Morgunblaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 10
10
iwumiUHBLiAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967.
í
Nýr sendiherra
Bandaríkjanna
Karl Rolvaag, fyrrum ríkisstjóri M/nne-
sota, skipaður sendiherra á íslandi
SKÝRT var frá því í Hvita
hiisinu í Washington sl. mið-
vikudag að Johnson Banda-
ríkjaforseti hefði ákveðið að
skipa Karl Fritjof Rolvaag,
fyrrum ríkisstjóra í Minne-
sota, sendiherra Bandaríkj-
anna á Islandi. Rolvaag er
norsk-ættaður, og með mikla
reynslu að baki á bandarísk-
um stjórnmálum.
— „Þetta er mér mikill
heiður", sagði Rolvaag, þegar
fréttaritari Associated Fress
ræddi við hann á heimili
nans í Arden Hills, úthverfi
Paul 1 Minnesota á skírdag.
Rolvaag, sem er 53 ára,
kvaðst ekki tala íslenzku, en
það væri ekkert áhyggjuefnL
„Ég tala norsku, og er viss
um að geta lært íslenzku.'*
Taldi hann það mjög mikil-
vægt að vera sendiherra á ís-
landi, sem væri aðili að Atl-
antshafsbandalaginu.
Roolvag var ríkisstjóri i
Minnesota eitt kjörtímabil.
hann var kjörinn í það em
bætti 1962, en féll við kosn-
ingarnar í fyrrahaust eftir
harðar innbyrðis deilur í
Demókrata- bænda- verka-
mannaflokknum, eins og
flokkur demókrata í Minne-
sota nefnist. Á ársþingi flokks
ins nokkru fyrir kosningar
var A. M. Keith, þáverandi
vara-ríkisstjóri, kjörinn ríkis
stjóraefni flokksins við í
hönd farandi kosninga. En
við prófkosningar innan
flokksins tapaði Keith fyrir
Rolvaag, sem hlaut tvo þriðju
greiddra atkvæða. Þessi á-
greiningur olli klofningi í
flokknum, og í kosningunum
í fyrrahaust var republikan-
inn Harold Levandir kjöruin
ríkisstjórL
Rolvaag var fæddur í
Northfield, Minnesota. Faðir
hans, sem nú er látinn, var
Ole E. Rolvaag, prófessor í
norskum bókmenntum við SL
Olaf háskólann í Minnesota
og höfundur bókarinnar „Gi-
ants on Earth“, sem var skáld
saga um innflytjendur til
Bandaríkjanna. Var Rolvaag
eldri fæddur í NoregL
Að loknu undirbúnings-
námi árið 1931 hóf Karl
Fritjof Rolvaag nám við St.
Olaf háskólann. Ari seinna
lézt faðir hans. Hætti þá Rol
vaag námi, og vann á kreppu
árunum við skógarh. náma
gröft og landbúnaðarstörf í
Idaho og Washington ríkjun-
um. Árið 1937 hóf hann að
nýju nám í sögu Bandaríkj-
anna við St. Olaf háskólann,
og lauk þaðan prófi árið 1941
með ágætiseinkunn.
í síðari heimsstyrjöldinni
var Rolvaag höfuðsmaður
(captain) í 4. skriðdrekasveit
inni, og tók þátt 1 bardögum
í Evrópu. Hlaut hann heið-
ursmerkið Silfurstjörnuna fyr
ir frækilega framgöngu. Að
herþjónustu lokinni hóf hann
framhaldsnám í stjórnmálavís
Brezkur togari veldur tjóni
á netum Vestfjarðabáta
BREZKUR togarl frá Fleetwood,
Sisapon FD 92 gerði netabátum,
sem voru að veið,um á Breiða-
firði skráveifu nú um páskaleyt
ið, er hann togaði yfir netalagn
ir þeirra, 24.15 mílur frá Skor.
Eyðilagði togarinn og skemmdi
netatrossur fyrir bátunum, m.a.
fimm trossur fyrir Andra BA
100. Mbl. hafði í gær tal af Snæ
birni Árnasyni skipstjóra á
Andra og sagðist honum svo
frá:
— Ég missti algjörlega eina
trossu — sagði Snæbjörn — en
þess má geta að í hverri trossu
eru 15 neL Togarinn kom tog-
andi yfir netatrossurnar og
skemmdi fimm frá mér, eina
algjörlega og skemmdi fjórar
meira eða minna.
— >á tók hann góða trossu
frá Sæfara BA, sem við slitum
úr trollinu þegar hann var að
hala inn. Við eltum hann hátt
á aðra klukkustund, tókum af
honum kvikmynd og ljósmynd-
ir.
Togarinn reyndi líka að keyra
niður einn bátanna — Náttfara,
en hann gaf eftir á netunum og
slapp rétt framan við stefnið á
togaranum.
— Við köluðum á varðskip —
heldur Snæjörn áfram — og það
kom þegar í stað, en þar sem
þeirra löggæzlusvið nær ekki út
fyrir 12 mílurnar og togarinn
var rétt utan við mörkin, renndi
meðfram línunni, gáta þeir ekk-
ert aðhafst að því er þeir tjáðu
okkur. Fannst okkur að vonum
skrítið að löggæzla gæti ekki
skipt sér af svo grófum lögbrot
um, því að það stendur skýrt og
greinilega í reglugerðinni að þau
skip sem fyrri eru á miðin eigi
þar rétt fram fyrir þau, sem síð
ar koma.
— Jú, ég tel að hann hafi far
ið inn fyrir mörkin þó nokkrum
sinnum, en hann lék sér yfirleitt
við línuna.
— Tjónið nú er ekki ýkja mik
ið, en hins vegar hefur sama
háttarlag togara bakað okkur oft
og tíðum meira tjón en nú. Hver
trossa kostar um það bil 100 þús.
krónur, myndi ég álíta — til-
búin til lagningar í sjó.
— Togaraskipstjórarnir eru yf
irleitt tillitssamir, en einstaka
menn haga sér svo að kastar
tólftunum. í>eir virðast ekkert
víla fyrir sér og toga yfir tross
urnar eins og ekkert væri —
sagði Snæbjörn að lokum.
Karl Fritjof Rolvaag, sendl
herra Bandarikjanna á Is-
landi
indum við Minnesotaháskóla.
Árið ‘47 hlaut hann svo náms
styrk American Scandinavian
Foundation. Fór hann þá til
Noregs og var í eitt ár við
nám í Oslóarháskóla. Kynnti
hann sér þar starfsemi og
stefnur norskra stjórnmála-
flokka.
Eftir heimkomuna sneri
hann hér að stjórnmálum og
bauð sig þrisvar fram í Suð-
ur Minnesota við kosningar
til Fulltrúadeildar Bandaríkja
þings. Á þessum slóðum eru
reblublikanar í miklum meiri
hluta, og Rolvaag beið ósigra
i öllum þremur tilraununum.
Eftir fjögurra ára starf sem
formaður flokksdeildar í
Minnesota var hann kjörinn
vara ríkisstjóri árið 1954, og
endurkjörinn þrisvar sinnum.
Hann var svo kjörinn rikis-
stjóri árið 1962 með einhverj-
um þeim minnsta meirihluta,
sem um getur í sögu Banda-
ríkjanna. Þurfti að endurtelja
atkvæðin oftar en einu sinni
áður en úrskurðað var, 4%
mánuði eftir kosningar, að
Rolvaag hefði borið sigur af
hólmi með 91 atkvæðis
meirihluta og féll frambjóð-
andi republikana Elmer And
ersen fyrrum ríkisstjóri.
Rolvaag er kvæntur Flor-
ence Boedeker, og eiga þau
tvö börn, Paul og Kristinu.
Fœreyjafluginu skipf nið
ur á milli flugfélaganna
Faroe Airways hlaut tvcer ferðir í viku, jafnmargar og SAS og FÍ
DÖNSK loftferðaryfirvöld veittu
hinn 21. marz Flugfélagi tslands
og SAS heimild til þess að fljúga
tvisvar í viku til Færeyja. Enn-
fremur veittu þeir Faroe Air-
ways sams konar leyfi, og gilda
leyfin til 1. apríl 1968. F1 og SAS
höfðu sótt um lendingarleyfi
tvisvar í viku, en FA þrisvar.
Mun Fí fljúga flugleiðina með
Fokker Friendship, en FA með
DC-3. Þessar upplýsingar komu
Úlofsvíkurbótar
með 14-23 tonn
Ólafsvík, 28 marz.
FIMM bátar fóru héðan á sjó
annan páskadag til að vitja um
net, sem lögð voru á skírdag.
Bátarnir komu inn um kvöldið
og var aflinn 14 til 23 tonn.
Allir bátar eru á sjó í dag i
blíðlskaparveðrL
— FréttaritarL
fram í fréttaskeyti til Mbl. frá
NTB -f r éttastof unni.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull
trúi Flugfélagsins sagði Mbl. í
gær, að Flugfélagið hyggðist
fljúga til Færeyja á sunnudög-
um og þriðjudögum. Verður
fyrsta sunnudagsferðin í sunnu-
daginn kemur, 2. apríl.
í sunnudagaferðum verður far
ið klukkan 7 að morgni og flog
ið til Færeyja og þaðan beint til
Kaupmannahafnar. Á heimleið
verður flogið til Bergen, Fær-
eyja og komið til Reykjavíkur
samdægurs.
Þriðjudagsferðirnar munu hefj
ast frá Reykjavík kl. 10,40 og er
þá flogið til Færeyja, Bergen og
Kaupmannahafnar. Síðan er flog
ið aftur heim á miðvikudögum
um sömu staði, þar til 24. mai,
þá verður flogið á heimleið frá
Kaupmannahöfn til Bergen, Fær
eyjar, Glasgow, Færeyjar og til
Reykjavíkur. Mun sú áætlun
gilda allt sumarið.
Þá hafði Mbl. tal af fréttarit-
ara sínum í Færeyjum, Arge og
sagði hann að stofnfundur hins
nýja flugfélags, hlýtur nafnið
Flugsamband Færeyja verði lík-
lega í þessari viku. Ekki kvaðst
Arge ætla að allt hlutafé hefði
safnazt, þar eð páskarnir hefðu
tafið, en eftir tvo til þrjá daga
kvaðst hann búast við, að það
yrði að fullu innborgað.
Aðspurður sagði Arge, að aðal
hvatamaður að stofnun hins nýja
1 félags væri framkvæmdastjóri
færeysku fissksölunnar, Niclas-
en að nafni og bjóst hann við að
nýja félagið hefði störf, strax
og það yrði svo vel á veg komið,
að það gæti leyst Faroe Airways
j af hólmi.
Ráðstefna um
framkvæmda-
áætlun
sveitarfélacja
RÁÐSTEFNA um framkvæmda-
áætlun sveitarfélaga hófst í
Tjarnarbúð í morgun, en henni
lýkur á föstudag n.k. Mörg er-
indi verða flutt á ráðstefnu þess-
ari varðandi hinar ýmsu áætl-
anir og í lok ráðstefnunnar
verður almennur umræðufund-
ur.
Tveir bátar festust í ís
Erfiðleikar að koma hafnsogumanni um >orð í Esju
>
!'
ísafirði, 28. marz.
HÉR var vonzkuveður mest alla
páskana, bylur og mikil veður-
hæð, og lokuðust vegir til ná-
grannabyggðarlaganna. Frost
var mikið og mikill ísruðningur
varí Sundunum.
Aðfaranótt 2. páskadags ko.n
Esja hingað og festisf þá hafn-
í aöguibáturinn í is á Sundunum.
i Fór annar bátur hionum til í.5-
stoðar og fór á sömu leið. Hann
festist líka.
Var þá þriðji báburinn senduT
og komst hann með hafnsögu-
manninn um borð í Esju. Bátarn
ir sem festust voru diegnir síð-
ar úr ísnum.
Mikill fjöldi aðkomumanna
var hér um páikahelgina. Veð-
ur var ágætt á skírdag og nutu
menn þá skíðaferða, en varla er
hægt hafi verið að fara á skíði
s
o 0 0 0 s
s
a
s
V/O'^V/O
NokK*/A /*K** (*■!*>)
—V- (>/00)
,\0\AAo
o\o\°£o0
aftur fyrr en á annan páskadag,
þegar veðrið var gengið niður.
Hin árlega skíðavika var nú
haldin í 32. sinn og voru marg-
víslegar skemmtanir í þvi sam-
bandL
Fjórir meistaraflokksmenn úr
Tennis- og badmintonfélagi
Reykjavíkur dvöldust hér um
páskana og kepptu við heima- ^
menn. — H.T.
Hætta á að ísinn nálgist
ÍFLUGVÉL flaug í gær vestur
log norður um land á vegum
Landhelgisgæzlunnar til að
Ikanna isinn við strendur þar.
Var flogið allt austur að
Grímsey, en lengra komst
Vélin ekki vegna byls. Eins og
kjá má á kortinu er talsvert
íshrafl út af Vestfjörðum, þar
Sem hann er næst landi, og
við Norðurland. Sagði Þröstur
Sigtryggsson, skipherra í þess-
ari ferð, að norðan kaldi hefði
verið á þessu svæði í gær, ef
Isú átt héldist væri hætta á
að ísinn færðist nær landi og
Ifæri jafnvel inn í firði norð-
anlands.
1