Morgunblaðið - 09.03.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1967.
17
Auösæjar skýringar
JHULINN HEIMUR" heitir bók,
sem ég las nýlega, og er þar um
að ræða 44 stuttar frásögur af
ýmiskonar furðulegum fyrirbær-
um. En þótt fyrirbæri þessi séu
víst talin óskilin eða jafnvel
úskýranleg, þá get ég ekki betur
»éð en eðli sumra þeirra liggi al-
veg ljótst fyrir. Þannig segir í
fyrsta þætti frá atviki, draumi,
aem skýrist til fulls með því að
gera ráð fyrir skynjanafl-utningi
manna á milli, en siíkt er vitan-
lega alveg eins hugsanlegt og
tugsanaflutningur, sem fræði-
nenn eru nú farnir að viður-
kenna. Segir þarna frá því, að
blaðamaður nokkur í Boston lif-
ir það upp í draumi, sem þá á
stundinni var að gerast hinu-
megin Kyrrahafsins. Og þetta,
•em blaðamaðua-inn lifði í svefn-
inum, var hvorki meira né
minna »n hið stórkostiega eld-
gos, þegar Krakatoa sprakk í
loft upp. Skrifaði biaðamaðurinn
þennan draum sinn, sem kailað-
w er þarna martröð, undir eins
•g hann vaknaði, og til þess nú
að engin renging geti komizt hér
að eða grunur um, að draumur-
inn hafi verið búinn til eftir á,
þá vildi svo óliappalega til, fyr-
ir blaðamanninn, að draumur
bans var í ógáti birtur sem raun
veruleg frétt í blaði því, sem
hann starfaði við. Lá við í bili,
að honum yrði fyrir þetta vikið
frá starfi sínu þar, því að fyrst
•ftir þessa frétt hans var ekki
annað vitað en hún væri stað-
lausir stafir. En eins og bráðlega
fór að koma í ljóa vegna áhrifa
frá hinni miklu gossprengingu
•g svo af fréttum, sem tóku að
berast, varð raunin önnur, enda
•nerist þá brátt ti'l hins betra fyr-
ir blaðamanninum.
Eins og ég sagði, þá má það
heita alveg auðsætt, að draum-
ur þessi hefur orðið til fyrir
skynjanaflutning frá einhverj-
um, sem raunverulega lifði hinn
hrikalega attourð. í rauninni get-
ur engin önnur skýring komið
þar til greina. En þegar komið
er á þá skilningsleið, að draum-
ur eins geti verið vökulíf ann-
ars, þá fer að blasa við, hver
muni geta verið undirrót fjöl-
margra drauma annarra. Að vísu
ætti það að liggja alveg ljóst
fyrir, að draumskynjanir manna
geti ekki orðið til á annan hátt
en þennan, því að í rauninni hef
ir aldrei verið sýnt fram á,
hvernig sofandi maður geti búið
sér þær til sjálfur. En hvort
sem menn gera sér það ljóst eða
ekki, að þeir geti ekki fremur
í svefni en vöku látið sig sjá
hugrenningar sínar eins 0g hluti
eða staði, þá ætti ekki að geta
verið um það að villast, að
draumvitneskja pólsku stúlkunn-
ar um unnusta sinn, sem sagt
er frá í 26. þætti bókarinnar, hef
ur eins og vitneskja blaðamanns-
ins verið komið henni fynr
samiband, og er svo reyndar um
hinar aðrar draumasögur þarna.
Að sjálfsögðu hlýtur það einnig
að vera fyrir samband, ef menn
í vöku fá hugboð eða öðlast
vitneskju það, sem þeir enga að-
stöðu höfðu tii að afl« sér vitn-
esju um sjálfir, og er ennfremur
þarna sagt frá nokkrum dæm-
um um slíkt. Og hvað á rrvaður
þá að hugsa um þáttinn „Endur-
holdgun", sem svo er nefndur.
Ég get ekki betur séð en að það
sé ákaflega miklum mun skyn-
samlegra að ætla, að þar hefði
verið um sambandsástand að
ræða en ekki endurburð. Er þar
þess fyrst að gæta, að endur-
burður, sem í þessu sambandi er
miklu betra orð en endubhold-
gun, er frá sjónarmiði erðafræð-
innar og annarrar náttúrufræði-
legrar hugsunar alveg óhugsan-
legur. En svo er hitt að auki, að
frásagan bendir eindregið til
hins fyrrnefnda. Undir eins í
bernsku er sagt, að litla stúlkan,
sem þóttist hafa lifað áður, hafi
farið einförum og talað við sjálfa
sig eins og hún væri umkringd
fjölda af fólki. Gefur slíkt ástæðu
til að ætla, að hún hafi þá ekki
þóttzt vera ein fremur en þeir
þykjast vera það, sem kallaðir
eru skyggnir og ekki alveg með
réttu, því að vitanlega sjá þeir í
sínu skyggniástandi ekki með
eigin augum fremur en sofandi
maður draumaveröld sína. Og
hvernig hefði hún líka átt að
geta örðuvísi en fyrir samband
fylgzt með öllu á leið sinni til
manns þess, sem hún taldi sig
hafa verið gifta í fyrra jarðlífi,
eftir að bundið hafði verið fyrir
augu hennar, því að auðvitað hef
ir hún þá ekki getað slikt af
eigin rammleik, hversu kunnug
sem hún hefði þar verið. En í
stað þess, að sambandsvera
blaðamannsins virðist aðallega
hafa verið einhver af íbúum
gossvæðisins þarna austur frá
við eyna Jövu og því enn á lífi,
hefir sambandsvera stúlkunnar
litlu verið kona, sem ekki var
lengur meðal ibúa þessarar
jarðar.
Ekki veit ég, hvort menn gera
sér það yfirleitt ljóst, hve margt
væri nú á huldu, ef ekki væri
vitað um neina staði fyrir utan
jörðina. Væri ekki vitað, að
sól og tungl ásamt hinum ótölu-
lega grúa stjarnanna eru raun-
veruliegir staðir og væri ekki
vitað af áhrifum þeirra á jörð-
ina, þá vantaði möguleikana til
skilnings á undirrót nálega allra
fyrirbæn'a á yfirbocði jarðar-
innar. Hvaða grein gæti maður
t.d. gert sér fyrir orsökum flóðs
og fjöru, eða þá undirrót storma
og storma og strauma, etf ekki
væri vitað af sambandi jarðar-
innar við sól og tungl eða þá
það alls'herjarsamband, sem
hreyfing stjarnanna byggist á.
En skyldi þá ekki einnig vera
ástæða til að ætla, að það kunni
vera af vöntun á einihverju til-
svarandi því, sem þegar hefir þó
áunnizt í heimsfræði, að sumt
það, sem varðar lifið á jörðinni,
er annaðhvort ranglega skilið
eða ekki. — Eins og kunnugt er,
þá hafa að vísu sumir hinir vitr-
ustu menn jarðarinnar ekki ein-
ungis gert sér ljósan mikilleik
Ég trúði einu sinni á Guð. En þegar móðir min fórst
í hílslysi, þá áleit ég, að slíkur Guð væri ekki verður
trúnaðar mins og traustá. Nú er ég guðleysingi, og ef-
inn er trúnni skynsamlegri. Ég ímynda mér, að þúsund
ir líkist mér.
JÁ, ég er hrædduc um, að talsvert nvargir líkist yð-
ur í því að áWta, að trúin á Guð sé eins konar töfra-
máttur, sem veiti ónæmi fyrir vonbrigðum, sorg og
vanda.
Frederick Maurice skrifaði um Thomas Carlyle:
„Hann áleit Guð Hfa fram að andláti OWvers Crom-
well“. Eins og þér trúði hann á Guð, þar til áhuga-
mál hans var tekið burfcu, og þá sneiddi hann hjá
Guði með því að lýsa því yfir, að hann hefði ekki
meiri not fyrir hann.
Sumt fólk tekur Guð sem persónu, sem nota
skyldi til hins og þessa. Hann er „snilUngur“, þjónn
og vi'kadrengur. En þegar móti blæs, kenna þeir hon-
um ÖW sín vandræði og eyða honum eins og ísraels-
menn til forna fórnuðu höfrunum, sem báru syndir
þeirra. í einni dómkirkju Englands er failegur gkiggfi.
Glugga þennan bjó snjall Wstamaður úr glerbrotum,
sem annar listamaður hafði hent. Þetta er dæmigert
Wfið. Vegna trúar sinnar á Guð getur sumt fólk tekið
dreifð brotin í Wfinu og gert eitfchvað fal'legt og elsku-
legt úr þeim. Aðrir eru eins og þér og sjá ekkert
nokkuirs virði og læra ekkert af óhöppum lífsins.
stjörnuheimsins, heldur einnig
látið sig dreyma um, að á ótal
sfcöðum öðrum en þessari jörð
séu lifendur og sumstaðar
lengra komnir á þroskabraut ;n
hér þekkist. En væri nú farið að
horfa út frá ekki einungis þessu,
að víðar sé líf en hér, heldur
einnig því, að lífsamiband eigi
sér stað á milli lííheima allra
jarða, eins og framlhald þess
skilningis, sem vikið var að á
eðli drauma, leiðir örugglega, að
þá mundi einnig hinni lílffræði-
legu þoku fara að létta af, og
skal nú aftur vikið að nokkrum
þáttum umræddrar bókar.
,,Er mögulegt að mannleg vera
geti bókstaflega horfið af yfir-
borði jarðar í viðurvist sjónar-
Framihald á bls. 21
Páll Kolka skrifar um þann mikla mun, sem er bæði á líkamlegri og sálarlegri
gerð manna — um umræður þær, sem hafa orðið um helgisiði þjóðkirkjunn-
ar — og þær tilraunir, sem gerðar haf a verið „til að vekja að nýju upp ófrjótt
trúfræðiþref aldamótaskeiðsins“.
FLESTIR munu hafa heyrt þess
getið, að fingraför glæpamanna
geta komið upp um þá, enda
•r það talið vísindalega sannað,
•8 engir tveir menn hafi ná-
kvæmlega sömu gerð eða víindi
á skinni fingurgóma sinna. í>á
hafa margir heyrt talað um
blóðflokkun og þar með, að blóð-
gjöf úr réttum blóðflokki getur
bjargað lífi manna, en ef blóð-
ftokkur blóðgjafans er ekki við-
•igandi, getur blóðgjöfin drepið
mann. Allir kannast við ofnærni,
lem er mjög mismunandi eftir
efiu og mönnum, svo að það
lyf, sem er einum heilsugjafi,
getur verið öðrum banvænt eit-
ur.
Mörgum gengur verr að átta
sig á því, að svo er margt sinnið
æm skinnið, og að engir tveir
menn eru nákvæmlega eins að
•ndiegum eiginleikum og skap-
gerð, en þar koma bæði til greina
erfðir og menningaráhrif. Sumir
menn eru svo tónnæmir, að þeir
læra allflákin hljómlistarverk
Við að heyra farið með þau
einu sinni, en öðrum veitist erf-
itt að greina á milli Gamla Nóa
og Yfir kaldan eyðisand. Sumir
hafa mjög næman smekk fyrir
litum í náttúrunni eða á lérefti
listamanns, aðrir eru litbiindir.
l»á eru suniir trúhneigðir, finna
til ábyrgðar gagnvart meðbræðr
utn sínum og tengsla við huljn
máttarvöld, að sínu leyti eins og
fruma í lifandi líkama. Aðrir
finna ekki til þessarar álbyrgðar
né tengsla frekar en einfruma
akólpdýr í forarpol'lL
Flokkun manna eftir skapgerð
og andlegum eiginieikuim er
miklu skemmra á veg komin en
bióðflokkun, en það má þó full-
yrða, að allar tilaunir til að
steypa alla í sama mót eru óþol-
andi ofbeldi og misþyrming á
mannlegu eðli. Gildir það jafnt
' « )rt sem slík „Gleiohschaltung“
eoa samkúgun er viðböfð í
stjórnimálum, uppeldismálum,
list eða trúmálum, og á jafnt við
hvort sem slíkt valdboð kemur
ofan að, frá einræðisherrum, eða
neðan að, frá skrílhreyfingu
eins og Kú-klúx-klan, sem hefur
svertingja, gyðinga og kaþólska
menn sem grýlur á hleypidóma-
fullan lýð. Þessi óhugnanlega
þröngsýni hefur skotið upp
skollahaus sínum hér á landi á
síðustu mánuðum í umræðum
um innihald og ytra form guðs-
þjónustugerða þjóðkirkjunnar,
þar sem þeir prestar eru sakað-
ir um kaþólskt tildur, sem vilja
viðhalda nokkru meiri viðhöfn
við tíðagerð en hér tíðkaðist á
öldum öóbirgðar og eymdar.
Þetta er að vísu nokkuð skilj-
ánlegt með þá, sem biðja Gúð
að „hindra páfans og Tyrkjans
morð“, eins og stendur í einum
sálmi hins lútherska fétttrúnað-
ar frá 17. öld. Það er öllu und-
ariegra með hina, sem telja tsig
frjálsl'ynda, en hér á landi ból-
ar nokkuð á því öíughverfa
frjálslyndi, sem ekki getur séð
aðra í friði með trúarskoðanir
sínar né helgiathafnir. Þessi sam
eiginlega tangarsókn öfgamanna
frá hægri og vinstr'i beinist þó
einkum gegn þeim mönnum, sem
hlotið hafa það hnoss að vera
kosnir biskupar, og hefur það
vakið hjá allmörgum grun um
að, að hér sé ekki eingöngu um
heilaga vandlætingu að ræða,
béldur einnig um særðan metn-
að og persónuleg vonbrigði.
D
ÉG H'EF verið við helgiathafnir
hjá ýmsum ólikum deildum
kristinnar kirkju, allt frá kardí-
nálamessu í kaþólskri dómkirkju
til guðsþjónustu í lítilli kirkju,
„Ghurch of the Strangers“, þar
sem presturinn var klæddur ljós
um jakkafötum. Ég hef kunnað
vel við mig á þessum ólíku stöð-
um, og fundið mig í því mikla
bræðralagi, sem trúir á Krist
sem ímynd hins ósýnilega Guðs,
svo að notuð sé skilgreining eins
mesta andans manns allra alda,
Páls postula. Ein af þeim hug-
næmustu athöfnum þessarar teg-
undar tel ég þó sjónvarpsmessu
biskups siðasta aðfangadags-
kvöld. Frá sjónvarpsins hálfu var
allur útbúnaður einfaldur og
smekklegur, ungu guðfræðinem-
arnir sungu hátíðasöngva síra
Bjarna Þorsteinssonar einradd-
að og án allrar tilgerðar og
ræða biskups var innileg, eins
og honum er lagið. Áhrifamest
var þó stólbænin eftir predik-
unina, þegar hann bað fyrir
þessu nýja tæki, sjónvarpinu, að
það yrði notað þjóðinni til
þroska og blessunar, en á eftir
hverjum lið bænarinnar hafði
hann nokkra þögn, svo að þátt-
takendum í þessari helgiafchöfn
gæfist tími til hljóðrar bænar
fyrir þeim sjúkum og syrgjend-
um, sem hver og einn hafði helzt
í huga. Ég teldi vel farið, að
prestar tækju þennan sið upp í
stað þess að hyljá bænina í belg
og biðu. Mér fannst ég skynja
bak við þéssa fýrstu hátíða-
messu sjónvarpsins tregablandin
tón, enda býst ég við að hugur
margra hafi leitað til syrgjandi
ekkna og grátinna barna í Hnífs-
dal, þar sem síðusta vonin um
heimkomu ástvina þeirra hafði
brostið um það leyti sem jóla-
hátíðin var að ganga í garð. Ég
tel mig eftir 40 ára læknisstarf
ekki uppnæmari fyrir voveifleg-
um atburðum en gengur og ger-
ist, en ef tii vill hef ég verið
næmari fyrir þessu hörmulega
sjóslysi en ýmsir aðrir fyrir þá
sök, að ég minntist svipaðra at-
burða frá 12 ára starfi mínu
meðal sjómanna og aðstandenda
þeirra í stærstu verstöð lands-
ins.
Ég hef sjaldan orðið meira
undrandi en þegar þessi ein-
falda og áhrifami'kla helgistund
var notuð til gífuryrtra og ó-
smekklegra árása á biskup lands-
ins. Var honum einkum fundið
til foráttu það tvennt, að hann
skyldi skrýðast kórkápu, sem er
að vísu embættisbúnaður bisk-
upa við hátíðlegar athafnir víð-
ast hvar um kristin heim, og í
öðru lagi, að hann skyldi ekki
láta guðfræðingana syngja fjörug
dægurlög, sennilega í hluttekn-
ingarskyni við Hnífsdaelinga.
□
BLrNDUR átrúnaður á hekn-
spekileg kreddukerfi, upprunin
á 16. og 19. öld og kirkju Krists
fjandsamleg, hafa átt sinn þátt
i styrjöldum, fangabúðum,
fjöldamorðum og öðrum ófarn-
aði þeirarr 20. Það ar því merki-
legt tímanna tákn, að ýimisih
kommúnisfcar, austan járntjalds
og vestan, eru að byrja að átta
sig á menningarlegri og þjóðfé»
lagslegri þýðingu kirkjunnar.
Einn þeirra er Björn Þorsteins-
son, sem bæði hefur til að bera
það sögulega þrjvíddarskyn og
þann heiðarleik, sem er hverj-
um sagnfræðingi nauðsynlégur. í
nýútkominni íslandssögu sinni
leggur hann hvað eftir annað
aherzlu á það, að miðaldakirkj-
an forðaði menningararfi forn-
aldarinnar frá glötun og lagði
jafnframt grundvöllinn að and-'
legri menningu nútímans. Að því
er ísland snertir, segir hann
orðrétt (bls. 180), „það voru
kirkjunnar menn, sem lögðu
grunninn að íslenzkri hámenn-
ingu miðalda". Án þeirrar há-
menningar ættum við ekki forn-
bókmenntir ok'kar, samfellda
sögu né elztu þjóðtungu Evrópu.
Án þessa skilnings á hlutverki
heilagrar kirkju eru allar sagn-
fræðirannsóknir 150 ár á eftir
tímanum að dómi Björns. Mér
er ánægja að bæta því við, að
læknar hafa með rannsóknum
á sögu vísindagreinar sinnar lagfc
drjúgan skerf til þessa skilnings.
Hinu má ekki heldur gleyma, að
lútherska þjóðkirkjan átti sinn
þátt í því að halda uppi mót-
stöðubreki þjóðarinnar í þeim
mestu hörmungum, sem yfir
hana hafa gengið.
Sú alþjóðahyggja, sem metur
manngildi ekki eftir litarhætti
eða kynþáttum og birtist nú m.a.
í herferð gegn hungri og fá-
fræði, er runnin úr skauti heil-
agrar kirkju. Stærsta verkefoi
hennar er nú, eins og fram kem-
ur í Alkirkjuhreyfingunni. að
losa sig við ófrjótt trúfræðiþioí
aldamótaskeiðsins, sem einstakm
Framhald á bls. 19.