Morgunblaðið - 29.03.1967, Síða 32
WÍJUHQl
hoieGSö
HÚMfATAEFHI
Togari
siglir á bát
ÁREKSTUR varð milli íslenzks
fiskibáts og brezks togara undir
Krísuvíkurbjargi í fyrradag.
Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli
árekstrinum, en sjóréttur í mál-
inu hófst í gærkveldi.
V.b. Már frá Grindavik var á
siglingu vestur með Krísuvíkur-
bjargi um kl. 4.30 er togarinn
Red Rose sigldi skyndilega á
hann bakborðsmegin. Við árekst
urinn urðu talsverðar skemmdir
á báðum skipunum, t. d. beygl-
aðist öldustokkur og lunning á
Má mikið allt niður fyrir þil-
farið, og gat mun hafa komið
á stefni brezka togarans. Már
komst af eigin rammleik til
Grindavíkur, enda er báturinn
vel sjófær, en togarinn sigldi til
Reykjavíkur til viðgerðar.
Ekki tókst að
bjorgo Bjorma
ÞRIÐJA tilraunin nú um pásk-
ana til að bjarga Bjarma II. úr
Baugstaðafjöru var gerð síðari
hluta dags I gær. Mistókst hún
alveg, því að í fyrstu tilraun
slitnaði taugin upp úr klussun-
um. Var litlu síðar gerð önnur til
raun, en ekki tókst þá betur til
því að festingar á kletti út í
brimgarðinn losnuðu. Var fyrir-
hugað að gera enn eina tilraun
á háflæði í nótt. Mikill fjöldi
fylgdist með björgunartilraun-
um í gær, og voru um 70—80
bílar á ströndinni þegar mest
var.
MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1967
hoie02
ÞAEFHAST
EKJU STItAUIHQAX
Myndin er tekin á Stykkishólmshöfn í fyrradag, en þar er nú geysilegur lagís og verður varðskip að aðstoða skip og báta út
úr henni.
Lagís í Stykkishdlmshöfn
Varðskip aðstoðar skip út úr höfninni
Stykkishólmi, 28. marz.
HVÖSS norðanátt hefur verið á
Breiðafirði undanfarna daga og
henni fylgt mikið frost. Hefur
þetta valdið því að mikill lagís
hefur komið á höfnina í Stykkis-
hólmi, en hann rekur frá
Hvammsfirði og víðar. Er svo
komið í dag að ísinn nær marga
kílómetra út frá Stykkishólms-
höfn. Áttu bátar í miklum erfið-
leikum að komast út úr höfninni
í gær, og voru sumir 5 tima að
komast út á auðan sjó.
í dag er hér gott veður, sól
og logn, og í morgun var hér
olíuskip að losa. í>að komst þó
ekki út úr höfninni, svo að kaUa
varð á varðskip því til aðstoðar.
Bátarnir komust ekki í höfn, og
héldu því til Grundarfjarðar. en
Ffamh. á bls. 21
Björgunarbáturinn fannst ekki í gær
Viðtöl við skipherrann á Sif
og skipstjórann á Bakkafossi
Gúmmíbjörgunarbáturinn með1 og voru því settir út þrír björg-
mönnunum fjórum af færeyska
skipinu Nolsoyer Páli fannst
ekki í gær, þrátt fyrir víðtæka
og ýtarlega Ieit. Eru taldar litl-
ar líkur til þess að þeir séu
enn á lífi. Nolsoyer Páll var
staddur milli Færeyja og íslands
á páskadag, þegar hann fékk
á sig mikinn brotsjó. Við það
kastaðist saltfarmur í lestinni
til svo að skipið fékk mikla
slagsíðu. Óttaðist áhöfnin fyrst
að það myndi fljótlega sökkva
unarbátar. Tveir voru gúmmí
bátar en hinn þriðji trébátur.
Fjórir skipverjanna stukku út í
annan bátinn sem slitnaði frá
ásamt hinum skömmu síðar. Hef
ur ekkert til þeirra spurzt síðan.
Þegar í Ijós kom að leki var
ekki kominn að skipinu tók
áhöfnin til óspilltra málanna við
að moka til saltinu, til að rétta
það af og á meðan var hafin
leit að mönnunum fjórum. Að
morgni páskadags fann þýzkur
togari mannlausan gúmíbát á
reki um 20 miílur £rá þeim
stað sem skipinu hlekktist á.
Þar sem bátarnir voru nákvæm-
lega eins var ekki hægt að segja
um hvort þetta var sá sem menn
irnir fóru i Um miðjan dag
taldi áhöfn bandarískrar vélar
frá Keflavík sig hafa séð ein-
hvern gulan hlut á floti í sjón-
um, en þegar þeir lækkuðu
flugið til að kanna það nánar
misstu þeir sjónir af honum.
Henry Hálfdánarson, hjá Slysa-
varnafélaginu, sagði að það gæti
Ffamh. á bls. 21
Fannst látin
Á PÁSKADAGSKVÖKD og á
annan í páskum var auglýst eft-
ir tvítugri stúlku, sem ekkert
hafði spuizt til i nokkurn tíma.
Var gerð skipulögð leit að stúlk-
unni strax á páskadagskvöld, og
henni haldið áfram niorguni.aa
eftir. Fannst stúlkan látin í fiö--
unni við Skúlagötu, undan Bar-
ónsstíg, síðar um daginn.
Mjölskemma Hafsíldar á Seyð-
isfirði eyðilagðist í snjóflóði
Seyðisfirði, 28. marz. I snjóflóð úr utanverðum Bjólf-
í GÆRMORGUN féll allmikið I inum á síldarverksmiðju hf. Haf
„Fannst ég ekki vera í lífsháska"
segir Pétur Jónsson, skipverji á vb. Jóni Stefánssyni
ÓHAPP varð um borð í bátn-
um Jóni Stefánssyni VE 49 á
laugardag fyrir páska, er einn
skipverja féll útbyrðis, og
svamlaði í sjónum í um fjór-
ar mínútur unz félögum hans
tókst að ná honum um borð
aftur. Heitir maðurinn Pétur
Jóhannsson og er frá Sand-
gerði.
Mbl. náði í gær tali af skip-
stjóranum á bátnum Guðjóni
Aanes og spurði hann um at-
burð þennan. Guðjón sagði,
að þeir hefðu verið staddir
suðvestur af Vestmannaeyj-
um í nokkrum kalda, en ekki
hafi verið mikil undiralda. í»á
hafi Pétur dottið í sjónn, en
tekizt hefði að ná honum
fljótlega og varð honum ekki
meint af volkinu.
Pétur sagði Mbl.:
— Já, ég datt útbyrðis, en
strákarnir náðu fljótt í mig
aftur. Ég festi vettlinginn
minn í vírnum, er við vorum
að láta trollið fara og var
töluvert myrkur. Missti ég
fótanna á hálu dekkinu og
stakkst í sjóinn.
Ég hélt mér í kúlurnar og
sleppti, þegar alda kom og
mjakaði ég mér þannig nær
bátnum þar til ég var kom-
inn það nærri, að strákarnir
gátu kippt mér upp fyrir
borðstokkinn. Mér varð ekk-
ert meint af og er við beztu
heilsu.
— Nei, mér fannst ekki, að
ég væri í bráðum lífsháska —
sagði Pétur um leið og við
kvöddum hann.
síldar. Snjóflóðið féll á yzta
enda verksmiðjuhússins, sem er
mjölhús. Um 1500 fermetra
norskt stálgrindarhús lagðist al-
gjörlega saman og sogaðist að
nokkru leyti út í sjó.
Mjölhús þetta er tiltölulega
nýbyggt, en búið var að tæma
allt mjöl úr húsinu. Á hinn bóg-
inn voru geymd í því 2—3 þús.
mjölbretti, 17 tonn af þilplötum
og 20 standarar af timbri, sem ný
lega hafði verið skipað upp. Er
eitthvað af timbri og brettum
nú á reki á firðinum.
Mjölhúsið og verksmiðjan eru
sambyggð stálgrindarhús og má
telja það lán að snjóflóðið féll
ekki innar, þar sem verksmiðj-
an er, því að þar eru verksmiðju
vélar sem kosta tugi milljóna.
Mikill snjór er nú hér á Seyð-
isfirði, og er mikil hætta talin á
snjóflóðum úr hlíðunum um-
hverfis bæinn. — Sveinn.