Morgunblaðið - 29.03.1967, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.03.1967, Qupperneq 1
32 SÍDUR 54. árg. — 69. tbl. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin fagna friðartillögum U Thants Geysilegt eld- og reykhaf mynd aðist, er brezkar sþrengjuflugVélar höfðu varpað sprengjum á flakið af oliuflutningaskipinu „Torrey Canyon" og síðan íkveikjusprengjum á sjóinn í grennd við skipsflakið til þess að eyða olíunni, sem flætt hafði úr því. IFlakið af skipinu sést neðst á m yndinni. Orrustan við oiíuna er tðpuð Torrey Canyon var sprengt í loft upp i gær Baðströndum Breta verður ekki bjargað Tjónið talið nema milljónum sterlingspunda London og Land’s End 28. marz — AP-NTB ÁTTA brezkar sprengjuþotur vörpuðu í dag kl. 14 að ísl. tíma, 450 kg. sprengjum á bandaríska olíuskipið Torrey Coneyon, þar sem það lá sundurrifið á „Sjö steina rifi'4 undan SV-strönd Bretlands, og sprengdu það og farm þess í loft upp. Sökk skipið skömmu síðar, en tveggja mílna hafsvæði umhverfis skipið stóð í björtu báli. 20 orustuþotur komu í kjölfar sprengjuþotanna og vörpuðu íkveikjusprengjum á olíu- mengaðan sjóinn til að halda eldinum logandi. Ákvörðunin um að sprengja skipið var tekin í brezka varnarmála- ráðuneytinu, eftir að skipið brotnaði í þrennt á páskadag, en þá hafði það legið í 10 daga á rifinu. Skipið og farm- ur þess voru tryggð fyrir tæpar 18 milljónir banda- rískra dollara og er tjónið hið S tjórn arbyl th1 g í Sierra Leone Oll vold í landinu í höndum hersins Free Town, Sierra Leone, 28. marz. NTB. HINN nýi valdamaður í Afriku- ríkinu Sierra Leone, Andrew Juxon-Smith ofursti, kom i dag til þess að taka við stöðu sinni sem formaður hins svonefnda Þjóðlega umbóta- ráðs, em það er herráð, sem sæti eiga í helztu herfor- ingjar landsins og yfirmenn lögreglunnar. Ráð þetta tók völdin í landinu í sínar hendur 4 síðustu viku eftir kosningar, sem valdið höfðu algjöru öng- Ffamih. á bls. 21 mesta í siglingasögunni á frið artímum. Maurice Foley, sjávarútvegs- málaráðherra Bretlands, lýsti því yfir á sunnudag, að orustan við olíuna væri töpuð og ekkert mannlegt afl gæti hindrað að olí- an bærist að brezku ströndinni og eyðilegði þannig um 200 km strandlengju af einum vinsælustu baðströndum Bretlands. Enginn leið er að meta tjónið, sem olian kann að valda, en sérfræðingar telja að það muni nema milljón- um sterlingspunda. Sjófuglar hafa drepizt í tugþúsundatali og eru fuglafræðingar uggandi um að sumar tegundir muni alveg deyja út á þessu svæði. Franska stjórnin hefur skipað sérstaka Framh. á bls. 21. Haitoi-stjórnin lýsir sig mót- fallna þeim New York, 28. marz. — AP-NTB — AÐALRITARI Sameinuðn þjóðanna, U Thant, upplýsti í dag, að hann hefði lagt til við alla aðila Vietnam-stríðs- ins, að gert verði vopnahlé í Víetnam og yrði það fyrsti liður í nýjum friðaráætlunum fyrir Víetnam. Þegar eftir að U Thant hafði lýst þessu yfir á blaðamannafundi í aðal- stöðvum SÞ kunngerði sendi- nefnd Bandaríkjanna hjá SÞ, að Bandaríkin hefðu fallizt á tillögu hans. U Thant sagði, að næsti liður áætlana sinna væru undirbúningsviðræður styrjaldaraðila og síðan yrði kölluð saman ný Genfar-ráð- stefna. Tillaga U Thants var send styrjaldaraðilunum 14. marz sl. og þann 18. marx hafði svar Bandaríkjanna hor izt. í því segir, að Washington sé reiðuhúin að ræða við Hanoi án fyrirframskilyrða á hvaða tíma sem vera skyldi. U Thant sagði, að honum hefði borizt svar frá nokkr- um styrjaldaraðilanna og áliti hann ekkert þeirra afdráttar- lausa neitun. Samkvæmt til- kynningu fréttastofu N-Víet- nam hefur Hanoi þegar vísað á bug tillögum U Thants. U Thant gat þess ekki hvaSa löndum hann hefði sent tillögur sínar, en samkvæmt fregnum AP fréttastofunnar voru meðal þeirra, auk Bandaríkjanna, S- og N-Yíetnam, Sovétríkin, Bretland, Kanada og Pólland. Hann sagði, að hægt væri að hafa fjögur form á viðræðunum: Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og N-Vlet- nam. — Beinar viðræður þess- ara tveggja landa, Bretlands og Sovétríkjanna. — Beinar við- ræður Bandaríkjanna, N-Viet- nam og meðlima Alþjóðaeftirlits- Frh, á bls, 21 Mestu „slysa"-páskar í í Noregi manna mmnum Fjórtán fórust, tugir lentu í hrakningum í háfjöllum Oslo 28. marz, NTB I NOREGI hafa aldrei orðið eins mörg slys um páskana og nú í ár, er fjórtán manns biðu bana af völdum óveðurs og skriðu- falla í norsku háfjöllunum. Á þriðjudag var enn saknað tveggja manna, kennara, og er eins líklegt að þeir séu látnir. Verzt var veðrið á miðviku- dag, fimmtudag (skírdag) og að faranótt föstudagsins langa. Fór ust þá þrettán manns og tuga annarra var saknað á föstudag. Var þegar hafin umfangsmikil leit og á mánudag höfðu allir komizt til byggða eða verið bjargað nema tveimur, sem lík- lega hafa farizt, eins og að ofan sagði. Af þeim, sem fórust, voru fimm á aldrinum sautján til tutt ugu ára en mikill fjöldi ung- menna fór í skíðaferðir um pásk ana. Var unga fólkið, að sögn björgunarmanna yfirleitt býsna duglegt a ðbjarga sér, gróf sig víða í fönn og sýndi dugnað, — en nokkur brögð voru þó að því, að ungt fólk hefði ekki kynnt sér sem skyldi hvernig bæri að búa sig út til skíðaferða upp í fjöllin — eða þær reglur, sem gilda um ferðalög í háfjöllum. Almargir þeirra, sem fórust urðu fyrir skriðum, en aðrir fór ust beinlínis úr kulda og vos- búð. Meðal annars var kuldi og stormur fjórum ungum mönn um að bana í Jötunheimafjöll- um aðfaranótt miðvikudagsins. Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.