Morgunblaðið - 29.03.1967, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967.
15
ftlámskynning
fyrir nemenduv
IU.R. og V.í.
UNDANFARIN ár hefur sú
venja tíðkast. að Stúdentarað
H.í. og Samband íslenzkTa tú-
denta eriendis gengjuist fyrir
kynningu á háskólanámi fyrir
nemendur i æðri skólum. Þetta
hefur verið gert í samráði við
Starfsfræðslu ríkisins. Þessir að-
ilar hyggjast nú enn fara í stúf-
ana með slíka kynningu.
í dag, 29. marz. verður sam-
eiginleg kynning fyrir Mennta-
skólann ' Rvík og Verzlunar-
skóla íslands. Hefst hún með
dagskrá í Gamla bíói kl. 10 f.h.
Þar verða m.a. fluttir stuttir fyr
irlestrar um háskólanám heima
og erlendis. f kvöld kl. 20 00
svara síðan fulltrúar hinna vmsu
landa og námsgreina fyrirspurn-
um í kjallara nýbyggingar
Menntaskólans. Allar deildir ílá
skóla fslands haía þar kynnend-
ur, svo og þau nánaslönd. sem
fslendingar sækja mest til.
Lána- og kjaramál, menntunar-
leiðii á ísland. o. fl. verður
kynnt sérstaklega. Ennfremur
munu liggja frammi margs kon-
ar fjölritaðar upplýsingar um
nám. Nýútkomin stúdentahand-
bók verðui seld. Sennilega verð
ur þetta ein vandaðasta náms-
kynning, sem stúdentar hafa
gengizt fyrir Föstudaginn 31
marz og laugaroaginn 1. apúi
verða síðan kynningar með svip
uðu sniði í menntaskólunum á
Laugarvatni og Akureyri. Nem-
endur allra þessara skóla eru
mjög eindregið hvattir til *ð
mæta. enda geta þeir hér feng-
ið margháttaðar upplýsingar á
einum stað, sem þeir annars
þyrftu að hafa mikið fyrir að
afla sér.
(Fréttatilkynning frá
menntamálanefnd SHÍ og SfSE)
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
Ska f t f ellin gaf élagið
í Reykjavík og nágrenni heldur aðalfund sinn í
Átthagasalnum í Bændahöllinni fimmtudaginn 6.
apríl n.k. Fundurinn hefst kl. 8.30 síðd. stundvís-
lega.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Að loknum aðalfundi verður sýnd kvikmynd Ós-
valds Knudsen úr Surtsey.
Stjórnin.
Frá Búrfellsvirkj un
Bormenn
Óskum að ráða nokkra menn vana borvinnu.
FOSSKRAFT,
Suðurlandsbraut 32, sími 38830.
Frá Búrfellsvirkjun
Byggingarverkamenn
Óskum eftir að ráða menn vana steypuvinnu.
FOSSKRAFT,
Suðurlandsbraut 32, sími 38830.
Frá Búrfellsvirkjun
Járnamenn
Óskum að ráða nokkra vana járnamenn strax.
FOSSKRAFT,
Suðurlandsbraut 32, sími 38830.
Frá Búrfellsvirkj un
Óskum eftir að ráða trésmiði. Upplýsingar hjá
Trésmiðafélaginu og ráðningarstjóranum.
FOSSKRAFT,
Suðurlandsbraut 32, sími 38830.
Skóverksmiðfa fil sölu
Nýja skóverksmiðjan hf. er til sölu. Verksmiðjan er búin góðum
vélum og tækjum, og samkvæmt áliti norsks sérfræðings er
verksmiðjan í höfuðatriðum í samræmi við kröfur yfirstand-
andi tíma. Þegar verksmiðjan er fullsetin, vinna þar 55 til 60
manns. Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Nánari upplýsingar gefa Bjarni Beinteinsson lögfr., Austur-
stræti 17, sími 13536 og Magnús Víglundsson, Bræðraborgar-
stíg 7, sími 13057.
UMBOÐSMENN
ÚTIUM LAND
HANDBÆKUR H.F. Reykjavík óska að ráða um-
boðsmenn til söiu- og kynningarstarfa á eftirtöld-
um stöðum:
Borgarnes
Grindavík
Ólafsfjörður
Hveragerði
Bolungarvík
Hrisey
Eyrarbakki —
Stokkseyri
Hellissandur
Ólafsvík
Grundarf j ör ður
Stykkishólmur
Patreksf j örður
Bíldudalur
Þingeyri
Flateyri
Suðureyri
Hnífsdalur
Súðavík
Hólmavík
— Strandir
Hvammstangi
Blönduós
Skagaströnd
Sauðárkrókur
Hofsós
Dalvík
Raufarhöfn
Þórshöfn
Vopnafjörður
Egilsstaðir
Seyðisfjörður
Neskaupstaður
Eskifjörður
(Reyðarfj. og
Fáskrúðsf j ör ður
Djúpivogur
Höfn í Hornafirði
Vik í Mýrdal
Hella
Akranes
Keflavík
Siglufjörður
V estmannaey j ar
fsafjörður
Húsavík
Selfoss
Hér er um að ræða fjölbreytileg umboðsstörf við
sölu- og kynningarstarfsemi jafnt fyrir karlmenn
sem konur. Viðkomandi umboðsmenn þurfa að
hafa til starfsins nokkuð rúman tíma þegar þörf
krefur, þó hér sé ekki um aðalstarf að ræða.
Umboðsmenn þurfa að vera viðbúnir nokkrum
ferðalögum innan sinna héraða og geta inn af
hendi kynningarstörf sem byggjast á persónuleg-
um viðtölum. Æskilegt væri að viðkomandi hefði
bíl til umráða, þó ekki sé það skilyrði. Þeir þurfa
að hafa til að bera þægilega framkomu og eiga
létt með að umgangast fólk.
Greidd eru umboðslaun (prósentur af sölu) og
uppbætur (bónusar) fyrir kynningarstarfsemi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um störf, aðstöðu
og reynslu af kynningar- og sölustörfum sendist í
pósthólf 268, Reykjavík, fyrir 7. apríl merktar:
„Sölustörf“
Handbækur hf.
Blaða- og bókaútgáfa — Bóksala
Tjarnargötu 14 — Reykjavík
P. O. Box 268 — Sími 19400.
Tdkið eftir
Til sölu er Mercedes-Benz
vörubifreið, 7 tonna. Árgerð
1965. Ekin tæpa 50 þúsund
km. Bíllinn er yfirbyggður úr
stáli, klæddur með aluminium
plötum, og er í mjög góðu
standi.
Semja ber við undirritaðan,
Björn Ragnarsson
Ingveldarstöðum
Hjaltadal
Skagafirði
(Sími um Hóla).
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
FERMINGARÚR MÖDEL1967
PIERPONT ÚR - NÝJAR CERDIR
Dömu og herraúr — Vatnsþétt og höggvarin
Sendi í pástkröfu
CarZar Ólaísson úrsmiður
Lækjartorgi Sími /0087