Morgunblaðið - 09.03.1967, Side 28
28
MORGUN BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1967.
Sögulegt
sumarfrí
r eftir Stephen
Ransome
— Það sem þú hefur gert,
Kerry, er efcki beinlínis rangt —
það er að segja, ef þú vilt fá út-
komu, sem þér er sama, hverjum
verði til meins. En gallinn er
bara sá, að þetta hefur leitt þig í
öfuga átt við þá, sem þú vildir
fara. í staðinn fyrir að hreinsa
Brad af þessu, hefur það orðið
til þess að vekja grun gegn hon-
um. Gegn Brad en engum öðr-
um.
Hún lokaði augunum.
klemmdi saman varirnar og tók
svo að kalla sjálfa sig öllum ill-
un nöfn usm.
— Og það er þetta, sem ég hef
verið að vara þig við frá upp-
hafi. Bf þú leysir gátuna rétt og
með glæsibrag, getur það orðið
Brad til falls. Hefur þér aldrei
dottið í hug, að hann gæti verið
raunverulega sekur?
— Nei, aldrei, svaraði Kerry
einibeittlega. — aldrei eitt augna
blik. Er það hugsanlegt, Steve,
að þú haldir það?
— Nei, að minnsta kosti ekki
enn. Gott og vel. Við skulum
fealda áfram að telja hann sak-
lausan. En hvað annað getuin
við þá 'haldið, sem geti útskýrt
þetta allt? Einn möguleikinn er
hreint atvikasamband — atvik,
sem hlaðast að 'honum, svo að
sjaldgæft má telja, ef saklaus
maður á í hlut. Annar mögu-
leiki er eitthvert djöfullegt ráða-
brugg — að eimhver annar mað-
ur sé að reyna að gera hann
grunsamlegan. En hvað sem það
nú kann að vera, þá er það
þyngst á metunum, að hann er
fyrst og fremst sitt eigið fórnar-
lamb — honum finnst að hann
verði að fórna sjálfum sér.
— En fyrir hvað? H'vað er
hugsanlegt, að geti gert þetta til-
vinnandi?
— I>að vill hann ekki segja
mér, en það er áreiðanlega eitt-
hvað, og við getuim ekki eytt
tima í að pína það út úr hon-
uim. Hann veitir áreiðanlega mót
stöðu og við verðum að ganga
hart að honum.
— Ég er til í það, sagði Kerry.
— Hvenær eigum við að byrja?
— Nú strax. Þú skalt leggja í
hann fyrst. Segja honum berum
orðum hvað þú hafir séð í nótt
— alla söguna. Segja honum, að
ég viti það lika. Sýna honum
saumaskapinn á síðunni á þér,
hvernig þú hafii fengið hann og
hvað ihann þýði. Einhver morð-
ingi gengur laus, og þú sért
hrædd um, að þú verðir næst *yr
ir barðinu á honum. Leggðu
áherzlu á það og gerðu hann
hræddan. Píndu út úr honum
alla söguna — sama hvernig þú
ferð að því.
Kerry tautaði: — Ég skal hafa
hana út úr honum, þó það kosti
líf mitt. Svo sneri hún til dv;-
anna........
Hún fann bróður sinn í vinnu-
stofunni, en hún réðst ekki ein
að honum Glenda fór með henni
og báðar voru æstar. Nú eru þær
að fást við hann.
En á meðan hef ég skipað
sjálfum mér í leynilega sendi-
ferð. Beri hún árangur, hef eg
öll spilin á hendinni.
21. kafli.
Kl. 8.10 e.'h. Orðið dimmt.
Þegar ég hafði slökkt á segui-
bandinu og fundið — mér t:l
engrar furðu — að ég var að
verða uppiskroppa með bönd —
fór ég út úr húsinu.
Úti við kjúklingagarðana var
Hawley eittihvað að moka, diinm
ur á svipinn. Hann var að moka
ofan í þessa örlagaríku gryfju —
og líklega hefur hann verið að
hugsa um, hversu oft hann væn
búinn að ganga yfir gröf Evvie,
við vinnu sína.
En ég fyrir mitt leyti var að
brjóta heilann um það, hvaoa
áhrif við Glenda og Kerry mund
um hafa á kviðdómarana, ef pað
væri pínt út úr okkur, að við
hefðum öll haft nokkra hug-
mynd um, hvar Evvie væri graf-
ið. Og þetta mundi setja okku-
Q Q ❖❖❖*!♦❖❖❖❖❖♦!
❖❖❖❖❖❖❖❖❖♦! LJ ❖❖❖❖❖❖❖♦•♦❖♦!
tvo kosti; annað hvort að játa
þessa vitneskju okkar, öll í em-
um hóp, eða þá að sverja rang-
an eið í sameiningu.
Ég skildi Hawley eftir einan
við vinnu sína og gekk yfir gras
blettinn og þennan sama vel
þekkta stíg, sem við Kerry hóíð
um gengið í gærmorgun.
Sólin stóð lágt yfir hinum
virðulegu^ álmtrjám Martins
dómara. Ég gekk hægt gegn um
garðinn og að bakhliðinni á hinu
hvíta, glæsilega húsi og leit til
beggja hliða, eins og maður, sem
er að flækjast einhversstaðar í
óleyfi —: sem ég líka var.
Ég fullvissaði mig um, að eng
inn sæi mig og gekk síðan að
kjallaradyrunum. Ég minntist
pess ek'ki að hafa nokkurntíma
komið að þeim dyrum læstum
— og það voru þær heldur ekki
niú.
Rétt innan við dyrnar var fjöi
á klökuðum veggnum, og þar
í skáp var straumtaflan, þar sem
öll öryggin fyrir allt húsið voru,
ásamt mörgum slökkvurum, þar
á meðal var aðalslökkvarinn og
svo annar fyrir olíukyndinguna
og sá þriðji fyrir vatnsdæluna.
Og svo var sá fjórði, dálítið
lengra frá og hann var fyrir
naustið.
Ég opnaði lokið varlega. Jú,
það stóð heima. Slökkvarinn var
á, en annar vartappinn bilaður.
Hann hafði auðvitað bilað, þeg-
ar ég steig á vírinn með straumn
um á.
Ég tók tappann úr og fann smá
pening undir honum. Það var
hættulegur útbúnaður. Og þetta
var líka hættuleg uppgötvun.
Ein'hver, sem hafði ekki haft
neinn nýjan tappa, hafði setl
þetta í þann bilaða, til þess að
naustið fengi straum.
Þarna var þá einhver, bak við
lokuðu gluggana, sem kunni
myrkrinu illa.
Ég skrúfaði tappann fast í aft-
ur og gekk svo út úr kjallara
Martins dómara, og gegn um
garðinn og hafði lokið erindi
mínu og það var nú ekki lengur
neitt smáræði.
Þegar ég kom inn í vinnustof-
una, tók Kerry við mér með
hrokaskömmum. Bölvaður ekki
sens þverhausinn þinn, alveg
gæti ég flengt þig!
Meira að segja var Glenda
sjálfri sér ólík, því að hún virt-
ist vera í eitthvað álíka skapi.
— Og ég skal halda honum á
meðan. Og þegar þú ert orðm
þreytt, heldurðu honum fyrir
I mig.
| Herbergið var allt fullt af
I vindlingareyk. Brad sat í stól
eins og einhvers ræfill, sigin-
axla og álútur — augsýnilega
í úlfakreppu. Bæði konan hans
og systirin 'hömuðust á honum
eins og veiðihundar á uppgefn-
um birni — en sýnilega var
hann sarnt enn ekki orðinn upp-
gefinn.
— Hann situr þarna hreyf ng-
arlaus og móðgar okkur, sagði
Kerry og blés út úr sér re /k
rétt eins og innyflin ,í henni
stæðu í báli. — Hann reyndi
meira að segja að múta okkur
með langri sjóferð — og he’zt
sem lengstri.
Glenda bætti við meinfýsri'g-
lega: — Það var nú nokkuð fyr-
ir mig. Ég væri líklega vísust til
að þeytast kring um hnöttiim,
meðan verið væri að pína mann-
inn minn fyrir morð.
Brad urraði eitthvað lengst
niðri í kverkuim. Þessar kvens-
ur vilja ekki skilja neitt. Ég víl
halda þeim utan við þetta, af
því að það er sjálfum þeim fvr-
ir beztu, það er allt og'sumt. Og
svo öskra þær að mér, eins ug
ég sé eiruhver óþverri.
— Stúlkurnar hafa sýnilega
öfug áhrif á þig, sagði ég. — Þær
vekja hjá þér riddaramennsku,
eða hvað það nú er. Farið þið
nú báðar og venð þið þægar, og
meðan þið eruð að jafna ykkur
fyrir næstu atlögu ætla ég að
sansa þennan bölvaðan þvar-
haus.
Þær hreyttu út úr sér einhverj
um ónotum áður en þær sýndu
sig líklegar til að fara þó ekKi
væri nema inn í húsið. Kerry
stanzaði í dyrunum og illskan
skein enn út úr augum hennar.
— Hann er búinn að játa eitt,
Steve. Bara eitt. ef það þá er
teljandi. Hann þykist muna
óljóst eftir því að hafa einu sinni
leigt McNeary sem einkaspæjara
— en er þó ekki alveg viss um,
að það sé sami maðurinn. Þetta
var fyrir svo mórgum árum og
hann man ekki, hvað mörgum.
Samt er hann alveg viss um, að
það hafi ekki staðið í neinu sam-
bandi við Evvie — hvorki þá né
nú.
Svo fór hún út og skellti hurð
inni og útganga hennar mimíi
mest á Miles þegar hann vand-
aði sig sem mest.
Brad sat kyrr. Hann var
þreytulegur og gætti mín vel
með augunum. Líklega var hon-
uim nú álíka innanbrjósts og Ses
ari, áður en Brútus stakk hann
með hnífnum.
— Bf þú manst ekki almenni-
lega, hvenær þú leigðir hann
McNeary eða til hvers, þá get
ég víst getið nokkuð nákvæan-
lega upp á því.
— Nei, vertiu ekki að því,
Steve, sagði Brad, dauflega.
— Gott og vel, en þó ekki
nema í bili, meðan þú býrð pig
undir að viðurkenna, að ég hef
á réttu að standa. Hann sendi
mér ögrandi augnatillit en ég lét
eins og ég sæi það ekki. en
spurði: — Fundust peningarmr
þínir á líki McNearys?
— Þatf veit ég ekki, svaraði
Brad, — en hann tók við þeim.
— Fyrir hvað varstu að greiða
honum?
— Fjarveru hans. Ég lét hann
hafa þrjú hundruð og sextíu
dali, til að byrja með, því að
meira gat ég ekki náð í haad-
bært.
— Það er nú ekki nema
hænsnamatur fyrir duglegan
fjárkúgara. Þú vissir, að þú
mundir þurfa að blæða betur,
var það ekki?
— Ég sagði honum, að þetta
væri bara ferðakostnaðurinn
hans — og ég skyldi senda hon-
um meira, eftir að hann væri
farinn. En hann neitaði að fara
,,með afslætti“, eins og hann
orðaði það.
— Svo að hann varð þá að
fara án afsláttar, en var hins
vegar sleginn af. Mundirðu eft-
ir að taka af honum peningana,
áður en þú fleygðir honum i
ána?
Brad hleypti brúnum. — Ég
er nú ekki í sem beztu standi til
þess að meta fyndina þína,
Steve.
— Það er ég heldur ekki. Mér
er fúlasta alvar.a. En ettu að
segja mér satt, Brad? Geturbu
horft í augun í n.ér og fuilyri.
að þú hafir ekki cá epið hann?
Roði steig upp i andlitið á h > n
um. — Geturðu hngsað þér mig
skera mann á háis?
— Segðu mér að þú haíir
ekki drepið hann. .
— Ég drap hann ekki, Steve.
— Þú skildir þá við hann lif
andi?
— Já, það gerði ég.
— Gott, þá var það þannig.
Veit Walker af þessu?
— Ég hef ekki sagt honum
það.
— Gerðu það þá ekkii fyrr en
þú ert búinn að fá ráðleggingar
Dicks. Walker er enn saksókn-
ari og þetta er að verða æ meira
réttvísinnar mál. Vinátta Walk-
ers getur ekki lengur komið fcér
að neinu gagni. Hann verður að
hugsa um manno'.ðið sitt.
— Hann er þegar búinn að
vera vægari við mig en hana
hefur gott af, sagði Brad.
— Ef peningarnir jþínir hafa
ekki fundizt á McNeary, þegar
hann var dreginn upp úr ánni,
þá sanna.r það, aó aðrir hafa séð
þá á undan Walker, og áður en
hann gat haft hönd á þeim.
Hann getur alls ekki látið sem
hann sjái það ekki. Þú kannt
að hafa skilið eftir litarklessu
á einhverjum seðlanna, eða
teikniblek. Ef hægt er að rekja
þá til þín, getirðu sem bezt lent
í vandræðum fyrir bæði morð-
in.
— Þú ert skemmtilegur, finnst
þér ekki sjálfum?
— í guðs bænum, Brad, þú
verður að horfast í augu við
þetta. Þú átt enn það versta eft
ir. Og hér hefurðu sýnishorn
af því. Ég held ég viti alveg,
hverju þú ert að leyna.
Brad stóð upp og starði á
mig.
— Ég veit, að einhver er í fel
um í naustinu.
Hann fölnaði upp.
— Það eitt út af fyrir sig er
nægilegt til að koma öllu í upp-
nám. Ég ætla nú ekki að fara að
segja frá því, en það væri þér mð
minnsta kosti ekki Ui meins bó
ég gerði það.
ATLAS
Kæliskápar — Frystiskápar — Frystikistur
14 GERÐIR- STÆRÐIR VIÐ ALLRA HÆFI
• ATLAS kaeli- og frystitækin eru glæsileg Otlits, stílhrein og sigild.
• ATLAS býður fullkomnustu tækni, svo sem nýja einongrun, þynnri
en betri, sem veitir aukið geymslurými og meiri styrk. • ATLAS full-
nýtir rýmið með markvissri, vandaðri innréttingu, og hefur m.a. lausar,
færanlegar draghi^lur og flöskustoðir, sem einnig auðveldar hreinsun.
• ATLAS kæliskóparnir hafa nýtt, lokað ★ ★ ★ djúpfrystihólf með
nýrri gerð af hinni snjöllu, einkaleyfisvernduðu 3ja þrepa froststill-
ingu. • ATLAS býður einnig sambyggða kæli- og frystisköpa með sér
hurð og kuldastillingu fyrir hvorn hluta, alsjólfvirka þíðingu og raka
blósturskælingu. • ATLAS hefur hljóða, létta og þétta segullokun og
möguleika ó fótopnun. • ATLAS skóparnir hafa allir færanlega hurð
fyrir hægri eða vinstri opnun. • ATLAS hefur stöðluð mól og inn-
byggingarmöguleika með þar til gerðum búnaði, listum og loft-
ristum. • ATLAS býður 5 óra óbyrgð á kerfi og trausta þjónustu.
• ATLAS býður hagstætt verð. • ATLAS er afbragð.
KÆIISKÁPAR .... — 4 STÆRÐIR
SAMBYGGÐIR KÆLI-
OG FRYSTISKÁPAR . — 2 STÆRÐIR
FRYSTISKÁPAR .... — 3 STÆRÐIR
FRYSTIKISTUR .... — 3 STÆRÐIR
VIÐAR-KÆLISKÁPAR — 2 STÆRÐIR
með og án vín- og tóbaksskóps. Val um viÖartegundir.
FYRSTA
FLOKKS
FRÁ....
FÖNIX
SÍMI 2 4 4 20 - SUÐURGÖTU 10 - REYK]A.V|K