Morgunblaðið - 03.03.1967, Qupperneq 32
Lang stærsta
og fjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddaia
en nokkurt annað
íslenzkt blað
FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1967
Mjög víðtæk leit að bátn-
um frá Súðavík í gær
Tvær flugvélar og nærri 20 bátar leituðu við
góð skilyrði —
VÉLBÁTURINN Freyja BA
272 frá Súðavík, sem lýst var
eftir í fyrrakvöld var ekki
kominn fram, er blaðið fór í
prentun í gærkvöldi, en báts-
ins hafði þá verið leitað frá
því í fyrrakvöld. Fjórir bát-
ar leituðu í fyrrinótt og í gær
leituðu tvær flugvélar og
nærri 20 bátar. Á Freyju eru
fjórir menn.
Síðast heyrðist til Freyju kl.
16,30 í fyrradag, en þá mjög
ógreinilega og gæti það bent til
ísingar. í fyrrinótt leituðu
Freyju fjórir bátar, ísafjarðar-
báturinn Hrönn, Heiðrún og Ein-
ar Hálfdáns frá Bolungarvík og
strandferðaskipið Blikur og í
birtingu í gærmorgun leitaði
landhelgisgæzluflugvélin Sif og
flugvé.1 Vesturflugs á ísafirði á-
samt 17 bátum hvaðanæva af
Vestfjörðum. Leitarskilyrði voru
góð.
Freyja mun hafa verið stödd
út af svokölluðum Eldingum,
þegar síðast spurðist til hennar
en kl. 5 var þar NA 8 stiga vind-
ur og blindhríð. Þremur klukku-
stundum síðar hafði hvassviðrið
hert og var þá vindhæðin kom-
in í 9 stig og úrkoma hafði auk-
izt. Frost var á og skyggni ekki
meira en um 100 metrar.
Landhelgisgæzluflugvélin Sif
leitaði úti fyrir öllum Vestfjörð-
um og Vesturflogsflu'gvélin leit-
aði Norðurdjúpið, Jökulfirðina,
í Aðalvík. Leitað var úr landi
þar sem því var við komið.
Fjórir menn eru á bátnum
Björgunarsveitin í Bolungarvík
þræddi ströndina til Skálavíkur,
leitað var á Ingjaldssandi út und
ir Barða og vitavörðurinn á Galt
árvita leitaði 1 umihverfi vitans.
Minni bátar, sem þátt tóku í
leitinni þræddu og strendurnar.
í gær fundust línubelgir í
beina vindstefnu NA frá þeim
stað, sem báturinn gaf síðast
upp. Voru belgirnir í fjörunni við
Galtarvita og báru merki Freyju.
Þá fannst bólfæri, sem ekki
hafði verið vitjað um, sem einn-
ig tilheyrði Freyju og er ein-
sýnt að báturinn hefur ekki fund
ið það í sortanum í fyrradag.
Bólfærið var 7 mílur frá Deild
og 6.4 mílur frá Rit.
1 gær fór veður versnandi á
leitarsvæðinu og var að bvessa,
en veðrið í gær var mjög hent-
ugt til leitar. Bátar voru farn-
ir að tínast inn, þegar blaðið
hafði síðast fréttir af leitinni.
Var þá að koma myrkur og far-
ið að snjóa.
Skipstjóri, sem jafnframt er
eigandi bátsins, er Birgir Benja-
mínsson, kvæntui maður, 3® ára
gamall og á uppkomin stjúp-
börn. Aðrir á bátnum eru Lúð-
vík Guðmund ison, ókvæntur og
innan við bvítugt. Lúðvík er
stjúpsonur Birgis, Páll Halldórs-
son er einhleypur maður 50 ára
að aldri og Jón Þórðarson á unn-
ustu og tvö börn og er 22ija ára.
Freyja hét áður Jón Ben og
var þá gerður út frá Neskaup-
stað, en til Súðavíkur kom hún
fyrir um það bil þremur árum.
Freyja BA 272 frá Súðavík, s em saknað hefur verið frá því
síðdegis í fyrradag og leitað hefur verið að siðan.
2 dage r eftir af
myndasýningu MR
SÝNINGU Listafélags Mennta-
skólans í Reykjavík á högg-
myndum eftir sex íslenzka mynd
höggvara lýkur á laugardags-
kvöldið. Þetta er fyrsta listsýning
hér á landi þar sem eingöngu
eru sýndar höggmyndir.
Þessum myndhöggvurum var
boðin þátttaka í sýningunni og
eiga þeir verk á henni: Ásmundi
Sveinssyni, Sigurjóni Ólafssyni,
Ólöfu Pálsdóttur, Guðmundi
Elíassyni, Jóni Gunnari Árna-
syni. Ennfremur eru á sýning-
unni verk eftir Nínu heitna
Sæmundsson.
Samtals eru 21 listaverk á
þessari sýningu, sem er í ný-
byggingu Menntaskólans við
Bókhlöðustíg. Hún er opin í dag
og á morgun frá kl. 3 til 10 e.h.
Sýningin verður ekki fram-
lengd.
Fólk ætti ekki að láta þessa
sérstæðu sýningu fara fram hjá
sér. Á Listafélag Menntaskólans
þakkir skilið fyrir framtak sitt
til kynningar þessari listgrein.
Sif tók 3 báta
FLUGVÉL Landlhelgis'gæzlumn-
ar, Sif, tók í fyrrakvöld þrjá
báta að meintum ólöglegum veið
um við Eldey. Bátarnir voru
Hildingur VE-3, Gullfaxi GK-
111 og Sæbjörg KE-102, og var
þeim öllum stefnt til heima-
hafna, þar sem mál þeirra verða
tekin fyrir.
Rækjubátur sökk
Áhöfninni, tveim, bjargað af öðrum bát
ísafirði, 2. marz. —
LÍTILL rækjubátur Ver ÍS 108
sökk í ísafjarðardjúpi í dag.
Mannbjörg varð. Báturinn var
staddur nokkuð fyrir innan Arn-
arnes og var að toga út af Hamr-
inum, þegar leki kom að hon-
um. Á bátnum voru tveir menn
Ólafur Rósinkarsson og Ægir
Ólafsson og báðu þeir þegar í
stað um aðstoð hjá rækjubátn-
um Hafdísi og kom hann strax
að og tók Ver í tog.
Lekinn magnaðist óðum og
var innan stundar kominn upp
á miðja vél og yfirgáfu þá þeir
félagar bátinn og komust um
borð í HafdísL Var Ver hafður
áfram í togi og tók skömmu
seinna inn á sig sjó og sökk. Á
Hafdísi eru þeir Árni Magnús-
son og Hjalti Hjaltaeon. — HT.
Aherzla lögö á Vín-
landsf undinn í Montr eal
Yale- og Skálholtskortið í skála Norðurl.
ÞAÐ SEIM fyrst blasir við,
þegar gestir koma inn í hina
sameiginlegu deild Norðurlanda í
skála þeirra á heimssýningunni
í Montreal í Kanada, verður gler
skápur með eftirlíkingum af
tveimur fornum landakortum,
hinu nýfundna og umtalaða Yale
korti og Skálholtskortinu frá
1670 og þeim fylgir stutt frásögn
af ferðum Leifs Eirikssonar og
víkinganna til Grænlands og
Norður-Ameríku. Gunnar J. Frið
riksson skýrði blaðamönnum í
gær frá því hvernig hagað
yrði hinu svokallaða aðaland-
dyri í Norðurlandaskálanum, en
það hefur nú verið útbúið og allt
sem til þarf er á leið vestur
um haf.
Norðurlandaskálinn er sem
kunnugt er á súlum og koma
gestir með færibandi beint upp í
þennan aðalsal á 1. hæð, sem er
sameiginlegur fyrir löndin fimm.
Þegar inn er komið er fyrir upp-
lýsingadeild við langt borð og að
baki kort af Norðurlöndunum á
upplýstum glervegg. Þarna verð-
ur til upplýsinga fólk frá Norður
löndum og þar verður útbýtt
sameiginlegum bæklingum um
Norðurlönd, um skálann og það
sem þar er að sjá og ferðabækl-
ingum fyrir þá, sem áhuga hafa.
Auk skápsins með hinum
gömlu kortum er annar með lík-
ani af Osebergs-víkingaskipinu
frá Noregi. Og á veggnum sem
fjærst er, blasir við upphleypt
kort af Norðurhveli með Norður-
löndum og Norður-Ameríku, gert
úr kopar. Sýnir það glöggt hina
landfræðilegu stöðu Norð-
urlanda miðað við Kanada.
Er sem sagt lögð mikil áherzla
á fund Vínlands og afstöðuna
milli landanna. Og til frekari
áréttingar gefur íslenzka póst-
stjórnin út frímerki á Norður-
landadaginn með Skálholtskort-
inu, sem þarna er sýnt, en það
gerði Sigurður Stefánsson í
Skálholti um 1570, sem kunnugt
er,
Einnig verður þarna f skálan-
um hægt að fá bækur keyptar,
fyrir þá sem álhuga hafa og
verða þar m.a. Vínlands-
saga og Eiríkssaga ra-uða, forn-
sögur, skáldsögur og ferða-bækur
frá íslandi, en hver þjóð má
ekki fara fram úr 20 bókatitlum.
Litaspil á stemningsmyndum
Vinstra megin i salnum verða
Framh. á bls. 31
Vélarnar enn á
Grænlandsjökli
BJÖRGUNARMÖNNUNUM
bandarísku sem fóru til að
bjarga flugmanninum af Aero
Commander vélinni var bjargað
af þyrlu í fyrradag. Þeir gátu
ekki hafið vél sína til flugs
aftur þar sem skíði brotnaði í
lendingu. Einkaflugmaðurinn
var ómeiddur með öllu, en hins
vegar nokkuð kalinn enda mikill
kuldi á jöklinum. Viðgerðar-
sveit átti að fara á staðinn í gær
til að skipta um skíði, en eftir
síðustu fréttum sem blaðið fékk
mun ekki hafa tekizt að ljúka
viðgerðinni og vélin því enn á
jöklinum.
Sjö þingmenn SjálfstæÖisflokksins leggja til:
STOFNSETT VERÐIFISKIMALARAD
500 lestir af loðnu
Akranesi 2. marz:
Loðnuveiðararnir Reykjaborg
með 290 lestir og Hafrún með
200 lestir lönduðu hér í nótt í
fiskmjölsverksmiðjuna og héldu
aftur til veiða suður fyrir land.
Sigurborg landaði 13 lestum
af netafiski eftir tvær umvitj-
anir. Línubátarnir Ásmundur,
Ver og Reynir fiskuðu eina til
fimm lestir. Þeir fengu slæmt sjó
veður. Allir bátar eru úti á mið-
unum í dag í betra veðri.
Bakkafoss landar hér efni í
uppbyggingu olíustöðvarinnar í
Hvalfirði.
sem móti heildarstefnu í sjávarútvegs- fisk-
iðnaðar- og markaðsmálum
S J Ö Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Matthías
Bjarnason, Pétur Sigurðsson,
Sverrir Júlíusson, Sigurður
Ágústsson, Jónas G. Rafnar,
Jónas Pétursson, Óskar E.
Levy og Sigurður Bjarnason
hafa lagt fram á Alþingi frv.
til laga um síofnun Fiski-
málaráðs.
Fiskimálaráð skal skv. frv.
beita sér fyrir samvinnu allra
aðila sem hlut eiga að máli
um mótun heildarstefnu í
uppbyggingu sjávarútvegsins
og í markaðsmálum. Við upp-
byggingu fiskiskipastólsins
skal við það miðað, að fjöl-
breytni verði í útgerð lands-
manna og eðlilegt jafnvægi
milli hinna mismunandi út-
gerðargreina, svo tryggð
verði eftir föngum hráefnis-
öflun til fiskiðnaðarins. Við
uppbyggingu fiskvinnslu- og
fiskiðnaðarfyrirtækja skal til
lit tekið til æskilegrar dreif-
ingar fyrirtækjanna og við
það miðað að afkastageta
þeirra sé hæfileg með hlið-
sjón af mögulegri hráefnis-
öflun. Ennfremur skal Fiski-
málaráð hafa forgöngu um
markaðsrannsóknir og skipu-
legar aðgerðir til öflunar
nýrra markaða fyrir sjávar-
afurðir svo og um framleiðslu
nýrra vörutegunda.
Skv. frv. er lagt til, að eft-
irtaldir aðilar eigi fulltrúa í
Fiskimálaráði undir forsæti
sjávarútvegsmálaráðherra:
LÍU, FÍB, Sjómannasamband
íslands, Farmanna- og fiski-
mannasambandið, ASÍ, SH,
Sjávarafurðadeild SÍS, SÍF,
Síldarútvegsnefnd, Félag ísl.
fiskimjölsframleiðenda, Fél.
ísl. niðursuðuverksmiðja,
Seðlabanki íslands, Fiskveiða
sjóður, Fiskimálasjóður, Efna
hagsstofnunin, Fiskifélag ís-
lands. Hér fer á eftir í heild
greinargerð frv.
Með frumvarpi þessu er lagt
til að stofnað verði Fiskimála-
Fram-h. á bls. 21