Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967. Vakc efnír til þjöðmálará&stefnu DAGANA 4.-5. marz naestkom- andi mun Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta við Háskóla íslands, gangast fyrir þjóðmála- ráðstefnu. Verður þetta önnur þjóðmálaráðstefna félagsins, hin fyrri var haldin 1961. Þjóðmálaráðstefnunni er ætlað það hlutverk, eins og nafnið bendir til, að móta þjóðmála- Magnús Jr'nssnn, fjármálaráóh Clið. stefnu Vöku. Ráðstefnunni verð- ur þannig hagað, að kjörnar verða nefndir til að fjalla uim ákveðna málaflokka, fengnir verða fvrirlesarar til að ræða ýmsa þætti þjóðmálanna, og frjálsar umræður um nefndar- álitin. Samdar verða ályktanir, sem birtar verða á opinberum vettvangi um hina einstöku þætti þjóðmálanna. Ráðstefnan hefst með sameigin leguim hádegisverði að Hótel Sögu (Átthagasal), laugardag- Hannibal Valdímarsson, forseti A.S.L inn 4. marz kl. 12.10. Þar mun formaður Vöku, Friðrik Sophus- son, stud. jur., setja ráðstefnuna. Meðan setið er undir borðum mun einn fyrrverandi formanna Vöku, Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, ávarpa þátttak- endur. Að hádegisverði loknum verða flutt tvö erindi. Dr. Magnús Z. Sigurðsson, hagfræðingur, flytur erindi, sem hann kallar „Bfna- hagsafkoma og útflutningur“, og Hannibal Valdimarsson, forseti Magnús Magnússon, prófessor. Aiþýðusambands fslands, mun ræða um þróun verkalýðsmála. Ráðstefnunni verður síðan fram haldið sunnudaginn 5. marz kl. 14, að Hótel Sögu (Átt- hagasal). Þar mun prófessor Magnús Magnússon ræða um framtíð Háskóla fslands. Að er- indi prófessor Magnúsar loknu munu svo hefst almennar um- ræður um framkomnar ályktan- ir. Dr. Magnús Z. Sigurðsson SKÁLDSAGA Arna óla „Litill smali og hundurinn hans" hefir nýlega komið út á norsku hjá Fonna Forlag. Þýðandinn er As- björn Hildremyr og á norsku nefnist hún „Gjetarguten og hunden hans“. Þetta er eina skáldsagan, sem út hefir komið eftir Árna Óla og var gefin út af Iðunni 1967. Þá ritaði Snorri Sigfússon náms- stjóri m.a. um hana: „Frásögnin er sönn og veitir trúverðuga inn^ýn í líf og starfsháttu f sveit á þessum tíma. Ég hygg að sveitadregir hafi ánægju af að lesa þessa bók. Og fyrir kaup- staðardrengi er hún stórfróðleg og væri þarft verk að lesa hana með þeim og kynna þeim mál- far og starfsháttu þessa horfnu tíma, sem þó eru enn svo nærri, að afar þeirra hafa Iifað þá“. (Úr ritdómi í Morgunblaðinu 7. jan. 1958) Ceir Hallgrímsson á fundi borgarstjórnar: Áherzia verður lögð á frekari jarðhitavinnslu Frek&ri boranir í borgarlandinu GEIR Hallgrímsson, borgar- stjóri, ræddi á borgarstjórn- arfundi í gær nokkuð um málefni Hitaveitu Reykjavík- ur og greindi frá umræðum, sem farið bafa fram í borgar- ráði um þau mál. Helztu vandamál Hitaveitunnar eru fjármagnsskortur og varma- magn er ekki fyrir hendi ef stækka á dreifikerf’n, nema nýjar boranir gefi aukið varmamagn. Borgarstjóri gerði grein fyrir bréfi sem borgarráði barst frá hitaveitustjóra. Þar kom fram að undanfarin misseri hafa far- ið fram vatnsborðs- og þrýsti- mælingar með reglulegu milli- bili í borholum á Reykjavíkur- svæðinu. Þær mælingar hafa leitt í ljós, að ekki er varlegt að reikna með meira hámarks- streymi úr holunum fjóra vetrar mánuði en ca. 215 lítra á sek- úndu, eða 25 iítrum minna en vonir stóðu til. Frá Mosfells- sveitarsvæðinu berst einnig nokkru minna magn en ráð var fyrir gert. Þegar lokið er lögn dreifikerfa um borgarhverfin vestan Elliða- áa nú á þessu ári verður allt vatnsmagn, sem Hitaveitan hef- ur til umráða ftjllnýtt. Eftir að kyndistwðin í Árbæ hefur tekið til starfa á næsta hausti má reikna með, að nokkur varmi verði til ráðstöifunar umfram þröf, en á hinn bóginn verður hann nýttur, ef óvenjulegar trufl anir verða á rafmagnsfram- leiðslu í Soginu. Hið takmarkaða framkvæmda fjármagn, sem Hitaveitan hefur til umráða verður því fyrst og fremst varið til meiri jarðlhita- vinnslu, og einnig til að ljúka öllum þeim framkvæmdum, sem. þegar er byrjað á og flestar eru komnar á lokastig, en það eru dreifikerfi í austasta hluta Smá- í'búðahverfsins og Holtin, vatns geymar í Öskjuhlíð og kyndistöð í Árbæ. Rekstur kyndistöðva ér mjcg dýr miðað við verðlag Hitaveit- unnar. Hver varmaeining kost- ar frá kyndistöð a.m.k. 30% meira en útsöluverðið er til not enda og á þá eftir að bæta við dreifingarkostnaði öllum. í borgarráði voru menn á einu máli um að hefja að nýju bor- anir í borgarlandinu, en þess er að gæta að allar borholur eru nú fullnýttar. Von er til þess að hægt verið að fá aukið vatns magn með nýjum borunum en þó verður ekki fram hjá því gengið, að hér er um áhættu- fjárfestingu að ræða. Áætlað er að setja stóra borinn í gang og hefur dr. Gunnar Böðvarsson verkfræðingur, verið fenginn til að koma heim bráðlega til að ráðgast við ráðgjafa Hitaveitunn ar og jarðhitadeildar raforku- málastjóra. Kostnaður við bor- unina er áætlaður 2,5 millj. kr. á mánuði. Borgarstjóri upplýsti að öll fjölbýlisihús í Árbæjarhverfi hefðu olíukyndingartæki og full nægjandi kyndiklefa en misjafnt væri háttað um einbýlishúsin, si'm hefðu fullnæ',iandi útbúnað önnur ekki. Garðhúsin hefðu binsvegar öll bráðabirgða kyndi útbúnað og í athugun væri hvort ekki verður unnt að tengja þau við kyndistöðina í Áræ. Borgarstjóri sagði að samið hefði verið við framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar um hitaveitulögn í byggingar nefnd arinnar þess efnis að nefndin byggi og reisi kyndistöð. Til mála kemur að þau fjölbýlishús önnur, sem byggð verða í sum- ar fái einnig hitaveitu frá kyndi stöð framkvæmdanefndarinnar. Byggingarfulltrúi borgarinnar hefur gert þá kröfu til annara húsbyggjenda í Breiðholtshverfi, að þeir hafa reykháfi á húsum sínum. Hlúsbyggjendum í Fossvogi hafa ekki verið gefin loforð um hitaveitu fyrst um sinn en hins vegar hafa teikmngar verið sam þykktar með fyrirvara um hita- Framh. á bls. 31 Yfirlitssýning á listaverkum Þ irarins B. Þorlákssonar í tilefni 100 ára afmælis hans hefur verið vel sótt og hafa um 5000 manns séð sýninguna, sem opin er frá kl. 13.30 til 22 dag hvern. Styttist nú óðum sá tími, sem sýningin verður opin og skal þeim er ætla að sjá lista- verk þessa merka málara, sem segja má að sé fyrsti landsla gsmálari Islendinga, bent á að síðasti sýningardagur er 12. n«'rz. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. stöðva vígbúnaðarkapp- hlaupiö með nýjar eldflaugar Bréf frá Kosygin til Johnsons með sam þykki um viðrœður Washington 2. marz NTB Johnson Bandaríkjaforseti skýrði frá því í dag, að Sov étríkin hefðu fallizt á að ræða ráðstafanir, sem gætu orðið til þess að takmarka vígbún aðarkapphlaupið hvort heldur til sóknar eða varnar með nýj ar kiarnaeldflaugar. Ka’T-ði forsetinn óvænt saman blaða mannafund og skýrði þar frá því, að hann hefði fengið bréf frá Kosygin forsætisráðherra, þar sem hinn síðarnefndi féll ist á tilboð forsetans um við ræður um þetta mál. Viðræðurnar eiga að hefjast í Moskvu og mun sendiherra Bandaríkjanna þar, L. Thomp son verða þar fulltrúi Banda- ríkjanna. Hins vegar gat for- setinn að svo stöddu ekki enn sagt nákvæmlega, hvenær viðræðurnar myndu byrja. Verk eftir Jón Leifs flutt á heimssýningunni Johnson forseti varð fyrst til þess að vekja máls á þessu vandamáli, er hann í hinum árlega boðskap sínum til þjóð arinnar hinn 10. jan. sl. skor- aði á Sovétríkin að hætta við að koma upp varnakerfi eld- flauga gegn fjarstýrðum eld- flaugum og hinn 27. jan. sendi hann bréf þessa efnis til Kosygins forsætisráðherra. Bók eftir Árao Ólo d norsku ÍSLENZKA tónlistin, sem flutt verður á hátíðatónleikum á dag Norðurlanda á Heimssýningunni í Montreal er, verk eftir Jón Leifs, Islands Overture op. 9. Þetta verk hefur m. a. verið flutt af Sinfóníuhljómsveit ís- land undir stjórn Williams Strick lands og komið út á hljómplötu í Bandaríkjunum. Norrænu hátíðatónleikarnir verða í Kanada 8. júní. Sinfóníu hljómsveit Montrealborgar leik- ur undir stjórn Svíans Sixteen Ehrling. Norski píanóleikarinn Riefling leikur einleik og finnska söngkonan Anita Walkki syngur. Verður eingöngu flutt Norðurlandatónlist. BANDARÍSK bifreiðafram- leiðsla minnkaði um 30.2% í fe- brúar miðað við sama mánuð á sl. ári. Framleiðslan í janúar og febrúar í ár nam 1.189.348 bif- reiðum, sem er 393.451 bifreið minna en á sama tima í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.