Morgunblaðið - 19.04.1967, Síða 10

Morgunblaðið - 19.04.1967, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1967. ,10 r— HÓPLÍFTRYGGINGAR - HAGKVÆM TRYGG INGAVERND í NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGI SKIPULAGÐAR hóptryggingar eru nú án efa einn mikilvægasti þáttur líftryggingarstarfsemi í Evrópu, N-Ameríku og víðar, og má telja þróun þeirra eitt hið merkasta, er gerzt hefur í líftryggingarmálum almennt síð- ustu áratugi. Einkum í hinum svonefndu velferðarríkjum hafa hóptryggingar átt miklu fylgi að fagna. Er hér um tryggingarfyr- irkomulag að ræða, sem reynzt hefur sérlega heppilegt í þess- um löndum og miðar að því að veita þá grundvallarvernd í líf- tryggingum, sem í æ ríkari mæli er þörf nú til dags. í>rátt fyrir mikla og öra út- breiðslu síðustu áratugi, er tryggingategund þessi, með fá- einum undantekningum, óþekkt fyrirbæri hér á landi, og hóp- tryggingastarfsemi er ekki rek- in af hálfu líftryggingafélag- anna. Fyrir nokkrum árum mun íslenzkt tryggingafélag hafa gert tilraun í þá átt, en grundvöllur 'inun þá ekki hafa verið fyrir hendi, að hefja slíka starfsemi svo að marki næmi. Margir hafa kynnzt þessari tryggingategund erlendis, og ýmsir starfshópar hafa sýnt þessu máli áhuga í sí- vaxandi mæli. Nokkrir þeirra hafa nú þegar leitað fyrir sér um möguleika á hóptryggingum hjá tryggingafélögunum. Flest tryggingafélög hérlendis bjóða ákveðinn afslátt af trygg- ingum, ef margir eru tryggðir í einu. Er þar ekki um að ræða skipulagðar hóptryggingar á því formi, er hér er við átt. Hóptryggingar hafa þróazt eftir ákveðnum brautum erlendis og orðið að sjálfstæðri og umfangs- mi'killi tryggingagrein. Ýmsar þjóðir hafa áratuga reynslu í framkvæmd og skipulagi þessara trygginga, svo sem Bandaríkin, Kanada og Svíþjóð. Aðrar ná- lægar þjóðir svo sem Noregur og Danmörk hafa nýlega komið á föstu formi og skipulagi hóp- -trygginga. Að sjálfsögðu verður að miða skipulag hóptrygginga við að- stæður i hverju landi um sig. Ekki sízt i tryggingarmálum er þó mikilvægt að geta stuðst við fyrri reynslu annars staðar frá. Þróunin í löndum, sem búa við •vipuð kjör og við, hefur orðið á þá lund, að ástæða er til að ætla, að hér sé um tryggingar- tegund að ræða, sem ætti erindi Cil okkar íslendinga. Ýmislegt bendir og til, að nú sé grund- völlur fyrir umræðum um þessi mál hér á landi. Er því ekki úr vegi að vekja athygli á þessari tryggingartegund og að kynna almenningi og þeim aðilum, er áhuga á þvi kynni að hafa, nokk or grundvallaratriði þeirra svo ©g fyrirkomulag og þróun þeirra annars staðar í stórum dráttum. Hlutverk hóplíftrygginga. Hvað er hóplíftrygging? Eins og nafnið bendir til er um að ræða líftryggingu á ákveðnum hóp manna sameiginlega og eft- ir vissum almennum reglum. Hóp má skilgreina á ýmsa vegu, en venjulega er hópur myndað- ur af starsffólki hjá fyrirtæki eða af meðlimum i stéttarfélög- um og öðrum hagsmunasamtök- um. Hóplíftryggingin er yfirleitt hrein áhættutrygging, sem gild- ir í eitt ár í senn, og er í eðli sínu svipuð þeim einstaklings- bundnu áhættulíftryggingum, sem náð hafa miklum vinsæld- um í verðbólgulöndum og hér eru nefndar ýmsum nöfnum. Ákveðin tryggingarupphæð er greidd, því aðeins, að dauða beri að höndum á tryggingarárinu og iðgjald ákvarðast af aldri tryggða og dánarlíkum. Sparifé myndast ekki og auðvelt er að breyta upphæðum til jafns við visitölu og þannig halda verð- gildi trygginganna. I nánum tengslum við hóp- líftryggingar eru hópslysa- og hópsjúkratryggingar, sem einn- ig eru orðnar ómissandi þáttur í tryggingastarfsemi víða. Fyrir- komulagi hinna síðarnefndu er um margt hið sama og hinna fyrrnefndu. Rúmsins vegna verð ur hér eingöngu fjallað um hóp- líftryggingar. Hllutverk hóplíftrygginga er að skapa ódýra og hagkvæma en vissulega takmarkaða líftrygg- ingarvernd, einkum á því skeiði ævinnar, er fráfall fyrirvinnu heimilis gæti valdið fjölskyldum óyfirstíganlegum erfiðleikum — með þvi að hagnýta þá kosti, sem trygging heilla hópa i einu lagi getur haft í för með sér, bæði rekstrarlega og tölfræðilega séð. Út frá þessum forsendum hefur þróazt sérstakt skipulag og framkvæmd þessara trygg- inga, sem greinir hóplíftrygg- ingar frá öðrum tegundum líf- trygginga. Almenn þátttaka, ein- falt snið, sílækkandi dánartíðni og sívaxandi rekstrarleg hag- ræðing hefur skapað hina hag- kvæmu grundvallarlíftryggingar vernd, er hér um ræðir. Hóptryggingar eru skipulagð- ar með hliðsjón af ofannefndu hlutverki þeirra. Fyrirfram ákveðnar reglur eru settar um, hverjir eiga rétt á þátttöku í hóp, hve marga þurfi til að mynda hóp, hvernig iðgjöld og tryggingarupphæðir skuli á- kvarðast fyrir hópinn í heild o.s.frv. Samningar um trygging- ar þessar fara yfirleitt fram milli eins aðila annars vegar (atvinnu rekanda, félagsstjórnar) og tryggingafélagsins hins vegar, og iðgjöld eru greidd í einu lagi fyrir hópinn til tryggingafélags- ins. Þessar reglur miða að ein- faldri og ódýrri rekstrarlegri framkvæmd trygginganna. Reynslan hefur og sýnt, að ef settum skilyrðum er fullnægt, fæst venjulega eðlileg dánar- tíðni, þótt læknisskoðunar sé ekki krafizt almennt, gagnstætt því, sem venja er um einstakl- insbundnar líftryggingar. Sums staðar er læknisskoðun yfirleitt sleppt, annars staðar er hennar krafizt í sérstökum tilfellum, t.d. ef um óvenjuháar trygging- arupphæðir er að ræða, eða er miðað er við ákveðin aldurstak- mörk. Oftast er talið nægilegt, að umsækjandi sé heill heilsu og vinnufær og yfirlýsing þess efn- is látin nægja. Einnig sýnir reynslan, að lán- artíðni er mjög lág og stöðug í hópum, ef skilgreiningu hópa og öðrum settum reglum er fylgt ná kvæmlega. Einkum er mikil- vægt, séð út frá stærðfræðileg- um líkindalögmálum, að skil- greining hópsins ákvarðist af sameiginlegum einkennum og hagsmunum, sem ekki hafa kom- ið til í beinu sambandi við sjálf- ar umsóknirnar um tryggingu. Augljóst er, að hóplíftrygging hæfir einstaklingum í hverjum hóp misjafnlega. Svo er ávallt, þegar ákveðnar reglur eru sett- ar ákveðnum hóp manna. Til þess að nauðsynlegri þátttöku verði náð, verður tryggingin að vera ódýr, en það hefur 1 för með sér tiltölulega lágar trygg- ingarupphæðir. Til þess að trygg ingin verði einföld og ódýr í rekstri, verður að setja fastar reglur um framkvæmd og fyrir- komulag, sem hefur í för með sér tákmarkanir, séð frá sjónar- miði einsta'klingsins. Hóplíftrygg ingar geta því aldrei fullnægt öllum tryggingarþörfum ein- staklingsins né komið í stað ein- staklingsbundiinna líftrygginga, enda slíkt ekki hlutverk þeirra. Reynslan annars staðar frá er sú, að útbreiðsla hóplíftrygginga beinlínis örvar sölu líftrygginga yifrleitt, og er skýringin sú, að fyrir þeirra tilstilli vex þekking og skilningur almennings á nauð syn líftrygginga, nýjar þarfir myndast að afla sér fullkomnari tryggingarverndar. Má segja, að á sama hátt og þörf er vöruhúsa með ódýrum varningi og smá- búða með dýrum og sérstökum vörum, er þörf annars vegar ódýrra líftrygginga eins og hóp- trygginga, sem fullnægja ákveðn um þörfum að vissu marki en ná almennri útbreiðslu, og hins vegar fjölbreyttari og dýrari ein- staklingsbundiinna trygginga, sem betur fullnægja þörfum ein- staklingsins í einstökum atrið- um. Reglur og skilyrði hópmyndunar Algengustu tegundir hópa eru starfsmannahópar og félags- mannahópar eins og fyrr er get- ið. Starfsmannahópur saman- Erlendur Lárusson. stendur af starfsfólki hjá sama fyrirtæki eða starfsfólki hjá fleiru en einu fyrirtæki, ef fyr- irtæki iðka sams konar rekstur eða eru innan sömu samta'ka. Skilgreiningin getur átt við allt starfsfólk fyrirtækisins eða hluta þess, ef unnt er að skil- greina afmarkaðan hóp innan fyrirtækisins, t.d. menn eða kon ur eingöngu, skrifstofufólk eða verkafólk, ákveðnar deildir o.s.frv. Félagsmannahópur samanstend ur af meðlimum félagssamtaka, og er þá átt við stéttarfélög og önnur hagsmunasamtök stétta. Hópurinn getur náð yfir alla meðlimi samtakanna, en einnig til hluta þeirra eingöngu, ef unnt er að skilgreina afmarkað- an hóp innan samtakanna, sem hefur ákveðin sameiginleg ein- kenni eins og að ofan segir um starfsmannahópa. Ýmis önnur afbrigði eru til, svo sem náms- Hannalhópar, eiginkvennahópar o.fl. Einnig hefur færzt í vöxt að gefa eiginkonum og börnum kost á tryggingu með eigin- anna. Lágmarksstærð hópa er nú venjulega miðuð við 10—25 manns, en er sums staðar hærri. Er hóplíftryggingar hófust í Bandaríkjunum upp úr síðustu aldamótum var krafizt minnzt 50 manna þátttöku (sú tala er nú 10). Lágmarksþátttökuhlutfall í hóp er venjulega 75—100%, en fer lækkandi með stækkandi hóp. í Noregi t.d. nægir 55% þátttaka, ef hópar eru stærri en 700. Að sjálfsögðu fæst því betri útjöfnun á dánarlí'kum og því lægri rekstrarlegur kostnaður, þeim mun stærri sem hópar eru. Tvær aðferðir eru aðallega við hafðar við ákvörðun tryggingar- upphæða og iðgjalda hóptrygg- inga. Annaðhvort er tryggingar- upphæðin hin sama fyrir alla hópþátttakendur og iðgjaldið breytilegt eða iðgjaldið fast og tryggingarupphæðin breytileg. Með fyrri aðefrðinni er iðgjald- ið fyrst reiknað út út frá aldri hvers og eins og meðaltal síðan fundið. Það er leiðrétt árlega með tilliti til nýrrar aldurssam- setningar hópsins. Ef mikill ald- ursmunur er í hóp, getur með- aliðgjald talizt óréttlátt gagn- vart yngri mönnum í hópnum og þá má samkvæmt seinni að- ferðinni láta tryggingarupphæð- ina lækka með hækkandi aldri. önnur helztu einkenni hóp- trygginga eru, að nýir þátttak- endur geta bætzt í hópinn mán- aðarlega, og einnig er unnt að bæta við og breyta tryggingar- verndinni mánaðarlega í viss- um atriðum. Verði hópþáttta'k- andi að fara úr hóp, t.d. vegna þess að skipt er um starf, á hann yfirleitt rétt á einstaklingsbund- inni framhaldstryggingu án læknisskoðunar. Hópþátttakandi telst áfram til hóps, þótt tíma- bundin veikindi eða slys valdi fjarveru frá starfi. Hóplíftrygg- ing gildir að sjálfsögðu jafnt í viinnutíma sem utan. Hin öra þróun hóplíftrygginga. Hóptryggingar þær, er hér er lýst, eru upprunnar í Bandaríkj- unum og hófst þegar 1911. Náðu þær skjótt miklum vinsældum þar í landi. Árið 1938 nam trygg iingarstofn þeirra um 15.000 milljónum dollara og voru um 12% af líftryggingarstofninum í heild. Nú nemur stofninn yfir 250.000 milljónum dollara og um þriðjung af heildartryggíng- arstofni líftrygginga, eins og lesa má úr meðfylgjandi töflu. í Evrópu náðu hóptryggingar ekki útbreiðslu svo teljandi sé, fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari, en útbreiðsla þeirra hef- ur verið þeim mun örari víða. Meðfylgjand’i tafla sýnir hinn öra vöxt hóplíftrygginga í ■nokkrum löndum. * um löndum. Kemur þar margt til, svo sem mismunandi lífskjör og lífsvenjur, menningar- og þjóðfélagsstig almennt og þró- unarstig trygginga- og þjóðfé- lagslöggjafar. Meginástæða hinnar öru út- breiðslu hóptrygginga er án efa hin sívaxandi efnahagslega vel- megun, sem nær stöðugt til fleiri og fleiri í þessum þjóðfélögum. í kjölfar hennar hefur siglt eigna- og fjármunamyndun á æ breiðari grundvelli, þjóðfélags- legar hugarfarsbreytingar og vaxandi kröfur einstaklingsins um þjóðfélagsöryggi. Almenn- ingi hefur orðið æ ljósara hin- ar brýnu tryggingarþarfir og nauðsyn öruggrar líftrygging- arverndar. Þróunin á Norðurlöndum. Þróun þessara mála í þeim löndum, sem búa við svipað þjóðskipulag og löggjöf og við íslendingar, getur gefið vis- bendingu um hentugt fyrirkomu lag hóptrygginga hér á landi. Hóplílftryggingar á Norðurlönd um hófust í Svíþjóð í lok síð- ustu heimsstyrjaldar og hafa hvergi náð eins örri og víðtækri útbreiðslu. í upphafi, er engin reynsla var til um dánartíðni og kostnað við tryggingu hópa eða um framkvæmd trygging- anna, voru þær eðlilega tiltölu- lega dýrar og kostnaður hár. Einnig þurfti átak til að vekja áhuga á þessum tryggingum og til að yfirvinna mótstöðu og mis- Skilning, er ávallt er fyrir hendi, þegar um nýjungar er að ræða. Allt eftir því sem eftirspurn jókst og reynsla fékkst varð mögulegt að einfalda fram- kvæmd þeirra og minnka kostn- aðinn. í því skyni var þegar 1948 stofnað sérstakt hóplíf- tryggingafélag „Förenade Liv“, sem annars vegar rekur sjálf- stæða hóplíftryggingastarsfemi og hins vegar sér rekstrarlega um framkvæmd hóptrygginga fyrir sænsk líftryggingafélög (nokkur standa utan við þá sam- vinnu). Með þessari samvinnu um rekstrarlega framkvæmd hef ur náðst mjög mikil hagræðing á þessu sviði, sem vafalaust á stóran þátt í hinni ótrúlega öru þróun, sem átt hef-ur sér stað I Svíþjóð síðustu 2 áratugi. Trygg- ingastofn hóplíftrygginga í Sví- þjóð er nú um 125000 milljónir sæ. kr., er skiptist á um 6 millj- ónir einstakra trygginga. Þetta sannar ótvírætt hinar miklu tryggingaþarfir, sem fyrir hendi eru í velferðarrikjum nútímans, efcki sízt, þegar haft er í huga hið háþróaða almannatrygginga kerfi í Svíþjóð, og sú staðreynd, að líftryggingarstofn samtals er hæstur í heimi í þessu landi (ásamt USA og Kanada), þegar miðað er við þjóðartekjur. Þróunin í Noregi og Dan- Ár Frakkl. fr. % Kanada $ % svfr. Sviss % 1950 3400 38 2600 16 1100 12 1960 28500 53 14700 31 4100 24 1964 59900 57 24500 37 10400 36 Svíþjóð U.S.A. V.-ÞýzkaL sæ.kr. % $ % DM % 47800 20 1500 10 11200 33 175900 30 9600 15 80200 75 252000 32 13200 12 manni, sem tryggður er í starfs- manna- eða félagsmannahóp. Hóptryggingar eru annaðhvort frjálsar eða bundnar. í fyrra til- fellinu er þátttaka í trygging- unni frjáls innan hópsins, og gilda þá fastar reglur um lág- margsþátttökuhlutfall og stærð þess hóps er tryggður er. í síðara tilvikinu semur fyrirsvars maður hópsins um tryggingu fyrir allan hópinn og þátttaka verður skylda. í fljótu bragði kann að virðast sem reginmun- ur sé á þessum tveimur afbrigð- um, en svo er ekki. Hér er um samningsatriði að ræða og 100% þátttaka einfaldar hina rekstr- arlegu framkvæmd trygging- Taflan sýnir einnig, hve sala^ einstaklingsbundinna líftrygg- inga hefur aukizt í þessum lönd um samhliða örum vexti hóplíf- trygginga. Það er og athyglis- verð staðreynd ,að útbreiðsla hóptrygginga er sízt minni í löndum, sem hafa háþróað al- mannatryggingakerfi. Ástæðan er sumpart sú, að áhættutrygg- ingar hóptrygginganna eru heppi legar á verðbólgutimum og kær- komin uppbót á lífeyrissjóði og lífeyristryggingar, sumpart veita þær annars konar tryggingar- vernd og á öðru skeiði ævinnar, eins og fyrr segir. Eðlilega hefur þróun hóp- trygginga verið mismunandi í ýmsum atriðum í þessum og öðr- mörku hefur mjög mótazt af þróuninni í Svíþjóð, en hefur 1 vissum atriðum verið með öðr- um hætti. í Noregi hófust umræður um hóptryggingastarfsemi innan samtaka líftryggingafélaganna árið 1948, og komu félögin sér saman um að hefja ekki hóp- tryggingastarfsemi hvert í sínu lagi, heldur skyldu þau mál rædd sameiginlega, þar eð ann- að mundi hvorki samrýmast hagsmunum tryggingafélaganna né tryggingartaka. Málið var tekið upp aftur 1956 í sambandi við tilraunir stéttarfélags bænda að afla hagkvæmrar tryggingar- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.