talningu, sem þó gefur ekki nema smá hugmynd um ótrúleg afköst Björns, verður að bæta hinar ótöldu stundir sem hann hefur varið í að tala máli Sin- fóníuhljómsveitarinnar við ráða- menn menntamála, leiða hljóm- sveitina í gegn um öll boðaföll sem hafla orðið á vegi hennar, leysa ólíkustu vandamál sem upp koma svo til daglega, en hafa samt tínaa til að æfa sig á fiðl- una og haldia sér í formi. Björn er ekki einungis forystumaður okkar hljómsveitarmanna í orðs- ins beinu merkingu, heldur er hann okkur til fyrirmyndar með framkomu sinni, ávallt glaður og jákvæður, reiðu'búinn til að leysa hvers manns vanda. Það munaði ekki miklu að Björn lokaðist inni í Austur- ríki þegar heimsstyrjöldin síðari skall á. Hafði hann verið þar við nám og var farinn að stanfa i Sinfóníuhljómsveit Vínarborgar, en örlögin höguðu því þannig, að hann kom heim í stutta heimsókn rétt áður en hinn mikli darraðardans hófst. Þegar Björn sá hvert stefndi í friðar- Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.