Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRlL 1967. — Drottinn Framhald af bls. 11. *ig lögfræði, en þetta varð nú útslagið." Ég kynnist Friðrik barnavini „Ættum við nú ekki að breyta til, og koma að kynn- um þínum og starfi við kristi- lega starfið í landinu, Jóhann- es?“ „Já, t.d. að segja frá fyrstu kynnum mínum af séra Fríð- rik, þau eru mér í fersku minni. Það var árið 1902. Ég var ítaddur á Túngötunni og var að bera út Fjallkonuna. Það vildi flagna ofan af eyrum mínum í þá daga, og var ég stundum að rífa ofan af þeim. Mæti ég þarna manni, dökkum á brún og brá, sem gengur til mín og segir: „Þú mátt ekki rífa svona ofan af þessu, drengur. Þá grær þetta eldrei. En nú er ég farinn. Ég má ekki tefja þig við út- burðinn. Mig rak 1 rogasfanz. Hver getur þetta verið? hugsaði ég. Heima var haldið, að þetta hlyti að haia verið hann Frið- rik barnavinur. Svo sá ég hann Ólatf á Bakkastígnum fara á fund til Réra Friðriks í Melstedshúsi. Ég fér með. Þar var allt fullt að drengjum. Þá var hringt bjöllu. Síðan birtist þessi mað ur frá Túngötunni, Friðrik barnavinur. En ég mátti samt ekki vera þama á fundi, því að ég var aðeins 10 ára, en aldursmarkið var 12 ára. En þá bauð séra Friðrik mér í Sunnudagaskólann til síni 1904 varð ég svo meðlimur í KFUM. Inntakan er mér minnisstæð. Séra Friðrik las mér sem texta eftirfarandi: „Vertu trúr allt til dauðans, og ég mun gefa þér lífsins kórónu." Og þegar ég síðar gekk inn í Aðaldeildina, AD, var þetta textinn: „Haltu fast því, sem þú hefur, og enginn mun taka frá þér kórónu þína.“ Allt þetta vertkaði mér tfl. afturhvarfs. 1911 gerðist ég sveitarstjóri í K.F.UM. Valur stofnaður. Eitt sinn komum við til séra Friðriks og spurðum, hvort við mættum stofna fót- boltafélag? Hann skyldi í fyrstu ekkert í þessum áhuga okkar. Við æfðum á Mela- 6væðinu, og enduðum hverja æfingu með guðsorði og bæn. Eitt sinn kom séra Friðrik til okkar. Við stilltum liðunum upp, og þá rann upp fyrir honum ljós, að þetta væri lík- ast því, sem tvær rómversik- ar fylkingar rynnu saman, og uppfrá því studdi hann okkur með lífi og sál. Þetta var upp- hafið að Val. Einnig var ég með í lúðra- sveit K.F.U.M., Sumargjöf- inni, sem Hallgrímur Þor- steinsson stjórnaði. Var ég um skeið formaður þess „orkest- urs“. Og þá kem að því starfinu, sem um skeið tók allan tíma minn, og það er starfið við Sjómannastofuna, og yfirleitt kristilegt starf meðal sjó- manna. Forsaga sjómannastofunnar Forsaga þess máls er löng og mjög merk Ég hef áður getið séra Odds Gíslasonar 1 Grindavík, sem árið 1892 ræðst í að gefa út á eigin kostnað atf fátækt sinni „Sæbjörgu", fyrsta sjómanna blað á íslandi. Hann vann giftudrjúgt starf að slysavörn um, og einnig hélt hann sam- komur með sjómönnum víða í verstöðvum. Samtíðamaður hans minnt- ist hans á þessa leið: „Það mátti segja um séra Odd, sem einhver hefur sagt um H. N. Hauge, hinn fræga farandprédikara Norðmanna „að hann kunni fleira en Faðir vorið sitt“. Séra Friðrik var arftakí séra Odds að þessu leyfi. Hann opnax Sjómannastofu í Melstedhúsi 1902. Þar var mannmargt, og séra Frið rik laðaði alla að sér. Þessi starfsemi lagðist niður, þegar félagið fékk nýtt húsnæði við Amtmannsstíg, enda var þá lengra írá höíninni. Kristján X ieitar Sjómannastofu Arið 1921 kom fyrir atvik, sem glöggt sýndi, að ná- grannaþjóðum okkar fannst eðlilegt, að hér væri Sjó- mannastofa. Þá um vorið gisti landið fyrsta sinn, þáverandi konungur íslands, Kristján X. Eitt sinn var hann á gangi í Reykjavík og fór niður að höfn til þess að leita uppi sjómannaheimili, en fann ekk ert. Hann hafði orð á þessu við einhvern, og var honum sagt, að það væri ekki til. Þegar til Danmerkur kom, færði hann þetta í tal við Fenger prófast, formann sjó- mannastarfsins i Danmörku. Hann skrifar síðan sr. Bjarna Jónssyni, og leiddu þær bréfa skriftir til þess, að vorið 1923 kom til Reykjavíkur V. Rasch, framkvæmdastjóri inn BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU —-K— lenda sjómannastarfsins danska. Valdi hann stjórn Sjómannastofunnar og voru þassir í fyrstu stjórn he ir.ar: Dr. theol. Jón Helgason, biskup, séra Bjarni Jóniscn, dómkirkjuprestur, séra Ámi Sigurðsson fríkirkjuprestur, Árni Jónsson kaupmaður, Sigurbjörn Þorkelsson kaup- maður, cand. theol. Sigur- björn Á. Gíslason og frú Guð ríður Þórðardóttir. Sjómannastofa stofnuð Fyrsta húsnæði Sjómanna- stofunnar var á Vesturgötu 4, þar sem nú er Grófin 1, og hóf hún startfsemi sína 15. ágúst 1923. Ég hafði verið beðinn að taka að mér for- stöðustarfið, en treysti mér ekki til þess í fyrstu, og neit- aði stjórninni um þetta þrisv ar sinnum. En þá fór Drottinn að kalla. Hlustaði ég á predik un í Dómkirkjunni, þar sem indverskur kristniboði prédik aði, og lagði út af textanum í Lúkas 5 „um hinn mikla fiskidrátt". Um kvöldið var ég svo á samkomu uppi í K.F.U.M. og hlustaði þar á séra Friðrik leggja út af sama texta. Mér leið illa. Savizkan ónáð aði mig. Ég fann, að Guð var að kalla á mig, en ég stredt- ist á mótL Tók ég mér þvi næst sumarleyfi vestur í Dala sýslu, og á næsta sunnudegi gekk ég til kirkju að Kvenna brekku i Dölum, og heyrði þá séra Jón Guðnason legg.ia út af sama textanum. Fannst mér nú mælirinn fullur. Hrj ð aði mér í bæinn, hitti stjórn Sjómannastofunnar að máli, og spurðL hvort þeir væru búnir að ráða forstöðumann? Svarið var nei. Ég svaraði: „Ég skal þá reyna að tak? það að mér með guðs:ijálp‘- Við höfðum Sjómannastof- una á ýmsum stöðum. Fyrst á Vesturgötunm, síðan í Hafn- arstrætL í Tryggvagötu og síðast í Varðarhúsinu, uppi á lofti. Starfið á Akureyrl 1933 held ég svo til Akur- eyrar á vegum Kristniboðs- félags kvenna þar. Þá var ekkert Zion tiL en það reis brátt, og er þar myndarlegur samkomusalur. Var hann vígð ur 10. des. 1933. Húsið var byggt fyrir frjáls samskot og konurnar unnu sjálfar við að grafa grunn, bera grjót og steypu. Frú Jó- hanna Þór var aðaldriffjöður félagsins. Ég byrjaði á Akureyri barnastarf, og alltaf var fullt hús af börnum. Árið 1936 skrapp ég suður í prédikunar ferð og hélt samkomur á hverju kvöldi í Betaníu í heila viku, síðan austur á Stokkseyri og Eyrarbakka, prédikaði í öllum kirkjum séra Sigurðar í Hraungerði, nú vígslubiskups, hafði sam- komuviku í Vestmannaeyjum, á Fáskrúðsfirði í 8 daga, Eski firði í 10 daga, Seyðistfirði í vikutímsi, á Norðfirði 1 14 daga, og þaðan hélt ég svo aftur til Akureyrar. Þetta var sama árið, sem æskulýðsvik- ur byrjuðu í Reykjavík. Aftur til Reykjavíkur Árið 1939 fluttist ég svo aftur til Reykjavíkur, og hér hef ég verið síðan. Ég hef tekið hér þátt í kristilegu starfL bæði ' K.F.U.M. og hjá kristniboðssambandinu, en þar á ég sæti i stjórninni frá 1957, en formaður Kristni- boðsfélags karla hef ég verið frá 1953. Eins og ég hef áður sagt, langaði mig alltaf til að „stúdera“ og Magnús dósent leyfði mér að sitja í trmum í textafræði í guðtfræðidei'd- inni. Ég bauð alltaf guðfræði deildinni einu sinni á ári tal mín á Sjómannastofuna til að kynna þeim starfið. Þá hef ég staðið fyrir og tekið bátt í tjaldsamkomum hér 1 Reykjavík, og mér finnst þær hafa borið ríkulegan ávöxt“. „Nú er komið að þvi, Jó- hannes, að spyrjast fyrir um einkalSf þitt?“ Mikið Drottni að þakka „Já, ég hef verið lánsamur í mínu einkalífi. Fyrri kona mín hét Ragnhilduir Sigurð- ardóttir, ættuð frá Vallá á KjalarnesL Við eignuðumst 3 dætur, Ingileifi Ágústu, gifta Hjalta Sigurðssyni á Ak ureyri, Kristínu, matráðskonu á barnaheimili hér í borg og Vilborgu, gifta Gunnari Sig- urjónssyni. Ragnhildur var mér ákaflega samhent í starf inu, og umburðarlynd. Til marks um það má geta þess, að svo var um 10 ára s’kaið, að ég var ekki heima eitt ein asta kvöld nema aðfangadags kvöld. Ég missti Ragnhildi ár ið 1940 og varð hún mér harm dauði. Seinni kona mín heitir Steinunn Þorvarðardóttir, dóttir Þorvarðar gaslagnings manns, og hefur staðið mað mér í starfinu ekki síður en mín fyrri kona. Við eigum einn son, Sigurð, sem er úl- lærður prentarL en var í vet- ur á Biblíuskóla í Noregi. Já, ég hef mikið fyrir Pð bakka Drottm gætfu mia< I 4» TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN KVIKSJÁ --k- —ik- -K— —K— FRÓÐLEIKSMOLAR að sá mikli maður, Richelien kardináli, væri ka- þólskur, varð hann nú samt 'sem áður felmtri sleginn vegna sigurs þýzk-rómverska keisar- ans. Honum tókst að koma í veg fyrir óeirðir milli páfans og Sviþjóðar, þannig að sterk- asti maður mótmælcnda í Ev- rópu, Gústaf Adoif fékk frjéls ar hendur og gat komizt til Norður-Þýzkalands. Með sinn fámenna, en vel æfða her (15.000 manns) sigraði Gústaf Adolf Tilly í tveimur orustum (við Breitenfeld árið 1631 og Lech árið 1632) Hann ruddist í gegnum Múnchen og Augs- burg og mætti loksins Wallen- stein í hinni frægu orustu við Lutzen (6. nóvember 1632). Gústaf Adolf féll í þessari or- ustu„ en ekki fyrr en sigurinn var unninn. ClPlB Eliesersangen „Við vitum, að þú fórst I prédikunarferð til Noregs >g Færeyja, og enn í dag mun vera sunginn etftir þig so. g- ur á kristniboðsskipinu Elies- er. Hvað geturðu sagt okku- um þetta starf þitt?“ „Jú, ég hef allmörgum sinnum komið til Noregs og Færeyja. Oftast var það í sam bandi við starf mitt meðal sjómanna. Árið 1934 fór ég svo í prédikunarferð til Nor- egs. Norska sjómannatrúboð- ið á skip, Elieser, það er það fjórða, sem nú er á ferðinnL Skip þetta er í senn kirkja og spitali. Með því ferðaðist ég meðfram ströndum Noregs, og við héldum samkomur í hverj um bæ á leiðinnL otft marg- ar á dag. Á þessum tíma orti ég Eli- esersangen, og hann hefur nú verið sunginn þarna í yfir 30 ár undir lagi Frykmans. Þeir sendu mér hann einu sinni & segulbandi. Mér þótti vænt um þá sendingu.** Og Jóhannes setti segul- bandstækið í gang og út í stof una hljómaði söngur sjó- mannanna, sterkur, hrjútfur en falslaus, þeirra óður til trúarinnar: „Ja, ære være Herren Gud!“ eins og fyrsta vísuorðið í viðlaginu hljóðar. Og Jólhannes hefur ekki gert það endasleppt við ís- lenzka kristfni Á 400 hundr- uð ára afmœli þýðingar Odds Gottskálkissonar á Nýja Testamentinu, 12. apríl 1940, gaf Jóhannes út úrval þeii-r- ar þýðingar, ásamt formála og eftirmála Odds í mjög smekk legri útgáfu. „Að lokum Jóhannes, er þér ekki eitthvað sérstak- lega minnisstætt úr lifl þínu?“ Á slóðum Krists „Jú, á sl. ári fórum við hjónin til Gyðingalands, og sú stfund, að standa á Golgata hæð, er mér ógleymanleg. Það er raunar lítfsreynsla hverjum trúuðum manni að ganga um þær slóðir, sem Frelsari vor gekk um í sínu jarðneska l£fi. Án þeirrar reynslu vildi ég ekki hafa verið. En mætti ég svo að lokum segja eitt til æskunn- ar í landinu og gera það að miínum lokaorðum. Ég veit að æskan á öllum tím 'ir leitar gæfunnar. Hin sanr.i gæfa finnst ekkL nema 1 ssmfélag inu við Drott-inn Jeii Krist. Það mætti á stund im líkja æskunni við villt hross, þau eru villt, og það oarf að temja þau. Oft verður góð- hestur úr göldum fola. Við hin eldri eigum að temji) æsk una. „Þann, sem ég euk«, aga ég,“ segir Jesú Uppalendurn- ir í dag þurfa að mæ:i æsk- unni með kærleika til þess að geta veitt henni það sem hún þarfnast. Kærleikur.nr. knýr oss alla, er sá grandvallar- sannleikur, sem hægt er að byggja á. Við, sem stöndum í hinu kristilega starfL erum að vísu ekki öll prestlærð, en við tilheyrðum samt hinni konunglegu prestareglu, eins og segir í guðsorðL í hinu fyrra almenna bréfi Péturs, 2. kapítula, 9. versi: „En þér eruð útvalin kyn- slóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til að þér skulið víðfrægja dáð- ir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til sins undursam- lega ljóss“. Og með það kvöddum við þennan 75 ára prédikara, sem þrátt fyrir aldurinn, er tein- réttur, fullur áhuga á að breiða út vitneskjuna um Hann, sem gefið hefur hon- um kraft til starfa alla þessa iöngu ævL Jóhannes Sigurðs- son verður að heiman á af- mælisdaginn. Hann ætílar að gefa sjálfum sér frí, en þ iu hefur hann ekki mörg fenf»ið um ævina. Honum heill á há- tíðisdegL — Fr. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.