Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967. 5 J 20 ár frá Heklugosi Cuðmundur Kjartansson jarðfrœðingur og próf. Trausti Einarsson, rifja upp nokkrar endur- minningar frá fyrsta degi gossins 1 DAG eru liðin 20 ár frá því Hekla gaus. — Að morgni laug- •rdagsins 29. marz kom Morg- unblaðið út með aukablað með fyrstu fregnum af eldgosinu, og •egir þar svo frá þeim atiburði: „Hekla er byrjuð að gjósa. — Skömmu fyrir klukkan 7 í morgun varð fólk í Austursveit- um vart við snarpan jarð- •kjálftakipp og skömmu síðar gaus upp gosmökkur frá Heklu eða Hekluhrauni. Hálfri klukku •tund síðar var Hekla umlukt gosmekki frá rótum og bar gos- knökkinn við himin. Við og við •jást gosglampar gegnum þykk- •n reykjarstrókinn, en á bæjum *em nálægt eru Heklu, heyrast drunur miklar og hurðir og gluggar hristast í húsum. Eftir því sem næst verður komizt af viðtölum við fólk í Austursveit- um í morgun mun Heklugosið hafa byrjað kl. 6.40“. Næsta dag er fráeögnin af Heklugosinu enn forsíðuefni blaðsins og segir þar frá því að Pálmi heitinn Hanness. mennta- •kólarektor hafi flogið austur yfir gosstöðvarnar, .... „og eru lýsingar hans á hamförun- um í Heklu „ferlegar...Þá náðu eldsúlurnar úr Heklu 800 m. í loft upp og þyrluðu þær upp glóandi björgum feikilega miklum að stærð og sum sögð á stærð við stórbyggingar. Öskufall fór þegar minnk- andi, að kvöldi fyrsta gosdags- ins. í lok forsíðu'fréttarinnar er þess getið að jarðfræðingar bú- izt við langvarandi gosi í Heklu, sem þá hafði sofið í 102 ár. Þá er sagt frá því hvernig Heklugosið hófst og er því lýst þannig í blaðinu: Gosið sjálft hófst með hrikalegri sprengingu rétt fyrir klukkan 7. Var eins og kollurinn á fjallinu lyftist, en skömmu síðar gaus hinn mikli reykjarmökkur himinhátt og var 10—12 km á hæð en fór heldur lækkandi er á daginn leið. Fyrsta dag gossins höfðu Reykvíkingar farið hundruðum saman í bílum austur á Kamba- brún, og töldu lögreglumenn 500 bíla á Hellisheiði. . í gær átti Morgunblaðið tal við tvo þeirra vísindamanna sem voru meðal þeirra er fyrst- ir fóru austur að Heklu, þá Guðmund Kjartanssocn og próf. Trausta Einarsson. Samtal við GuAmund Kjartans- son, jarðfræðing Þú munt lengi minnast gos- dagsmorgunsins, Guðmundur Kjartansson? „Nú hefur það gerzt. Hekla er farin að gjósa, líttu út um gluggann". Með þessum orðum var ég vakinn morg- unirun 29. marz 1947. Það gerði Steinþór Sigurðsson, sá er síðar beið bana við rann- sókn á þessu Heklugosi. — Þetta er það eina sem ég man orðrétt af því sem við mig var sagt þann dag. Þetta voru mér of mikil tíðindi til að nokkuð annað kæmist fyrir í huga mínum. Ég át'ti að kenna fyrstu kennslustund í Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði. Fór þangað að vísu og síðan með alla nemendur skólans og megnið af kennaraliði upp á næstu hæð til að sjá gosmökk- inn sem bezt. Benedikt Tómas- son skólastjóri sá ekki annað ráð vænna en gefa mér frí frá Guðmundur Kjartansson kennislu, þá daga sem enn átti að kenna fram að upplestrt*- leyfi. Og hann lét ekki þar við si'tja heldur fékk annan kenn- ara sem átti bíl, til að flytja mig þegar í stað burt úr Hafn- arfirði til Reykjavíkur. Þar komst 4g í flugvél sem flaug austur að Heklu með „jarð- fræðinga" (þ.e. aðallega frétta- menn og ráðherra). Því sem fyrir bar í þeirri ferð ætla ég ekki að lýsa. Eftirvæntingin var óskapleg, en fyrirbærið sjálft enn óskaplegra. Forsíða aukablaðsins 29. man Þessa mynd tók Vignir ljósmyndari af Heklugosí snemma morg- uns 29. marz. Heklugosið stóð yfir í 13 mánuði. Við gosið breytti fjallið mjög lögun sinni og hækkaði fyrst úr 1447 metrum og upp í rúmlega 1500 m., en síðan seig hún nokkuð og mælist í dag vera 1491 metri á hæð. Sem dæmi um hve kraftmikið Heklugosið var, má geta þess að sennilegt er að á þessum 13 mánuðum hafi Hekla gosið álíka miklu af gosefnum og eldgígar Surtseyjar síðan það gos hófst í nóvember 1963. Guðmundur Kjartansson gat þess í samtalinu, að hann hefði áður en Heklugosið varð, geng- ið 23 sinnum á tind fjailsins, en Trausti Einarsson síðan 1947 hreint ekki oft, eiwi og hann orðaði það. Við spurð- um þá Guðmund að því, hvoH honum þætti Hekla vera faK- egra fjall eftir gosið eða m. Hann svaraði því eitthvað á þé leið, að hann væri fyrir löngu búinn að sætta sig við hinor miklu breytingár á útlinum fjallsins við gosið mikla. — Ocg víst er, að breytingin hefði orð- ið þver öfug við það sem húa raunverulega varð, hefði mörg- um þótt Hekla setja niður vi® þá breytingu. Guðmundur gat þess og ar hann var spurður um saman- búrð á Heklúgosi og Surtseyj- argosinu, þá teldi hann það eng um vafa bundið að jarðsögu- lega séð væri Surtseyjargosið miklu fróðlegra gos en Heklu- gosið 1947. Næst talaði Mbl. við prðf. Trausta Einarsson. Samtal við próf. Trausta Einarsson. Ég vaknaði við símahringingu snemma morguns, í símanum var Steinþór heitinn Sigurðs*. Framh. á bls. 24 Eftirtaldar verzlanir selja „ALADDIN“ hita- brúsa o. fl. frá Aladdin. \ Reykjavík: Verzl. Baldur, Framnesvegi — Vogaver, Gnoðarvogi 44-4« — Gjafabær, Stigahlíð 46-47 — Geysir, Vesturgötu 1. — G. Zoega h.í„ Vesturgötu 6. — Rósin, Aðalstræti 6 — B.H. Bjarnason, Aðalstræti 7 — Heimilistæki h.f. Hafnarsrt 1 —- Hamíborg, Laugav. 22 — — Bankastræti 1 — Aðals. 5. — Jez Zimsen, Hafnarstræti 21 — Suðurlandsbraut 32 — KR#N verzlanir. — Liverpool Laugavegi 18A. — Dráttarvélar, Hafnarstræti — Rafiðjan Vesturgötu 11, — Rósin Vesturveri. — Lidókjör, Skaftahl-íð. — Axel Sigurgeirss. Barmah. 8 — Krónan. Mávahlíð 25. — Holtskjör, Langlholtsvegi 80. — Sigurðar Kjartanss. Laugv. 41 — Jóns Þórðarss. Laugaveg — Laugaveg 82 o.fl. — Silla og Valda. — Matvörumiðstöðin Lauga- læk 2. — Kjalfell, Gnoðarvogi 78 — Nóatún Kjörbúð, Nóatúni — H. Biering, Laugavegi 6. — Ásgarðskjör, Ásgarði 22-24. — Árbæjarkjör, Rofabæ 9. — Hamiirsbúðin, Hamarshúsi, Tryggvagötu. Kostakjör, Skipholti 37 K. Einarsson og Björntsson Lgv. 25 Kjörbúð Laugaráss, Laugarásve 1. Kjörbúð Laugaráss, Norðurbrún 2, Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54. — Kjötborg, Búðargerði 10. Heimakjör, Sólheimum 29. Spodtvöruverzl. Búa Petersen, Bankastræti 4. Sunnubúðin, Sörlaskjóli Nova, Barónstíg 27. Árna Einarssonar Fálkagötu 18. Úti á landi: Kaupfél. Kjalarnesþings. Verzl. Jóns Mathiesen, Strandgötu 4 Hafnarfirði. Verzl. Stebbabúð, Línnestíg 6. Hf. K.E.A. Akureyri. Óli og Gísli Vallagerði 40 Kópav. Haraldur Böðvarsson og Co. Akran. Kaupfél. Árnesinga, Selfossi. Kaupfél. Höfn, Eyrabakka. Kaupfél. Þór, Hellu, Rang. Kaupfél. Suðurnesja Grindavík Kaupfél. Suðurnesja, Keflavik. Kaupfél. Ingólfur Sandg«rði. Kaupfél. Borgnesinga. Borgarnesfi. Verzlunarfélag V. Skaftfellinga, Vík, Mýrdal. Kaupfél. Rangæinga, Hvolsvelli. Kaupfél. Vestmannaeyja Kaupfél. Árnesinga Þorlékshöfn. Kaupfél. Stykkishólms. Verzl. Björns Finnbogaronar, Gerð- um. Kaupfél. Árn«singa, Hveragerði. Verzl. Einars Guðfinnssonar, Bol- ungarvík. Verzl. Ara Jónssonar, Pata'eksfirðl. Kaupfél. Dýrfirðinga. Þingeyri. Verzl. Jóns S. Bjarnason, Bíldudal Kaupfél. Önfirðinga, Flateyri Verzl. Suðarver, Suðureyri Verzl. Neisti h.f. ísafirði. Verzl. Valberg, Ólafsfirði. Verzl.fél. Siglufjarðar, Siglufirði. Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík. Kaupfél. Vopnfirðinga, Vopnafir«l Kaupfél. Héraðsbúa, Reyðarfirði Verzl.félag Austurlands Egilsstö®- um Kaupfél. Fáskrúðsofjarðar, Féskrúðc firði. Kaupfél. Stöðfirðinga, Breiðdalmr. Verzl. Virkinn, Bolungavík. Verzl. Björns Björnssonar, Nea- kaupstað. Verzl. Markús E. Jensen, EskifhtH Verzl. Sida, Raufarhöfn. Kaupfél. Berufjarðar, Djúpavogi Kaupf. V. Húnvetninga, Hvammi* tanga. Kaupf. A.-Húnvetninga, Blönduóet. Kaupfél. A.-^Skaftfellinga, Hiorn,, Hornarfirði. Kaupfél. Skagfirðinga, Sauðlárkr. og fleiri eiga óafgreiddar pantanir sem berast hraðar en unnt er aO afgreiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.