Morgunblaðið - 19.04.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 19.04.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1967. 17 íslenzkt tónverk flutt af elzta og þekktasta kór heims Mótetta eftir Hallgrím Helgason sungin af drengjakór Tómasarkirkjunnar i Leizig HINN 27. og 28. janúar sl. flutti hinn heimsfrægi kór íóm- assarkirkjunnar í Leipzig undir atjórn Tómasarkantors, prófess- or Erhad Mauersberg, á hinum vikulegu tónleikum sínum í kirkj unni, mótettu fyrir blandaðan kór eftir Hallgrím Helgason, Kí>itt hjartans barn“. Ennfrem- ur Iék Tómasarorganistinn Sieg- fried Priteohe & orgel „Ricer- eare“ eftir Hallgrím. Drengjakórinn í Leipzig, sem kenndur er við St. Thomas- kirkjuna. á sér langa og merka sögu. Hann átti 750 ára afmæli 1962, stofnaður árið 1212. En til samanburðar má geta þess, að á því stofnári var Snorri Stuluson fulltíða maður, 34 ára að aldri. Drengirnir hafa alla tíð hlot- Ið menntun sína í Tómasarskól- anum, sem fyrst var rekinn af Tómasar-klaustrinu, en er nú einn af menntaskólum borgarinn ar Leipzig. Þeir búa jafnan í 'heimavist. Fyrir ókeypis vist og kennslu eru þer látnir sjá um kirkjusöng. Tómasar-kórinn er tengdur ýmsum merkum sögulegum at- burðurn. Þannig söng hann við stofnun háskólans í Leipzig árið 1409 og á undan rökræðum siða- bótarmannsins Marteins Lúthers og Jóhannesar Eck 1519, en þá^ stjórnaði honum tónskáldið Ge- org Rhau. I embætti Tómasar-kantors hafa valizt margir öndvegis- menn tónlistarsögunnar sem söng stjórar og tónskáld. Heíur það ekki hvað sízt stuðlað að fágæt- um frama kórsins. Þannig var Sethus Calvisius ekki eingöngu mikið tónskáld, heldur einnig stærðfræðingur og stjörnufræð- ingur. Hann stjórnaði kórnum 1584—1615. Honum merkari var Johann Hermann Schein (1616— 1630) á þrautatímum þrjátíuára- stríðsins. Meðal fremstu kantora var Johannes Kuhnau (d. 1722), nafntogaður sem tónskáld fyrir biblíusögur í tónum (t.d. Davíð og Golíat). Með tilkomu Johannesar Se- bastian Bach 1723 hefst eitt mesta blómaskeið kórsins um 27 ára skeið. Þá voru um 30,000 íbúar í Leipzig, sem var fram- förul og frjálslynd borg með merkum menntastofnunum. Nær allar kórtónsmíðar Bachs voru samdar fyrir Tómasar-kirkjuna. Kantötur hans voru skrifaðar fyr ir guðsþjónustur og voru futtar af Tómasar-kórnum með undir- leik bæjarpípara, en svo nefnd- ust fastráðnir hljóðfæraleikarar borgarinnar. Með dauða Bachs 1759 lauk glæsilegasta tímabili í SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Sigurvegararnir Ensk-amerísk mynd Stjörnubíó eftir Carl Foreman ÞAÐ er víst ekki svo auðvelt að slá upp í alfræðiorðabók og fá þar tæmandi svar við því, hver orsök styrjalda sé enda munu orsakirnir vera margar og breytilegar. Þar sem styrjald- ir hafa fylgt mankyninu frá því er sögur hófust liggur nærri að ætla, að sáðkorn styrjaldar liggi grafið í eðli fólks upp til hópa. Tillitslaus sókn eftir efnislegum verðmætum, já stundum fremur vegna metnaðarfulls kapphlaups við nágrannann en upprunalegr- ar löngunar, hvað þá þarfar, — skyldi þetta ekki eiga drjúgan þátt í að skapa þær aðstæður, sem leiða til styrjaldar? Athyglisvert er, að síðustu stórstyrjaldir, til dæmis hinar svokölluðu heimsstyrjaldir tvær, hafa mestan part verið háðar af efnahagslega- og menningarlega þróuðustu þjóðum heims sín í milli. Þjóðum, sem hafa að minnsta kosti mátt teljast sæmi- lega bjargálna miðað við meiri- hluta mannkyns. Hin risafengnu átök virðast ekki hafa sprottið af neini neyð, hungraðrar þjóð- ir hafa ekki verið að seilast eft- ir annarra brauði. Slíkt hefði þó gert hryðjuverkin nokkru skiljanlegri, þótt maður hljóti jafnan að veigra sér við að nefna ofbeldisverk afsakanleg. Hins vegar hefur metnaður, sókn eftir verðmætum umfram þarfir og þjóðernisrembingur hinna bezt menntuðu þjóða, átt drjúgan þátt í að kynda stærstu bálin á okkar öld. Og þar sem hver og ein þjóð er samsett úr ákveðnum, misstórum hópi ein- staklinga, þá er auðvitað nær- liggjandi að Ieita orsakanna í ein staklingseðlinu. Og koma þá helzt til álita þau sérkenni þess, sem drepið var á áðan. Ofannefnd mynd fæst ekki við að svara þeirri spurningu, af hverju styrjaldir séu sprottnar. Hún sýnir okkur svipmyndir af framgangi atburða á ýmsum víg- stöðvum í heimsstyrjöldinni síð- ari. Á milli er skotið skyndi- myndum af „heimavígstöðvum", viðbrögðum og ráðagerðum stjórnmálamanna, sem eru önn- um kafnir við að bæta sprekum á eldinn, svo hann deyi ekki út. Við sjáum Hitler krefjast „réttlætis" í þrumandi ræðu, áð- ur en styrjöldin hefst. Síðar sjá- um við ekki minni menn en Rooscvelt, ChurchiII og Stalin á Jaltaráðstefnunni, síðar Roose- velt einan — sjálfan merktan rúnum dauðans — boða sigur í ræðu. Á vígstöðvunum eru það ekki fyrst og fremst sjálf hernaðar- átökin, sem okkur eru sýnd, held ur líf hermannanna þar fyrir ut- an kynni þeirra af aðskiljan- legu fólki. einkum konum, í lönd um þeim, sem þeir sækja inn í. Lögð er áherzla á að svna mót- setningarnar milli kyrrlátra borg aralegri lifnaðarhátta og styrjald arinnar, ekki með háværum predikunum heldur með því að sýna almennan gang mannlífsins og þær kenndir manna, sem mað ur mundi telja, að stæðu einna fjarst þeim hugsunargangi, sem leiðir til múgdrápa. — Oft tekst þetta vel, þótt sumt, sem þarna er leitt fram virðist svo- lítið út í hött og annað helzt til langdregið. Hefði myndin sennilega þolað nokkra styttingu. Einhvern veginn hefur sá mis- skilningur slæðst inn í textun myndarinnar, að orustan um Bret land hafi staðið sem hæst 1942. Þar skakkar, sem kunugt er, um tvö ár, það var árið 1940 sem sú örlagaríka orusta var háð. Mvndinni lýkur skömmu eftir stríðið á því að bandarískur og rússneskur hermaður vega hvor annan, og er tilefnið þvzk létt- úðardrós sem lætur blíðu sína fala hæstbióðanda. Þetta á að vera tákn þeirra örlaga, sem bíða kunna þessara stórvelda, ef þau gæta bess ekki að elska frið- inn. Og kannski léttúðardrósin þýzka tákni þá hið fræga Þýzka- landsvandamál. — Við vonum, að stórveldin láti sér þessa að- vörun kvikmyndarinnar að kenn ingu verða sögu skólans og kórsins. Eftirmann hans Harrer og Dol es, voru frekar atkvæðalitlir, og jafnvel Johann Adam Hiller, sem stofnaði Gewandhaus-hljómleik- ana, kom ekki auga á listgildi verka Bachs. Glöggsýnni var kennari Schumanns og Wagners, Theodor Weinlig, sem tók til með merðar mótettur Bachs, en hann var kantor 1823—1842. Upptekn- um hætti hans héldu Moritz Hauptmann, Friedrich Richter og Wilhelm Rust. Einn ágætasti kantor síðari tíma var Karl Straube, kennari Páls Ísófssonar. Hann hóf starf- ið 1918 og markaði tímamót með því að uppgötva og flytja kór- verk 16. og 17. aldar, en einnig nútímamúsík. Undir hans stjórn hefst heimsfrægð kórsins með fyrstu utanlandsförinni 1920. Og hann van eitt hið mesta tónlistar afrek þessarar aldar með því að V erkf ræðingaf é- lagið styður Banda iag háskólamanna BANDALAGI háskólamanna barst nýlega eftirfarandi ályktun frá stjórn Verkfræðingafélags ís- lands: „Stjórn Verkfræðingafélags fs- lands og fulltrúar félagsins í Bandalagi háskólamanna telja núverandi ástand í samnings- réttarmálum háskólamenntaðra manna með öllu óviðunandi og lýsa eindregnum stuðningi við óskir Bandalags háskólamanna um samningsrétt því til handa fyrir háskólamenn í opinberri þjónustu. Við ákvörðun kjara opinberra starfsmanna á undanförnum ár- um hefur Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja ekki tekizt að halda á málstað háskólamanna á viðunandi hátt. Stjórn Verkfræðingafélags fs- lands beinir þeim ákveðnu til- mælum til stjórnar Bandalags háskólamanna, að hún beiti sér af alefli fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna." (Fréttatilkynning frá Banda- lagi háskólamanna). Drengjakór Tómasarkirkjunnar íLeipzig. -----» ♦ ♦---- I SOUTHEND, 17. apríl, AP — Sjö vikna gömlu barni var rænt í baðstrandarbænum Southend á S-Englandi á laugardag meðan móðir þess var við innkaup. Barn ið fannst síðar um daginn eftir mikla leit lögreglu og sjálfboða- liða og var þá látið. Rannsókn stendur yfir í mál- inu. flytja í útvarpi allar 230 kant- ötur Bachs með Tómasar-kórn- um og Gewand'haus-hjómsveit- inni. Árið 1940 tók Gúnther Ramin við drengakórnum og sungu þá í honum 80 drengir. Hækkar nú enn vegur kórsins, og á alþóð- legu æskusöngmóti í Bern er hann 1948 kjörinn beztur allra drengjakóra. 1955 fór kórinn und ir stjórn Ramin í lengstu hljóm- leikaför sína fcil Suður-Ameríku. Eftir lát Ramins var Kurt Thom- as um skeið kantor. þar til Er- hard Mauersberger hlaut stöð- una 1961. Saga drengjakórins í Leipzig er óslitin hefð margra alda, merk- ur þáttur í tónlistarþróun Evr- ópu. Og hvergi eiga meistaraverk Bachs jafn öruggt athvarf og í túlkun þessa kórs. Það mega þvi teljast gleðitíðindi, að slíkur kór skuli flytja íslenzk tónverk, en á efnisskrá með mótetbu Hallgrims var 18. kantata Bachs, „Svo sem regn og snjór af himnum falla" og tvö verk eftir Max Reger, Symfónísk fantasía og fúga op. 57 fyrir orgel og kórverk. fyrir 6—radda kór, „Þú æðsta ljós og eilíf birta“. Stjórnandi kórsins próf. Er- hard Mauersberger, lætur svo um mælt, að kórinn hafi haft á- nægju af að syngja verk Hall- grims og að því hafi verið mjög vel tekið af stórum áheyrenda- hópi. VatnsHtamyndir í Bogasalnum VATNSLITAMYNDIR eru án efa ein allra erfiðásta aðferð við myndgerð. Eðli þeirra er sérlega viðkvæmt og þarf mikla kunnáttu og leikni til að geta náð einhverjum verulegum ér- angri með þessari litategund. Það er nú einu sinni svo, að marg ir halda, að vatnslitir séu auð- veldari en olíulitir í meðferð, en hér er um megin misskilning að ræða. Öli- tækni vatnslita er svo hárfín og viðkvæm, að það eru ekki nema einstaka listamenn, sem unnið geta með þeim, svo að talandi sé um. Það er því oft, að maður sér einmitt þessa liti svo misnotaða, að furðu sætir. Sumir reyna að nota vatnsliti eitthvað í átt við olíulitinn, og þá verður auðvitað afraksturinn heldur ófrýnilegur, ef svo mætti að orði kveða. Það getur jafnvel orðið stórhættulegt fyrir suma listamenn að eiga við vatnsliti, ef þeir eru vanir öðrum litum, svo sem þekjulitum eða Gouache litum, svc að ég ekki tali um olíuliti. Yfir 50 millj. kr. inn- stæðuaukning í Sam vinnuhankanum AÐALFUNDUR Samvinnubank- ans var haldin laugardaginn 8. apríl sl. Fundarstjóri var kjörinn Ingólf ur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, en fundarritari Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri. Erlendur Einarsson, formaður bankaráðs, flutti skýrslu um stafsemi bankans, hag hans og afkomu á sl. ári og kom þar fram, að verulegur vöxtur var í allri starfsemi bankans, og að innistæðuaukning á sl. ári nam 50,9 millj. kr. Einar Agústsson, bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikn- inga bankans fyrir árið 1966 og skýrði þá. Heildarinnistæður í Samvinnubankanum námu í árs- lok 452,4 millj. kr. en útlán 371,2 millj. kr. Bankinn hefur nú sjö útibú 'á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Patreksfirði, Sauðárkróki, Húsa- vík, Kópaskeri, Keflavík, og Hafn arfirði og auk þess umboðsskrif- stofur í Grafarnesi og á Stöðv- arfirði. Á fundinum kom fram að bankaráð vinnur að því, að stofn lánadeild verði komið á fót við Samvinnubankann. í bankaráð voru endurkjörnir þeir Erlendur Einarsson, for- stjóri, formaður, Hjörtur Hjart- a, framkv.stj., varaformaður og Vilhálmur Jónsson, frkv.stj. End urskoðendur voru endurkjörnir 'alþingismennirnir Ólafur Jóns- son og Halldór E. Sigurðsson. Nú hefur ungur listamaður efnt til sinnar fyrstu sýningar í Bogasalnum og er þar eingöngu með vatnslitamyndir, 32 að tölu. Hér er á ferð Gunnar Friðriks- son, og hefur hann gefið öllum myndum sínum sama heitið „Á leið um litrofið“. ef ég skil sýn- ingarskrá hans á réttan hátt. Þessar myndir Gunnars eru nokkuð misjafnar að gæðum, en eru hins vegar mjög líkar hver annarri í byggingu, og viðfangs- efnið virðist vera dálítið ein- hliða. Ekki er ég mikið hrifinn af þessum verkum, en ég vil samt ekki vera harður í dómum um þau. Það er auðséð, að þessi ungi maður hefur ekki nægilegt vald yfir þessum erfiðu viðfangs efnum, og þegar hann notar háa og hvella tóna, er eins og allt fari úr skorðum njá honum. Það sem bezt er á þessari sýningu, eru þau verk, sem unnin eru í mjúkum og fáguðum litum, og láta ekki mikið yfir sér, og það er sannarlega fyrir hendi hjá þessum unga manni visst öryggi í meðferð viðfangsefnisins, en það er eins og hann sé samt sem áður ekki nógu viss í sinni sök. Hér kemur auðvitað til greina, að um byrjandaverk er að ræða, og raunverulega er hér á ferð alveg óráðinn listamaður, sem erfitt er að segja um, hvernig muni þróast. Það er. eins og áður er sagt, mjög erfitt að rá árangri með vatnslitum, og það er þeim mun erfiðara, að gera sér grein fyrir ungum listamanni sem eingöngu glímir við þann galdur að gefa vatnslitum þann kraft og mýkt, sem gerir hann að listaverki. Það hafa margir farið ver af stað»en Gunnar Friðriksson, en ég er ekki viss um, að hann hafi verið tilbúinn að sýna getu sína á þessu sviði, er haan efndi til þessarar sýningar. Þó er ýmis- legt að finna í þessum verkum, sem lofar góðu, og hver veit nema einn góðan veðurdag komi Gunnar Friðriksson fram með verulega eftirtektarverð verk, gerð í vatnslitum. Þetta er snot- ur byrjandasýning, meira verð- ur ekki sagt. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.