Morgunblaðið - 29.03.1967, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 29. MARZ 1967.
11
Olíubrákin við ströndina
Fyrsti kjarnorkukaf-
bátur Frakka tilbúinn
Verður búinn 16 eldflaugum með
kjarnorkuhleðslu
- OLIAN
Framhald af bls. 1
nefnd til að gera ráðstafanir tU
varnar, ef svo fer að olían reki
npp að frönsku stjórninni.
Þúsundir brezkra hermanna
og sjálfboðédiða heyja nú örvaent
ingafulla en vonlausa baráttu við
að halda olíunni frá brezku
ströndinni og hreinsa í burtu þá
olíu, sem þegar hefur rekið upp
á ströndina. Fyrr í dag var gerð
tilraun til að kveikja í olíunni í
sjónum. en sú tilraun mistókst
með öllu, enda þarf að hita olí-
una gifurlega upp til að fá hana
til að loga. Þegar skipið var
sprengt höfðu lekið úr því um
60 þúsund lestir af olíu, en skip-
ið flutti sem kunnugt er 120 þús.
lestir af hráolíu.
Vont veður var undan suður
strönd Englands um helgina og
á mánudag var mönnum ljóst,
að skipið myndi ekki þola álag-
ið frá úthafsöldunum mikið
lengur. Enda fór svo að síðdeg-
is á mánudag rifnaði skipið í
þrennt, eins og væri það byggt
úr pappa og þykk olían gusað-
ist úr tönkum þess við hverja
öldu. Wilson forsætisráðherra
hélt þegar í stað til Lundúna frá
Schillyeyju, þar sem hann var í
páskaleyfi, á sunnudag og hélt
ráðuneytisfund um ástandið og
▼ar þá tekin ákvörðun um að
sprengja skipið, þó að ekki yrði
af framkvæmd fyrr en I dag.
Brezka ríkisstjórnin hefur sætt
talsverðri gagnrýni frá ýmsum
aðilum fyrir að hafa ekki látið
sprengja skipið fyrr, en hún
neitaði að grípa til svo rótttækra
ráðstafana fyrr en eigendur
þess hefðu gefið upp alla von
um að bjarga þvi. Þeir sem mest
gagnrýna stjórnina benda á að
hingað til hafi aldrei tekizt að
bjarga skipi, sem strandaði á
„sjö steina rifinu", og því hefði
ríkisstjórnin þegar í stað átt að
grípa til ráðstafana til að losa
skipið eða eyðileggja það.
Siglingasérfræðingar telja að
atburður þessi verði til þess að
Bretar og aðrar evrópskar sigl-
ingaþjóðir herði ná mjög á regl-
um um siglingar risastórra olíu-
skipa innan landhelgi landanna
og ef atburður, sem þessi, á ein-
hvern tímann eftir að endurtaka
sig munu viðkomandi yfirvöld
ekki bíða boðanna við að grípa
til róttækra ráðstafana. Brezka
stjórnin hefur þegar varið tveim-
ur milljónum dollara til björg-
unarstarfsins.
Eld og reykhafið frá Torrey
Saneyon eftir sprengingarnar
sást í margra kílómetra fjarlægð,
en það steig á annað þúsUhd
metra í loft upp. Engir sjónar-
vottar voru nálægt sjálfum
strandstaðniun utan flugmann-
anna en öll umferð á sjó og í
lofti hafði verið bönnuð mörg-
urp klst. áður en sprengjunum
vaf varpað og fluttu útvarps-
stöðvar aðvörunartilkynningar á
15 mínútna fresti.
Fréttamenn segja að árangur-
inn af sprengingunni muni ekki
liggja Ijós fyrir, fyrr en á morg-
un, en víst sé að baðströndunum
verði ekki bjargað. Olíumengun
þessara baðstranda mun valda
BÓK Williams Manchesters um
morð Kennedys forseta, „The
Death of a President" er komin
út. Þessi umdeilda bók er seld
á tíu dollara. t henni eru um
350.000 orð auk skýringamynda,
viðbóta og heimildaskrár. Bókin
hefur hlotið geysilega auglýs-
ingu og mikill eintakafjöldi af
henni hefur verið pantaður fyr-
irfram. Útgáfufv rirtækið, sem
gefur bókina út, „Harper and
París, 28. marz, NTB, AP.
HAFT er eftir opinberum
frnöskum heimildum að hin svo-
nefndu „stríðsglæparéttarhöld",
sem að standa brezki lávarður-
inn og friðarvinurinn Bertrand
Russell og franski rithöfundur-
inn Jcan-Paul Sartre framar
öðrum og stefnt er til höfuðs
Bandaríkjunum fyrir hernað
þeirra i Vietnam, fái ekki inni
á franskri grund.
Tilkynnt var um þetta nokkru
eftir að spurzt hafði að for-
svarsmenn „réttarhaldanna"
hefðu tekið á leigu salarkynni
nokkur í París frá og með 10.
apríl n.k. Sagði í tilkynningunni
að bannið við „réttarhöldunum"
byggðist á því að telja yrði að
þau myndu raska friði og ró
borgaranna, gefa tilefni til
óspekta og auk þess brytu þau
i bága við almennt velsæmi og
kurteisisvenjur í milliríkjavið-
skiptum.
Undirbúningur að „réttar-
höldum" þessum hefur staðið
lengi og m. a. hafa þrjár sendi-
nefndir verið gerðar út af örk-
inni til Norður-Vietnam að
safna efni f ákæruskjölin á hend
ur Bandaríkjastjórn. Það er mál
manna í París nú að forsvars-
menn „réttarhaldanna" eigi nú
um þá kosti að velja að hefja
„réttarhöldin" hvað sem tautar
eða raular og eiga þá yfir höfði
sér afskipti frönsku lögreglunn-
ar ellegar í annan stað að halda
„réttarhöldin" fyrir luktum dyr-
því að hundruðir þúsunda ferða-
manna verða að breyta sumar-
leyfisáætlunum sínum.
Row", hefnr skýrt frá þvi, að
upplag fyrstu útgáfu bókarinn-
ar sé um 600 þus. eintök og að
búizt sé við því, að við aðra út-
gáfu bókarinnar muni upplagið
einnig seljast upp þegar í stað.
Ótti um samsæri fleiri rikis,
sem miðaði að því að ko'lvarpa
ríkisstjórn Bandaríkjann*. oili
þv,í að Robert S. McNamara,
landvamamálaráðherra gaf öl’-
um herbækistöðvum Bandiríkj-
j um og enn eigi þeir þann þriðja
kostinn að leita til annars lands
um heimild til að halda réttar-
höldin þar. Talsmaður samtak-
anna sem að baki „réttarhöld-
unum standa sagði fyrir helgi
að ekkert væri hæft í því að
þau hefðu átt að hefjast 10.
apríL Engin ákvörðun hefði ver-
ið tekin um það enn.
Róm, 28. marz NTB.
PÁLL páfi sjötti lýsti því yfir
á páskadag, að páskahátiðin í
ár væri ekki sú hátíð fögnuðs-
ins, sem páskahátíðin venjulega
ætti að vera. Hið myrka og
ógnvekjandi ástand heimsins
varpaði skuggnm sínum yfir
þessa kirkjulegu hátíð. Kvíðinn
vegna ástandsins í heiminum
gætí samt sem áður ekki kæft
fagnaðarboðskap páskanna, sem
þrátt fvrir allt veittl mannkyni
von og einnig á okkar dögum,
sagði páfinn í páskaboðskap sín-
trm.
Páfinn kunngerðl ennfremur
Cherbourg, 28. marz NTB.
FRAKKAR hleypa á morgun
miðvikudag af stokkunum fyrsta
kjarnorkuknúa kafbáti sinum,
sem hljóta á nafnið „Red-
outable" og verður Frakkland
árið 1970, þegar kafbáturinn
verður tekinn í notkun fjórða
ríkið, sem ræður yfir kjarnorku
knúnum kafbátum. Hin eru So-
vétríkin, Bandaríkin og Bret-
land.
Gert er ráð fyrir, að um 10.000
manns muni yerða viðstaddir
viðhafnarathöfnina, er de Gaulle
forseti mun þrýsta á hnapp og
kafbáturinn, sem er líkastur tó-
baksvindli í laginu, rennur í sjó
fram.
anna um víða veröld fyrirsk'pun
um að vera viðbunar söma mLn-
útu og hann heyrði, að Kennedy
forseti hafði verið skotinn í
Dallas. Kemur þetta fram í bók
Manchesters, sem segir þar enn
fremur, að McNamara hafi verið
rólegur og framkvæmt all»r rétt
ar ráðstafanir, eins og á stóð.
Aðvörun hans lil hernaðaryfir-
valda Bandarikjanna viðsvegar
hljóðaði þannig: „Nú er nauð-
synlegt að vera sérstaklega vel á
verði".
í bókinni er haft eftir Johnson
forseta, að „það kynni að skella
á styrjöld", ef grunsemdir vökn
uðu með Bandaríkjamönnum
um, að Krúsjefí, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna og Fidel
Castro, forsætisráðherra Kúbu,
hefðu gert með sér samsæri um
að myrða Kennedy forseta.
Manohester er þeirrar skoðun
ar og fullyrðir það sem stað-
reynd, að Lee Harwey Oswald
hafi orðið brjálaður 21. nóvem-
ber 1963, kvöldið áður en Kenne
dy var myrtur. Heldur höfundur
inn því fram, að Oswald hafi orð
ið geðveikur af völdum miskiíð-
arinnar við konu sína, Marinn,
sem er russnesk að ætterni og
sem hann hafði að miklu leyti
slitið samvistum við. Hún hafði
búið í Irving, útborg í Dallas,
á heimili vinkonu sinnar, Ru.th
Paine og heimsótti Oswald konu
sína og börn einungis um helg-
samtímls, að hann myndi mjög
bráðlega láta frá sér fara áskor-
un um herferð, sem næði til alls
lieimsins, gegn fátækt og hungri.
1 dag bar Páll páfi svo fram
tillögu þess efnis, að komið yrði
á fót alþjóðlegum sjóði til hags-
bóta þróunarlöndunum og að
tekjur sínar hlyti sjóðurinn af
hernaðarútgjöldum iðnaðarþjóð-
anna. í umburðarbréfi til hinna
550 millj. kaþólskra manna, sem
nú lifa i heiminum, gagnrýndi
I>áfi, áð stórfellum fjárhæðum
væri eýtt í heiminum í vígbún-
aðaíkapphlaup og bruðl frammi
„Redoutable" ,sem er um 9000
tonn, er hinn fyrsti þriggja •
kjarnorkuknúinna kafbáta
Frakka, sem allir eiga að hafa
verið teknir í virka notkun fyrir
1975. Sérhver þeirra verður bú-
inn 16 eldflaugum af svipaðri
gerð og Polariseldflaugarnar,
sem notaðar eru í bandaríska
og brezka kjarnorkuflotanum.
Sprengjuhleðslan verður 500
kílótonn, þ.e.a.s. hún mun hafa
sprengjukraft, sem er 40 sinnum
meiri en sprengja sú hafði, sem
lenti á Hiroshima. Eldflaugin
mun draga um 3000 km vega-
lengd.
jFinnska j
piðntoioverk-
tollinalokið
.
Helsingfors, 28. marz NTB.
PRENTARAVERKFALLINU
í Finnlandi lauk í dag og eiga
þeir, sem þátt tóku í því að
hefja vinnu kL þrjú að ísL
tíma í fyrramálið... Sátta-
semjari ríkisins í Finnlandi,
Keijo Liinimaa, skýrði frá
því, að báðir deiluaðilar hefðu
samþykkt tillögur hans, sem
lagðar voru fram rétt fyrir
páskahelgina. Verkfallið, sem
hófst fyrir þremur vikum,
náði til 13.000 manns. Hinn
nýi samningur á að gilda í
þrjú ár.
Goldberg
í framboð
Washington, New York,
28. marz, NTB, AP.
FREGNIR herma að aðalfulltrnl
Bandaríkjanna hjá S.þ., Arthur
Goldberg, hafi hug á framboðl
tll öldungadeildarkosninganna
að ári og þá fyrir New York-
riki.
Frá þessu segir í „The New
York Tirnes" og er þar gert ráð
fyrir því að Goldberg muni af
þessum sökum segja af sér em-
bætti sínu sem aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá S.þ. Fari
Goldberg í framboð, á hann við
að etja repúblikanann Jacob
Javits.
fyrir augunum á þjáðu mann-
kyni. Það yrði að hjálþa þeim,
sem væru hungraðir og þjáðir.
Að lýsa allri neyð stríð á hend-
ur og að berjast gegn óréttlæt-
inu væri einn þáttur baráttunn-
ar fyrir andlegum og efnaleg-
um framförum og þess vegna
mannkyninu til góðs, segir í um-
burðarbréfinu. Heldur páfi þar
því fram, að ef unnt eigi að
verða að ná markmiðinu, verði
þjóðirnar að hætta að vinna að
þessu hver út af fyrir sig, héld-
ur í þess stað verði að komá
á fót stofnun, sem taki yfir allan
heiminn.
„Dauði forseta" hin
umdeilda bók komin út
Búizt við að I. og 2. útgáfa bókarinnar
seljist upp þegar í stað
,Stríðsglœparétt
arhöld' Russets
tá ekki inni í Frakklandi
ar.
Áskorun Páls páfa:
Stofnaður verði alþjóðasjóður
til aðstoðar þróunarlöndunum