Morgunblaðið - 19.04.1967, Side 23

Morgunblaðið - 19.04.1967, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1967. 23 — Trygging Framhald af bls. 10. verndar. Áranguriinn varð sá, að öll líftryggingafélögin ákváðu að taka upp hóplíftryggingastarf semi. Tryggingarnar voru að miklu leyti miðaðar við sænskt fyrirkomulag, en strangari regl- ur giltu um lágmarksstærðir hópa og tryggingarupphæðir. Menn óttuðust í fyrstu, að sala hóplíftrygginga mundi hafa nei- kvæð áhrif á sölu einstaklings- bundinna líftrygginga. Einnig óttuðust menn, að hóptrygginga markaðurinn væri alltof tak- amrkaður fyrir 14 líftrygginga- félög, sem til voru í landinu. Þessi ótti hefur í Noregi, svo sem í öðrum löndum reynzt ástæðulaus. Ekki tókst samvinna trygg- ingafélaganna allra um rekstur trygginganna, en félögin skipt- ust aðallega í tvo hópa, og stærri hópurinn opnaði sameiginlega skrifstofu, þar sem framkvæmd trygginganna fór fram. Þessi skrifstofa var lögð niður 1961. í lok síðasta árs stofnuðu svo 10 norsk liftryggingafélög „Norsk Pool for gruppelivforsikring" og yfirfæra félögin í einn pott þær hóptryggingar, sem aflað er, og eru þær reknar sameiginléga þar. Þetta félag rekur ekki sjálf- stæða hóplíftryggingastarfsemi, en er eingöngu rekstrarlegt fé- lag. Auk þeirrar hagræðingar, sem skipulagið hefur í för með sér, auðveldar það oft á tíðum samninga um hóptryggingar, því að í mörgum tilfellum vilja stéttarfélög síður semja um tryggingar þessar við ákveðið félag, en frekar, ef um sameig- inlegan rekstur er að ræða. 1. janúar 1966 voru um 180000 manns hóptryggðir í Noregi og tryggingastotfninn nam um 1700 milljónum króna. Er það um 15% af tryggingastofni líftrygg- inga í heild. í Danmörku hófust hóplíf- tryggingar kringum 1950, en náðu ekki teljandi útbreisðlu fyrr en síðari ár. Líftrygginga- félögin 'höíðu lítinn áhuga á þessari trygingategund í byrj- un, þar eð þau álitu hér um sam keppni að ræða við einstaklings- bundnar líftryggingar. Umræð- ur hófust fyrst að ráði, þegar hópar I Danmörku leituðu til Svíþjóðar um hóptryggingar og fengu þaðan hagkvæm tilboð. Fyrst eftir 1964 komst skriður á málin, en það ár var stotfnað rekstarlegt félag „Forenede Gruppeliv", sem sér um fram- kvæmd hóptrygginga fyrir 11 dönsk líftryggingafélög, og að- stoðar að nokkur leyti við öflun trygginganna. Árið 1964 nam hóplíftryggingastofninn um 200 milljónum danskra króna, en nemur nú yfir 1200 milljónum d. kr. eða um 25% af líftrygg- ingastofni samtals. í Finnlandi hafa hóptrygging- ar en ekki náð sömu útbreiðslu og á hinum Norðurlöndunum. í lok 1965 nam tryggingastofninn um 250 milljónum marka og var um 3% atf heildartryggingastofni líftrygginga. Mun má finna á fyrirkomulagi trygginganna í þessum löndum í ýmsum atriðum. Til dæmis er 1 Noregi og Danmörku litið á atvinnurekanda eða samtökin sem hinn eiginlega trygginga- taka, en í Svíþjóð er hver hóp- þátttakandi lagalega séð hinn tryggði aðili. í Danmörku tíðk- ast iðgjaldafrelsi, ef um sjúkdóm er að ræða andstætt því, sem hingað til hefur gilt í Svíþjóð og Noregi. Iðgjöld eru allmiklu lægri í Svíþjóð og Danmörku en í Noregi. Mismunur á skatta- og tryggingalöggjöf hefur valdið því að mismunandi leiðir hafa verið farnar. Sameiginlegt með þessum þremur löndum er hins vegar, að hóptryggingar hafa náð öruggri fótfestu, að þær örva líftryggingastarfsemi almennt, að markaður virðist mikill í þess um löndum (sbr. þróunina í Sví- þjóð), og að samvinna að vissu marki milli líftryggingafé- laganna hetfur reynzt nauðsyn- legt skilyrði fyrir framgangi Eru aðeins til ein sönn trúarbrögð að yðar dómi? Ef svo er, þá Jiver? TIL eru mörg trúarbrögð — góð trúarbrögð. Sam- kvæmt orðabók eru trúarbrögð: „Trú á guðlegt eða yfirnáttúrlegt afl eða öfl, sem á að hlýða og tiilbiðja, og athafnir slíkrar trúar í leiðlsögn og tilbeiðslu.“ Ölll meiri háttar trúarbrögð heimsins falla undir þessa skilgreiningu. En samkvæmt Biblíunni er aðeins til ein hjálpræð- isleið. Kristur sagði: „Ég er vegurinn og sannleikur- inn og lífið; enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Mér er ljóst, að þetta er einstrengingslegt og kreddukennt. En minnist þess, að ég sagði þetta ekki. Kristur sagði þetta. Já, til eru mörg trúarbrögð — trúarbrögð, sem hjálpa mönnum til að bæta sjálfa sig. En samkvæmt Biblíunni verða syndir okkar ekki fyrirgefnar, við verðum ekki sætt við Guð og ekki réttilega búin und- ir hið eilífa líf nema fyrir trú á Krist. Það er hryggilegt að vita til þess, að margir eru í söfnuðum, sem kenna, að Kristur sé eini vegurinn til Guðs, en hafa aldrei reynt sáluhjálplega trú á hann. Samkvæmt þessu verðum við að segja, að trúarbrögð geta ekki frelsað yður. í>að er trú einstaklingsins á Jesúm Krist og fúsleiki hans til að fylgja Kristi, hvert sem leiðin liggur, sem færir honum frið við Guð. málsins og rekstrarleg félög verið stofnuð í því skyni af hálfu tryggingafélaganna. Það er athyglisvert, að þessi nána samvinna um rekstur þess- ara trygginga hefur komizt á, þrátt fyrir harða samkeppni tryggingafélaganna, en sam- keppnin er að fullu virk engu að síður. Ástæðan er fyrst og fremst sú knýjandi nauðsyn að einfalda framkvæmd trygging- anna að svo miklu leyti, sem unnt er og koma í veg fyrir ó- hagstæða dreifingu hópa á margar hendur. Ástæðunnar er einnig að leita í ákveðnum sér- einkennum norrænar trygginga- starfsemi, sem lengi hefur mót- að tryggingalöggjöf og einkum líftryggingar á Norðurlöndum. Reynt er að missa ekki sjónar á því göfuga markmiði að leggja ríka áherzlu á rétt tryggingatak- ans að eiga kost á hagkvæmri tryggingu á verði, er talizt geti eins lágt og mögulegt er miðað við dánarlíkur, kostnað og ör- yggisálag. í stað undirboða er reynt að komast að samikomu- lagi um hið eðlilega verð og skil- mála trygginganna, sem þó á eng an hátt kemur í veg fyrir harða samkeppni t.d. í þjónustu og öfl- un trygginga. Niðurlag. Líftryggingar munu óviða jafn óplægður akur sem á ís- landi. Tryggingaþarfir almenn- ings eru þó sízt minni hér en annars staðar. Hinar tíðu satfn- anir einstakra aðila bágstödd- um fjölskyldum til handa sýna það ljóslega. Er sennilegt, að hér sem annars staðar mundu hóptryggingar bæta úr brýnni tryggingaþörf almennings og um leið örva áhuga fólks á því að afla sér fullkominnar líf- tryggingarverndar. Hér verður ekki spáð um hugsanlega þróun þessa máls hér á landi né lagð- ur dómur á, hvernig málum þess um yrði bezt hagað ef hóptrygg- inagstarfsemi yrði tekin upp hér á landi. Hér er um fjölþætt mál að ræða, sem þarfnast gaum- gæfilegrar athugunar þeirra, er um þau fjalla. Sýnist þó auð- sætt, að án sameiginlegs átaks líftryggingafélaganna i landinu verði málið ekki til lykta leitt á þann hátt, er til hagsbóta verði þjóðfélaginu í heild og þegnum þess. Erlendur I.árusson, tryggingafræðingur Glukov brottrækur VLADIMIR Aleksejevits Glukov, forstöðumaður skrifstofu sov- ézka flugfélagsins „Aeroflot** í Hollandi, sem handtekinn var sl. miðvikudag sakaður um njósnir, var látinn laus á sunnu- dag en gert að hverfa úr landi hið bráðasta. Sagði ' tilkynningu dómsmála ráðuneytisins hollenzka um mál Glukovs, að öryggi la.ndsins stafaði hætta af áframhaldandi dvöl 'hans í landinu. Ekki sagði neitt í tilkynningunni um það hvort fundizt hefðu sannanir fyrir sekt Glukovs, en talið er, að ef svo hefði verið, myndi hon- um hafa verið tafarlaust komið um borð í flugvél til Moskvu, en ekki gefinn frestur til þess að yfirgefa landið, Lét rikissak- sóknarinn hollenzki, W. J. Kol- kert, þess getið í dag, að Glukov væri velmenntaður njósnari og ekki léki minnsti vafi á því, að hann hefði reynt að komazt yfir ríkisleyndarmál í Hollandi. N-Kóresku her- skipi sökkt SUÐUR-KÓRESKAR orrustuþot- ur sökktu í dag N-kóresku her- skipi, sem komið var inn í land- helgi S-Kóreu, að því er tilkynnt var í Seoul í dag. Ekki er vitað um mannfall N-Kóreumanna. en en margir þeirra stukku fjrrir borð er eldur kom upp í skipinu. Talið er að skipið hafi flutt njósnara, sem setja hafi átt á land í S-Kóreu. Atburður þessi varð um 130 km vestan Inchon, sem er skammt frá Seoul. Þetta er í fjórða skipti sem til átaka kemur með S- og N-Kóreu- mönnum það sem af er þessum mánuði. París, 17. apríl (NTB) Réttarhöld hófust í Paris I dag í Ben Barka-málinu svo- nefnda. Ben Barka var leið- togi andspyrnuhreyfingarinn- ar í Marokkó, en fyrir 18 mán uðum var honum rænt á götu í París. Síðan hefur ekkert til hans spurzt, og er hann talinn af. — IÐNFYRIRTÆKI óskar að ráða mann til skrifstofustarfa. — Verzl- unarmenntun æskileg. Tilboð merkt: „I—29 — 2357“ sendist Morgunblaðinu fýrir 25. þ.m. Breytt símanúmer Símanúmer okkar verður framvegis 82240 og 82241. Söluturninn 82241. Árbæjarkjör ROFABÆ 9. Vaktamenn Nokkrir vaktmenn óskast til starfa í Hvalfirði á næstunni. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. merkt: „Vaktmenn". Ex presso kaffivél mjög lítið notuð til sölu. Upplýsingar í síma 15841. Kjörgarður auglýsir Hin margeftirspurðu Fiberglass-gardínuefni komin 1.15 og 1.80 á breidd. Nýjar gerðir. Storisefni í öllum breiddum, ný munstur. Gardmudeild sími 18478. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦J* BLAÐBURÐARFOLK OSKAST I EFTIRTALIN HVERFI: Aðalstræti Vesturgata I Miðbær Lambastaðahverfi Tjarnargata Talið við afgreiðsluna sími 22480 fHwgtiitMðfrtfr f^vv^T v^vv^v v^v T^v t^vv^t f^vv^v f^vv^jvv^vv^vvy

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.