Morgunblaðið - 29.03.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.03.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967. 3 Veöurofsinnreif tjaldið í sundur — urðu að grafa sér snjóhús I>YRLA frá varnarliðinu sótti í gær fjóra menn, sean dval- izt höfðu í tjaldi og siðar í snjóhúsi, við Jarlhettur við Langjökul frá þvi á föstudag- inn langa. Höfðu þeir ætlað gangandi á skíðum yfir jök- ulinn. Þeim fjórmenningun- um varð ekki meint af. Þeir eru allir vanir fjallamenn. Morgunblaðið átti í gær tal við Magnús Hallgrímsson, verkfræðing, um ferð þeirra félaga Hinir eru Sigurður Oddsson, Halldór Ólafsson og Helgi Ágústsson. Magnús lýsir þannig ferða- laginu: — Við lögðum af stað á skirdagsmorgun í bíl og fór- um ca. 4 km. upp fyrir Gu’l- foss. Þar skildum við bílinn eftir um 3 leytið, settum á okkur skíðin og héldum í norðurátt. Logndrífa var og 8 gráðu frost, en að öðru leyti sæmilegt veður. Við héldum á'fram undir myrkur og tjöld- uðum á svonefndum Sand- vatnshlíðum. — Á föstudag héldum við áfram ferðinni. Vegna hríðar alla nóttina var færð slæm, snjórinn laus, svo skíðin sukku nokkuð í hann. En veður var mjög gott á föstu- deginum. — Við héldum áfram 1:1 norðurs og stefndum á nyrztu Jarllhetturnar. Fórum við á milli tveggja þeirra nyrztu og svo i norður meðifram þeirri nyrztu. — Um 5 leytið vorum við komnir á móts við nyrztu Jarlhettuna. >á skall skyndi lega á norðan rok, ca. 10 viad stig, en fyrr um daginn .íaíði verið alger vindleysa. — Gerði svo mikinn skaf- renning, að við gátum ekki haldið áfram lengra og gróf- um því stæði fyrir tjaldið og hlóðum varnargarða með því. Lengri varð svo ferðin ekki, því við lágum þarna þar til að þyrlan sótti okkur í dag. — Um það leyti, sem við vorum að ganga til náða á föstudaginn langa, rifnaði tjaldið við toppinn vindátt- armegin. Við höfðum með- ferðis seglaviðgerðarbúnað. Við saumuðum innan á tjald- ið til að loka rifunni. En hún var ekki nægilega þétt, því það snjóaði ofurlítið inn um rifuna við toppinn um nótt- ina og byrjaði því að blotna í útbúnaði okkar. — Á laugardag var hið versta veður og var frost ca. 15 gráður. Það var ekki ver- andi úti. Við lágum því við um daginn og nóttina. — Á sunnudag gengum við svo betur frá rifunni við topp inn og settum þar segl að ut- anverðu og gátum við alveg lokað fyrir. Um sama leyti herti veðrið enn. — Við töldum tijaldinu hættu búna og byrjuðum að grafa snjóhús niður úr tjald- inu, því ekki var hægt að gera það fyrir utan vegna veðurofsans. — Þegar við vorum um það bil hálfnaðir með verk- ið rifnaði tjaldið alveg. Við gripum þá til þess að hlaða snjóvegg þar fyrir og héldum svo áfram að grafa snjólhúsið undir tjaldinu. — Um kvöldið vorum við búnir að grafa fyrir legu- plássi handa tveimur og stæð- um eða setplássi fyrir hina Krossinn sýnir hvar snjóhús þeirra Jarlhettuna. þar sem tjaldið hafði verið. Við skiptumst því á að sofa tveir og tveir í einu. — Á annan páskadag héld- um við áfram greftri þar til við vorum búnir að koma upp rúmgóðu húsi fyrir okkur alla og útbúnaðinn. Þarna sváfum við svo aðfaranótt þriðjudags. — í morgun var veður enn svipað. en þó bjartara yfir og sá til himins. En skafrenning ur var. Við bjuggumst því til dvalar áfram í snjóhúsinu. — Við böfðum komið fýrir merkjum útifyrir, sem við gerðum úr skíðum og flögg- um úr tjalddúknum, ef ein- hverjir ættu leið um. — Um hádegisbilið heyrð- um við til flugvélar, svo við sendum út tvo menn með félaga var við nyrztu reykblys, sem skotið var á loft. Flugvélin tók eftir þeim og flaug nokkra hringi í kringum okkur. Þetta var könnunarvél frá varnarlið- inu. — Um 2Mí klst. seinna kom svo þyrla frá varnarliðinu og lenti hún um 200 metra frá snjóhúsinu. Hún flutti okkur til Reykjavíkur og komum við hingað um 4 leytið, eftir liðlega klukkustundar flug. — Við fjórmenningarnir vorum allir vel á okkur komn ir og hafði engum orðið meint af ferðalaginu. — Við vorum ekki í neinni hættu, enda búnir að koma okkur vel fyrir, höfðum ágæt- an útbúnað og nægan mat, líklega á aðra viku til við- bótar. Veðursæld í Þórs- mörk um páskana FERÐAFÉLAG fslands efndi til tveggja ferða í Þórsmörk um páskana og var lagt af stað í þá fyrri á skírdag, en þá síðari sl. laugardag. Ferðafólkið var ein- staklega heppið með veður, í Þórímörk var blíða og mikil vetrarfegurð. Morgunblaðið hefur rætt við Eyjólf Halldórsson, sem var far- arstjóri síðari hópsins. Hann sagði, að um 38 manns hefði tek- ið þátt í Þórsmerkurferðunum báðum. Ferðin hefði gengið sérlega vel. Torfærur hefðu verið litlar á leiðinni og þá helzt í byggð. Eyjólfur sagði, að veður hefði verið mjög gott í Þórsmörk, eins gott og það getur verið bezt. Hann sagði, að talsverður snjór sé í Þórsmörk og vetrarfegurð- in þar mikil. Ekki hefði verið mikill snjór á leiðinni. Eyjólfur sagði, að heimferðin á annan páskadag hefði gengið vel. Lagt hefði verið af stað kl. 11 árdegis, stanzað við Selja- landsfoss, og ferðalangarnir hefðu verið komnir til Reykja- vikur kl. 8 um kvöldið. Þórsmerkurferðin hefði verið sérstaklega vel heppnuð og eng in óhöpp orðið. L&L skipuleggja viku- legar írlandsierðir Á sjötta hundrað manns haía þegar pantað FERÐASKRIFSTOFAN Lönd og Leiðir efnir til írlandsferðar nú í vor. Fyrsta ferðin hefst 15. maí og stendur í vikutíma. 1 þá ferð fer Karlakór Keflavíkur, sem syngur á alþjóðlegri kóra- hátið í Cork. Ferðaskrifstofan hefur tekið á leigu Rolls Royce 460 vélar Loft- leiða h.f. Verður sá háttur á, að hópurinn fer utan og svo koll af kolli. Ferðir þessar standa yfir á tímabilinu 15. maí n.k. til 15. júná. Þegar hafa á sjötta hundrað manns pantað far í þessum ír- landsferðum. Er þar aðallega um skólafólk að ræða. Ferðir þessar eru sérlega ó- dýrar. Kostar vikudvöl í írlandi með gistingu, máltíðum og ferð- um frá kr. 5.225.00. Skipulagðar eru ferðir um suðurhluta írlands allt til Killar- ney, sem er frægast ferðamanna staður eyjarinnar. í maimáruuði n.k. kom til Reykjavíkur á vegum ferða- skrifstofunnar írskir ljóðasöngv- arar (Irish ballads singers) og koma fram hér opinberlega til að kynna hina sérstæðu Ijóða- söngva lands síns. STAKSTEIKAB Skrautfjöður s veitar st j órans! Sveitarstjórinn í Borgamesi «r óneitanlega ransnarmaður, ekld sízt þegar hreppsfélagið, seat hann er framkvæmdastjóri fyr- is á merkisafmæli. f tilefni af hundrað ára afmæli Borgarneso, sem löggilds verzlunarstaðar af- henti hann hreppsfélaginu a• „gjöf" skjal eitt, sem samkv. fréttum virðist vera frumritið af samþykktinni um löggildingu Borgarness sem verzlunarstaðar. Ef svo er væri harla fróðlegt að vita, hveraig skjal þetta hef ur komizt í hendur sveitarstjór- ans. Það hlýtur að hafa verið í opinberri eigu í upphafi og hafl það glatazt hlýtur að vera eðli- legast að koma því til réttra eigenda svo sem skylt er að gera um fundna muni. Sé hins veg- ar hér um eftirrit að ræða virð ist mikið veður gert af litlu til- efni. „Skoðanaveitan" Austri segir í dálki sínum á skírdag, m.a,: „Framsóknarflokk urinn hefur jafnt og þétt verið að breyta hinni opinberu stefnu sinni og sér til hægriverka hef ur hann notað þá aðferð i flest um málum að láta Alþýðubanda lagið móta stefnuna en fylgja siðan í kjölfarið. Hefur oft verið einkar fróðlegt að fylgjast með þeirri þróun. Þegar rætt var um að innlima fsland i Efnahags- bandalag Evrópu, var Framsókn arflokkurinn fyrst beggja hlands, og hirti meira að segja ýmsar yfirlýsingar þeirri stefnu til stuðnings. Alþýðubandalagið snerist hins vegar til andstöðu og eftir að umræður höfðu stað- ið mánuðum saman og Fram- sóknarforustan gerði sér grein fyrir almenningsálitinu í land- inu hirti hún stefnu Alþýðu- bandalagsins óbreytta. Slíkt hið sama gerist, þegar samningar hófust við Svissneska alúmíní- umhringinn. Framsóknarforyst- an var í fyrstu hlynnt slífkum samningum. t áram^tagrein, sem Eysteinn Jónsson skrifaði var helzta gagnrýni hans í því fólg- in, að alúmínbræðslunni væri ekki valinn réttur staður, ef hún væri við Eyjafjörð skyldi Fram sóknarflokkurinn stvðia málið af alefli. Löngu síðar birti Fram- sóknarflokkurinn stefnu Alþýðu andalagsins gersamlega. og af svo mikilli áfergju, að ekki hafði röksenfd fyrr verið birt í Þjóð- viijanum en hún var endurprent uð í Tímanum sem ómenguð framsóknarsknðun — án þess að uppsprettulindar væri getið“. Að skrúfa frá krana „Víst væri það fagnaðarefni að leggja leiðtogum Framsóknar flokksins til skoðanir ef hugur fylgdi hinu nýja máli þeirra. En skoðanamyndun er ekki svo ein- föld. Hún fæst ekki með þvi einu að skrúfa frá krana og fá sér að drekka, nýjar skoðanir festast þvi aðeins, að þær hljóti eldskírn í umræðunum og hugar stríði en aldrei hefur um það heyrzt að núverandi leiðtogar Framsóknarflokksins hafi þurft að glíma við samvizku sína. Skoðanir þær, sem Framsóknar leiðtogarnir hirða frá öðrum eiga aðeins að vera agn í kosn ingabaráttunni, en þær eru eng an veginn til marks um raun- verulega afstöðu forsprakkanna. Þeir, sem kjósa Framsóknar- flokkinn í trausti aðfenginnar stefnu eiga því trúlega eftir að verða fyrir vonbrigðum; leiðtog ar flokksins geta hvenær sem er hirt nýtt skoðanakerfi til að mynda frá SjáIfstæð:«MnirUmim og M'orgunM'>ð»nu og tekið að arka hina leiðina".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.