Morgunblaðið - 08.04.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1967.
aææai
Ellefu alda afmælis íslandsbyggðar
— minnzt með veglegum hættf
— Alþingi virðist hlynnt tillögu um þjóðarhús á Þingvöllum
SAMEÍNAÐ Alþingi tók til
fyrri umræðu þingsályktunar
tiilögu ríkisstjórnarinnar um
að þjóðhátíðarnefnd verði fal
ið að vinna áfram að frekari
undirbúningi þjóðhátíðarinn-
ar 1974 á grundvelli tillagna
þeirra, er hún hefur sett
fram. Kom fram í ræð-
um þingmanna mikilll
álhugi á því, að 1100
ára afmælis landsbyggðar
yrði minnzt með veglegum
hætti og svo vandað til há-
tíðabrigða, er kostur væri.
Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra mælti fyrir tillögunni
og sagði, að Þjóðhátíðarnefnd
hefði unnið gott starf og kæmi
margt athyglisverðra hugmynda
fram í hennar áliti. Uin hug-
mynd nefndarinnar, að reisa
þjóðhýsi á Þingvöllum sagði for-
sætisráðherrann, að þörf væri
nýrra húsa á Þingvöllum, Val-
höll væri orðin gömul og skorti
tilfinnanlega gistihús. Hugmynd-
in að þjóðhýsi væri íhugaverð,
en nefndin þyrfti að vinna bet-
ur hugmynd sína; fyrr væri
ekki hægt að taka ákvörðun um
byggingu þess. Þá kæmi það til
álita, hvort fremur ætti að
byggja þjóðhýsi á Þingvöllum
eða reisa nýtt þinghús og stjórn
arráðsbyggingu, en mjög hefði
tflnegist úr hömlu að ákveða
það.
Þá drap ráðherra á hugmynd
nefndarinnar um listamanna-
búðir á Þingvöllum. Taldi ráð-
herra, að ekki værú allir sam-
mála því, að fjölga mjög byggð-
um á Þingvallarsvæðinu, og
væri hægt að reisa slíkar búðir
víðar en á Þingvöllum. Hins veg-
ar væru allir sammála um, að
þjóðhátíðin ætti þar að fara
fram. Allar stórhátíðir þjóðar-
innar hefðu verið haldnar þar
og hefðu þær mjög mikil áhrif
haft á þá, er þar voru. Þá væri
líka mikil nauðsyn á því, að
bæta veginn til Þingvalla, því
að hann væri alls ekki góður
nú, og mikil nauðsyn góðs veg-
ar þangað, svo að öll umferð
til Þingvalla gangi greiðlega.
Þá fór forsætisráðherra nokkr
um orðum um útgáfustarfsemi
vegna hátíðarinnar, en benti á,
að athuga þyrfti, hver kostn-
aður yrði af slíkri útgáfu og eins
hvort ekki ætti að semja við-
unandi íslandssögu af því til-
efni, annaðhvort samtímis eða
þá að velja í milli. Einnig tók
ráðherra undir hugmyndir nefnd
arinnar um sögusýningu og list-
sýningar.
Forsætisráðherra þótti hins
vegar vafasamara að smíða vík-
ingaskip til að sigla frá Noregi
hingað til lands og til Vínlands
■hins góða. Væri það heldur
ameríkanalegt og meiri auglýs-
ingabragur af því en bein þýð-
ing fyrir íslendinga. Litist sér
betur á að reisa eftirlikingar af
sögualdarbæjum, enda færðu
slík hús okkur nær þeirra tíma
atbburðum.
í lok ræðu sinnar þakkaði for-
sætisráðherra nefndinni gott
starf og þær hugmyndir, er hún
hefði fram sett. Þær væru á
margan hátt athyglisverðar og
sjálfsagt að skoða þær betur
og vinna úr þeim. Þjóðhátíðar-
nefnd hefði sjálf óskað eftir því
að starfa launalaust, en ljóst
væri að allur frekari undirbún-
ingur að þjóðhátíð kostaði fjár-
útlát, og því væri þessi þings-
ályktunartillaga flutt.
Ólafur Jóhannesson (F) tók
næstur til móls. Tók hann und-
ir orð forsætisráðherra, að hug-
myndir nefndarinnar væru á
margan hátt athyglisverðar. En
þegar rætt væri um byggingu
þjóðhýsis á Þingvöllum, sem
væri vissulega athyglisverð til-
laga, væri vert að athuga að
ýmis hús skorti hér á landi og
þá fyrst og fremst Alþingishús
nýtt og stjórnarráðsbyggingu.
Lagði Ólafur ríka áherzlu á, að
kannað yrði, hvort reisa ætti
allar byggingar í einu,
eða setja eina framar annarri.
Taldi hann sjálfur, að setja
bæri nýtt þinghús á oddinn.
Dregizt hefði úr hömlu að á-
kveða staðsetningu og byggingu
slíks húss. Væri 1100 ára afmæl-
is íslandsbyggðar vel minnst
með því, að reisa veglegt nýtt
hús fyrir elztu og merkustu
stofnun þjóðarinnar.
Gils Guðmundsson (K) sagð-
ist vilja benda á, þar sem hann
væri einn nefndarmanna, að
þjóðhátíðarnefnd hefði engan
veginn hugsað sér, að ríkið ann-
aðist sjálft allan undirbúning
og framkvæmd vegna þjóðhá-
tíðarinnar. Hún hefði hugsað
sér, að ýmsar stofnanir og sam-
bönd, auk héraðanna, veldu sér
verkefni til að vinna úr. Benti
hann í því sambandi á bókaút-
gáfuhugmyndina, en þjóðhátíða
nefnd hefði haft í huga, að ýmis
hin stærri bókaforlög landsins
ynnu í sameiningu að þeirra út-
gáfu og veldu sér vissa hluta
þeirrar útgáfu. Lagði þingmaður
áherzlu á, að virkja bæri fjölda
slíkra stofnana, þvi að þá yrði
þjóðhátíðarinnar minnst fyrir
margra hluta sakir.
Um byggingu þjóðhýsis á
Þingvöllum sagði þingmaður, að
nefndin hefði alls ekki ætlað
sér, að auka mjög ferðamanna-
straum til Þingvalla, en þjóð-
hýsi yrði til margvíslegra há-
tiðaafnota, þar mætti setja Al-
þingi og halda ýmsa fundi, er
merkir væru. Gils sagði nefnd-
ina hafa talið að ákvörðun um
byggingu Alþingishúss væri í
höndum Alþingis og því hefði
hún ekki lagt slíkt fram, en
hins vegar bent á þá hugmynd.
Væri nefndinni vissulega ljóst,
að brýna nauðsyn bæri til að
koma upp nýju þinghúsi og
stjórnarráðsbyggingu.
Gísli Guðmundsson (F) benti
á í upphafi, að þegar minnst
væri 1100 ára landsbyggðar,
ætti að minnast þess, að fleiri
mark afmæli væru á þessari öld,
er tilefni gæfu til hátíðahalds.
Benti Gísli á í því sambandi á
900 ára afmæli Ara fróða, 800
ára afmæli Snorra Sturlusonar
og auk þess afmæli funda Græn-
lands og Vínlands. Taldi þing-
maður rétt að benda nefndinni
á það, að hafa þessi afmæli í
huga, er hún undirbyggi hátíða-
höld vegna 1100 ára afmælia
landsbyggðar.
Þá fór þingmaður nokkrum orð
um um kostnað af hátíðahöldun-
um og hvatti til aðgátar um
notkun fjármuna og áminnti, að
ekki yrði sóað af fyrirhyggju-
leysi og óráðsíu.
Ekki taldi þingmaður rétt, að
minnast afmælisins með bygg-
ingu víkingaskipa. Væri okkur
hollara að minnast annarra
gjörða forfeðra vorra en vík-
ingar þeirra.
Að lokum lagði þingmaður á-
herzlu á, að þjóðhátíðarnefnd
og Alþingi hefði í huga, að hér
væri verið að minnast afmælis
landsbyggðar. Því bæri að hafa
sambönd við héruð og ráðgast
við þau, hvað gjöra skyldi til
hátíðabrigðis og um það, hvern-
ig þau vildu minnast þessa af-
mælis landsbyggðar. Taldi Gísli
mjög mikilsvert að hafa sam-
band við almenning í þessu sam
bandi og lagði til, að þingsálykt-
imin yrði ekki afgreidd á þessu
þingi, heldur beðið til hausts,
svo að þingmönnum gæfist tími
til að sitja á rökstólum við
landsmenn og ílytja til þings
þær hugmyndir, er landsmenn
vildu öðru fremur koma að.
Að lokum tók forsætisráð-
herra til máls. Sagði hann, að
nefndin hefði unnið gott starf
á löngum tíma, og ætti hún
þakkir akilið fyrir það. En
tíminn flygi frá okkur og þegar
þyrfti að hefjast handa um, að
undirbúa og rannsaka betur
ýmsar þær hugmyndir, er nefnd
in hefði fram sett, þannig að
Alþing gæti að hausti ákveðið
hvað skyldi gert.
Tillögunni var síðan vísað til
síðari umræðu og fjárveitingar-
nefndar.
Staðgreiðslukerfi skaíla
Framhald af blaðsíðu 32.
um atvinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi, svo og félög,
sj’óðir og stofnanir, yrðu krafð-
ir um greiðslu opinberra gjalda
á skattárinu eftir áætlun þeirra
sjálfra og eftir ákvörðun skatt-
yfirvalda.
Hvaða gjöld eru innheimt.
Gert er ráð fyrir, að stað-
greiðslukerfið nái til allra
skattskyldra og gjaldskyldra að-
ila, sem greiða eiga þau opin-
beru gjöld, sem kerfið nær til.
Þessi gjöld eru 21 að tölu, eins
og fram kemur í skýrslu nefndar
innar. í þessu sambandi bendir
nefndin á, að íslenzka skatta-
kerfið sé frábrugðið kerfum
flestra annarra landa að því
leyti, að beinir skattar og gjöld,
sem ekki eru miðuð við tekjur,
eru mjög mikilvæg. Væri kerfið
hér á landi takmarkað við þá
skatta og gjöld, sem miðast við
tekjur, myndi skapast óánægja
meðal skattþegna, vegna þess að
þeir yrðu að standa skil á veru-
legum hluta opinberra gjalda
eiftir á, þrátt fyrir staðgreiðslu-
kerfið. Til að koma í veg fyrir,
að framkvæmdin yrði óviðráð-
anleg af þessum sökum gerir
nefndin þó þá fyrirvara, að svið
ákveðinna gjalda verði takmark
að, önnur verði samræmd og
viss opinber gjöld verði alls
ekki felld inn í kerfið. Þá má
vekja á því athygli, að félög
yrðu tekin með í kerfið sam-
kvæmt hugmynd nefndarinnar,
en hérlendis munu þau ekki vera
í kerfinu annars staðar en í Sví-
þjóð. Enda þótt innheimta skatta
af félögum eftir staðgreiðslu-
kerfi sé ýmsum erfiðleikum háð,
bendir nefndin á það, að svo-
nefnd atvinnurekstrárgjöld, þ.e.
gjöld, sem greidd eru af at-
vinnurekstrinum í landinu, t.d.
viss tryggingargjöld, launaskatt-
ur, aðstöðugjöld o.fl., séu mikil-
vægur þáttur opinberra gjalda
hér á landinu. Myndi því skap-
ast verulegt misræmi milli fél-
aga og einstaklinga, sem hafa
með höndum atvinnurekstur, ef
félög væru undanskilin. Auk þess
er íslenzkri félagslöggjöf svo
háttað, að auðvelt er að stofna
til félags um rekstur. Með því
að láta kerfið ná til félaga, feng
ist bezt samræmi og engum yrði
mismunað.
Tilhögun staðgreiðslu yrði
tvenns konar eftir því, hvort
um er að ræða launþega eða at-
vinnurekstur. Vinnuveitendur
héldu eftir skatti af launum
starfsfólks síns víð hverja út-
borgun launa, en atvinnurekend
ur stæðu sjálfir skil á sköttum
sínum.
Launþegar.
Að því er varðar launþega,
færu skattagreiðslur eftir skatt-
kortum og skatttöflum gerðum
af skattyfirvöldum, og er gerð
þessara gagna lýst í skýrslu
nefndarinnar. Skattkort launþeg
ans vísar til ákveðinnar skatt-
töflu, sem byggð er á ýmsum
atriðum er ákvarða gjaldskyldu
hvers skattþegns. Nefndin ger-
rir ráð fyrir að nokkrum teg-
undum skatttaflna, og byggist
mismunur þeirra fyrst og fremst
á því, að gert er ráð fyrir, að
útsvarsstiginn verði ekki hinn
sami um land allt, heldur verði
sveitarfélögum gefinn kostur á
að velja milli nokkurra útsvars-
stiga, sem yrðu stighækkandi.
Aðrir þætitir, er ákvarða upp-
byggingu sikatttöflunnar eru
persónufrádráttur einstaklinga,
hjóna og barna, tekjuskattstigi,
sem gert er ráð fyrir að verði
stighækkandi, nefskattur og
fastafrádrátur.. Síðstnefndi þátt
urinn er byggður á þeirri upp-
hæð frádráttarbærra gjalda, sem
flestir launþegar ættu rétt á.
Mundu þeir fá þennan frádrátt
án tillits til þess, hvort saman-
lögð raunveruleg útgjöld þeirra
af þessu tagi næðu heildarupp-
hæð fastafrádráttarins. Ef skatt-
þegn teldi hins vegar, að þessi
frádráttarbæru gjöld væru
hærri en fastafrádrátturinn,
fengi hann tækifæri til að færa
sönnur á það við skattyfirvöld.
En í slí'kum tilvikum mundu
skattyfirvöldin m.a. reikna til
tekna ákveðna liði, sem ekki
teldust skattskyldir hjá þeim,
sem sætta sig við fastafrádrátt-
inn. Þetta ákvæði, sem yrði al-
gjört nýmæli í framkvæmd ís-
lenzkrar skattalöggjafar, miðar
að því að einfalda staðgreiðslu-
kerfið án þess þó að takmarka
á neinn hátt rétt skattþeganna.
Skattyfirvöld senda þessi
gögn til réttra aðila áður en
skattárið gengur í garð. Laun
þegi skilar skattkorti sínu til
aðalatvinnuveitendá, þegar hann
mætir til vinnu fyrsta skipti á
skattárinu. Aðalvinnuveitandi
heldur kortinu, meðan skatt-
þegninn er í þjónustu hans, og
heldur eftir skatti af launum
við hverja útborgun í samræmi
við upplýsingar á skattkortinu.
Þetta yrði algengasta aðferðin,
en auk þess myndu koma til
greina tvær aðferðir, sem beitt
yrði við útborgun launa fyrir
aukavinnu o.þ.h. Er hér í fyrsta
lagi um það að ræða, að skatti
sé haldið eftir samkvæmt há-
markshundraðshluta, þ.e. hæsta
hundraðshluta samanlagðs tekju
skatts- og útsvarsstiga með á-
lögum, og í öðru lagi samkvæmt
aukaskattkorti með sérstökum
hundraðshluta. Hámarkshundr-
aSshluti yrði t.d. ávallt notað-
ur, þegar launþegi gæti ekki
framvísað skattkorti, en skatt-
þegn gæti sótt um það til skatt-
yfirvalda að fá aukaskattkort
vegna aukavinnu o.þ.h. Mundi
slikt kort útgefið með lægri
hundraðshluta en hámarki, ef
skattyfirvöld teldu ekki á því
líkur, að viðkomandi þegn hefði
það háar árstekjur, að þær lentu
í hámarksstiga.
Atvinnurekendur
Atvinnurekendum yrði gert að
skyldu að gera fyrir upphaf
skattársins sjálfsáætlun um
tekjur sínar og eignir á komandi
skattári, en skattyfirvöldum yfði
einnig heimiluð slík áætlana-
gerð. Á grundvelli sjálfsuppgjörs
eða áætlana skattyfirvalda yrði
atvinnurekendum gert að greiða
áætlaða skatta og gjöld, önnur
en atvinnurekstrargjöld, sam-
kvæmt gjaldseðlum á fastákveðn
um gjalddögum. Yrði gjaldanda
ljóst á skattárinu, að áætlun
hans eða skattyfirvalda fengi
ekki staðizt, þyrfti hann að til-
kynna það skattyfirvöldum, sem
tækjú á ný ákvörðun um stað-
greiðslu, sem gæti orðið til
hækkunar eða lækkunar. Á sama
hátt gætu skattyfirvöld endur-
ákvarðað staðgreiðslu eftir viss-
um reglum.
Staðgreiðsla svonefndra at-
vinnurekstrargjalda, sem þegar
hefur verið rætt um, yrði með
nokkuð öðrum hætti. í hverjum
ársfjórðuingi skattársins mundu
gjaldendur þessara gjalda greiða
mánaðarlegar bráðabirgða-
greiðslur vegna þessara gjalda,
er næmu % hluta atvinnureikstr
argjalda samkvæmt lokaupp-
gjöri fyrir sama ársfjórðung árs
ins á undan. Ef um nýja atvinnu
rekendur er að ræða, myndi þess
ar bráðabirgðagreiðslur miðast
við næsta eða næstu ársfjórð-
unga fyrra árs eða hreina áæfl-
un. Á gjalddaga bráðabirgða-
greiðslu fyrsta mánaðar hvers
ársfjórðungs yrði atvinnurekend
um skylt að gera lokauppgjör
fyrir næstliðinn ársfjórðung.
Fyrirkomulag innheimtu
Hugm. nefndarinnar um skip-
an staðgreiðslukerfis leiðir ó-
■hjákvæmilega til þess, að gera
þyrfti veigamiklar breytingar á
yfirstjórn skattmálanna, bæði á-
lagningu skatta og innheimtu
þeirra. Gerir nefndin ráð fyrir
því, að við embætti ríkisskatt-
stjóra verði þrjár deildir. Ein
deildin hefði með höndum yf-
irstjórn innheimtu, sem yrði að
vera sameiginleg fyrir alla þá
aðila, sem gjöld fá, er inriheimt
verða eftir kerfinu. önnur deild
hefði með höndum yfirstjórn á-
lagningar og sú þriðja yfirstjórn
skattrannsókna. Leiðir það af
uppbyggingu staðgreiðslukerfis-
ins, að allir þessir þættir verða
að vera í mjög nánum tengslum.
f sambandi við innheimtudeild
ina er gert ráð fyrir, að settar
verði upp innheimtu- og eftir-
litsstöðvar í umdæmum, sem á-
kveðin verði hæfilega stór til
þess að tryggja skynsamlega
verkaskiptingu og vinnubrögð.
Greiðslur allar gangi annað
hvort til umdæmisstöðvanna eða
til banka og sparisjóða. Þessir
aðilar greiði síðan féð til þeirra,
sem það eiga að fá samkvæmt
fyrirmælum yfirstjórnar inn-
heimtunnar.
Álagningardeildin við embættl
ríkisskattstjóra færi með yfir-
stjórn álagningar. Stefnt yrði að
því að ná sem mestu samræmi
Framhald á bls. 19