Morgunblaðið - 19.04.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.04.1967, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1967. UNDIR VERND eftir Maysie Greig: — Þar sem hún átti heima áð- ur en hún kom til Harton. Hann skríkti. — Hann var aðalástæð- an til þess, að hún flutti burt, enda þótt hún viðurkenndi það aldrei. Hún umgekkst hann tals vert og jafnvel hún fann, hvað hann var leiðiniegur — í tæka tíð En hvað sem því líður bætti hann við alvarlegur, — þá ætla ég ekki að láta þig sprengja þessa hjúskapar-sápukúlu henn- ar. Henn- mundi ekki líka það og mér heldur ekki, af því að ég er nú fyrst og fremst sonur henn ar, og í öðru lagi vegna þess, að ég er s'kotinn í þér og það veiztu mæta vel Hún svaraði hvasst: — Það veit ég bara alls ekki. En hún hafði roðnað, og hún leit á hend urnar í kjöltu sinni og sá, að þær skulfu. Hann sagði: — Ef þú heldur áfram að vera jafn falleg og vandræðaleg og þú ert núna. þá kyssi ég þig bara framan í öll- um. — Það þyrðirðu aldrei. — Nú ekki það? Hann stökk á fætur, gekk yfir til hennar, lagði her.durnai á axlir henni, taut niður og kyssti hana. Gömul hjón, sem sátu þar s'kammt frá yfir tebollum, litu upp og gáfu trá sér einhver hneykslunarhljóð Lance sneri ' sér að þeim og sagði brosandi: — Ég vona. að ég hneyksli ykkur ekki þó ég kyssi konuna mína En þið skilj ið, að við voruir að rífast, en allt rifrildi á að enda með kossi, finnst yður ekki? —■ Alveg rétt alveg rétt. ungi maður, sagði gamli maðurinn hlæjandi — Það hefur mér lika reynzt. Ema aðferðin til þess að halda tungu konunnar í skefjura er að kvssa hana. Og svo hló hann aftur. Lance settist niður en Paula stokkkroðnaði. — Hvað viltu með það að segja fólki. að ég sé konan þín? sagði hún lágt, en var bálreið. — Þú verður það bráðum, hvort sem er, svaraði hann ró- lega. — Og þú skalt ekki þurfa að bíða lengi. Ef tvær gamlar ekkjufrúr koma fram með aur- ana til að kaupa tvo Rolls Royce bíla sem þær eru að hugsa um, fæ ég efni á að taka litlu íbúð- ina. sem ég var að segja þér frá um daginn. Við borðum á hóteli á beim- leiðinni, hélt hann áfram. — Nei, þú þarft ekkert að segja, það er allt undirbúið. — Enn einu sinni hefurðu tangarhaidið á mér, sagði hún. — Þó að ég gæti vitanlega komizt gangandi heim. Hann tinaði með gráu augun- um. — Þú mannst nú hvernig fór síðast þegar þú stakkst uppá því En kannski hefurðu ekkert af þvi lært? En hafðu engar áhyggjur. ég skal ekki kyssa þig aftur, Darby og Joan þarna hinu megin, kynnu að fara að dæmi okkar. Og á þeirra aldri tel ég það vera hreinlega óviðeigandi. 10. kafli. Þegar þau höfðu ekið nokkrar mílur, sagði Lance: — Ég ætla að fara með þig á stað, þar sem maturinn er góður .Kokkurinn meira að segja franskur. Það er við ána .... hótelið, á ég við. — Áttu við Galtarhöfuðið? sagði hún veikri röddu. — Einmitt........Hefurðu ko'm — Bara einu sinni. ið þangað áður? — Hefurðu nokkuð á móti því að fara þangað aftur? Hún hikaði og hristi höfuðið 3g svaraði: — Nei. alls ekki. Þetta vorkvöld var allt fullt þarna í hótelinu. Fleiri en þau höfðu fengið þá hugdettu að tara þangað og gera sér daga- mun. Lance fékk boið úti á svölun- um Á öllum borðum voru litlir og daufir lampar. og þarna var blæjal'ogn Niðurinn í ánni fyrir neðan heyrðist upp á svalirnar. — Hvað viltu drekka? spurði Halló! Tvo menn vantar vinnu. Margt kemur til greina (t.d. taka visst verk). Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag 25. apríl, merkt: „2 röskir — 2393“. Nauðun^aruppboð sem auglýst var í 65., 67. og 68. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1966, á hluta úr Álftröð 1, þinglýstri eign Karis H. Péturssonar, fer fram á eignmni sjálfri þriðjudaginn 25. apríl 1967 kl. 17 samkvæmt kröfu bæjarsjóðs Kópavogs. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Lance. — Mig langar ekki i neitt að irekka, þakka þér fyrir. — O, bull og vitleysa. Hann benti þjóninum. — Stóra ölkrús handa mér og hálfa flösku af Hocheimer handa dömunni. — Þú mátt ekki eyðileggja þetta fyrir mér, Paula, sagði hann þegar þjónninn var farinn. — Mér leiðist svo að drekka einn. Hann sagði eitthvað meira, sem hún heyrði ekki, hvað var. Fjórar manneskjur komu út á svalirnar og gengu að borði, sem hafð' verið frátekið handa þeim. Þetta voru Davíð og Mavis og miðaldra hjón með þeim. — Þú hlustar ekki á mig, sagði Lance. — Nei. ég heyrði víst ekki til þín, því miður. — Þekkirðu þetta fólk, sem var að koma? — Já, tvennt af því. Sem betur fór kom þjónninn með matinn í þessum svifum, og þegar þau höfðu tekið fyrir sig, var Lance farinn að tala um eitt- hvað annað. Mavis var í ljósrauðum blúndukjól, fremur sviplausum, og þetta var heidur ekki heppi- legur litur fyrir hana. Hárið var snyrtilega uppsett, en ekki ný- tízkulega og hún var næstum ekkert máluð. Hitt fólkið virtist ekki vera neitt sérlega spenn- andi heldur, og Paula tók eftir t* **♦ *** ♦*•**«•*•♦; *J**J* ♦*••*♦ ♦*♦ *J* »J« *** ♦*• *•« því, sér til meinfýsnislegrar gleði, að samtalið gekk heldur ekkert fjörlega. Bæði Mavis og Davíð höfðu •éð Paulu. jafnskjótit sem þau voru setzt — þau höfðu kinkað kolli til hennar Davíð hafði meira að segja brosað, en Mavis ekki Það var rétt eins og henni yrði illt við að sjá Paulu þarna. Allt í einu varð Paula því feg- tn að hafa farið út með Lance og ineira að segja því með að hafa komið eir.mitt þarna. Hún hló og talaði við Lance, glaðari í bragð’ en henni var eðlilegt, en Davíð gerði enga svipaða tiiraun við sitt borð. Hópur Davíðs iauk máltíðinni fljótt og gekk síðan burt frá borðinu. en þegar Davíð kom móts við þau, stanzaði hann við borðið þeirra. — Halló Paula! sagði hann. — Ekki bjóst ég við að sjá þig nér. — Jú, við hr Fairgreaves vor um úti að aka og rákumst hing- að inn. Hún kynnti þá síðan. — Við borðum oftast heima á augardagskvöldum, sagði hann, — en ráðskonan var lasin rétt eftir hádegisverð og þverneitaði að búa til kvöldmat. Þessvegna komum við hingað með Cooper- ijónin. Paulu langaðí mest til að spyrja hann: — Gat ekki ung- frú Freeman búið til matinn? en stillti sig um það. Hún mundi, að Davíð haíði sagt, að Mavis væri ekki sérlega húsleg. 4ður er hann fór, sagði hann með áherzlu: — Við hittumst á briðjudagmn, Paula. — Vitanlega. Hann tók í hönd hennar. Hélt í hana lengur en nauðsynlegt var og kvaddi síðan Lance, og fór. — Ja, hérna! sagði Lance, þeg ar þau voiu farin. — Það er eins og ég segi, þú heldur þig helzt að þeim gömlu. Hún varð svo vond, að hún var næstum búir. að berja hann. — Þú ert dóni að tala svona! Davíð er alls ekki gamall. Þetta er eins og hver önnur vitleysa í þér. — Jæja hann er nú samt, far- inn að grána í vöngum og ég mundi segja að hann væri að minnsta kosti þrjátíu og þriggja eða fjögurra. — Hvað heldurðu a 5 ég sé gömul? —Tuttugu og e ns og ekki degi eldri. Ó. Paula elsíari mín. sagði hann með uppgev^r and- varpi, — þú ert að rey/.a að ganga í augun á gömlum mönn- um. En á sama hátt er Lance að reyna að bjarga þér Áður en hann skildi við hana um kvöliið. lét hann þes; get- :ð, að han ætlað' til Hr.ton að heimsækja móður sína. — Hún sendi mér pía.hort og sagði, að pað væri áríðmdi. Hún hlýtur að vera fjaraagsva.nd- ræðum. Því aðeins er hún að senda syr.i sínum elsiulegum svona S.O.S En mér d i*,< í hug, nvort þú vildir ekki verð* sam- ferða. Hann bæiti við Jg ’.eit á hana með glettnissvip og h d.'.aði undir flatt: — Þú getur heimsótt hana Agötu frænku, það er stólpakerling, ef ég mætti svo segja Langar þig ekki til að borða með henni. — Jú, það þætti mér gaman, sagði húr, og steingleymdi um leið þeim ásetningi sínum að fara aldre’ framar út með þess- um háværa manni. sem hafði svo mikið álit á sjálfum sér.' 11. kafli. Paula og Lance lögðu af stað klukkan rúmlega sjö um morg- uninn, tii þess að losna við verstu sunnudagsumferðina. Þau fengu sér morgunverð í Basing- stoke. enda þá orðin glorhungr- uð. Veðrið var yndislegt og Paula fann sér til mestu furðu. að hún skemmti sér ágætlega. en það jagði hún sjálfri sér, væri af tilhlökkuninni að hitta Agötu 'rænku aftur. Og þá var ekki vafi á því, að Agata gamla var fegin að sjá hana. Það snörlaði eitthvað í henni er hún faðmaði Paulu svo fast að sér, að Paulu fannst sem hún mundi aldrei framar ná and anum. Þegar hún sleppti henni, snýtti hún sér nokkrum sinnum og tók svo af sér gullspanga- gleraugun til þess að þurrka þau. — Guð minn almáttugur! sagði hún, — hversvegna í ósköp num léztu míg ekki vita, að þú ætlaðir að koma, barn? — Ég vona, að ég komi ekki til óþæginda, frænka? — Óþæginda? snuggaði Agata gamla. — Þó þú kæmir klukkan þrjú að nóttu, væri það ekki mér til óþæginda. Veiztu það að ég hef verið svo ein- mana síðan hún mamma þín fór, 3g er það ekki bjánalegt af gam a 11’ piparkellingu eins o-g mér að fara að verða einmana? ÍÉg vona bara, að Clara hafi eitt hvað almennilegt handa okkur að éta. Sú stúlka er nú alveg hámarkið Hún er auðvitað á för- um. eins og allar hinar — en þó fljótar en flestar á undan henni. — Paula hló. — Blessuð frænka, þér virðist seint ætla að koma saman við píurnar þínar. — Paula tyllti sér ósjálfrátt á tá og faðmaði frænku sína. — Þú veizt ekki, hvað ég hef sakn- að þín, Agata frænka. Þessvegna sló ég strax til, þegar hann Lance bauð mér með sér hing- að — Lance? hváði ungfrú Red- mond. — Hver er Lance? Paula roðnaði — Hann er son ur hennar frú Fairgreaves. — Hann kom hingað í heimsókn einu sinni. — Já, vitanlega man ég eftir honum, sagði gamla konan. — Var hann ekki kunningi þessar- ar ungfrú Helford. sem bauð þér vinnuna? Almennilegur ungur maður. Mér þykir vænt um, að þið skulið vera kunningjar. — Ég er nú ekki viss um, að við séum neinir sérlegir kunn- ingjar, sagði Paula. — Og kunn- irðu virkilega vel við hann, frænka? — Já, það gerði ég svaraði Agata ákveðin. — Og hvað finnst þér svo sem athugavert við hann? Nema náttúrlega hún mamma hans — og að því get- ur hann ekki gert. Og að minnsta kosti er hann ekki vitund liíkur henni í sjón. — Ég var nú ekki að hugsa um hana móður hans. sagði Paula. Hún hikaði ofurlítið. — En mér finnst hann 'ekki taka nokkurn hlut alvarlega. — Jæja, þú ættir nú heldur ekki að taka hlutina of alvar- lega á þínum aldri, Paula, sagði frænka. — Þú hefur alizt um oí Höfum fengið mjög glæsilegt úrval af enskum gólfteppum frá Carpet Trades, Limited England sem er stærsti teppaframleiðandi í Bretlandi. Sölustjóri fyrirtækisins Mr. Plasthorpe verður til viðtals og veitir allar nánari upplýsingar í dag (miðvikudag) frá kl. 2 — 5. SKEIFAN, KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.