Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967.
21
Brú á Héraðsvötn
Málverk eftir Nínu Sæmundsson. (Ljósm. Sv. Þ.)
Verk eftir Nínu Sæmundsson
og 15 aðra á sýningu
eftir listmálara sem lokið hefðu
námi um svipað leyti og Nína,
eða um 1920-30. Væru þessir
listamenn einnig fæddir um
mjög svipað leyti, eða um 1890
— 1900. Á Listasafnið öll vðfkin
sem eru á sýningunni. Verður
sýningin opin þriðjudag, fimm-
tudag frá 1.30 — 4, en laugar-
dag og sunnudag frá 1.30 — 6,
og lýkur 21. maí.
SAMGÖNGUR á landi voru hafa
löngum erfiðar verið, svo sem
kunnugt er. Þó hefir á síðustu
áratugum mikil hreyting á orð-
ið í þessum efnum. Vegir hafa
verið lagðir, með hjálp hinna
stórvirku vinnuvéla, og vatnsfSll
brúuð. Ekki er því þó að heilsa,
að alls staðar sé hægt að benda
á framfarir. Er og slíks tæplega
að vænta. En öfugsnúið er það,
að dæmi skuli mega finna um
beina afturför frá frumstæðum
samgöngubótum fyrri tíðar.
Á Hérðasvötnum 1 Skagafirði,
undan Flatatungu, var kláfferja
fyrr á árum. Árið 1929 vildi það
slys til, að kláfurinn slitnaði nið-
Ur, með þeim afleiðingum, að
ung stúlka fórst í Vötnutum. Var
þá kláfurinn lagður niður. Situr
við það enn, að ekkert hefir
komið í hans stað. Kláfferjan
var vissulega mikil samgöngubót
á sínum tíma, og ekki hefði svona
illa þurft til að takast, hefði gott
eftirlit verið með öllum búnaði
hennar.
Að kláfferjan var sett þarna á
Vötnin sýnir, að þar var talin
Aukid fræðslustarf
fyrir unqlinga
LISTASAFN Islands opnaði í
dag sýningn á verkum Nínu Sæ-
mundsson, myndhöggvara og mál
ara, og hennar samtíðarmanna
Er sýningin haldin til minn-
ingar um Ninu, en hún arfleiddi
Listasafnið að mörgum verkum
eftir sig, bæði höggmyndum og
málverkum. Eru á sýningunni
mörg af fallegri verkum henn-
ar.
Á sýningunni eru verk eftir 15
listmálara auk Nínu Gunnlaug
- MINNING
Framhald af bls. 22.
unni „Magni“. Hann lézt farinn
að heilsu s.L sumar.
Er báturinn hljóp af stokkun-
um hlaut hann nafnið „Ása“,
kantsettur eikarbátur. Þann bát
áttu þeir félagar til ársloíka 1929.
Þá kaupir Ágúst 1/3 part í
„Skuld“ og á hana fram yfir
seinna stríð eða til 1946. Sam-
eignarmenn hans voru þeir Jón
Benónýsson og Guðmundur
Ólafsson. „Skuld“ var og er mik-
il happafleyta og hefir skilað öll-
um eigendum sínum fyrr og síð-
ar góðum arði.
Eftir að Ágúst hættir útgerð
á „Skuld“ sezt hann ekki í helg-
an stein. Hann gerist nú starfs-
maður við hin miklu fis-kvinnslu
hús í Eyjum. Lengst af í
Vinnslustöðinni. Gekk hann að
verki hvern dag, fram yfir átt-
rætt, léttur og réttur, eða þar til
hann fluttist úr Eyjum 1962.
Auk útgerðar og fiskverkunar
fyrir eigin reikning, þá var
Ágúst fiskimatsmaður um árabil
og metinn að verðleikum fyrir
nákvæmni og heiðarleik. Enn-
fremur má geta þess að Ágúst
tók að sér hraunfláka, girti hann
og ræktaði sér gott tún. Hafði
þannig styrk af landbúnaði um
mörg ár.
Ekki skal gengið fram hjá
þeim merka þætti í lífi Ágústs,
er voru húsabyggingar hans, því
hann byggði sér ekki færri en
3 íbúðarhús.
Fyrst Vestmannabraut 61,
vesturhelming. Síðan Skólaveg
7, Ásnes, er hann var lengstum
kenndur við. Er Ágúst var kom-
inn yfir sextugt fær hann sér
lóð vestur í bæ og enn byggir
hann nýtízku einbýlishús að
Hólagötu 2. Allt á einni hæð og
byggði sér þar fagurt og yndis-
legt heknili.
Þetta eru nokkrir helztu drætt
irnir úr lífi Ágústar. Segja þeir
nokkuð sína sögu, um munaðar-
lausa drenginn, er kominn var í
fóstur fjarri foreldrahúsum, en
rættist svo úr, að hann lagði
mikinn og stóran skerf til upp-
byggingar byggðarlags síns.
Ágúst gekk mikið gæfuspor er
hann kvæntist Ingveldi Gísla-
dóttur frá Syðri-Brúnavöllum i
Árnessýslu. Brúðkaup þeirra
stóð árið 1911. Bjuggu þau i far-
aælu hjónabandi í 56 áir. Þar var
mikið lán og hamingja fyrir þau
bæði.
Ingveldur var mjög samstæð
manrú sinum, hjartaihlý og
Blöndal, Guðmund Einarsson frá
Miðdal, Brynjólf Þórðarson,
Eggert Laxdal, Ólaf Túbals,
Höskuld Björnsson, Svein Þórar
innsson, Karen Þórarinnsson,
Magnús Á. Árnason, Kristinn
Pétursson, Kristján Magnússon
og Freymóð Jóhannesson.
Á fundi með blaðamönnum
síðdegis 1 gær, sagði dr.
Selma Jónsdóttir að valin
hefði verið á sýningiuia verk
tryggðin einskær. Hún lifir nú
mann sinn, en farin heilsu.
Ágúst var faðir fjögurra
barna, elzt er Sigrún, ekkja í
Vestmannaeyjum, þá Gísli er dó
aðeins 8 ára, vegna hraps í
klettum. Þá Guðmundur fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík og
Gísli rafvirki í Kópavogi. öll
eru þau systkin er lifa, mætir
og nýtir borgarar og bera föð-
ur sínum fagurt vitnL
Sá er þetta ritar kynntist
Ágústi og Ingveldi einkanlega á
Hólagötu 2. Þar var gott að
koma. Þar ríkti fölskvalaus trú
á Drottin og handleiðslu hans.
Þar var gagnkvæm virðing hjón-
anna. Þar var heimili mótað af
trú og kærleika. Okkur Vest-
mannaeyingum þótti sjónar-
sviptir að, er þau hurfu úr Eyj-
um af heilsufarslegum ástæðum.
En böndin rofnuðu ekki. Verk
þeirra hjóna lifa og minningin er
geymd hjá samferðafólkinu i
þakklæti og virðingu.
Einar J. Gislason.
- ÆTLAR AÐ GERA
FramJhald af bls. 16
um veikleika í þessum efnum
og sagði, að „hárskerar vorir
nota úðunartæki frá tímum
afa okkar og ömmu og verk-
færi, sem eru langt frá því að
vera fullkomin.“
Blaðið hélt því fram, að
betri útbúnaður og efni
myndu ekki aðeins „auka
getu hárskera vorra heldur
einnig breyta hugarfari við-
skiptavina þeirra.“ Það hvatti
einnig sovézka hárskera til
að taka oftar þátt í alþjóða-
keppni, svo að þeir geti lært
af starfsbræðrum sínum í
öðrum löndum.
Blaðið sagði, að of lítið
hefði verið að þessu gert og
benti á ,að Vísinda- og tækni
nefnd þjóðarinnar tæki
ákvarðanir varðandi utan-
ferðir hárskera.
„Ekki þarf að taka það
fram, að nefndin hefur meiri
áhuga á að senda verkfræð-
inga til Fiat-verksmiðjanna
á Ítalíu eða vísindamenn til
venjulegra þinga, en að fylgj
ast með hárskerum," sagði
blaðið í kvörtunartón. „Hér
í landi er næstum milljón
hárskera og hárgreiðslufólks.
Þessi grein hagkerfisins á
rétt á viðeigandi athygli eins
og hver önnur grein.“
BORGARSTJÓRN samþykkti á
fundi sínum sl. fimmtudag, til-
lögur þess efnis, að fræðsluráði
og æskulýðsráði sé falið að at-
huga á hvern hátt megi auka
fræðslustarf fyrir unglinga og
ungt fólk í Reykjavík utan hins
almenna fræðslukerfis. Sérstak-
lega skal athuga, hvort auka
megi fræðslu um ýmiss konar
sjóvinnu og hvernig koma megi
á fót námskeiðum fyrir unglinga
og ungt fólk í meðferð vinnu-
véla og tækja.
SVO sem menn rekur minni til,
sigruðiu Borgfirðingar í keppni
í ríkisútvarpinu, sem kölluð vax
„Sýslurnar svara“. Þeir, sem
kepptu fyrir Borgfirðinga, Magn
ús Sigurðsson, bóndi, Gilsbakika,
séra fó.t Guðnason, Reykholti og
Sigurður Ásgeirsson, bóndi,
Reykjum, fóru utan til Luxem-
burgar í gærmorgun, rétt fyrir
hádegi, en verðlaunin í keppn-
Flutningsmaður tillögunnar,
Björgvin Guðmundsson, fylgdi
henni úr hlaði með nokkrum orð
um og ræddi gildi þess og nauð-
syn að auka unglingafræðslu
utan hins almenna fræðslukerí-
is.
Frú Auður Auðuns tók til máls
og ræddi störf borgarinnar á
umræddu sviði. Lýsti hún sig
fylgjnndi tillögunni.
Tillaga Björgvins var sam-
þykkt með samhljóða atkvæð-
um.
inni voru einmitt ferð með
Lotftleiðaflugvél þangað. í dag
munu þeir félagar skoða Luxem
burg í fylgd stöðvarstjóra Loft-
leiða. Fararstjóri er Stefán
Jónsson hjá útvarpinu.
Ferðalangarnir föru utan með
fhigvélinni Guðríði Þorbjarnar-
dóttur og lentu i Luxemburg um
kl. 16.56 i gær. Þeir koma heim
að viku liðinnL
þörf samgöngubóta. Og sú þörf
er engu síður fyrir hendi enn 1
dag. Gegnir það reyndar nokk-
urri furðu, að þarna skuli ekki
vera komin brú. Héraðsvötnin
hafa meir en hálfnað leið sína
til sævar, áður en brúartylla
verður á vegi þeirra. Og segja
má, að engin brú sé á þessu
stórfljóti. er menn geti óhræddir
farið yfir. Er slíkt firn mikil.
Það er augljóst mál, hve stór-
felld sængöngubót það yrði fyrir
Skagafjarðarhérað að fá brú á
Héraðsvötn, hjá Flatatungu, með
tilheyrandi vegi. En þetta mál
snertir fleiri en Skagfirðinga
eina. Með þessum framkvæmd-
um myndi þjóðbrautin gegnum
héraðið styttast að mun. Og enn
meira máli skiptir þó það, að
leiðin yrði stórum öruggari en
hún nú er. •
Það er kunnugra en frá þurfi
að segja, að vegurinn yfir Hólm-
inn er vandræðagripur. Vegna
ótraustrar undirstöðu þolir hann
illa þá miklu og þungu umferð,
sem nú er orðin um hann og fer
stöðugt vaxandi. I öðru lagi er
vegur þessi í hættu vegna Hér-
aðsvatnanna, á hvaða árstíma
sem er. Af þeim sökum hefir ekki
þótt ráðlegt að hækka hann upp
á löngum kafla. Og þvl er hann
oft erfiður vegna snjóþyngsla á
vetrum.
Þá er Djúpadalsáin líka í flokki
þeirra höfuðskepna, sem leið
þessi á við að stríða. Er frúin sú
stundum ærði aðsópsmikil, er
hún geysist fram í leysingatíð.
Og þó að nútíminn þykist hafa
yfir að ráða mikilvirkum tækj-
um, má segja, að „rýrt verði
smámennið" fyrir náttúruöflun-
um, er þau fara hamförum.
Þar sem yfir þessari samgöngu-
æð vofa þau sverð, sem höggvið
geta á hana fyrirvaralaust, svo
sem reynslan hefir sýnt, þá
þurfum við að fá aðra og örugg-
ari leið í gegnum héraðið. Og
hún fæst varla betri með öðru
móti en því, að brúað verði hjá
Flatatungu.
Þegar litið er á það ófremdar-
ástand, sem hér er um að ræða,
má segja það gegni furðu, að
ekki hefir þegar verið hafizt
handa um úrbætur. Staðreynd-
irnar blasa við, og hljóta flestir
að sjá og skilja nauðsyn um-
ræddrar samgöngubótar. Segja
má, að meira þurfi til en skiln-
inginn einn saman, þetta kosti
fé, og í mörg horn sé að líta.
Rétt er það, en slæmar sam-
göngur eru líka dýru verði
keyptar.
Sveitarstjórn Lýtingsstaða-
hrepps hefir um langt árabfl
haft í frammi áróður fyrir þessu
nauðsynjamáli. Hafa þingmenn
kjördæmisins verið beðnir að
leggja því lið. Vonum við, að
þeir geri það með slíkri rðgg-
semd, að brúin og vegurinn komi
innan skamms.
Fleiri mættu gjarnan leggjast
á sveifina, þar sem hér er um að
ræða miklar umbætur á leiðinnl
milli Suður- og Norðurlands. Bk»
þá leið þurfa margir að nota.
Bjartmar Kristjánsson.
-----------------------------■*»
Sjálfvirkt 44 steina
100% vatns- og rykþétt úr meó
dagatali Verksmiójuabyrgó
Merkid tryggir gæóin!
Úra- og skartgripaverzlun
KORNELIUS JÓNSSON
Skólavörðustíg 8.
Ferðalangamir halda utan, talið frá vinstri: Magnús Sigurðs-
son, séra Einar Guðnason og Sig urður Ásgeirsson. (Ljósm. Heim
ir Stígsson).
Sigurvegarar fara utan