Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967. UNDIR VERND eftir Maysie Greig: — Ég get nú ekki ihugsað mér Mavis í neinni atvinnu, og það gætuð þér heldur ekki, eí þér þekktuð hana. Hún er ekki þann ig gerð, ekki óháð eins og þér. Hún er ein þessara, sem þarfn- ast manns til að gæta hennar. Mér þykir oft fyrir þvi, að hún skuli ekki hafa gifzt. — Kannski gerir hún það, sagði Paula. — Ég býst nú vi ðþvi, en hún virðist ekki haaf mikinn áhuga á karlmönnum, að minnsta kosti segir hún það við mig. Hún seg- ir, að flestir karlmenn, sem hún hittir, séu afskaplega vitlausir. — Finnst 'henni það? sagði Paula. Hún varð næstum fegin er þjónninn kom með næsta rétt og gerði enda á þessum viðræð- um. Hún gat ekki útskýrt það nánar, en meðan talið snerist um Mavis Freeman, var eins og henni yrði kalt um hjartað. Etftir þennan hádegisverð tók hann að líta inn í búðina oft- ar en áður, jafnvel þótt hann ætti þangað ekkert erindi að kaupa leikfong. K Marjorie var 1 búðinni stóð hann ekki lengi við, en hvenser sem hann hitti þar á Paulu eina, stóð hann stundum við stundarfjórðung, stundum heilan klukkutíma, en afsakaði alftaf, að hann skyldi vera að iefja fyrir henni. — Hver er þessi kunningi þinn? spurði Marjorie einu sinni. — Hann er alltaf að rek- ast hér inn, rétt eins og hér sé hans andlega heimili. Ég vildi nú vitanlega halda það, en samt grunar mig, að hann sé ekki fyrst og fremst að sækjast eftir mér. — Vertu ekki með þessa vit- xeysu, Marjorie, sagði Paula. — Ég held bara, að hann sé em- mana og hafi gaman af að skrafa En hún roðnði nú smt sem að- ur. Skömmu eftir hádegisverðinn góða, spurði hann hana, hvoit hún vildi ekki boma heim .il sín og drekka te, síðdegis á laug ardaginn. — Það væri mér ánægja, sagði Paula. Bláu augun ljóm- uðu. Hún reyndi að leyna pví fyrir sjálfri sér, að hjartað í henni sló hraðar. • — Ég vil láta yður kynnast Faith og Midhael, sagði hann brosandi. — Ég hef sagt þeim frá yður. — Ég hefði ánægju af að hr.ta þau sagði aPula innilega. — Ég tek yður þá með mér um hádegið, sagði hann. — Við gætum fengið okkur hádegis- verð einihversstaðar og ekið svo heim. — Eigið þér heima langt í burtu? — f Weybridge. Ég held, að það sé betra fyrir börnin. Þau eru þar ekki eins innilokuð og í borginni Paula vissi v.el, að það var heimskulegt af henni að vera svona spennt fyrir að fara heim til Davíðs í te, en spennt var 'hún, svo hún svaf ekki nema ?.ít- ið nóttina á undan, og svo keypti hún sér bláan og hvítan kjól, og það bláa í honum var með nákvæmlega sama bláa ’itn um og augun í henni. Laugardagurinn var heitur vordagur, þegar allt loftið virt- ist gljáa og ljóma. Marjorie hafði ekki komið í dag. Paula |var ein í búðinni og henni fannst morguninn aldrei ætla að líða. Davíð kom fimm mínútum of seint og henni fannst það óiþol- andi. En svo kom hann klúkkan átta mínútur yfir eitt og var eintóm- ar afsakanir, að einhver þreyt- andi skjólstæðingur hefði tafið svona fyrir sér. Paula hló og spurði hann, hvort hann væri of seint á ferð. Væri svo, gerði það að minnsta kosti ekkert til. •>•>•>•>•>❖•>•>.:-: ❖❖❖•:••>•:••:••:••>•:• U ❖•>•>❖•:••>•:••:•❖•: Hún læsti búðinni og hann hjálpaði henni upp í framsæt- ið í bílnum. — Mér datt ! hug, að við skyldum borða hádegisverð í við kunnanlegu litlu hóteli, sem ég þekki, á árbakkanum, sagði hann. — Veðrið er svo dásam- legt. Paula samsinnti því, að veðr- ið væri indælt og sjálfri fannst henni hún aldrei hafa verið úti í jafndásamlegu veðri. Hugmyndir þeirra um lítið hótel virtust ekki fara saman. Þetta var að vísu ekkert sérlega stórt. en Davíð sagði henni, að NESCAFÉ er stórkostlegt - kvölds og morgna, - og hvenær dags sem er. í>að er hressandi að byrja daginn með þvi að fá sér bolla af ilmandi Nes- café, og þegar hlé verður i önnum dagsins er Nescafé auðvelt, þægilegt og fljótlegt i notkun, og bragðið er dásamlegt. Nescafé er einungis framleitt úr völdum kaffibaunum - ioo°/o hreint kafíi. Hvenær sem er, og hvar sem er, þá er Nescafé hið fullkomna kaffi. IMescafé „Bókmenntaáhuginn kom upp um hann!!!“. ýfirmatsveinninn væri Frakki, og Paula sá strax, að þetta var ekki staður, sem stúlka mundi koma á með hálfblönkum kunn- ingja sínum. Þau skemmtu sér vel undir borðum. — Vitið þér það, sagði Davíð og smakkaði á rauðvininu, — að þér gerið mig ungan aftur, ungfrú Redmond. Árum saman hefur mér fundizt ég vera orð- inn hálfgerður forngripur. Hún hló. — Það finnst mér hú hálf ótrúlegt. — Hvort sem það er ótrúlegt eða ekki, þá fannst mér nú þetta. En nú......Hann hallaði sér fram yfir borðið. — Yður finnst ég ekki vera forngripur, er það? Yður ieiðist ég ekki? — Leiðist? Hún greip andann á lofti. — Hvort mér leiðist éndurtók hún, en þagnaði er hún varð þess vör, að tónninn gæti ef til vill komið upp um tilfinn- ingar 'hennar. Allt í einu fann hún, að hann hafði gripið um hönd hennar. Hann þrýsti hana fast. — Þakka yður fyrir, sagði 'hann. — Vitið þér það, ungfrú Redmond, að skoðun mín á líf- inu er farin að breytast? Mér fannst ég vera fjölskyldumaður með allskonar skyldur á herðun- um, þangað til ég 'hitti yður. Har.n leit á úrið sitt. — En við megum ekki tefja hér of lengi, hversu feginn, sem ég vildi. Börnin fer að lengja eftir yður. Paula vissi, jafnvel áður en nún kom á staðinn, að hún mundi verða hrifin af húsi Davíðs Hankins. Fyrst sá hún það gegnum laufið á silfurgrá- um beykitrjám, og sannfærðist þá enn betur. Þetta var nýtízku- legt hús, Sallegt og vel útlítandi, en þó án alls skrauts eða prjáls. Það virti'st rúmgott og þægilegt, svalt á sumrum en hlýtt á vetr- um. Brautin upp að því var með rauðri möl en blómabeð til beggja 'handa. — Jæja hvað finnst yður um það? Hann sneri sér að henni, og það lá eftirvænting í rödd- inni. — Mér lízt vel á það. Það er heimilislegt, finnst yður ekki? — Það gleður mig að heyra það. Röddin var lágvær og hlý. — Það er 'höfuðkosturinn, sem hvert hús ætti að hafa — að vera heimilislegt. Hann ók bílnum upp að for- dyrunum, en áður en Davíð fékk svigrúm til að hjálpa Paulu út úr bílnum, komu tvö börn og köstuðu sér bókstaflega yfir föð ur sinn. — Pabbi, elsku pabbi, æpti litla stúlkan, Faith. — Þú kem- ur svo seint. Hvað tafði þig svona? Hún var undurfagurt barn með dökki, hrokkið 'hár og mjög stór, grá augu. Paulu fannst hún of mögur, og hún var áköf á svipinn. En litli drengurinn var hins vegar hnöttóttur og feitur og glaðlegur á svip. Davið losaði sig úr taki dótt- ur sinnar með nokkrum erfið- ieikum. — Faith, sagði hann. — Ég vil kynna ykkur ungfrú Red- mond. Þú hefur heyrt mig minnast á hana, er það ekki? Barnið sneri sér að Paulu. — Svo að þér eruð þessi ung- frú Redmond, sem pabbi hefur verið að segja okkur frá? sagði hún. Paula brosti og rétti fram höndina. — Já, og ég er líka búin að heyra margt um þig. En Faith tók ekki i útréttu höndina. Þess í stað greip hún báðum höndum aftur fyrir bak. — Ég vil ekki taka í hönd- ina á þér, sagði hún. — Mér lízt ekki á þig. Og síðan gekk hún burt. Paula horfði S eftir barninu og þetta kom illa við hana, en á meðan hún var að 'horfa, fann hún á sér, að einhver 'hafði kom- ið aftan að henni. Það var lítil, sviplaus stúlka rúmlega tvítug, sem stanzaði skammt frá þeim. Ekki var Paula nú viss um það, en þó fannst henni hún geta séð sigurglampan í augum stúlk- unnar. 5. kafli. Davíð klóraði sér 1 hárinu, vandræðalegur. — Nú er ég hissa! Ekki veit ég, hvað hefur hlaupið í hana Faith. Mér þyk- ir þetta leitt. Ég skil ekki.... Og röddir dó út og hann varð vandræðalegur á svipinn. — O, þér skuluð ekki fást um þetta, hr. Hankin. Það gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til, sagði Paula, en hún hafði roðnað. ■— Það gerir ekki nokkurn skapað- an hlut til, sagði Paula, en hún 'hafði roðnað. — Það er ekki hægt að ætlazt til. að börn verði hrifin af fólki, sem þau sjá 1 fyrsta sinn. Og í rauninni engin von á því. — Já, en að vera svona ókurt eis, sagði hann. — Guð minn góð ur! Ég skal....... En þá virtist hann fyrst taka eftir því, að Mavis stóð þarna rétt hjá þeim. — Halló Mavis, sagði hann. — Ég vil kynna þig ungfrú Redmond Verið þið ekki með neina óþarfa kurteisi. Ég veit, að þið komið til með að kunna vel hvor við aðra. Mavis kom nú fram og þær Paula heilsuðust. Jafnvel þótt Mavis brosti og segði: „Komið þér sælar. Það var gaman að fá loksins að sjá yður“, þá gat Paula ekki varizt þeirri hugsun, að stúlkan væri ánægð með hið leiðinlega atvik, sem var nýlega búið að gerast. Hversvegna hafði litla stúlkan verið svona afund- in við hana? Hver hafði gefið henni þá hugmynd? Vissulega ekki Davíð. Og hver gat það þá venð annar en Mavis Freeman? Davíð sagði reiðilega: —. Hún Faith er orðinn fullfri af sér. Hún var dónaleg við ungifrú Red mond, rétt áðan og vildi ekki heiisa henni. •— Virkilega? sagði Mavis, og það var álhyggja í röddinni, — Það þykir mér leiðinlegt, Davið, eftir að við vorusn bæði svo oft búin að segja henni, hvað henni mundi lítast vel á ungtfrú Redmond. Hún lagði áherzlu á „bæði“ og brosti kvíðin framan í Davið en leið og hún sagði það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.