Morgunblaðið - 29.03.1967, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐYIKUDAGUR 29. MARZ 1967.
25
Sími 22822 - 19775.
Pottamold
Blómaáburður
SkoSunartími bifreiða nálgast.
Látið ekki dragast fram á
annir skoðunartimabilsins að
lagfæra hemlana.
Fullkomin hemlaþjónusta.
STILLING HF.
Skeifan 11 (Iðngörðum)
Simi 31340.
Bezta ferminga-
gjöfin er.
SHEAFFER’S
Gefið fermingarbarninu var-
■anlega gjöf. SHEAFFER's
penm verður notaður af
ánægðum eiganda um árabiL
SHEAFFER's P. F. M.
SHEAFFER's Imperial
SHEAFFER's Cartridge
Allir SHEAFFER's pennar eru
fáanlegir með kúlupenna eða
skrúfblýanti. Allir SHEAFF-
ER‘s pennar eða pennasett eru
4 fallegum gjafakössum.
SHEAFFER.s pennar kosta
frá kr. 78,00 tU kr. 3,220,00.
SHEAFFER's pennar fást í
næstu ritfanga- og bókaverzl-
un.
SHEAFFER
your assurance of tha best
SHEAFFER’s-umboðið
Egill Guttormsson
Vonarstræti 4. Sími 14189.
íslandsmeistarar í bridge. Talið frá vinstri: Þórir Sigurðsson,
Stefán Guðjobnsen, Hallur Símonarson fyrirliði, Símon Símon-
arson og Þorgeir Sigurðsson.
íslandsmótiS í bridge:
Sveit Halls sigraði
SVEITAKEPPNI íslandsmótsins
í bridge lauk s.L laugardag og
bar sveit Halls Símonarsonar
sigur úr býtum. Auk Halls eru
í sveitinni Eggert Benónýsson,
Símon Símonarson, Þorgeir Sig-
urðsson, Þórir Sigurðsson og
Stefán J. Guðjöhnsen. Röð efstu
sveitanna í meistaraflokki varð
þessi:
1) Sveit Halls Símonarsonar
65 stig.
2) Sveit Sveit Benedikts Jó-
hannssonar 56 stig.
3) Sveit Agnars Jörgensen
51 stig.
4) Sveit Hannesar Jónssonar
43 stig.
5) Sveit Ólafs Guðmundssonar
34 stig.
6) Sveit Hjalta Elíassonar
31 stig.
7) Svek Aðalsteins Snæbjörns-
sonar 26 stig.
8) Sveit Böðvars Guðmunds-
sonar 26 stig.
9) Sveit Sigurbjörns Bjarna-
sonar 18 stig.
10) Sveit Gests Auðunssonar
10 stig.
Fjórar neðstu sveitirnar flytj-
ast niður í I. flokk.
í I. flokki var spilað í tveim
riðlum og sigruðu sveitir Jóns
Magnússonar og Gunnars Sigur-
jónssonar í A-riðlL en sveitir
Steinþórs Ásgeirssonar og Jóns
Stefánssonar í B-riðlL
Þessar sveitir flytjast allar
upp í meistaraflokk og spila þar
næsta ár. Sveitirnar spiluðu um
verðlaun og varð röð þeirra
þessi:
1) Sveit Steinþórs Ásgeirssonar
2) Sveit Jóns Magnússonar
3) Sveit Jóns Stefánssonar
4) Sveit Gunnars Sigurjónssonar
Verðlaunaafhending fór fram
í lokahófi, sem haldið var í Sig-
túni á annan páskadag.
Stjórn Bridgesambands ís-
lands hafði ákveðið, að íslands-
meistarasveitin skyldi taka þátt
í Evrópumótinu, sem fram fer
í Dublin í septembermánuði n.lu
Mun því sveit Halls Símonar-
sonar keppa á mótinu fyrir í»-
lands hönd.
Vinnupallar
féllu á götuna
ÞRIGGJA hæða vinnupallar v!9
nýbyggingu Vibro hf. að Álfhóls
vegi 7 i Kópavogi fuku um koll
um kL 21.35 sl. laugardagskvöld.
Svo vel vildi til að enginn var
á ferli um götuna er þetta gerð-
ist, en hún lokaðist alveg er
vinnupallarnir féllu yfir hanau
Slitnuðu rafmagnslínur við göt-
una.
Um miðnætti var búið að r£fa
pallana í sundur og gat umferð
þá hafizt að nýju um Álflhólsveg
inn.
MAXICROP
Fyrir öll blóm.
100% Líf rænn.
Þ ANGVÖKVI.
Fæst í flestum blómabúðum.
MIÐNÆTUR-
HLJOMLEIKAR
í Austurbæjarbíó í kvöld kl. 11.35.
BREZKA
BEATHLJÓMSVEITIN
Það nær engin hljómsveit ein góðri
stemningu og
THE QUIK
sem fræg er fyrir klappnúmer sín, ásamt
shakedönsurum.
DÚMBÓ OC STEINI
munu kynna ný lög af væntanlegri hljóm-
plötu, meðal annars lagið „GLATAÐUR.**
PÓNIK OC EINAR
sem er ein vinsælasta hljómsveit landsins,
með ný lög af hljómplötu.
KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, sem vakið hefur
einna mesta athygli skemmtikrafta í ís-
lenzka sjónvarpinu.
POPS hljómsveit unga fólksins.
Sala aðgöngumiða í Austurbæjarbíói.
Verð uðgöngnmiða nðeins kr. 100,oo — U.F. útgúínn
Með öllum hljómsveitunum koma fram
tízkuklæddir beatdansarar frá Dansskóla
Báru.
Þetta verðu einu skiptin sem brezka hljóm-
sveitin The Quick kemur fram á íslandi, en
þeir eru á förum til Bandaríkjanna til
hljómplötu- og sjónvarpsupptöku.