Morgunblaðið - 19.04.1967, Síða 11

Morgunblaðið - 19.04.1967, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR .19, APRIU 1967.vr Sextugur í dag: Nýi skálinn sem er í bygging u í Vatnaskógi. Kaliisalta Skógar- maana 1. sumardag AÐ venju gangast Skógarmenn K.F.U.M. fyrir kaffisölu fyrsta sumardag í húsi K.F.U.M. og K. við Amtrr.annsstíg, til ágóða fyr ir sumarbúðirnar í Vatnaskógi. Er þetta fyrirtæki þeirra skemmtileg tilbreyting í borgar- lífinu. Hefur fjöidi Reykvíkinga lagt leið sína í K.F.U.M. þennan dag á liðnum árum og þegið góð an beina og styrkt um leið hið vinsæla sumarstarf K.F.U.M. 1 Vatnaskógi. Verður því gest- kvæmt hjá Skógarmönnum á morgun, ef að vanda lætur. Áætlun um sumarstarfið i Vatnaskógi er komin út og skrán ing í dvalarflokka að hefjast. Verða 9 dvalarflokkar í sumar- búðunum í sumar, eins og áður. Tveir fyrstu flokkarnir eru ætl- aðir 1(1—11 ára drengjum. Fara þeir 7. júní og 16. júní. Fyrri flokkurinn verður 9 daga en síð- ari flokkurinn hálfan mánuð. Júlí-mánuður er ætlaður pilt- um 12 ára og eldri. Fyrsti flokk ur þeirra fer 7. júlí, ætlaður piltum 12—13 ára, og verður eina viku. Tveir næstu flokkar verða einnig viku, 14. iúlí og 21. júlí. Loks fer unglingaflokkur 14—16 ára 28. júlí og verður til 7. ágúst. Ágúst-mánuður er svo aftur ætlaður yngri drengjum, 10—12 ára. Þá verða þrír viku- flokkar, sem fara 9., 16., og 23. ágúst. Skránni um dvalarflokkana hefur verið dreift í deildir K.K.U.M.. en hún mun einnig liggja frammi í húsi félagsins súmardaginn fyrsta og fæst á skrifstofu K.F.U.M., sem verður opin kl. 14—17, alla virka daga nema laugardaga. Kjartan J. Jéha héraðslæknir KJARTAN J. Jóhannsson hér- aðslæknir í Kópavogskaupstað, fyrrum alþingismaður ísfirðinga og Vestfirðinga á sextugsafmæli í dag. Hann er Reykvíkingur að ætt, sonur Jóhanns Armanns Jónassonar kaupmanns og Ólaf- ar Jónsdóttur konu hans. Kjart- an lauk stúdentsprófi aðeins 18 ára gamall og embættisprófi í læknisfræði árið 1931. Að loknu embættisprófi gegndi hann hér- aðslæknisstörfum á nokkrum stöðum úti á landi, en fór síð- an utan til Þýzkalands og dvaldi þar um skeið við framhalds- nám. En haustið 1932 kom til ís- lands og fluttist þá til ísafjarð- ar og gegndi þar læknisstörfum í 32 ár, eða fram til ársins 1963. Var hann ýmist sjúkrahúslæknir eða praktiserandi læknir í kaup- staðnum. Gat hann sér þar frá- bært orð sem læknir og borgari og naut þar almennrá vinsælda. Báru þar i sénn til læknishæfi- leikar hans, röskleiki og hjálp- semi. Kjartan Jóhannsson er hið mesta prúðmenni og glæsi- menni, hár maður vexti, fríður sýnum og hið mesta ljúfmenni í allri framkomu. Mjög var því viðbrugðið vestra, hversu fljót- hann var jafnan til er hans var vitjað í lækniserindum, hvort heldur var á nóttu eða degi. Á skólaárum sínum stundaði Kjartan sjómennsku, var þá m.a. mörg ár á togurum. Öðlað- ist hann á þeim árum staðgóða þekkingu á atvinnumálum þjóð- arinnar. Kjartan læknir, en svo var hann jafnan nefndur á fsafirði, tók mikinn þátt í félagsmálum og atvinnumálum þar vestra. 'Hann er einkar hugkvæmur maður og farsæll að hvaða starfi sem hann gengur. Góðvild hans og einlægni skapar honum alls staðar traust. Kjartan Jóhannsson var kos- inn þingmaður ísafjarðarkaup- staðar árið 1953 og var hann þingmaður ísfirðinga til hausts- ÞÆT T I R DOMSIVIAL Bétamál vegna áreksturs skipa NÝI.F.GA var kveðinn npp i Hæstarétti dómur í máli, sem Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri, og Gunnlaugur Sig- nrsson, Brattavöllum og Kristj án Vigfússon, Litla Árskógi, hinir tveir síðarnefndu f.h. eig- enda og áhafna v.b. Pálma E. A. 536, höfðuðu gegn Skipaút- gerð ríkisins til greiðslu skaða- bóta vegna tjóns, sem varð við árekstur á mllli v.b. Pálma E.A. 536 og m s. Heklu þ. 6 apríl 1962 Dómkröfur vélabáta tryggingar Eyjafjarðar voru þær, að Skipaútgerð ríkisins yrði dæmd til greiðsln skaða- bóta að fjárhæð kr. 405.235.00 auk vaxta, en eigendur v. b. Pálma gerðu þær kröfur, að skipaútgerðin yrði dæmd til að greiða þeim kr. 196.300.00 auk vaxta, en í báðum tilfellum var krafizt viðurkenninear á sjóveð- rétti í m.s. Heklu til tryggingar nefndum fjárhæðum svo og málskostnaðar. Málavextir eru sem hér seg- ir: Kvöldið þ. 6. apríl 1962 sigldi m.s. Helka, eign Sikpaútgerðar ríkisins, inn Eyjafjörð vestan Hríseyjar og Mrimness. Var skip inu siglt á fulla ferð með 12-13 sjómílna hraða og siglt stefnan 118° r.v. Veður var sunnan 1-2 vindstig, alskýjað, en gott skyggni, en birta var á mörk- um þess, að ljósatími væri byrj aður. Magnús L. Sigurðsson 1. stýrimaður var á stjórnpalli ásamt hásetunum Jóni Mey- vantssyni, sem var á útsýnis- verði, og Ómari Hillers, sem var við stýrið. Kveðst stýrimað- ur þá hafa séð bát í um tveggja ■ sjómílna fjarlægð og hafi bát- urinn haft stefnu sem næst þvert á stefnu m.s. Heklu bak- borðsmegin. Stýrimaðurinn kveðst hafa búizt við, að bát- urinn mundi víkja eins og hon- um hefði borið samkvæmt sigi ingarreglum. En þegar stýrimað ur sá, að um hættu á ásiglingu var að ræða, þar sem báturinn vék ekki, gaf hann skipun um að snúa skipinu hart í stjórn- borða og jáfnframt gaf hann stutt hljóðmerki. Þegar m.s. Heklu var beygt í stjórnborða kveður stýrimaður bátinn hafa verið að ganga inn á stefnu m. s. Heklu og stefni bátsins borið við bakkahornið bakborðsmeg- in. Með því að beygja hart á stjórnborða kvaðst stýrimaður hafa ætlað sér að ná samhliða stefnu við bátinn, þannig að hann færi aftur með Heklunni bakborðsmegin vegna hraða- mismunar. Ekki dugði þetta til að afstýra ásiglingu og lenti skipið með stefnið aftan til á bátnum. V.b. Pálnii var umrætt sinn að koma úr fiskiróðri og var á leið til hafnar á Litla Árskógs- sandi, sem var heimahöfn og útgerðarstaður bátsins. Formað ur bátsins skýrði nokkuð á annan veg frá aðdraganda árekstursins en að framan greinir. Nokkru áður en árekst urinn varð, kvaðst hann hafa litið út um stjórnborðsglugga stýrishússins og þá hafa séð aft ur með stjórnborðshlið Heklu. Hefði hann þá talið v.b. Pálma kominn fram hjá stefnu Heklu og ekki litið frekar eftir skip ir.u þar tii áreksturinn varð. Formaður bátsins greip til björgunarbáts og sjósetti hann og var hann hafður til taks. Kastað var línu frá m.s. Heklu til bátsverja og var báturinn síð an dreginn með stjórnborðshlið Heklu. Grastrossa ca 4” var fest í festingarpolla framan á há- dekki l’álma en að aftan var vír festur í klossholt. Fljótlega tók báturinn »5 síga að aftan og maður frá Hekiu fór þá nið- ur í bátinn og gat með hröð- um handtökum komið 214” vír í gegnum klussið á Pálma og var þeim vír fest í festingar- polla framan á Heklu. Rétt þeg ar þessu var lokið brotnaði klossholtið að aftan og sökk þá báturinn niður og samtímis slitnaði grastrossann að fram- an. Hékk báturinn þá á 214” vírnum einum saman og var all ur- á kafi sjónum. Skipstjór inn á Heklu áleit hættulegt að hreyfa stjórnborðsskrúfuna með bátinn hangandi þannig sokkinn við skipshliðina. Hann lét því sleppa vírnum og sökk þá báturinn við hlið Heklu að fullu. Bátsverjar, 5 að tölu, björguðust allir um borð í Heklu, en úr Pálma varð engu bjargað nema gúmmibátnum. Stefnendur töldu, að öll sök á árekstrinum og því að bátur- inn sökk eftir að hann hafði verið bundinn á hlið Heklu, hvíldi á skipsstjórnarmönnum m.s. Heklu, en skipaútgerðin, sem krafðist sýknu, taldi for- mann bátsins eiga alla sök á árekstrinum. M.b. Pálmi hefði verið á vinstri hönd og honum hefði samkvæmt siglingarregl- um borið skýlaus skylda til að vikja. Niðurstöður máls þessa urða hinar sömu í héraði og fyrir Kæstarétti. Var m.b. Pálmi tai- inn eiga meginsök á árekstrin- um, þar sem honum hefði bor- ið að vikja samkvæmt sigling- arreglum og að öðru leyti hefði formaður bátsins eigi sýnt þá aðgæzlu og var’iið, sem almenn sjómennska krefð’st. Á hmn bóginn var talið, að skipstjórnarmanni m.s. Heklu hefði mátt vera ljóst, að sigl- ing bátsins væri athugaverð, og hann hefði átt að gefa hljóð- merki, sem hann hefði vanrækt. Hann hefði ekki hafizt handa um að forða árekstri fyrr en svo skammt hefði verið milli skipanna, að í fullt óefni hefði verið komið. Þá var það talin vanræksla af hálfu skipstjórn- armanna m.s. Heklu að sleppa vírnum, sem báturinn hékk í, án þess að festa bauju eða dufl við vírinn, en það hefði auð- veldað björgun bátsins síðar meir, ef til þess hefði komið. Framhald á bls. 31. yins 1959. Þá varð hann þingmað- ur í hinu nýja Vestfjarðakjör- dæmi. Sat hann á þingi fyrir Vestfirði fram til sumars 1963. Á þingmennskutímabili sínu beitti hann sér fyrir ýmsum hagsmuna- og framfaramálum ísfirðinga. Árið 1963 fluttist hann hing- að suður og gerðist héraðslæknir í Kópavogi. Hefur hann getið sér þar ágætt orð fyrir dugnað og reglusemi, eins og á öðrum stöð- um er hann hefur starfað á. Kjartan er kvæntur Jónu Ingvarsdóttúr, sem ættuð er úr Hafnarfirði, glæsilegri og dug- andi konu. Hafa þau hjón átt fimm mannvænleg börn, þrjá syni og tvær dætur. Eru fjögur barnanna á lífi. Fyrir skömmu urðu þau fyrir þeirri þungu sorg að missa einn sona sinna, glæsi- legan og vel gefinn mann, sem nýlega var orðinn læknir. Kjartan Jóhannsson er dreng- ur góður, lipurmenni og hinn vaskasti maður. Vinir hans og samstarfsmenn fyrir vestan og hér. syðra hylla hann sextugan um leið og þeir árna honum og fjölskyldu hans allrar bless- unar á komandi árum. S. Bj. Unnið að uppsetningu á bazarn um. Bazar og koliisala Hallveigarstaða FJÁRÖFLUNARNEFND Hall- veigarstaða heldur bazar og kaffisölu í fundarsalnum í kjall- ara Hallveigarstaða við Tún- götu sumardaginn fyrsta kl. 2.30. Fjáröflunarnefndina skipa fulltrúar allra félaga í Banda- lagi kvenna í Reykjavík. Allur ágóði rennur til húsibúnaðar í Hallveigarstöðum. Á bazarnum eru margir góðir munir og liggur mikil vinna á bak við undirbúning, og vonast konurnar að verk þeirra fái góðar viðtökum, Reykvíkingar sæki bazsrinn og fái sér kaffi- sopa um leið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.