Morgunblaðið - 03.03.1967, Page 4

Morgunblaðið - 03.03.1967, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967, BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. £,50 á ekinn km. SENDUM (VIAGIMUSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftír lokun simi 40381 sTm' 1-44-44 \mium Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36317. SMIH TÍMA IG FYRIRHOFN c ■—=*b/IAIF/GAM L5&/uyi$r RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 22-1-75 Mei tækifærisverði Bell og Howell 16 mm kvik- myndunarvél, sama sem ónot- uð, með skiptanlegri optik og aukalinsu. Uppl. í síma 19790. GÓLFTCPH WILTOH TEPPADREGLAK TEPP ALAGHIR EFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Simi 11822. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. HafnarsUæti 11 — Sími 19406. jg- Slæm fyrirmynd Lesandi skrifar: Hér í nágrenni Reykjavíkur stendur skáli sem sjö ungir skátar eiga. í þessa byggingu hefir verið varið geysimiklu fé og vinnu, og er þar allt gert mjög vel úr garði. Nú vill svo til, að einhver ómenni hafa átt leið þarna um, og það sem meira er, slíkum mönnum hefur á einhvern hátt tekizt að komast yfir byssu, sem þeir hafa notað til að brjóta rúðurnar í þessum um- talaða skála og unnið fleiri spjöU. Það virðist dæmalaus aulaháttur hjá þessum ómenn- um, að þar sem þeir virðast ekki geta hæft þær skepnur, sem ferðin hefir vafalaust gefið tUefni tU, þá skuli þeir ráðast á eignir manna til að geta sval- að sinni skotfýsn, og liklega mun þetta vera minnimáttar- kennd og öfund, sem brýzt út í mönnum á þennan hátt, og sennilega mun það fróa þeirra veiku sálir að heyra einhvers konóir brothljóð úr skotmark- inu. Nú langar mig tU að varpa fram spurningu til manna, sem slíkan „móral“ hafa, „Hvað mynduð þið gera, ef barn ná- grannans tæki sig tU og bryti sex rúður í íbúð ykk- ar? Mynduð þið vera sælir og ánægðir með slíkan uppvöðslu- hátt? Mynduð þið ekki fara glaðir í huga og kaupa gler fyrir kr. 2.000.00 í næstu gler- verzlun? Myndi ykkur detta í hug að krefja foreldra barnsins inn fjárhæðina? Nú skora ég á þessa menn, sem hér hafa verið að verki að reyna að friða samvizkuna, þ.e. a.s., ef hún er tU, og sýna ein- hvern snefil af manndómi og leggja fram fjögur þúsund krón ur tU undirritaðs tU greiðslu á efni, flutningi og vinnu, því þeir vita sjálfir, hve óhægt er um vik með flutninga á efni til umrædds staðar. Að lokum skal tekið fram, að ekki furða ég mig á, þó víða sé pottur brotinn hjá börnum og unglingum, þegar fullorðnir menn haga sér á þennan hátt, því eins og í upphafi stendur: ,Því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft.“ Haraldur Haraldsson." ^ Hvað eiga foreldrar að gera? Faðir skrifar: ,Kæri Velvakandi! Mig langar að ræða dálítið um áfengisvandamálið, sem ég hygg að flestir séu sammála um, að sé orðið ærið vanda- mál í okkar þjóðfélagi. Ég er einn af þeim mörgu sem fylgd- ust með bindindsdagskránni í sjónvarpinu. Kvikmyndin um reykingar var góð, en mér hefði þótt betra, ef ámóta kvik mynd um afleiðingar drykkju skapar hefði einnig verið sýnd. 1 umræðunum á eftir virtust mér menn skiptast í tvo hópa í afstöðunni til áfengisins. Ann ar hópurinn samanstóð af bind- indismönnum, sem vildu hvetja menn til bindindis. Hinn hóp- urinn taldi áfengið mesta þarfa þing, en það sem bölinu ylli væri röng meðferð þess. Hitt þótti mér dálítið kynlegt, að í þessum hópi var enginn, sem vildi halda uppi vörnum fyrir tóbaksneyzlu, jafnvel þótt þeir væru reykingamenn sjálfir. Hvað snerti tóbaksneyzluna virtust allir sammála um, að algjört bindindi á því sviði væri öllum fyrir beztu. Hvers vegna hafa þeir, sem telja kannski hófdrykkju beztu lausn áfengisbölsins, ekki sömu afstöðu til tóbaks? Ef kennsla í hófdrykkju er bezta aðferðin til að draga úr áfengisbölinu, finnst mér að kennsla í hóf- reykingum og hófíneftöku ætti einnig að vera áhrifaríkasta að- ferðin til að draga úr tóbaks- bölinu. Einn aðili umræðnanna gagn rýndi templara fyrir að vera algjörlega andsnúna áfenginu og að tala aðeins um ókosti þess og að þegja um kostina. Vitnaði hann í orð Sauerbruchs, sem kvað hafa sagt, að áfengi væri eitthvert bezta meðalið til að losa menn úr sálarkreppum. Sami aðili hafði ekki reynt að finna kosti við tóbaksneyzlu, þegar hún var rædd. Mér finnst það líka ákaflega mikið út í jiött að tala um kosti áfengis- neyzlu, ef manni er alvara í að berjast gegn henni. Ég fyrir mitt leyti er þeirr- ar skoðunar, að áfengi sé al- gjörlega óþarft sem neyzluvara og að í því tilliti sé það hættu- legra en tóbak. Því skal ekki neitað, að alkó- hól er nauðsynlegt í iðnaði og er oft áhrifaríkt lyf við ýmS- um kvillum, en samt er það eiturlyf, sem lamar æðri stöðv ar miðtangarkerfisins. Verkja- töflur eins og kódefín er óheim- ilt að afhenda nema gegn lyf- seðli, samt helzt hugsunin ó- brjáluð og menn hafa fulla mælum læknisins um töku sjálfstjórn, ef þeir fylgja fyrir- þeirra. Menn skyldu samt ekki skilja orð mín svo, að ég vilji koma á áfengisbanni. Ég vil að sem flestir hætti áfengisneyzlu af frjálsum vilja og verði þann ig börnum sínum góð fyrir- mynd. Þetta tel ég áhrifaríkast í baráttunni gegn áfengisböl- inu. Ég tel, að kennsla í hóf- drykkju verði aldrei annað en kák eitt, því að hver einstakl- ingur hlýtur að leggja sitt per- sónulega mat á hvað kallast get ur hóf. Það kann að vera satt, að áfengi geti stundum lækn- að sálarkreppur en engum ætti að leyfast að ráðleggja sál arkreppu sjúklingum áfengis- inntöku nema læknum. Ég er einnig hræddur um, að þeir sem ætla að losa sjálfa sig við sálarkreppur með áfengis- neyzlu, skapi í staðinn sálar- kreppur hjá þeim, sem þeir um gangast. Þeir sem eru undir áfengis- áhrifum verða hirðulausir um útlit sitt og lyktin út úr þeim er heldur hvimleið. Líkjast þeir fremur apaköttum en siðuðum mönnum. Ekki fæ ég séð að heilbrigðir menn hafi nokkra ástæðu til að neyta áfengis. Þótt ég telji bindindi það bezta í baráttunni gegn áfeng- isbölinu, tel ég samt hóf- drykkju betri en stjórnlausa drykkju. Sá er bara haengur á, að áfengið tekur burtu höml- ur, og þegar nokkurs magns hefur veirð neytt, er minna um hömlur til að halda aftur af manni. Að lokum vil ég beina spurn ingu til lækna. Hversu marga sjússa af sterku áfengi er ó- hætt að drekka á vínveitinga- húsi til að vera fær um að aka bíl morguninn eftir? Setj- um sem svo að skemmtunin standi til kl 2 og viðkomandi þurfi að mæta til vinnu kl. 8 morguninn eftir. Einhverja slíka viðmiðun þurfa hóf- drykkjumennirnir að hafa. Upp á síðkastið hafa gerzt æ tíðari fregnir af ólátum og óspektum drukkinna unglinga. Þessar fregnir hafa vakið hjá mér ugg, og ég hef hugsað: „Á eitthvað svipað eftir að henda drengina mína, þegar þeir stálp ast?“ Þess vegna tók ég þá ákvörðun sl. sumar að bragða ekki framar áfengi. Kjörorðið ætti að vera: „Reyndu að vera eins og þú viit að barnið þitt verðL“ Virðingarfyllst Faðir.“ SKYINIDILTSALA MIKILL AFSLÁTTUR . — Aðeins í nokkra daga. HAGKAUP Lækjargötu. ALLIAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Enginn vatnskassi Ekkert vatn, sem getur soðið @ Engar lekar vatnshosur ^ Ekkert ryð ^ Engin vatnsdæla ® Enginn frostlögur Engar sprungnar blokkir V.W. 1300 — 50 ha. vél — Kr. 153.800,- V.W. 1500 — 53 ha. vél — Kr. 162.000,- Simi 21240 HEILDVFRZLUNIN HEKLA Laugavegi 170-172 VAvLJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.