Morgunblaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1967. BÍLALEICAN FERD SÍMI 34406 Bensín Innifalið í leigugjaldi. SENDU M MAGMÚSAR SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190 ©Itir lokun »imi 40381 H4-44 \mmm Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31169. LITLA bílaleigun Ingölfsstræti 11. Hagstætt leigugjaid. Bensin innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir tokun 34936 og 36217. 4 . :■ ■*B/lJKir/BAM RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Höfum kaupanda að vandaðri hæð i tví- eða þríbýlishúsi 1 Reykjavík eða ná- grenni, minnst 5 herb. Há útb. FASTEIGNA- PJÓIMUSTAIM Austurstræti17 (Silli&Valdi) RAGNAR TOMASSON HDl.SlMI 24645 SOLUMADUR fASTtlCMA: STtfÁN 1. RICHTIR Í/M/ /6*70 KVÖLDSÍMI 30587 Hinir mannlegu strengir Bóndi í sveit skrifar: „Kæri Velvakandi, Þér skrifa allir svo að þú ættir að geta tekið við bréfi frá mér — eins og öllum hinum. Hvernig stendur á því, að mér finnst svo lítið gerast af þvi, sem maður gæti kallað skemmtiiegt? Ég á við frétt- irnar í blöðunum. Hér áður fyrr komu oft fréttir um spaugi leg atvik og atburði, sem ekki töldust mikilsverðir eða þýð- ingarmiklir — en voru fréttir samt. Nú sér maður varla slík- ar fréttir í blÖðunum. Annað hvort er okkar litli heimur hér á íslandi orðinn svona leiðin- legur, eða þá að þið blaðamenn irnir eruð leiðinglegir. Síðan Oddur á Akranesi leið hafa mannlegu strengirnir í Reykja- víkurblöðunum verið hljóm- litlir. Eruð þið blaðamenn allir orðnir svona alvarlegir og leið- inlegir. — Bóndi í sveitinni". Velvakandi þakkar bónda bréfið. Ég held að veröldin sé jafnskemmtileg eða skemmti- legri en áður. Hins vegar þykir nú enginn fimmeyrings virði, sem ekki hugsar um efnahags- mál. Og við hverju er þá að búast? Eins og þú veizt, bóndi sæll, erum við búin að skapa okkur hér hálfgert „efnahags- málaþjóðfélag" þar sem menn tala um efnahagsmál áður en þeir borða, meðan þeir borða og eftir að þeir eru búnir að borða. Á annað er varla hlust- að. Við hinir, sem mötumst 1 hljóði og virðum fyrir okkur líf manna og dýra þess i mUli eigum betra með að koma auga á það skemmtilega í tUverunni. Og þessvegna segi ég: Lífið er jafn skemmtilegt og áður þótt blöðin séu það ekki að þínum dómL Apparatið, sem talað er um Annað bréf úr sveitinni: „Kæri Velvakandi, Mikið skrifið þið um sjón- varpið í blöðin. Við hér úti á landsbyggðinni verðum að láta okkur nægja reykinn af rétt- unum enn sem komið er. Samt held ég að við höfum I raun- inni miklu meiri þörf fyrir sjónvarp en þið í borginni. Annars hef ég enn ekki orðið svo fræg að sjá þetta apparat, sem allir tala um. En mér skilst á sumum, að tækið sé hættu- legt, gjörspillandi fyrir þá, sem eru veikir fyrir. Satt að segja er ég á báðum áttum -----hvort ég á að hleypa þess- um ósóma inn á mitt heimili, ef mér endist aldur til þess að hafna og velja. Ég hef það á tilfinningunni, að þið, sem skrifið I blöðin, séuð orðnir hálfspilltir af að horfa á þetta apparat. Að minnsta kosti hefur það dáleitt ykkur suma — og þið hælið þessum ósóma á hvert reipi. — En sé þetta gagnlegt tæki, eða geti orðið það — hví þá ekki að koma með þetta ti) okkar hér í fásinninu. Reyk- víkingar, sem hafa úr það mikiu að velja að þeir vita ekki livernig þeir eiga að verja tim anum. hafa ekkert að gera með sjónvarp. Það er víst nóg ann- að, sem hættulegt reynist hin- um völtu í höfuðborginni. — Sveitakona". Velvakandi hefur heyrt þetta sjónarmið áður. Hér í borginni er meira að segja fjöldi fólks sem teiur að sjónvarp sé spiil- andi áður en það sér það — og afgreiðir málið á þann ein- falda hátt. Þetta er álíka gáfu- legt og að segja að sími sé spillandi, eða bílar. Já, bflar geta verið spillandi — ef þeir eru t. d. látnir í hendurnar á ungu fólki, sem kann ekki fót- um sinum forráð. En þið í sveit inni þinni hafið e.t.v. komízt að raun um að bflar eru að mörgu leyti gagnleg uppfinn- ing, ef þeir eru notaðir á rétt- an hátt. Ég geri ráð fyrir að svipað megi segja um sjón- varp. Annars ber hin óákveðna af- staða þín til þessa tæknifyrir- brigðis þess merki að átjándu- aldarmenn samtiðarinnar hafi einhvern hljómgrunn í þinni sveit. Jú vissulega ættuð þið að fá sjónvarp — og það sem fyrst. Ég er sammála þér. Þið hefðuð að mörgu leyti meiri not fyrir sjónvarpið en við hér í borg- inni — og markvisst er stefnt að því að það nái til ykkar. En einhvers staðar verður að byrja. Ég geri ekki ráð fyrir að sjónvarpið hefði náð ykkur fyrr, ef fyrsta stöðin hefði verið reist t. d. á Langanesi — úr þvl að þú býrð ekki þar í grennd. Eðlilegast er vitan- lega að byrja í þéttbýlinu þar sem fjárhagslegi grundvöllur- inn er mestur. Á þann hátt verður því komið fyrr til ykk- ar en ella, en Róm var ekki byggð á einum degi. Svo er a.m.k. sagt. it Erlendur markaður Suðurnesjamaður skrif- ar: „Velvakandi, Menn þreytast aldrei á að senda þér línu, enda er hvergi betra að koma skoðunum sin- um og hugrenningum á fram færi. Með þinni aðstoð getum við Pétur og Páll í rauninm talað við alla þjóðina — og það er ekki svo lítið. Fáir bjóða a.m.k. betur og ég þakka þér fyrir að hafa hirt bréfkorn in, sem ég hef sent þér á liðn- um árum. En nú tala þeir um verðfall á afurðum okkar, erfiðleika út- flutningsatvinnuveganna og svo framvegis. Allir gera sér Ijóst, að þessi ^róun getur haft alvarlegar afleiðingar — og þeir, sem ekki vilja berja höfð inu í steininn — og hafa ekki gert það á undanförnum ár- um — fagna viðleitni forráða- manna til þess að byggja upp og þróa hér atvinnugreinar, sem ekki eru háðar sjávarút- vegi. Ég á þar við álið og kísil- gúr fyrst og fremsL En er sjávarútvegur okkar ekki fær um að gera meira, bregðast betur við verðfallinu? Fullnýtum við alla okkar mögu leika til að vinna betur þann afla, sem á land kemur — gera hann að verðmeiri útflutnings- vöru? Eru ekki fjölmörg verk- efni óunnin, jafnvel órann- sökuð — á þessu sviði? Höf.um við varið ákaflega miklu fé til markaðsleitar, þegar frátalið er það, sem Sölumiðstöðin og Sambandið hafa gert i Ame- ríku? Höfum við gert ákaflega mikið af því að þreifa fyrir okkur á erlendum mörkuðum, athugað hvort hráefni okkar veita okkur möguleika umfram þá, sem nýttir eru? Er unnið markvisst að því að kynna framleiðsluvörur okkar á er- lendum markaði? Auðvitað höfinn við ekki efni á að verja ótakmörkuðu fé til slíks, en það mætti e.t.v. gera meira en ekki neitt. — Suðurnesj amaður". Félagssamtök Tannlæknafélag íslands óskar eftir að leigja félagasamtökum afnot af félags- heimili sínu að Bolholti 4. Kaup eða bygg- ing sameiginlegs félagsheimilis mætti at- huga síðar. Nánari uppl. gefur formaður félagsins, Geir R. Tómasson í síma 16719. Nauðungaruppboð annað og síðasta, fer fram á hluta í Álfheimum 32, hér í borg, 2. hæð austurenda, þingl. eign Sig- urðar Jónssonar, á eigninni sjálfri, laugardaginn 22. apríl 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta, fer fram á hluta í Kleppsveg 42, hér í borg, 4. hæð til vinstri, þingl. eign Háborg- ar s.f., á eigninni sjálfri laugardaginn 22. apríl 1967, kl. 2y2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. TXl (XiTní ncjarcjjafu Kcmaclisku MaJOR RoD ^ VeítfísttrKjurnar í míklu úrvolí JSf nnrti-. , V™ fRÁ Kr. 160“ Sportval I Laugavcgi 116 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 54. og 56. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1966 á Skólagerði 8 (austurhluta) nú talið nr. 10, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 24. apríl 1967 kl. 16, samkvæmt kröfum Hauks Jónssonar hrl., Árna Guðjónssonar hrl., Hafþórs Guðmundsson hdl., bæjarsjóðs Kópavogs, Inga Ingi mundarsonar hrl., Iðnaðarbanka íslands, útvegs- banka fslands, Skattheimtu ríkissjóðs, Benedikts Blöndals hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.