Morgunblaðið - 19.04.1967, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1957.
Byltingartilraunin í Ghana
ekki gerð að uzidirBacji ftikrumah
Accra, 18. apríl, NTB, AP.
JOSEPH A. Ankrah, hers-
höfðingi, leiðtogi herstjórnar
innar, sem með völd fer í
Ghana, s>agði á fundi með
fréttamönnum að kvöldi
þriðjudags, að hann teldi ekki
að nein tengsl hefðu verið
milli þeirra er staðið hefðu
að byltingartilrauninni og
Kwame Nkrumah, fyrrum
forseta landsins, sem steypt
var af veldisstóli í febrúar í
fyrra og nú er talinn dvelj-
ast í Guineu. Ankrah sagðist
líka vantrúaður á að stjórn-
málaflokkur sá er studdi
Nkrumah, JÞjóðarsambandið,
og bannaður var í landinu
eftir fall forsetans, hefði átt
þar nokkurn hlut að máli.
Óstaðfestar fregnir herma
að taka eigi af lófi alla þá er
á sannast aðild að byltingar-
tilrauninni. A.m.k. sex yfir-
menn úr Ghana-her hafa ver-
ið handteknir, grunaðir um
þátttöku í henni, en þrír
þeirra og þeir sem hæst eru
settir, neita öllum sakargift-
um og segjast hvergi hafa
komið þar nærri.
— Talið er að byltingar-
tilraunin verði til þess að
þjóðfrelsisráðið, eins og Ankrah
og herstjórn hans hafa kallað
sig, herði nú á eftirliti og að-
haldi með löndum sínum og
minni líkur séu á því nú en fyr-
ir viku að bráðlega verði horfið
þar að borgaralegri stjórn.
Nokkurt mannfall mun hafa
orðið í byltingartilrauninni, en
ekki hafa verið birtar neinar op-
inberar skýrslur um það enn. Þó
hefur herstjórnin staðfest lát
hins vinsaela varnarmálaráðherra
Ghana, Emmanuel Kotoka og er
hann nú syrgður um gjörvallt
landið. Herma sumar fregnir að
hann hafi fallið í bardaga úti
fvrir embættisbústað sínum, en
aðrir segja að byltingarmenn
hafi tekið hann höndum. haft á
brott með sér og myrt síðan.
Ankrah hershöfðingi fyrirskinaði
síðar í dag fjögurra daga þjóðar-
snrcr vegna fráfalls Kotoka.
Nánari fregnir af bvltinffartil-
rauninni eru annars þaer. að tal-
ið er að hónur 120 hermanna hafi
komið til Accra með leynd frá
Volta-héraðinu. um 170 km norð-
an höúiðborffarinnar. aðfaranótt
mánudav<! os dreift sér um borg-
ina, sumir farið að Kristiáns-
borgarhöllu. emhættíshústafj An-
krah og aðalstöðvum þjóðfrelsis-
ráðsins, aðrir að „Flagstaff
House“, embættisbústað Nkrum-
ah fyrri og nú aðalstöðvum
varnarmálaráðuneytisins og hafi
sá hópur náð á sitt vald útvarps-
stöðinni ,sem er að baki „Flag-
staff House“, og loks hafi nokkrir
farið að öðrum stjórnarbygging-
um í borginni og reynt að taka
þær með áhlaupi.
Eins og áður hefur verið frá
skýrt héldu byltingarmenn út-
varpsstöðinni í fjórar klukku-
stundir en voru þá ofurliði born-
ir og byltinaartilraun þeirra far-
in út um þúfur, enda mun þeim
ekki hafa tekizt að ná á sitt vald
lögreglustöðinni í Accra eða
mikilvægustu sameöngumiðstöðv
um borgarinnar. Fyrirliði bylt-
ingarmanna er sagður hafa verið
Sam B Arthur en einnig voru
handteknir, grunaðir um aðild
að bvltingartilrauninni, Jonathan
Y. Assasi, vfirmaður fallhlífar-
deildar Ghana-hers í Tamale,
sem er um 700 km frá Accra,
K. Asante. yfirmaður fótgöngu-
liðaherdeildar i Tamale og R.
Achaab. Nánari deili voru ekki
kunn á hinum handteknu er síð-
ast fréttist.
í GÆK var austan átt um allt
land og heldur vaxandi. Snjó-
koma var á sunnanverðu
landinu en óvíða var farið að
snjóa á norðanverðu landinu
kl. 15 Frostið var vægt á
Suðurtandi en um 5 stig fyrir
norðan Gert var ráð fyrir að
lægðin á Grænlandsbafi
verði fyrir suðaustan land í i
dag og vindur norðaus*an-
stæður og frost um allt land. I
Mihajlov fyrir réttinum:
„Ekki ég heldur
flokkurinn"
— sem brotið hefur gegn lögunt og
stjórnarskrá Júgóslavíu
Belgrad, 18 apríl _ AP Skoraði hann á flokkinn að
leysa sig úr haldi og leyfa sér
JÚGÓSLAVNESKI rit- að hefja útgáfu óháðs tímarits,
höfundurinn, Mihajlo Mi- til þess að „sanna þannig,
, *. e að hann væri ekki stalinisk-
hajlov, sagði fyrir rett.n- ur flokkur ,<
um í Belgrad 1 dag 1 lok Búizt er við dómsuppkvaðn
varnarræðu sinnar, að það ingu á morgun, miðvikudag,
væri ekki hann, sem hefði en ríkissaksóknarinn hefur
brotið gegn lögum og krafjzt -Þungrar refsingar"
... , , ., , , Samkvæmt hegmngarlogum
stjornarskra _ jugoslav- Júgóslavíu kann Mihajlov að
neska rikisins, heldur eiga fyrir höndum allt að tólf
kommúnistaflokkurinn. ára fangelsi.
Hútíðohöld
í Képuvogi
HÁTÍEAHÖLD sumardagsins
fyrsta í Kópavogi hefjast með
útisamkomu við Kópavogsskóla
kl 1.30 e.h. Þar leikur Skóla-
hljómsveitin undir stjórn Björns
Guðjónssunar, séra Lárus Hall-
dórsson r.eilsar sumri, Samkór
Kópavogs syngur undir stjórn
Jan Moraveks. sveit úr Breiða-
bliki sýnir glímu, Leikfélag
Kópavogs sýnir þátt úr barna-
leikritinu Ó, amma Bína, og
Ríó-tríóið leikur. óli Kr. Jóns-
son, yfirkennari stjórnar sam-
komunni. Barnasamkomur með
fjölbreyttri dagskrá verða í
Kópavogsbíói kl. 3 og kl. 4.30
síðd. Merki dagsins og fánar
verða seldir. Allui ágóði rennur
til sumardvalarheimils Kópa-
vogs, sem er í byggingu í Lækj-
arbotnum
Hinn nýi bæjarstjori
Akureyrar á fyrsta
fundi í gærdag
Akureyri, 17. apríl.
BJARNI Einarsson, hagfræðing
ur, sem kjörinn var bæjarstjóri
Akureyrar í janúar síðastliðn-
um kom til bæjarins ásamt
konu sinni og dóttur í morgun.
Hann sat bæjarstjórnarfund í
fyrsta sinn síðdegis í dag.
Fundurinn hófst með því að
forseti bæjarstjórnar, Jakob
Frímannsson, flutti stutta ræðu,
þar sem hann þakkaði Valgarði
Baldvinssyni, sem hefur verið
settur bæjarstjóri síðan 1. febr-
úar, prýðilega unnin störf. Um
leið fagnaði hann komu Bjarna
Einarssonar og fjölskyldu hans
til bæjarins.
Jafnframt bauð hann Bjarna
Einarsson velkominn til starfa.
sem hann vonaði að yrðu bæj-
arfélaginu til heilla. Undir þessi
orð íorseta tóku fulltrúar allra
annarra f.'okka. Þeir Ingólíur
Árnason, Jón G. Sólnes og
Bragi Sigurjórsson. Bjarni
Einarsson þakkaði hlý orð bæ.j-
arfulltrúa t.i) sin og fjölskyldu
sinnar og kvaðst vona að hann
ætti eftir að eiga gott samstarf
við bæjarstjórn og bæjarbúa,
við áframhaldandi uppbyggingu
bæjarfélagsins. Var ræðu
Bjarna Einarssonar fagnað með
lóíataki bæjarfuiltrúa.
— Sv. P.
Formaniia- og samhandsráðs-
fundur S.U.S.
FORMANNA- og sambands-
ráðsfundur S.U.S. verður haldinn
Vestur þýzkur stúdent
fyrir rétti í Leningrad
35 erlendir vísinda-
menn til Surtseyjar
Surtseyjarfélagið gengst fyrirl
alþjóðlegri ráðstcfnu um eyjuna
Enginn sáfia-
fundur með
lyfjafræðingum
SÁTTAFUNDUR hefur enn ekki
verið boðaður vegna verkfalls
lyfjafræðinga, sem hefur staðið
yfir síðan hinn tíunda þessa
mánaðar. í því taka þátt allir
starfandi lyfiafræðingar nema
þeir sem vinna hjá lyfjaverzlun
ríkisins. Apétekararnir hafa sjálf
Ir séð um afvreið«Tn á lyfjum og
engir sérstakir erfiðleikar í því
sambandi.
nú í sumar, og verður hún hald
in hér í Reykjavík dagaua 25.—
28. júní n.k.
Gert er ráð fyrir að margir
vísindamenn muni sækja þessa
ráðstefnu, m.a. er búizt við 35
erlendum vísindamönnum, scm
flestir eru vel þekktir fyrir störf
sín á sviði jarðfræði og lif-
fræði. Eru þeir frá þremur
þjóðlöndum, Bandaríkjunum,
Danmörku og Sviþjóð.
Á ráðstefnunni verða futt
erindi um þær rannsóknir, sem
fram hafa farið á Surtsey frá
byrjun, rætt verður um þær nið
urstöður, sem þegar hafa feng-
izt og eins og framúðarverk-
efni á vegum Surtseyjarfélags-
ins. Er áformað að allir þeir,
sem ráðstefnuna sitja, muni
fara út í eyjuna hinn 27. júní.
Moskvu, 18. apríl — NTB —
26 ÁRA vestur-þýzkur stúdcnt,
Volker Schaffhauser, hefur ver
ið leiddur fyrir rétt í Lenin-
grad, sakaður um afbrot gegn
sovézka ríkinu og þjóðfélaginu.
Á hann yfir höfði sér allt að
því sjö ára fangelsisdóm.
Schaffhauser kom til Sovét-
ríkjanna 30. desember sl. ásamt
vestur-þýzkum ferðamannahópi
5. janúar var hann handtekinn
af öryggislögreglu Leningrad-
borgar, fyrir að hafa afhent sov
ézkum ríkisborgara snyrtiáhöid,
sem i voru falin ýmis gögn til
upplýsingasöfnunar, t.d. sérstak
ur pappír, sem nota máttj til
ieyniskriftar, 125 filmur og fyr-
irmæli, sem lögreglan telur
fjandsamleg Sovétríkjunum Þá
segir í ákærunni gegn Schaff-
hauser, að hann hafi haft í fór-
um sínum lindarpenna og vindl
ingapakka þar sem fundizt hafi
skjöl fjandsamleg Sovétríkjun-
um. meðal annars grein með
fyrirsögninn' Strategisk og
taktísk hr --áttunni gegn
komrrm-'
E ppiýst fyr-
ir hvaöa samtoK Schaffhauser
hafi unnið og ekki á það minnzt,
að hann hafi verið viðriðinn
beinar njósnir. Ræðismaður
í Reykjavík á morgun í Himin-
björgum, félagsheimili Heimdail
ar, og hefst kl. 14. í upphafi
fundarins flytur Árni Grétar
Finnsson, form. S.U.S. skýrslu
stjórnar sambandsins.
Karachi, Pakistan,
18. apríl. — NTB-AP.
t U THANT, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
kom til Rawalpindi í Pakistan í
morgun til viðræðna við Ayub
Khan, forseta Pakistans. Þeir
munu meðal annars ræða deilur
Indverja og Pakistana um Kas-
mír — en U Thant hefur áður
Vestur-Þjóðverja í Leningrad ræff það mál við leiðtoga Ind-
fylgist með málinu. | verja.
Sumarfagnaðiir í Kópavogi
SJ ÁLFSTÆÐISFÉLÖ GIN í
Kópavogi efna til sumarfagnaðar
í Sjálfstæðishúsinu, Kópavogi í
dag, miðvikudag, kl. 21. Nán-
ari upplýsingar á skrifstofu fé-
laganna í Sjálfstæðishúsinu,
sími 40708.
I*iiag Londssambonds
Sfállstæðiskvenna
befsi í dag
ÞING Landssambands Sjálf-
stæðiskvenna verður sett í
Sjálfstæðishúsinu í dag,
miðvikudag kl. 10 árdegis.
Formaður sambandsins, frú
Ragnhildur Helgadóttir setur
þingið en síðan flytur Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins ávarp. Að því
Ioknu verða fluttar skýrslur
stjórnar og einstakra sam-
bandsfélaga. Auk venjulegra
þingstarfa mun þetta Lands-
sambandsþing fjalla fyrst og
fremst um heilbrigðismál og
flytja læknarnir Alma Þórar-
insson og Ragnheiður Guð-
mundsdóttir svo og Jóhann
Hafstein, heilbrigðismálaráð-
herra erindi en umræðum
stjórnar Auður Auðuns, alþm.
Síðan verður síðdegiskaffi
drukkið í boði varaformanns
Sjálfstæðisflokksins, Jóhanns
Hafsteins en þinginu lýkur
síðari hluta dagsins.